Hitað upp fyrir Hornstrandir

Hornbjarg Horn

Síðustu dagar hafa verið helgaðir útivist og göngutúrum hér á Costa del Ísafjörður. Ekki seinna vænna að liðka sig aðeins og mýkja upp gönguskóna fyrir Hornstrandaferðina sem framundan erum næstu helgi Grin Það er hinn vaski gönguhópur "Höldum hæð" sem leggur þá í sína fjórðu ferð um Hornstrandafriðlandið.

Heiti hópsins tekur breytingum frá einu ári til annars eftir því hvað hæst ber í ferðum hverju sinni.  Þannig hefur þessi hópur borði heitin "Skítugur skafl" (2004),  "Ropandi örn" (2005) og nú síðast "Höldum hæð" (2006) - og verður forvitnilegt að vita hvaða nafngift ævintýri næstu helgar munu færa okkur. 

Eitt er víst að þessar ferðir eru tilhlökkunarefni - enda ferðafélagarnir frábærir í alla staði.

Til stóð að setja inn nokkrar myndir af upphituninni undanfarna daga þar sem veður og náttúrufegurð hafa verið með miklum eindæmum. Af einhverjum ástæðum gengur það brösuglega að koma myndunum inn, svo það verður að bíða betri tíma.

PS: Ég er að velta fyrir mér hvort myndirnar geti verið of stórar úr vélinni hjá mér - því myndir af netinu smella inn á síðuna án fyrirhafnar, hmmm.........  Woundering Þarf að finna út úr þessu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

   Nýkomin af Costa del vestfjörðum... og mig langar strax aftur. Helst á morgun!

Aðalheiður Ámundadóttir, 16.7.2007 kl. 01:12

2 identicon

Sæl Ólína. Í sambandi við myndirnar þínar að þá er það rétt hjá þér, myndirnar eru of stórar beint úr myndavélinni. Ættir að finna þér hugbúnað sem býður upp á að minka myndir. 500-1000 pixlar á vídd er ágætis stærð til að "uploada" á netið.

Hérna er forrit frá Microsoft sem minnkar myndir með því að hægrismella á mynd eða myndir og velja svo stærð. Muna bara að copy-a fyrst orginal myndirnar svo þú minnkir ekki upprunalegar myndir ef þú vilt eiga þær þannig.

Vona að þetta hjálpi. 

Ágúst Atlason (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Óska þér góðrar ferðar á Hornstrandir.. gekk þarna fyrir nokkrum árum og þetta er allveg himneskt

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.7.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir góðar kveðjur - og Ágúst, bestu þakkir fyrir leiðbeiningar og góð ráð varðandi myndvinnsluna

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.7.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband