Dauðþreyttar eftir Danmerkurferð

 Við Saga komum  heim frá Danmörku í kvöld. Kúguppgefnar eftir hálfs sólarhrings ferðalag.

P1000326 Vorum vaknaðar fyrir allar aldir til þess að ná lestinni kl. 8 frá Árósum. Sú ferð tók þrjá og hálfan tíma. Síðan röltum við um á flugvellinum. Þar varð seinkun á flugi. Svo sátum við í klukkutíma í vélinni áður en hún fór í loftið. Flugið tók um þrjá tíma. Það stytti okkur stundir að í sætaröðinni hjá okkur sat sjö ára patti sem spjallaði við okkur á leiðinni -  Anton heitir hann og var hvergi banginn þó hann þyrfti að sitja hjá tveimur bláókunnugum konum. Raunar vissi hann af foreldrum og systur í röðinni fyrir aftan  - en samt. Vel af sér vikið hjá honum.

Jæja, það tók óratíma að fá bílaleigubílinn sem átti að bíða okkar á Keflavíkurflugvelli. Mikil skriffinska og vesen. Loks þegar við vorum sestar upp í hann með allt okkar hafurtask (sem var nú ekkert smáræði skal ég segja ykkur enda fjórir verslunardagar að baki Smile), þá fór blessaður bíllinn ekki í gang. Angry

Toyota er nefnilega komin með einhvern nýjan fítus í sjálfskiptinguna á þessum bílum, þannig að það þarf flóknar og samhæfðar aðgerðir bremsu, stýris og gírstangar til þess að koma vélinni í gang. Þarna sátum við mæðgurnar í myrkrinu, ráðvilltar á svip, með starfsmann bílaleigunnar í símanum að útskýra fyrir okkur hvað bæri að gera til þess að fá straum á vélina. Og ekkert gerðist - lengi vel.

P1000329 Jæja, svo kom þetta nú. Og heim erum við komnar eftir skemmtilega samverustund með Maddý minni í Árósum, þar sem hún er búin að koma sér vel fyrir. Við skoðuðum skólann hennar og vinnustofuna. Fórum á jólamarkaði - lágum í leti og spjölluðum. Síðast en ekki síst VERSLUÐUM við yfir okkur. Er eiginlega búin að gera jólainnkaupin - þannig að fjórtándi jólasveinninn - Kortaklippir  - hrellir mig ekkert sérlega - ég er eiginlega BÚIN að versla fyrir jólin Smile.

 Það var notalegt að koma aftur til Danmerkur eftir langa hríð. Rifja upp stemninguna sem fylgir aðventunni hjá þessari frændþjóð okkar. Þeir eru í "hygge" allan desembermánuð - og kunna svo sannarlega að njóta þess. 

Virkilega skemmtileg ferð.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Velkomin heim, Ólína mín. Þú hefur varla ekið vestur eftir þennan þvæling allan frá Árósum?

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: haraldurhar

Sæl Ólína.

    Þegar þú ferð næst til Árósa, skaltu taka rútuna, að minnsta kosti á heimleiðinni.

Það er að mínu áliti miklu þæglegra að fara með henni, og tilbreyting að sigla með ferjunni til Sjálands Odda, og að mig mynnir tekur styttri tíma.

haraldurhar, 6.12.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband