Hitað upp fyrir Hornstrandir: 2. kafli.

Já, þessa dagana er að myndast svolítil hrúga á gólfinu í sjónvarpsherberginu - hún hækkar dag frá degi: Þetta eru bakpokar, ullarföt, flugnanet og svona hitt og þetta sem hafa þarf til taks fyrir Hornstrandagönguna um næstu helgi. Bóndinn er farinn að breiða úr kortum, athuga göngustafina og svona .... við erum í rólegheitum að setja okkur í gírinn. Hluti af því er að tölta hérna um nágrennið á nýju gönguskónum; skreppa upp í Naustahvilft í kvöldlogninu, ganga með góðum vinum inn í Álftafjarðabotn og svona ...

Og þar sem greiðviknir bloggvinir hafa gefið mér greinargóðar leiðbeiningar um það hvernig eigi að setja inn myndir úr einkaalbúminu - þá koma hér nokkrar frá ferðum okkar síðustu daga.  

Alftafjordur3 (Medium) (Medium)Alftafjordur7 (Medium)Alftafjordur6 (Medium)

Þessar þrjár myndir voru teknar inni í Álftafjarðarbotni í gær: 1) Við Siggi með Blíðu í Valagili 2) Guðrún og Gummi kasta mæðinni 3) Svanbjörn, Siggi, ég og Gummi að skoða nýju göngubrúna

 

Svo höfum við farið tvær ferðir upp í Naustahvilftina fyrir ofan flugvöllinn. Þessar myndir voru teknar eitt kvöldið þegar við skruppum með Hjörvari syni okkar og Vésteini frænda hans. Við það tækifæri stóðust þeir ekki mátið og fengu sér vatnssopa beint úr uppsprettunni.

Naustahvilft6 (Medium)Naustahvilft2 (Medium)Naustahvilft9 (Medium)

Svo er bara að krossleggja fingur og vona að blíðan haldist fram yfir næstu helgi Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikil rosaleg náttúrufegurð er þetta sem þú býrð við kona!  Ég er græn af öfund hér á malbikinu.

Hvaða

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ó já - og hér vil ég vera !

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.7.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband