BÍ burstar Val!

Valur "Valurinn" sem lúrir innra með mér frá gamalli tíð, á það til að brjótast fram fílefldur af og til, einkum þegar KR og Valur eigast við.  Þó langt sé um liðið - áratugir - frá því ég handlék bolta í gamla Valsheimilinu við Hlíðarenda, hafa þau bernskuspor orðið þess valdandi að rauðhvíti liturinn er mér alltaf hjartfólginn - sérstaklega í samanburði við svarthvítar rendur!

P1000216 (Small)Jæja, en í gærdag urðu þau tímamót að Valnum innra með mér fataðist flugið. Það var þegar Hjörvar, 13 ára sonur minn, hringdi hamingjusamur að sunnan til þess að segja mér að þeir BÍ strákarnir í 4. flokki hefðu unnið Vals-strákana í fótboltanum, 4-0!!

Valur hvað?

Nú er það  BÍ og litur himinblámans sem blífur Smile Flott hjá ykkur strákar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru að tala um strákarnir að þetta hafi verið dómaraskandall! Er það ekki tapara eðli að tala um dómarskandal ef leikurinn tapast? hehehe  Nei þetta er frábært hjá stráknum þinum  og félugunum í BÍ gaman að sjá þegar strákar af landsbyggðinni sína þeim á mölinni hvernig á að spila fótbolta..

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Áfram Valur!

Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við ,,strákarnir hans Friðriks" erum flottastir.

Annars er ég af þeirri kynslóð sem var að alast upp í Rvík, þegar hermynjarnar voru að hverfa ein af annarri.  Það voru ,,Kampar" um alla Rvík og íbúarnir þar, hörkuduglegt fólk en í íbúðarvanda, urðu fyrir ákveðnum fordómum.  Þá klikkuðu þeir í KR svakalega.  Margir efnilegir strákarúr ,,Kömpunum" voru ekki nógu ,,fínir" til að fá að leika með félaginu.  Þeir komu margir til okkar og urðu flinkir knattspyrnumenn.  Þó svo að þeir byrjuðu að spila í gúmmískóm, sem voru kallaðar ,,Túttur"

Síðan eru liðin mörg á og margir ,,skrifaðir upp" vegna ferða inn á bannsvæðið í Öskjuhlíðinni.  Samt get ég ekki litið KRinga réttu auga síðan.  Þó svo ða við hefðum aldrei búið í ,,Kömpum" eða lélegu húsnæði (bjó í Hlíðunum) þá var uppeldið afar Vestfirskt og þar voru menn dæmdir af gerðum sínum, ekki auraráðum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 20.8.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband