Laufskálinn með Lísu Páls í gær

Vélorf Í gær var ég í Laufskálanum hjá Lísu Páls. Þátturinn var tekinn upp á svölunum hjá mér hér í Miðtúninu - ég í sumarfríi og svona. Við Lísa höfðum komið okkur vel fyrir í sólinni með kaffibollana og hún byrjuð að taka viðtalið þegar brast á með hvimleiðum hávaða. Það var íslenska sumarhljóðið sem hvín um allar götur í þéttbýli: Vélorf! Angry Ungur maður í bæjarvinnunni hafði sett í gang með miklum tilþrifum hinumegin götunnar og var nú tekinn til við að slá gras af miklum móð. 

Við Lísa heyrðum vart hver í annarri og hrökkluðumst inn í stofu, þar sem viðtalið hélt áfram.

Þetta gekk bærilega held ég. Við ræddum allt milli himins og jarðar - dvöl mína hér vestra, viðskilnaðinn við Menntaskólann, framtíðarhorfur og fleira.

Hinsvegar láðist mér - eins og stundum áður - að láta vini og vandamenn vita í tíma (mamma verður alltaf jafn svekkt við mig þegar þetta gerist). Þannig að eftir þáttinn höfðu ýmsir samband sem höfðu ýmist misst af honum eða stórum hluta hans. Laufskálinn er ekki lengur endurtekinn á kvöldin (þó það hafi verið auglýst í Svæðisútvarpinu í gær, fyrir einhvern misskilning) - þannig að þeir sem áhuga hafa geta smellt á tengilinn hér fyrir neðan.  Þátturinn er 35 mínútur í flutningi - fyrst heyrist svolítið í Bjarna Fel (6 sekúndur) en svo kemur viðtalið.

Njótið vel.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4341304 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan Laufskálaþátt Ólína - ég hlustaði á hann í gærmorgun, fyrir tilviljun. Þetta var góður þáttur og gaman að hlusta.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú stendur alltaf fyrir þínu Ólína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta voru orfararnir okkar

Skafti Elíasson, 18.7.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skemmtilegt viðtal við þig Ólína. Hlustaði á þetta viðtal í morgun. Alltaf gaman af innihaldsríku spjalli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.7.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Þegar ég fer að sofa þá hef ég það fyrirreglu að hlusta á þætti eða leikrit eða framhaldssögur á Rás 1 og núna ætla ég að hlusta á Laufskálann með Lísu Páls og hlusta á þig Ólína. Ég hlakka mikið til. Ég er alveg að klára að pakka niður fyrir Austfjarðarferðina þar sem ég á mínar rætur.

Núna er ég og fartölvan komnar upp í rúm.

Þóra Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 01:15

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má hlusta á þáttinn í töluverðan tíma á ruv.is - allavega átti eg svipað viðtal við Lísu mína í fyrra, með svipuðu ónæði, og gat vísað á ruv.is fyrir þá sem misstu af.  Svo....nú ætla ég að fara að finna þitt viðtal.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 03:42

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hlusta í sérgluggaLaufskálinnVona að þetta virki sem linkur.  Allavega má finna Linkinn HÉR.  Skemmtilegt viðtal.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 04:00

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrirgefið bullið. Pointið datt alveg úr þessari frábæru tæknimennsku hjá mér enda er linkurinn á blogginu það sem ég vildi benda á að klikka á dagatalið á síðunni (17.) Þar ætti að vera hægt að heyra þetta a.m.k. út mánuðinn. Sorry

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 04:06

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur öllum fyrir hlýlegar athugasemdir og þér Jón Steinar fyrir hjálparviðleitnina.  

Þá eru komnar MINNST FJÓRAR tengingar á þáttinn í þessu spjalli okkar  (tvær í færslunni minni og tvær í atugasemdum).  

Það er þá lítil hætta á að hann fari framhjá neinum sem á annað borð vill hlusta.

Hafið það svo reglulega gott í dag.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband