Berjatíđ
15.8.2007 | 00:11
Ég veit ađ ég mun bara sjá fyrir mér kolsvart berjalyng ţegar ég leggst til svefns í kvöld. Mig mun dreyma ber í alla nótt. Í dag fórum viđ vinkonunarnar sumsé í berjamó - og höfum síđan veriđ á fullu viđ ađ sulta og safta međ tilheyrandi rassaköstum og tilţrifum!
Viđ drifum okkur um hádegisbiliđ, ţrjár saman - ég, Magga vinkona og Maddý dóttir mín - upp í hlíđina fyrir ofan austanverđan Tungudal. Tveim tímum síđar komum viđ heim međ tuttugu lítra af berjum!
Nú er allt komiđ á krukkur og gamlar brennivínsflöskur međ skrúfanlegum töppum. Afraksturinn er: 4 lítrar af krćkiberjasaft, 1 lítri af krćkiberjahlaupi, 4 lítrar af bláberjasultu og svo auđvitađ einhver ósköp af ferskum bláberjum út á ísinn og skyriđ. Nammm......
Eftir alla sultugerđina var Maddý minni ekki til setunnar bođiđ. Hún tók föggur sínar, kvaddi og hélt áfram för sinni um landiđ, eftir ađeins sólarhrings stopp. En hún er nú ađ sýna skólafélaga sínum frá Danmörku markverđustu stađi landsins (og varđ auđvitađ ađ koma viđ hjá mömmu og pabba á Ísafirđi). Blessunin .
Jćja, eftir kossa og kveđjur til hennar ţar sem hún renndi međ vini sínum úr hlađi á litlu gömlu Toyotunni, ţerrađi ég tárin úr augnkrókunum og fór ađ elda kvöldmat fyrir Möggu og Baldur - vini mína sem eru nú í heimsókn. Tengdó komu líka í matinn - og ađ ađalréttinum loknum úđuđum viđ í okkur bláberjum međ rjóma og ís - mmmmm........
Ég er enn svo pakksödd ađ ég get varla stađiđ upprétt - og guđ má vita hvenćr ég nć blámanum af framtönnunum. En, hva? Ţađ er nú ekki svo oft sem besta vinkonan kemur til mín vestur á Ísafjörđ alla leiđ frá Reykjavík. Verst hvađ ţau stoppa stutt.
En - öllu er afmörkuđ stund. Og ţetta var góđur dagur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er dásamlegur tími! Ég hlakka til ađ fara vestur á firđi um ađra helgi og tína ber. Mér skilst ađ nóg sé af berjum ţannig ađ ég bara samgleđst međ ţér og öđrum sem ná tugum berjalítra úr hlíđum vestfirskra fjalla.
Björk Vilhelmsdóttir, 15.8.2007 kl. 13:55
Já, ţér ćtti ađ vera óhćtt ađ slást í hóp berjatínslufólks hér fyrir vestan. Ţađ er nóg af berjum núna, kolsvörtum og bólgnum berjum, krćkiberjum, ađalbláberjum, bláberjum ......
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 15.8.2007 kl. 14:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.