Hornstrandir - here I come!

Hornbjarg Jæja, þá er ég nú að leggja lokahönd á undirbúning Hornstrandaferðarinnar sem hefst í fyrramálið. Við  munum sigla norður í Fljótavík og ganga þaðan yfir á Hesteyri, þar sem við ætlum síðan að halda til næstu daga og ganga þaðan mismunandi dagleiðir. Hluti hópsins verður í tjöldum, hluti í húsi á staðnum. Sjálf ætla ég að þiggja þægindin að vera í húsi - gott að hvíla sig á því að liggja á jörðinni svona einu sinni úr því mér gefst kostur á því Smile

Þetta er fjórða árið í röð sem við göngum á Hornstrandir ferðafélagarnir - erum oftast 12-16 saman - og alltaf er farin ný leið á hverju ári. Við sjáum fram á að geta farið a.m.k. fjögur ár enn án þess að endurtaka gönguleiðir - og raunar hitti ég hjón í fyrradag sem hafa farið fjórtán sinnum, og segjast ekki enn vera búin að "loka hringnum".  

Það verður því ekki bloggað næstu daga - en vonandi verð ég með skemmtilega ferðasögu fyrir ykkur eftir helgina.

Þangað til bendi ég ykkur bara á að hlusta á Laufskálaþáttinn okkar Lísu Páls frá því í fyrradag Wink (sjá næstu færslu hér fyrir neðan).

Hafið það sem allra best á meðan.

 PS: Mikið var gott að fá þessa rigningu í nótt - gróðurinn er ferskur og þrútinn í dag eftir blessaða vætuna. Það má mín vegna rigna í allan dag - en á morgun bið ég um uppstyttu Undecided 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð Ólína - vonandi fáið þið gott veður.

Anna Sig. (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband