Nýr landsmálavefur skutull.is

 Vestfirðir Nýr landsmálavefurm skutull.is, hefur nú litið dagsins ljós. Hann var opnaður með pompi og prakt í hádeginu í gær.

Þetta er fréttavefur tileinkaður Vestfjörðum og þjóðmálaumræðunni, ekki síst þeirri sem tengist svæðinu. Að vefnum stendur hópur áhugafólks um framsækna fjölmiðlun. Allt er það fólk sem vill veg og vanda Vestfjarða sem mestan og vill glæða skilning og áhuga á málefnum svæðisins. 

Sjálf er ég í þessum hópi, titluð fréttastjóri - en vart þarf að taka fram að öll fréttavinnsla og efnisöflun er á þessu stigi málsins unnin í sjálfboðavinnu og bætist að sjálfsögðu við önnur störf sem fólk hefur með höndum. Í framtíðinni tekst okkur vonandi að afla auglýsingatekna og nýsköpunarstyrkja til þess að standa undir einhverjum lágmarksrekstri, og greiða fólki laun.

Skutull var nafn á blaði jafnaðarmanna í Ísafjarðarbæ. Af stakri velvild hefur Samfylkingarfélagið í Ísafjarðarbæ nú eftirlátið vefsíðunni þetta táknræna nafn með velfarnaðaróskum - þar með má segja að þau hafi ýtt fleytunni úr vör. Þeim er ljóst að fréttastefna vefsíðunnar er á faglegum nótum, ekki pólitískum. Þau segjast treysta okkur - eru áhugasöm eins og við um að fjölga valkostum í fréttamiðlun á Vestfjörðum.

Svo sjáum við hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Mér list vel á þessu framtaki.  Það er allt of mikið einblínt á suð-vestur hornið í fréttamiðlunum.  

Krækjan í skutull.is  hér að ofan þurfi þó að laga :-)

Hún bendir nú á síðu á lokuðum síðu á þessu bloggi.  

Morten Lange, 28.10.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Sævar Helgason

Til hamingju með þennan nýja vefmiðill. Verði hann Vestfjörðum til heilla og framfara.

Sævar Helgason, 28.10.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir ábendinguna Morten - ég er búin að laga hlekkina.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.10.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mínar bestu hamingjuóskir með þarft framtak.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.10.2007 kl. 09:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Ólína og til hamingju með nýja vefinn. Veistu hvort er hægt að nálgast viðtalið þitt sem var sent út á síðasta föstudagskvöld? í gær rakst ég á hjá einhverjum bloggar, neikvæða umfjöllun um nýja vefinn og vildi viðkomandi meina að þetta yrði allt vinstri umræða og annað ekki. Held að mætti nú leyfa þessu að komast af stað áður en dæmt er. Kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:10

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Ásdís.

Ég held það hljóti að vera viðtal sem var í svæðisútvarpi Vestfjarða á föstudag. Fréttamanni svæðisútvarpsins var mikið í mun að halda því fram að þetta væri samfylkingarvefur - og eg reyndi að svara því eftir bestu getu.

Sannleikurinn er sá að blaðið Skutull var málgagn jafnaðarmanna á Ísafirði. Þeir hafa leyft okkur að nota nafnið  Við sem stöndum að þessum vef stefnum á faglegan og framsækinn fréttaflutning. Sum okkar eru í Samfylkingunni, önnur ekki.l Ég veit ekki hvort menn spyrja um flokksskírteini á öðrum fjölmiðlum, en það er ekki gert hjá okkur.

 Svo verður bara að koma í ljós hvort fólk treystir okkur.

Geturðu bent mér á þessa bloggsíðu?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:55

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til hamingju með nýja vefinn,gott nafn Skutull,dregið af Skutulsfirðir.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 14:09

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með nýja vefinn.

Marta B Helgadóttir, 2.11.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband