Glóey varpar gullnu trafi

VebjarnarnupurVestfirðir  Og sumardýrðin heldur áfram - á svona degi er ekki hægt að blogga, bara yrkja: Hér kemur ein "afhenda" í tilefni veðurblíðunnar. Hún fjallar að vísu um vorið, þó komið sé fram í júlí, en gerir sama gagn:

 

Vorið klæðir vog og sund með vindum þýðum

bliknuð vakna blóm í hlíðum.

 

Ungar kvika, iðar líf í ársal blóma

laust úr vetrar leiðum dróma.

 

Glóey varpar gullnu trafi glitra vogar

allt í sólareldi logar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þessa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.7.2007 kl. 13:48

2 identicon

Inni í Djúpi enginn var með öllum mjalla

mikið um það mætti spjalla.

Már Högnason (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband