Pabbahornið - má ég þá ekki tylla mér?

Af hverju er þetta eyrnamerkt fyrir "pabbana"?? Ég skil ekki. Mega mömmurnar þá ekki tylla sér þarna? Ég hefði nú einhverntíma þegið það að geta tyllt mér niður í þægilegan stól fyrir framan sjónvarp  - jafnvel enska boltann - á meðan ég biði eftir bónda mínum ljúka sínum erindum.

 Svona hvíldarhorn er góð hugmynd - en að ætla það karlmönnum sérstklega er eiginlega bara fyndið. Eiginlega bráðfyndið.

En um leið svolítið uggvekjandi - því ég hef á tilfinningunni að þeir sem standa fyrir þessu sjái ekki hvað þetta er fjarstæðukennt. Þá á ég ekki við hugmyndina um hvíldarhornið - heldur kynjaskiptinguna.

cowell


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu! Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

hehe, fádu thér bara thinn eigin ''mömmustól'' :)  á mínu heimili er thad ég sem á hægindarstólinn, svo sjaldan setjast gestir í hann, hehe

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:43

3 identicon

Það er eins og móðursýkin sé orðin undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

 (Eða föður/móður- sýkin ef þið viljið). 

 En margar konur ERU lengi að kaupa sér föt og mörgum karlmönnum finnst leiðinlegt að bíða á meðan.

Skilst meira að segja að það hafi verið staðfest með rannsóknum.

Að horfast í augu við þennan mun þýðir ekki að verið sé að segja karlmenn heimska og/eða ábyrgðarlausa og að konur séu hamslausar eyðsluklær.  

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:46

4 identicon

Tek undir það að þetta sé fyndið. En ótrúlega þreytandi þessi endalausa karlarembu og kvennrembu tal.

Gegnum ævina hef ég nú oft beðið eftir karli ef ég á að kynjabinda þetta. Sem krakki var farið að bryggjuna að skoða báta og skip, síðan tóku bílasölurnar við og tölvu og græjubúðirnar. En einhvern vegin var og er þetta bara hluti af lífinu að gera eitthvað misskemmtilegt.

Gudrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Lindan

Hvað um mömmumorgna eða sérstök mömmuhorn eins og eru í ungbarnaeftirlitum??  Eru ekki feður í fæðingarorlofum og fara ekki pabbar með börnin í ungbarnaeftirlit??

Lindan, 29.11.2007 kl. 15:22

6 Smámynd: Sævar Helgason

Maður þarf greinilega að fara að lesa  auglýsingar þessara stórmarkaða sem berast manni í kílóavís á dag- allavega til að vera umræðuhæfur á svona spjallpalli.

Var að fara með um >50 kg af þessu blaðarusli á haugana nú rétt í þessu- mest ólesið. 

Mikið bruðl hjá okkur þessari ríkustu þjóð veraldar samkv, SÞ. 

Sævar Helgason, 29.11.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Æ, við verðum að hafa smá húmor fyrir þessu. Þetta er svo yfirfengilega asnalegt að það tekur engu tali. Rétt eins og umræðan um blátt og bleikt á fæðingadeildinni.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:18

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég sá ekki betur en kona sæti líka í horninu. Ekki mjög góð mynd, gæti verið klæðisskiptingur. Kannske stendur á skilti fyrir utan "EKKI ÆTLAÐ MÆÐRUM".

Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 17:11

9 identicon

Þessi fyrirsögn er EKKI komin frá Haugkaup, heldur einungis fréttamanninum, Hagkaup er með þetta afdrepi fyrir alla ekki bara pabba.

Geiri.is (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:37

10 Smámynd: Katrín

Þar kom að því að það kæmi sé vel að vera einstæð móðir.  Ég er og hef nefnilega verið bæði mamma og pabbi svona hversdags og er þar af leiðandi velkomin/n í pabbahornið

Katrín, 29.11.2007 kl. 20:35

11 identicon

Mér finnst þetta alveg stórsniðugt......var að koma erlendis frá þar sem ég fékk alveg nóg í einu mollinu meðan kallinn var að velja sér bækur og geisladiska, skellti mér í næsta afþreyingarhorn og pantaði mér einn rjúkandi ærish,,,,,,,! Það var akkurat það sem ég þurfti.....! Eftir þetta komst ég aftur í kaupgírinn og það er einmitt það sem kaupmennirnir eru að fiska eftir. p.s myndin hér fyrir ofan er svo falleg að mér datt í hug eitt stundarkorn að hún væri "fótósjoppuð" ! Góðar stundir.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:04

12 identicon

Mér finnst með ólíkindum hvað allt er orðið viðkmæmt þessa dagana.  Það mátti svosem segja sér að svona lagað væri dæmt til að æsa feministana upp úr skónum.  Þetta er að verða ansi útreiknanlegt.

Staðreyndin er einfaldlega sú að konum finnst flestum sérdeilis skemmtilegt að ganga sig upp að hnjám í stórmörkuðum og körlum finnst það yfirleitt ferlega leiðinlegt.  Ég er búinn að heyra og lesa slatta af viðbrögðum við þessarri frétt um karlaathvarfið í Hagkaupum.  Flest eru frá yfirgengilega hneiksluðum konum.  Ein rökin eru t.d. þau, að kona hafi svosem oft þurft að bíða eftir karli sínum í einhverri byggingarvöruverslun o.s.frv..  Málið er bara það að karlmenn fara yfirleitt bara einir í slíkar verslanir.  Hver hefur séð  stútfulla byggingarvöruverslun af kvenfólki?  Auðvitað kemur fyrir að konur þurfa að biða eftir körlunum sínum meðan þeir sinna sínum hugarefnum.  Hér er bara einmitt um að ræða atriði sem sem flestir karlar upplifa.  Ef konur eiga við hliðstætt vandamál að stríða, t.d. í byggingarvöruverslunum, þá er ég viss um að nýju kvenforstjórarnir, sem búið er að troða inn á eigendur verslananna með lagasetningu, sjá sér leik á borði og bjarga málinu snarlega.

Hér er einfaldlega verið að horfast i augu við augljósan mun kynjanna og verið að gera gott úr hlutunum og búa til dálítil huggulegheit.  Konurnar geta rápað um verslunina og valið allskonar dúllerí handa sjálfum sér, og börnunum og barnabörnunum, og jafnvel handa karluglunni, sem kúrir í afdrepinu, án þess að hafa hann nöldrandi og sífrandi á eftir sér.  Á sama tíma getur hann setið þarna og reynt að gera sér þessa kvöl bærilega með því að horfa á boltann, eða e.t.v. fletta tímariti á meðan.  Hvað er að þessu?

Svo er auðvitað ekki um neitt "aparheit" að ræða hérna.  Hver segir að kona ,sem er sama sinnis, geti ekki tillt sér þarna niður?  Auðvitað eru til konur sem leiðist að rápa um súpermarkaði, og þær gætu svosem alveg átt afbrigðilega eiginmenn sem finnst það gaman.   Það er líka til fólk, - sennilega er flest fólk þannig, sem gerir þetta bara saman í sátt og samlyndi.

Ég verð að segja það, að það er ekkert grín að vera karlmaður þessa dagana.  Ég er rúmlega fimmtugur og allt mitt líf er ég búinn að þurfa að hlusta á þessa kvennabaráttusíbylju, sem sífellt verður þéttari og þéttari.  Þessa dagana er t.d. aldrei stundlegur friður.  Þetta dynur á eyrum og augum eins og samfellt pirrandi suð.  Mér er ljóst að sennilega þurfti að gera þetta svona.  Ég viðurkenni líka að mér finnst þessi vestræni sósialdemokratiski heimur hafa batnað.  Ég á sjálfur dætur og mér finnst eðlilegt að þær njóti jafnréttis.  Ég veit líka að það er ekki þar með sagt að mér fyndist það núna, ef þessu hefði ekki verið troðið niður um kokið á mér síðustu áratugina.  En fyrr má nú rota en dauðrota, eins og einhver sagði.

En......  Jú, það er svosem alger óþarfi að kalla þetta karlahorn.  Það er auðvitað bara ansalegt.  Þegar öllu er á botninn hvolft, þá ætti þetta auðvitað bara að vera biðstofa þolenda kaupæðis maka af báðum kynjum.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:16

13 identicon

Æi, Theódór, mér leiðast svolítið klisjan þín um að konum finnist gaman að ganga sig upp að hnjám í stórmörkuðun svolítið leiðinleg. Veit ekki betur en á versli helst ekki nema þegar mig er farið bráðnauðsynlega að vanta eitthvað og þykist ég þó vera kvenkyns. Þannig ég ég ætti svo sem heima í svona biðstofu.

Já, og svo ætla ég ekki að segja neitt um kvenkyns forsjóra byggingarvöruverslana, sú setning dæmir sig eiginlega bara sjálf.

En hvernig er þetta annars með þessa karla sem haldið er fram að ráfi um búðir í tilgangsleysi á eftir konunum sínum? Hvers vegna eru þeir þarna á annað borð? Veit ekki betur en að flestir karlmenn ættu að vera fullfærir um að fara eitthvert annað ef þeim finnst Kringlan ekki skemmtileg. Getur kannski verið að þetta sé ímyndað vandamál? Nú og ef konur vilja margar hverjar hafa karlana sína með er það þá ekki vegna þess að það er skemmtilegt að hafa einhvern með sér að versla? Þá hafa þeir lítið að gera í pössun í pabbahorninu - búnir að varpa af sér þeirri ábyrgð að halda uppi stuðinu.

Og svo er náttúrulega annar póll á þessu. Það þarf að kaupa skrilljón jólagafir fyrir Sigga, Gunnu og tengdapabba og afar hentugt að koma því öllu yfir á konuna "því henni þykir svo gaman að versla". Að minnsta kosti er ekki laust við það að sú aðferð hafi verið reynd á mínu heimili þar sem okkur þykir báðum jafn leiðinlegt í búðun - en, nei, hann kemst ekki upp með það baráttulaust. En það er aldrei að vita, nú hverfur hann kannski sporlaust í einni innkaupaferðinni og laumast í pabbahornið. Verst hvað hann er eitthvað ótýpískur karlmaður og hefur ekki gaman að fótbolta, af tvennu illu væri kannski best að hanga með mér og drífa af jólagjafainnkaupin.

En Ollý mín, góða skemmtun í Danmörku, bið að heilsa stelpunum,

:-) Erla Rún (sem á eftir að kaupa jólagjöf handa þér og stefnir á að gera það með glöðu geði og góðum hug).

Erla Rún (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:13

14 identicon

Erla, ég veit vel að þetta er klisja, en hún hefur ekki orðið til af engu.  Ég þekki þetta vel á eigin skrokk og flestir karlmenn sem ég þekki kannast við þessa tilhneigingu.  Auðvitað er þetta ekkert algilt og ég nefni það líka í þessu bulli mínu.  Ég ætlast heldur ekki til að þetta sem ég skrifaði sé tekið sérlega hátíðlega.  Ég er bara að blása smávegis og pirra mig á kvennasíbyljunni.  Það er í gangi svo mikil rétthugsun að það má ekkert út af bregða, þá verður allt vitlaust.

Þú spyrð hversvegna þessir þessir menn, sem ekki nenna í Kringluna, séu þarna á annað borð.  Svarið er að oft þurfa menn að gera þetta einfaldlega til að halda heimilisfriðinn, og auðvitað líka vegna þess að oft þarf að gera fleira en gott þykir.  Eins og þú bendir réttilega á, er lítill tilgangur í svona afdrepi fyrir fólk sem ætlar sér á annað borð að láta sig hafa það að þrælast í gegn um svona verslunarleiðangur.

Ég er líka einn af þessum karlmönnum sem drepleiðist fótbolti og spila aldrei tölvuleiki.  Þetta karlahorn er ekki neitt sem ég get ímyndað mér að ég notfæri mér, enda fer ég ekki ótilneyddur á svona staði.  Annars skildist mér á einhverri fréttinni að það hefði bara verið uppátæki einhvers fréttamanns að kalla þetta karlahorn, eða eitthvað í þá veru.

Mér er semsé gersamlega sama um þetta karlahorn, ef þetta er þá yfirleitt slíkt fyrirbrigði.  Það er miklu huggulegri hugmynd að setjast niður á kaffihúsinu, sem oft er á svona stöðum, eða finna sér bara eihverja skemmtilega búð, eða deild, sem maður getur drepið tímann í.

Svo óska ég ykkur, þér og Ólínu og öllum hinum, bara gleðilegra jóla.

Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband