Sóley og Katrín Anna sérstakir gestir hjá mér á morgun

Það er ekkert lát á femínistaumræðunni.

Annað kvöld - föstudagskvöld - verður þátturinn minn á ÍNN helgaður kvennabaráttu og jafnrétti. Þær Sóley Tómasdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir verða gestir í þættinum og við mun BARA tala um kvenréttindabaráttuna: Umræðuna eins og hún  hefur verið að undanförnu, baráttuaðferðir femínista, Silfur Egils, bleikt og blátt ... það verður allur pakkinn Whistling

 

Þátturinn "Mér finnst", rás-20 á Digital Ísland kl. 21:00 annað kvöld. Sjáumst Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vei,vei

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 17:30

2 identicon

Verst að ég skuli vera með gamlann myndlykilinn ennþá

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég næ þessu ekki, því miður. Hef heyrt vel látið af þáttunum þínum, þú þyrftir að vera á landsvísu.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.12.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Næ þessu ekki annaðkvöld, en verður hann svo ekki endursýndur?

Marta B Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ööö, jú - mér skilst að þættirnir séu endursýndir um helgar. Og svo er þetta víst alltsaman alltaf á leiðinni inn á netið Hefur bara ekki gerst ennþá.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.12.2007 kl. 23:32

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

gott hjá ykkur og góða skemmtun...verst að ég næ ekki þessari stöð.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:33

8 Smámynd: GeirR

Hlakka til

á örugglega eftir að rífast við sjónvarpið

GeirR, 7.12.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: GeirR

Nei, ég reifst ekkert við Imbakassan

Þetta var bara nokkuð gott hjá ykkur. Ljóst að hlutirnir gerast ansi hægt í þessum jafnréttismálum.

Er samt svolítið hugsi yfir því hve mikil áhersla er lögð á jafnrétti kynjana til valda og auðs. Er það upphaf og endir allra hluta ? Er ekki meira atriði að bæta kjör þeirra sem minnst hafa, hvort sem það eru konur og karlar. Hef ekki áhyggjur hvort að eitthvað hátekjufólk hafir 10.000 kallinum meira eða minna. Þú gleymdir líka að spyrja hvað þær væru með í laun. Það er varla neitt leyndarmál

GeirR, 7.12.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þín orð Geir - þau eru sannarlega upplífgandi

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.12.2007 kl. 01:14

11 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ég horfði á þáttinn, Ólína, af mikilli athygli. Frábærar konur sem töluðu æsingalaust og af yfirvegun um kvenfrelsismál. Ég fékk nýja og jákvæða sýn á feminista, og þeirra málstað,  eftir að hafa hlustað á umræðurnar. Kærar þakkir.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband