Of léttar spurningar?

Jæja, var að horfa á ÚTSVAR, nýja spurningaþáttinn á RÚV. Mér fannst þetta skemmtilegur þáttur og fjarri því að spurningarnar væru "allt of léttar" eins og þáttastjórnendur sögðu oftar en einu sinni (full oft fannst mér).

Þetta voru ekkert "allt of léttar" spurningar. Hins vegar voru svarendur býsna vel að sér, og gaman að fylgjast með því hve jafnt var á með liðunum.

Ef þessi þáttur á að höfða til almennra sjónvarpsáhorfenda, þá eru þessar spurningar við hæfi. Þokkalega vel upplýstir sjónvarpsáhorfendur þurfa að hugsa sig um - vita margt, en alls ekki allt. Fjölskyldur og vinahópar geta samsamað sig liðunum. Þau eru þannig samsett að það er líklegt að hópurinn sem situr í stofunni viti í sameiningu álíka mikið og hvert keppnislið. Það er einmitt það sem gerir þætti sem þessa skemmtilega - og þess vegna er Gettu betur keppni framhaldsskólanna farin að fjarlægjast almenna áhorfendur. Því miður.

En hehumm-öööö - ég fylgdist að sjálfsögðu með af athygli þar sem ég er ein þeirra sem á að þreyta kapps í þessum þætti innan tíðar. Whistling Vill til að ég hef með mér góða liðsmenn, Ragnhildi Sverrisdóttur blaðamann og Halldór Smárason framhaldsskólanema og Gettu-betur áhugamann með  meiru.

Ef spurningarnar verða í sama dúr og í þættinum í kvöld, má segja að heppni ráði nokkru um það hvernig fer eftir fyrstu umferð. Undecided Úr því sem komið er held ég að áherslur þáttarins þurfi að halda sér út fyrstu umferð - svo má þyngja róðurinn í þeirri næstu. Það er mín skoðun Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gat reyndar svarað flestum, en það er ekki alveg marktæk, þar sem ég er óvenjulega vel af Guði ger.

Eitt skildi ég ekki alveg, að hlaupararnir, þ.e. Örn og Fjölnir, virtust vera þarna sem óbeinir þáttakendur. Virðurkenni að ég þurfti að sinna henni Jenný Unu af og til, þannig að ég gæti hafa misst af einhverju, en ég sá þá ekki svara neinu sjálfa.

En hvað um það, þátturinn lofar góðu og þið Ragnhildur (þið eruð báðar bloggvinkonur mínar, nananabúbú) takið þetta með vinstri.

Jesús hvað ég "tala" mikið Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Svona spurningakeppni má ekki verða það "þung" að fólkið heima í stofu nái ekki að svara.

Ég er á því að þetta sé með þvi betra sem hefur komið fram á RÚV í langan tíma

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 23:09

3 identicon

Ef þetta á að vera pínulítð fyndið, já þá var þetta það??? Örn Árnason leikari (ekki Kópavogsbúi) og "Fjölnir Þorgeirsson Athafnamann"" úr Séð og Heyrt "sem aðalleikara og mændu á hina "gáfumennin" sem þó stóðu undir nafni. Það sem sló mig mest er að Örn virtist ekki með hjartað í leiknum,, en Fjölnir Þorgeirsson, ja þegar lagðar voru fram spurningar þá mændi hann hann á hina og það gerði hann allan tímann, greinilega vissi hann ekki neitt og hinir hvísluðu eða svöruðu spuningum með visku eða kænsku, en snar var hann í Ómarsbjöllu og svaraði spurningum sem hann ekki vissi sjálfur!!!

OK Ef hver bær ætlar að hafa trúð í hverjum þátt.......þetta getur bara verið betra, með allri virðingu, eru til trúðar í öllum bæjarf. sem vilja gera lítið úr sjálfum sér????

Ari Lárusson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:37

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er ekkert hissa þó að Hlynur og Jenný hafi getað svarað flestum spurningunum - vel upplýst fólk komið af barnsaldri, líkt og ég  

En í fyrstu umferð á þetta líka að vera skemmtilegt. Svo má það þyngjast, finnst mér.

Ég vil ekki taka undir það að Fjölnir hafi verið með trúðslæti - hann var hinsvegar léttur í lund og treysti augljóslega á meðkeppendur sína, sem von var. Þau vissu nánast allt sem um var spurt.  Mér finnst alltaf fara betur á því þegar fólk grínast á eigin kostnað fremur en annarra.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.9.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vona að þú takir þátt í umræðunum í Leshringnum á morgun sunnudag. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 11:55

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst þátturinn fara vel af stað og hef frá öndverðu haft tröllatrú á Þóru Arnrórsdóttur sem eina skærustu vonarstjörnuna í Sjónvarpi.

Hún stóð sig að mínum dómi mjög vel þótt hún hefði kannski mátt vera ögn skýrmæltari í upphafi. Sigmar er sjóaður og gerði þetta vel eins og hans var von og vísa.

Þó hefði kannski mátt búa til meiri spennu í kringum lokasprettinn og benda betur á hina tvísýnu stöðu sem uppi var á hverjum tíma en kannski fannst þeim þau vera að falla á tíma í þessari beinu útsendingu.

Í upphafi var útklipptum myndum af kapphlaupi þeirra Fjölnis og Arnar klúðrað því það er forsenda fyrir spennunni að báðir hlaupararnir sjáist í einu, að minnsta kosti þegar þeir nálgast bjölluna.

Þessi þáttur á allar mínar bestu óskir um velfarnað og vinsældir.

Ómar Ragnarsson, 15.9.2007 kl. 17:48

7 Smámynd: Ísak Pálmason

Það voru greinilega nokkrir byrjunarörðugleikar eins og Ómar minntist á hérna á undan og spurning hvort að ekki hefði þurft að slípa þáttinn aðeins betur til áður en hann fór í loftið.

En annars frábær þáttur og að mér finnst vetrardagskráin lofa góðu ...

Ísak Pálmason, 15.9.2007 kl. 20:19

8 Smámynd: Ísak Pálmason

þetta "að" í síðustu setningunni átti nú ekki að vera þarna  

Ísak Pálmason, 15.9.2007 kl. 20:21

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ó hvað ég hlakka til að sjá ykkur Ragnhildi í þættinum! Mér fannst gaman af þættinum og finnst eins og þér að spurningarnar megi ekki vera þyngri - vissi ekki helmingin af þessum svörum!

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 10:31

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst þetta bara gaman. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband