Skyldan kallar - sumarleyfinu að ljúka!

P1000225 (Small)  Nú finnur maður að haustið nálgast - það er komið eitthvert andkul í vindinn, þrátt fyrir blíðskaparveður. Var á hundaleitaræfingu í gærkvöld í glaða sólskini og við sáum sólina hverfa bak við fjallið. Fáeinum mínútum síðar snarkólnaði. Á heimleið tveim tímum síðar varð mér litið á hitamælinn í bílnum, hann sýndi 4 gráður.

Já, maður er farinn að láta sjá sig á skrifstofunni, svona rétt til þess að venja sig við. Nýgerðar kennsluáætlanir, fundir og önnur skyldustörf handan við næsta leiti.

Í starfi mínu hjá Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands hef ég kennslu, rannsóknir og stjórnunarstörf á minni könnu. Stjórnunarstörfin eru tilfallandi, hafa hingað til einkum beinst að stofnun nýs fræðaseturs Háskóla Íslands hér á Vestfjörðum sem verður staðsett í Bolungarvík. Þessa dagana er verið að ráða nýjan forstöðumann og ég er ásamt fleirum að skila af mér áliti til stjórnar um þá tvo aðila sem sóttu um stöðuna.

Háskólakennslan bíður líka. Í vetur mun ég kenna námskeið á MA-stigi um miðlun menningar og fræða í útvarpi. Þetta er að hluta til hagnýtt námskeið, en líka fræðilegt - það verður kennt í gegnum fjarfundabúnað héðan frá Ísafirði. Ég og nemendur munum velta fyrir okkur menningarhugtakinu og því sem kallað er "alþýðleg" fræði. Sömuleiðis hugtökunum "vísindi" og "fræði". Fyrir hverja eru vísindin, hvað eru alþýðleg fræði. Lokaverkefni nemenda verður útvarpsþáttur um menningartengt efni sem þau vinna á eigin spýtur, en þó undir handleiðslu. Spennó Wink

 Já, maður er svona smám saman að koma sér út úr sumarleyfishamnum í vinnuhaminn - og það er svo einkennilegt, að eiginlega er ég farin að hlakka til að hefjast handa við vinnu á ný.

Annars eru mörg ár síðan ég tók almennilegt sumarfrí - og þá meina ég frí þar sem maður slakar á og hugsar ekki um vinnu. Í sumar hef ég getað um frjálst höfuð strokið. Það er ótrúlega gott! 

Líklega er það því að þakka að nú er ég farin að hlakka til að takast á við verkefni vetrarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flott dagskrá - tek undir með þér að það tekur tíma að fara úr sumarfríshamnum!

Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband