Viðsjárvert ástand

 Það er undarlegt að horfa á mann skotinn til bana með þessum hætti - verða vitni að fjörbrotum hans í orðsins fyllstu merkingu. Hann varð á vegi hermanns við róstusamar aðstæður - ljósmyndari að vinna sitt starf.

 Ástandið í Búrma hefur farið stigversnandi að undanförnu, en á sér að sjálfsögðu áratuga aðdraganda þar sem lýðræðisöflin í landinu hafa miskunnarlaust verið lamin niður af herstjórninni sem m.a. hefur haldið leiðtoga lýðræðishreyfingarinnar Aung Sang Suu Kuy í stofufangelsi árum saman. Frá því í ágúst s.l. hafa friðsamleg mótmæli verið brotin á bak aftur æ ofan í æ, með vaxandi ofbeldi og mannfelli - en ætla má að ólgan í landinu muni leiða til stjórnarbreytinga um síðir.

 

ISG

 

 

 

 

 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur - frammi fyrir alþjóðasamfélaginu - gagnrýnt ástandið í Búrma (Mjanmar), og lýst áhyggjum af þróun mála í þar. Það gerði  hún í ræðu sinni í gær, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York.

 

Ýmsir óttast að alþjóðasamfélagið muni snúa sér undan atburðunum í Búrma að þessu sinni. Síðustu fréttir herma þó að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafi sent fulltrúa til viðræðna við stjórnvöld þar. Um áhrif þess á atburðarásina verður litlu spáð að sinni - en við getum að minnsta kosti  þakkað fyrir að rödd Íslands hefur látið til sín heyra.

Hafi utanríkisráðherra þökk fyrir það.  


mbl.is Mótmæli hefjast á ný í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Búrma var það heillin!

Júlíus Valsson, 29.9.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að sjá einhvern nefna landið réttu nafni.

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Búrma heitir það enn þó að Myanmar sé ein birtingarmyndin. Minnir að þetta sé Búrma á algengasta tungumáli landsins. Aung Sang Suu Kuy er búin að vera meira og minna í stofufangelsi í 17 ár og stundum við það rýran kost að svelta. Hún er Mahatma Gandhi nútímans og það er sárt að horfa upp á að þetta ástand, Darfur, þjóðarmorðin í Rúanda og viðbjóðurinn í gömlu Júgóslavíu skuli allt enda sem spjall um daginn og veginn hjá öryggisráðinu. Ég er ekki alveg að kaupa það að formaður Samfylkingarinnar breyti þessu.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.10.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband