Dejlige Danmark - nu kommer vi!
30.11.2007 | 11:34
Jæja, við Saga dóttir mín erum að leggja í hann til Danmerkur. Ætlum að heimsækja aðra dóttur mína hana Maddýju sem þar býr og stundar arkitektanám í Árósum. Næstu fimm dagar verða svona mæðgnadagar, spjall, leti, skoðunarrölt um Árósa og kannski svolítil jólaverslun í leiðinni.
Við verðum sjálfsagt ekki komnar til hennar fyrr en seint í kvöld. En þá er bara að reyna að njóta ferðarinnar, fá sér glas af jólabjór í flugvélinni, lesa eitthvað skemmtilegt - kíkja í fríhafnarbúðirnar og svona.
Eins og segir á einhverri flugleiðaservéttunni: "It's the journey - not the destination". Kannski ég bloggi eitthvað frá Danmörku - við sjáum til.
Annars fékk ég fyrr í vikunni skemmtilega sendingu frá vinkonu minni. Heimspeki frá höfundi teiknimyndaseríunnar Peanuts, Charles Schultz. Læt hana fljóta með hér að gamni - þetta er nefnilega góð speki.
Shultz varpar fram fimm spurningum til umhugsunar:
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.
Hvernig gekk þér?
Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum.
Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.
Auðveldara?Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa
bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin. Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.
Sendu þetta áfram til þeirra einstaklinga, sem hafa haft jákvæð áhrif á líf
þitt.
Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar
morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)
Athugasemdir
Vær nu saa venlig Ólína at hiles alle mine bekendte i dejlige
Danmark.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.11.2007 kl. 15:39
Góða ferð, mín kæra vinkona. Kær kveðja til stelpnanna.
Þín Ragnheiður
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:27
Góð speki Ólína. Góða ferð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 17:46
Árósar er skemmtileg en jafnframt gömul og sögufræg borg (byrgi). Nafnið minnir okkur á hvað staðarlýsingar eru algengar í íslenskum nöfnum um allan þann heim sem forfeður okkar þekktu, austur til Russlands, vestur til Ameríku og suður til Tyrklands en óvíða meir en í Danmörku. Mér er til efs að margir Danir sjái einhver tengsl nafnsins við þá staðreynd að bærinn er byggður við árósa.
Sigurður Þórðarson, 1.12.2007 kl. 10:31
Takk fyrir þessi vísdómsorð frú Ólína, þau minntu mig á nokkra vestfirska kennara mína sem eru mér minnistæðir.
Yngvi Högnason, 1.12.2007 kl. 10:58
Hai,Olina, eg rakkst a blogginn tinn og se ad tad er alltaf mikid ad ske i kringum tig eins og ådur,tad finnst mer mjög gaman ad sjå,og tad vantar ekkert hestana i rokkin frekar en vanalega,tad er alltaf sami krafturinn i ter.Bestu kvedjur fra gömlum felaga sem tu tekktir smaveigis a timum Njalu, t,e,a,s, Rvk og svo a Nupi,ein af teim sem tu aeftir tig a ad rifast vid, tegar ter leiddist vodalega.PS Argument undanbes!
Ingo -Göteborg. (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:38
En gaman að vita til þess að þið séuð allar saman í Danmörku. Hugsa til ykkar og bið kærlega að heilsa.
Guðrún Inga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.