Dejlige Danmark - nu kommer vi!
30.11.2007 | 11:34
Jćja, viđ Saga dóttir mín erum ađ leggja í hann til Danmerkur. Ćtlum ađ heimsćkja ađra dóttur mína hana Maddýju sem ţar býr og stundar arkitektanám í Árósum. Nćstu fimm dagar verđa svona mćđgnadagar, spjall, leti, skođunarrölt um Árósa og kannski svolítil jólaverslun í leiđinni.
Viđ verđum sjálfsagt ekki komnar til hennar fyrr en seint í kvöld. En ţá er bara ađ reyna ađ njóta ferđarinnar, fá sér glas af jólabjór í flugvélinni, lesa eitthvađ skemmtilegt - kíkja í fríhafnarbúđirnar og svona.
Eins og segir á einhverri flugleiđaservéttunni: "It's the journey - not the destination". Kannski ég bloggi eitthvađ frá Danmörku - viđ sjáum til.
Annars fékk ég fyrr í vikunni skemmtilega sendingu frá vinkonu minni. Heimspeki frá höfundi teiknimyndaseríunnar Peanuts, Charles Schultz. Lćt hana fljóta međ hér ađ gamni - ţetta er nefnilega góđ speki.
Shultz varpar fram fimm spurningum til umhugsunar:
1. Nefndu fimm auđugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síđustu sigurvegara í fegurđarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unniđ Nobels verđlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verđlaunin á síđasta
ári.
Hvernig gekk ţér?
Niđurstađan er, ađ enginn okkar man fyrirsagnir gćrdagsins. Ţetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Ţeir eru ţeir bestu á sínu sviđi. En klappiđ deyr út. Verđlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viđurkenningarnar og skírteinin eru grafin međ eigendum sínum.
Hér eru nokkrar ađrar spurningar. Sjáđu hvernig ţér gengur međ ţćr:
1. Skrifađu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuđu ţér á ţinni skólagöngu.
2. Nefndu ţrjá vini, sem hafa hjálpađ ţér á erfiđum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt ţér eitthvađ mikilvćgt.
4. Hugsađu um fimm einstaklinga, sem kunnu ađ meta ţig ađ verđleikum.
5. Hugsađu um fimm einstaklinga, sem ţér ţykir gott ađ umgangast.
Auđveldara?Lexían: Fólkiđ sem skiptir ţig mestu máli í lífinu eru ekki ţeir, sem hafa
bestu međmćlabréfin, mestu peningana eđa flestu verđlaunin. Heldur ţeir, sem finnst ţú skipta mestu máli.
Sendu ţetta áfram til ţeirra einstaklinga, sem hafa haft jákvćđ áhrif á líf
ţitt.
Hafđu ekki áhyggjur af ţví, ađ heimurinn sé ađ farast í dag. Ţađ er nú ţegar
morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)
Athugasemdir
Vćr nu saa venlig Ólína at hiles alle mine bekendte i dejlige Danmark.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.11.2007 kl. 15:39
Góđa ferđ, mín kćra vinkona. Kćr kveđja til stelpnanna.
Ţín Ragnheiđur
Ragnheiđur Ólafía Davíđsdóttir, 30.11.2007 kl. 17:27
Góđ speki Ólína. Góđa ferđ.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 17:46
Árósar er skemmtileg en jafnframt gömul og sögufrćg borg (byrgi). Nafniđ minnir okkur á hvađ stađarlýsingar eru algengar í íslenskum nöfnum um allan ţann heim sem forfeđur okkar ţekktu, austur til Russlands, vestur til Ameríku og suđur til Tyrklands en óvíđa meir en í Danmörku. Mér er til efs ađ margir Danir sjái einhver tengsl nafnsins viđ ţá stađreynd ađ bćrinn er byggđur viđ árósa.
Sigurđur Ţórđarson, 1.12.2007 kl. 10:31
Takk fyrir ţessi vísdómsorđ frú Ólína, ţau minntu mig á nokkra vestfirska kennara mína sem eru mér minnistćđir.
Yngvi Högnason, 1.12.2007 kl. 10:58
Hai,Olina, eg rakkst a blogginn tinn og se ad tad er alltaf mikid ad ske i kringum tig eins og ĺdur,tad finnst mer mjög gaman ad sjĺ,og tad vantar ekkert hestana i rokkin frekar en vanalega,tad er alltaf sami krafturinn i ter.Bestu kvedjur fra gömlum felaga sem tu tekktir smaveigis a timum Njalu, t,e,a,s, Rvk og svo a Nupi,ein af teim sem tu aeftir tig a ad rifast vid, tegar ter leiddist vodalega.PS Argument undanbes!
Ingo -Göteborg. (IP-tala skráđ) 1.12.2007 kl. 14:38
En gaman ađ vita til ţess ađ ţiđ séuđ allar saman í Danmörku. Hugsa til ykkar og biđ kćrlega ađ heilsa.
Guđrún Inga (IP-tala skráđ) 1.12.2007 kl. 18:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.