Ástin læknar allt

monkeypigeonUPPA_450x300  Þetta er hugljúfasta saga sem ég hef lesið lengi - og sætasta mynd sem ég hef séð.

Vesalings litli apaunginn, aðeins 12 vikna gamall, missti móður sína og var að veslast upp úti í náttúrunni þegar honum var bjargað og komið fyrir á dýraspítala í Goangdong héraði í Kína. Hann var svo aðframkominn af ástleysi að hann sýndi ekki batamerki og var að dauða kominn.

Þá birtist hvíta dúfan - sem líka var sjúklingur á dýraspítalanum - og  varð honum til huggunar. Nú eru þau óaðskiljanleg, og sá litli tekinn að braggast. 

Þetta gæti verið barnasagan í ár. Frásögnin í heild sinni er  HÉR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En krúttlegt!!!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað ætli margar miljónir barna standi í sporum apabarnsins og finna aldrei neinn svan? Þau deyja kannsi ekki líkamlega. En þau deyja nú samt. Hvað ætli þau séu mörg á Íslandi?

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, Sigurður. Þau eru áreiðanlega mörg börnin í heiminum sem engan eiga að. Þetta litla apabarn og dúfan hans eru í mínum augum tákngerfingar fyrir svo margt - önnur börn heimsins, afleiðingar ástleysis og lækningarmátt kærleikans.

 Eigðu góðan dag - kveðja til kisa.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.9.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband