Þetta veður er sko ekkert grín

Já, við biðum dágóða stund í fárviðrinu undir Hafnarfjalli meðan verið var að fjarlægja bílinn sem fauk út af. Það var bókstaflega brjálað veður í hviðunum. Ég hélt svei mér þá að bíllinn okkar tækist á loft - hélt það hvað eftir annað.

Bílarnir sem biðu sneru allir þversum (upp í vindinn) til þess að standa af sér hviðurnar - en það var verulega óþægilegt að sjá þá bifast undan vindinum þegar verst lét.

 

Jæja, allt fór þetta vel - og ég er fegin að vera komin heim til mín á Framnesveginn. Segi það satt. Vona bara að ökumaðurinn í bílnum sem fauk út af jafni sig fljótt. 


mbl.is Bíll fauk út af undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gott að þetta gekk vel hjá ykkur 

Ég var á þessum sömu slóðum um kl. 22:00 í kvöld á leiðinni frá Akureyri en fluginu mínu frá Akureyri var frestað eða fellt niður.

Komst sem betur fer alla leið án skakkafalla en það var verulega blint á köflum á Holtavörðuheiði

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 30.11.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband