Sumardýrð og lóðarí

Sól skín á sundin - léttist nú hver lundin.

Ótrúlega fallegur dagur í dag. Ætla að drífa mig í góðan göngutúr inn í Álftafjörð með hundana.

Noi07 Jamm, ég er með aukagest á heimilinu - hann Nóa blessaðan. Fallegan, rauðbrúnan "Vísel" eins og sagt er. Nói er hreyfihamlaður, varð fyrir bíl sex mánaða gamall og er því með visinn annan afturfót. Ótúrlega duglegur að hoppa um þá þremur þessi elska - en ég þarf samt að hjálpa honum upp stigann í húsinu, hann er ekki alveg búinn að læra á þrepastærðina þar.

 NoiogBlida07  En það er ástand á heimilinu. Dalmatíutíkin mín hún Blíða er nefnilega að lóða - alveg á hátindi þeirrar sveiflu. Nói getur lítið gert fyrir hana, því hann er búinn að missa kúlurnar blessaður, auk þess sem hann hefur bara einn nothæfan afturfót. Hinsvegar reynir hann að gera sitt besta - og það er hálf átakanlegt að fylgjast með aðförunum. Hún hjálpar honum eftir fremsta megni - en það ber lítinn árangur. Hún skilur ekkert í þessu. 

Úff! Ég þyrfti eiginlega banna aðgang að heimilinu innan sextán, meðan þetta stendur sem hæst.

Hvað um það - ætla í göngutúr með þau núna á eftir. Læt fljóta hér vísu sem rifjaðist upp fyrir mér þegar ég leit sólardýrðina (og hundana í garðinum)  í morgun. Það hefur verið hamingjusamur maður sem orti þetta:

  • Engu kvíðir léttfær lund
  • ljúft er stríði að gleyma.
  • Blesa ríð ég greitt um grund,
  • Guðný bíður heima.

 Hafið það gott í dag - njótið sumarblíðunnar Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég á bát sem heitir Blíða og nýlega fengum við litla kisu sem var skírð Blíða, flott nafn.

Georg Eiður Arnarson, 8.7.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ó, já

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.7.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nói reynir þó....eða hvað? Taka skal viljann fyrir verkið þó afraksturinn geti verið aumur. Að verða fyrir bíl og missa síðan kúlurnar í ofanálag er engum hundi (frekar en manni) hollt. Það, að hann skuli enn reyna er ekkert minna en aðdáunarvert. Gangtu þér ekki til þurrðar með þau.

Halldór Egill Guðnason, 9.7.2007 kl. 01:59

4 identicon

viszla segir maður ekki vísel :)

lesandi (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband