Mótvægisaðgerðir og Randver rekinn!
13.9.2007 | 14:04
Ég verð að viðurkenna að ég er hálf ráðvillt heftir að hafa hlustað á blaðamannafundinn um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla. Fór því á vefinn í morgun og fann fréttatilkynninguna. Málið skýrðist ekki við það.
Auðvitað er góðra gjalda vert að veita 6,5 milljörðum króna á næstu þremur árum tilað styrkja atvinnulíf, auka menntun og úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir atvinnumissi, eins og segir í fréttatilkynningunni og "koma til móts við fyrirtæki í sjávarútvegi og styðja sveitarfélögin í landinu."
Mér finnst bara að menn eigi ekki að skreyta sig oft með sömu fjöðrinni - t.d. með því að tína til það sem átti að gera hvort eð var og kynna það til sögunnar sem "mótvægisaðgerðir". Það grefur undan trúverðugleika þess sem gert er. Dæmi um það er Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík - sem menntamálaráðherra kallaði háskólasetur, á blaðamannafundinum í gær, en það er önnur saga. Ákvörðun um stofnun þess og ráðningu forstöðumanns var tekin við HÍ án nokkurra tengsla við svonefndar mótvægisaðgerðir á sínum tíma, en er nú kynnt til sögunnar sem mótvægisaðgerð ríkisstjórnar.
Jæja, þetta er nú kannski bara haustkvíði og hryssingur í mér - eins og í veðrinu.
En ekki bætir úr skák að Randver skuli hafa verið rekinn úr Spaugstofunni. Ma-ma-ma-ma bara skilur ekkert í því. Og hverskonar svör eru þetta eiginlega hjá Erni Árnasyni að þetta hafi verið ákvörðun dagskrárstjóra RÚV!? Annaðhvort standa Spaugstofumenn með Randveri (einn fyrir alla og allir fyrir einn) og mótmæla þá þessu gerræði! Eða þeir reka hann sjálfir. En að vísa frá sér með þessum hætti, og láta eins og Spaugstofan hafi sjálf ekkert um þessa ákvörðun að segja, það er kjarkleysi.
Annars finnst mér ýmislegt bogið við það ef rétt er, að dagskrárdeildin sé farin að setja puttana í það hvernig einstakir leikhópar skipa í hlutverk á sínum vegum. Segi ekki annað.
Ætlar dagskrárdeildin næst að skipta sér af því hvernig kórarnir eru mannaðir sem syngja í útvarpinu?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst eins og þarna sé eitthvað vansagt með hvað liggur að baki brottreksturs á Randveri. Hm....
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 14:25
Mér finnst Randver síðstur í þessum gamanleikarahópi hvað húmor varðar og ef spaugstofan tekur þá ákvörðun að láta hann fjúka er það þeirra mál... Oft er betra að leyfa mönnum að fara með vissri sæmd í stað þess að segja kannski raunverulega ástæðu þess að hann hafi verið látin taka pokan sinn.....
Oft má satt kjurt liggja..
Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 14:52
Þessar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Vestfirðinar fá mest allra eða 600 milljónir , fyrir utan hröðun á samgöngubótum.
Samgöngubætur og það miklar kemur það vestfirðingum best til lengri tíma litið ?
Þetta er svona sem er ljóst nú þegar.
Sævar Helgason, 13.9.2007 kl. 15:08
Það logar glatt í bloggheimum út af meintum brottrekstri Randvers úr Spaugstofunni. Þetta er svipað og þegar Lúkasarspjallið var uppá sitt besta. En hvergi hef ég séð ýjað að því að þetta sé hluti af næsta Spaugstofuþætti, þ.e. að láta fólk hneykslast og verða sjálfu sér til skammar sem oft áður.Hver veit?
Yngvi Högnason, 13.9.2007 kl. 22:08
Það skildi þó aldrei vera að brottreksturinn hafi bara verið í þeim tilgangi að undirbúa eitthvert atriðið hjá Spaugstofunni? Að hann hafi verið "allt í plati" brottrekstur.
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:42
Ég verð að taka undir með Brynjari, sé Spaugstofan skoðuð sem heilsuhæli er eitthvað bogið við að vísa einum vistmanni á braut, nema hann sé miklu hressari en aðrir vistmenn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.9.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.