Æ, þessi klukkleikur!

Ég hef ekkert vitað hvað er að gerast í þessum klukkleik sem hefur gengið á netinu síðustu daga. Fólk hefur komið inn á síðuna hjá mér og klukkað mig. Ég hef bara sagt KLUKK á móti, hin ánægðasta Whistling

En það er víst ekki leikurinn. Maður á semsagt að lista upp 8-10 staðreyndir um sjálfan sig og klukka svo jafnmarga á netinu - held ég.  Undecided  Jæja - best að vera ekki félagsskítur. Hér koma nokkrar staðreyndir um mig:

1) Ég er kona á góðum aldri Wink

2) ... orðin amma - og á sætasta ömmustrák í heimi Smile

3) Ég er fædd í meyjarmerkinu - rísandi ljón með tungl í krabba - það skýrir margt Cool

4) ... og einmitt vegna þess að ég er "meyja" hef ég verið að dunda mér við það undanfarna daga að raða öllum bloggvinum mínum upp í stafrófsröð á síðunni minni ... Undecided

5) ... og þess vegna vil ég EKKI fá upplýsingar um að þetta sé hægt að gera með einu handtaki  Angry

6) Ég er útivistarkona og elska gönguferðir Smile

7) Ég elska fjölskylduna mína og held ég myndi verja líf barnanna minna með mínu eigin lífi ef með þyrfti Woundering

8) Mér leiðast úrtölur ...Pinch

9) ... þoli ekki slugs og hangs Angry

10) Ég er draumspök og svolítið göldrótt

Wizard

Og svo þetta sé nú tekið saman í stuttu máli:  

  • Ég kostum búin ýmsum er:
  • Áköf, kurteis, gjafmild, þver.
  • Engan löst þó af mér ber,
  • enda flókinn karakter 

Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

þetta klukk er kjaftæði

engu kemur til skila

svar þitt samið er í ölæði

nema minnið sé að bila  

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Varð að láta þetta vaða þó forsenduna vantaði.

Bið að heilsa manninum. 

Ævar Rafn Kjartansson, 20.7.2007 kl. 02:12

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

 Þetta var sætt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég var einmitt búin að klukka fólk á móti án þess að fatta neitt. Ég sé að við eigum ýmislegt sameiginlegt, ertu kannski líka komin af galdramönnum á Ströndum?

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.7.2007 kl. 09:27

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fín þessi vísa. -- skaði að þú skyldir hafa hina upptalninguna líka!

Sigurður Hreiðar, 20.7.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl Ólína!

Verð nú að vissu marki, að taka undir með Sigurði, vísan þín góð sjálfslýsing í ekki lengra máli og mörg fleiri orð vart nauðsynleg.Á henni sannast svo auðvitað líka, að "aldrei er ein góð vísa of oft kveðin" hef auðvitað heyrt þig fara með hana áður á hagyrðingamótum.

Hvað varðar þetta klukk, þá er ég nú sjálfsagt einn af fáum sem blessunalega hefur sloppið. Eins og ég hef skilið leikinn, þá átti að nefna einhver atriði sem sem fæstir vissu um!

Að lokum sýnist mér, að þú mættir kannski taka hann Ævar rafn í bragfræðitíma! (þó vitanlega megi taka viljan fyrir verkið!)

Magnús Geir Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 20:49

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég held að ég hafi klukkað þig fyrst og þakka þér fyrir listann og vísuna. Ég er margs fróðari um þig en áður. þakka þér samt fyrir síðast og ég held ég hafi farið ansi stíft eftir þínum ráðleggingum varðandi viðkomustaði á Vestfjörðum.

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2007 kl. 11:46

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir fyrir að samþykkja mig!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband