Af hverju biðjast Keflvíkingar ekki afsökunar?

Keflvíkingar eiga bara að biðjast afsökunar - segja sem er að þeir hlupu á sig, misstu sig í hita leiksins. Það er ekki gott fyrir unga knattspyrnuaðdáendur að fylgjast með þessu orðaskaki öllu lengur.

Leikurinn fór úr böndum - menn misstu sig. Bjarni, Guðjón og rekstrarfélag ÍA hafa beðist afsökunar á þessu marki - gott hjá þeim. Nú verða Keflvíkingar að sýna að þeir hafi manndóm til að sættast - a.m.k. að þeir hafi hlaupið á sig gagnvart Bjarna.

Mistök eru bara mistök, og þau mega ekki verða aðalmálið. Það skiptir meiru hvernig menn taka á mistökum sínum og vinna úr þeim.Cool


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er alveg furðulegt að fylgjast með fullorðnu fólki rífast út af fótboltaleik. Þetta á að heita íþrótt og þar eiga að vera kenndir mannasiðir og það að kunna að tapa jafnt og að sigra. Þessi viðbrögð Keflvíkinga eru til skammar. Guðjón Þórðar. óx í áliti eftir að hann og hans leikmaður báðust afsökunar.

Brynjar Hólm Bjarnason, 5.7.2007 kl. 21:13

2 identicon

Þetta er náttúrulega bara kjatæði hjá þér. Sama hvort Keflavík biðst afsökunar eða ekki. Stigin verða ekkert tekin til baka, það er staðreynd. Alvöru afsökun hefði verið að bjóða K.S.Í að taka markið af þeim eða eitthvað í þá áttina. Þetta hálf asnalega bréf, að mér finnst, er ekkert nema skot á móti, dulbúin sem afsökun. Þú segir ekki fyrirgefðu, en...

Davíð (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta var nú léleg afsökunarbeiðni hjá ÍA.
Svona álíka og "ég biðst afsökunar á að hafa barið þig en þú átt ekki að ............"
Ekki það það er mál að þessu linni og ég skora á formann KSÍ að beita sér fyrir sáttafundum í þessu máli í stað þess að leyfa fréttamönnum að halda áfram að "æsa skrílinn"

Grímur Kjartansson, 5.7.2007 kl. 21:27

4 identicon

Nú fylgist ég ekki með fótbolta dagsdaglega, en sá þetta alltsaman í fréttum, bæði á stöð 2 og rúv, þannig að maður getur myndað sér einhverja skoðun á þessu. Burtséð frá markinu sem var skorað eftir þau atvik sem undan voru gengin, þá var það hegðun og framkoma leikmanna Keflavíkur sem var þeim til vansæmda, og knattspyrnunni yfirhöfuð. Að ætla síðan að ráðast á, slá og vera með fjúkyrði eftir leik til leikmanna, og fjölskyldu sem er atvikinu alls óviðkomandi, er hreint út sagt ótrúleg hegðun og á ekki að sjást á neinum vettfangi, hvort sem er í leik eða starfi. Ég skil að Keflvíkingar séu svekktir en svona framkoma er ólíðandi, það held ég að allt vitiborið fólk sé sammála.

Guðjón Magnússon (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þið Keflvíkingar eru vælandi útaf af einhverju djöfuls marki, það er algjört aukaatriði við hliðinni á þessu óafsakanlegu ofbeldi.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 5.7.2007 kl. 21:36

6 identicon

Það er einmitt það sem að við Skagamenn veltum nú fyrir okkur. ÍA og Bjarni Guðjónsson hafa beðist afsökunar á atvikinu. Það er vissulega leiðinlegt að vinna leiki á þennan hátt og auðvitað hefði verið betra ef Skagamenn hefðu bara gefið mark á móti. Hins vegar brást Keflavíkurliðið með þeim hætti að það var bara ekki nokkur ástæða til þess. Það verður líka mjög forvitnilegt að heyra hvernig KSÍ og Aganefnd bregst við skýrslu dómara og eftirlitsdómara leiksins.

Jóhann P (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:39

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þar kom að því að ég var sammála Ólínu, - húrra fyrir því..  Keflvíkingar vildu fá mark, gott og vel þá hefði staðan verið 2 - 1 ...  En bíddu aðeins, fór ekki leikurinn 2 - 1..??  Hvað eru Keflvíkingar þá að væla..??

Ólafur Jóhannsson, 5.7.2007 kl. 22:14

8 identicon

Það verður auðvitað að ræða um málið frá báðum hliðum.

Önnur hliðin kemur hér fram og það er framkoma leikmanna keflvíkinga og er hún skammarleg.

Hin hliðin snýr að Skagamönnum. Og það er ekki nóg að segja sorry og málið búið. Það breytir ekki úrslitum leiksins. Þú getur alltaf beðið afsökunar þrátt fyrir viljandi brotavilja. Hið ódrengilega sem átti sér stað inni á vellinum á sér enga hliðstæðu í íslensku íþróttalífi. Nema kannski þegar KR skoraði gegn Fram hér í den og þá var einmitt Guðjón þjálfari Kr liðsins. Að segja að keflvíkingar hefðu verið svo æstir að ekki var hægt að láta þá fá mark gefins er rökleysa að verstu sort.

Skagamenn svona gera menn ekki, þetta setur svartan blett á annars glæsta sögu Skagamanna.  

Gunnar (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:55

9 identicon

Verð að taka undir með Gunnari.

1)"Hið ódrengilega sem átti sér stað inni á vellinum á sér enga hliðstæðu í íslensku íþróttalífi". Að skila ekki boltanum eftir að Keflvíkingar spyrna útaf svo hægt sé að hlúa að meiddum Skagamanni heldur skora er óafsakanlegt.

2) Sorrý er ekki nóg.

Má svo bæta við:

3) Framkoma Keflvíkinga inni á vellinum í kjölfarið:

Eðlilegt er að einhver missi sig og láti eitthvað fjúka. Gróft brot á Bjarna er samt eitthvað sem menn vildu ekki sjá enda tók dómarinn á því máli með rauðu spjaldi og mun leikmaðurinn væntanlega fá harða refsingu.

4) Framkoma utan vallar:

Ég horfði á leikinn og nenni ekki að velta mér upp úr missönnum kjaftasögum um hvað gerðist utan vallar. Þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að stuðningsmenn Keflavíkur hafa látið eitthvað fjúka og Skagamenn svarað fyrir sig. Eftir stendur:

"Hið ódrengilega sem átti sér stað inni á vellinum á sér enga hliðstæðu í íslensku íþróttalífi"

og það verður ekki afsakað með einhverju sem gerðist í kjölfarið.

Þröstur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 08:26

10 identicon

Enn ein rósin í hnappagatið hjá Guðjóni Þórðar....hann er ótrúlegur og það að leyfa ekki keflavík að skora mark segir allt sem segja þarf...atvikið sem sýnt var í 14-2 þættinum í gær sýnir hvernig alvöru íþróttamenn haga sér

ikas (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 10:33

11 Smámynd: krossgata

Af hverju í ósköpunum er bara ekki farið að reglum og leikurinn heldur bara áfram þar til dómarinn flautar af eða stoppar hann með einhverju af sínum ráðum.  Fáránlegt að hengja sig í óskráð, óljós og vafasöm "heiðursmannasamkomulög".  Sýnir sig að það kann ekki góðri lukku að stýra.  Af hverju eiga leikmenn að vera að ákveða hvenær þeir eigi að beita brögðum til að stöðva leik?  Það finnst mér afar vafasamt, en ég hef reyndar ekkert vit á fótbolta.  Sé bara ekki annað en að dómari sé fær um að meta það hvort stoppa eigi leik eða ekki þegar fullfrískur karlmaður í góðri þjálfun hefur fengið smá hnjask.

krossgata, 6.7.2007 kl. 12:32

12 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Æ come on.. þetta er nú bara fótbolti !! til að byrja með á bara ekkert að vera að gefa boltan.. bara spila þó einhver liggi og býti gras.. ef dömmerinn er ekki búnað flauta og stopp allt þá er bara full keppni í gangi.. spurning bar aað koma upp úr sandkassanum og fara að spila alvöru fótbolta... *væll*

Hommalega Kvennagullið, 6.7.2007 kl. 13:53

13 Smámynd: Róbert Tómasson

Vissulega eru Skagamenn búnir að biðjast afsökunar, en úrslitin standa, svo í mínum huga er þetta svolítið eins og að skjóta mann í hausinn og segja svo fyrirgefðu viðkomandi er ekkert bættari með það.  Mjög svipað atvik átti sér stað fyrir nokkrum árum í leik KR og Fram þá unnu KR ingar ( sem guðjón Þórðarson þjálfaði þá ) á svipuðu marki.  Spurning hvort þetta sé bara ekki einhver taktík hjá Guðjóni.  Einhver talar hérna um rósirnar í hnappagat Guðjóns, eru þær ekki aðallega í því fólgnar að bíta mann og annan, drengilegt það.

Róbert Tómasson, 6.7.2007 kl. 14:24

14 identicon

Allt þetta mál er tveir kaflar. Í fyrri kaflanum eru það Skagamenn sem brjóta gegn íþróttinni en í seinni kaflanum eru það Keflvíkingar sem brjóta áf sér.

 Sagt er að það sé eðlilegt að einhverjir missi sig. Ég bara spyr er það eðliegt að vera með fúkyrði og hótanir um líkamsmeiðingar?

Ef það er viðurkennt að þvílík framkoma sé "eðlileg" þá efast ég um uppeldisgildi knattspyrnunnar.

KÖS

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 15:16

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur öllum fyrir lífleg skoðanaskipti.

Sennilega er bara farsælast að menn fari að hinum skráðu reglum en ekki þeim óskráðu. Dómarinn er sá sem ákveður hvenær stöðva skal leik - og leikmenn eiga ekkert að vera að taka til sinna ráða í því efni.

Ég las einhversstaðar á blogginu frásögn fótboltamanns af því þegar hann í leik á erlendum vettvangi (sennilega í Bretlandi) ætlaði viljandi að láta innkast mistakast svo hinir fengju boltann, út af einhverju svona. Hann var áminntur snarlega fyrir að vanvirða leikinn.

Ég vona bara að þetta mál leysist - einhvernveginn.

Njótið sumarblíðunnar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.7.2007 kl. 15:59

16 identicon

Stundum, þegar tveir deila, hefur hvorugur rétt fyrir sér. Báðir hafa rangt fyrir sér. Það er klárlega tilfellið í þessu máli finnst mér. Skagamenn voru óheiðarlegir að skila Keflvíkingunum ekki boltanum (ef þú skýtur að marki, þá er nú vissulega talsverð hætta á því að þú skorir). Keflvíkingar misstu sig inni á vellinum.

Þó átta ég mig ekki alveg á því hversvegna menn eru brjálaðir og ofbeldishneigðir eftir leikinn ef þeir eru ekki eitthvað bilaðir fyrir.

Drengur (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 16:16

17 identicon

Ég vil byrja á að taka fram að ég er Keflvíkingur og er þess vegna nokkuð ósáttur við umfjöllunina hér að ofan.  Eins og málið lítur við mér beittu Skagamenn einfaldlega bolabrögðum til að sigra knattspyrnuleik.  Jú, þeir sögðu það hafa verið óvart en neituðu síðan að leiðrétta mistökin þegar þeim gafst færi á því.  Þegar leiknum er lokið er sigurinn í höfn og engu hægt að breyta.  Þá biðjast Skagamenn afsökunar og það hljóta allir að sjá að sú afsökun er í raun lítils virði.  Þess vegna finnst mér óskiljanlegt að vera að hrósa Guðjóni og hans mönnum fyrir að hafa beðist afsökunar á þessari framkomu sinni.  Ég tel að við Keflvíkingar þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu nema að hafa orðið reiðir yfir þessari ótrúlegu framkomu Skagamanna.  Ég gef lítið fyrir önnur rök sem hafa komið hér fram.   Það er einfaldega ekki hægt að segja "mistök eru mistök" þegar mönnum er gefið tækifæri til að leiðrétta mistökin umsvifalaust en harðneita.  Og fyrst að fólk er í einhverjum "þetta er bara leikur, það er óþarfi að vera að æsa sig" ham þá hlýtur þetta sama fólk að reyna að skýra af hverju Guðjón Þórðarson og hans menn eru tilbúnir að beita hvaða meðulum sem er til að vinna fótboltaleik.  Að lokum vil ég minna fólk sem er að fordæma framkomu Keflvíkinga á að það er fyrst og fremst að að fordæma framkomu sem Skagamenn hafa verið að lýsa í fjölmiðlum.  Það er auðvitað alþekkt að þeir sem hafa lélegan málstað að verja reyna gjarnan að gera sjálfa sig að fórnarlömbum til að drepa umræðunni á dreif.

Guðmann Kristþórsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 20:47

18 identicon

Það er athyglisvert Ólína hvað þú tekur afgerandi afstöðu með Skagamönnum gegn Keflvíkingum í þessari umræðu. Þú hefur skrifa tvo pósta um þetta og í báðum þeirra tekurðu greinilega upp hanskann fyrir Akurnesinga sen skýtur skotum í átt til Keflvíkinga. Í fyrr póstinum talar þú um slysamark. Það er bara margt sem bendir til að þetta sé alls ekkert slysamark. Síðan segir þú "Bjarni Guðjónsson hefur útskýrt að þetta var óviljaverk - hann þurfti því ekki að biðjast afsökunar á því sem þarna gerðist". Ég get engan veginn tekið undir þetta. Afsökun þeirra Bjarna hefur verið afar þunnur þrettándi og hann jafnan hnýtt aftan í hann pillum til Keflvíkinga. Það er líka auðvelt en ódýrt að skora óheiðarlegt mark, leiðrétta það ekki þó þar hefði verið hægt um vik, heldur hirða bara öll stigin og segja svo eftir á "sorry, en þetta var nú líka ykkur að kenna, þið voruð svo fúlir." Einhvern veginn verður þessi afsökun afskaplega létt í vasa. Svo get ég heldur ekki tekið undir mér þér um að Bjarni þurfi ekki að biðjast afsökunar af því að þetta hafi verið "óviljaverk." Ég held þú hljótir að geta verið sammála mér um það, að óviljaverk fríi ekki menn frá afsökunarbeiðni. Það er af og frá. Fyrir utan að menn deila um þetta óviljaverk, þ.e. óviljann í því.

Annað snýr að því að þú kallar hér á afsökun Keflvíkinga og furðar þig á því að þeir skuli ekki vera búinir að biðjast afsökunar. Ég held að málið sé það að Keflvíkingar hafi bara kannski ekkert til að biðjast afsökunar á. Það sjá jú allir að þeir eru fúlir með markið en ég er búinn að horfa á þennan leik og þessi atvik aftur og aftur og það fer enginn í Bjarna með meiri látum og gerist og gengur í þessu. Og alls ekki meira en tilefni er til. Það tekur enginn í hann, það slær enginn til hans og eina snertingin við hann strax eftir atvikið er kassi og kassa einu sinni og búið. Á sjónvarpsupptökum sjást menn hlaupa á eftir honum upp að húsi en þar sjást nú aðallega Skagamenn hlaupa þó aðrir fylgi á eftir. Það er ekki þar með sagt að þó menn hafi ætlar að lesa eitthvað yfir Bjarna þá hafi þeir ætlar að vaða í hann og raunar ekkert sem bendir til þess.

Brot eins Keflvíkingsins á Bjarna í leiknum var ljótt og verðskuldaði rautt spjald, sem hann og fékk. Mér finndist eðlilegt að sá leikmaður hefði beðið Bjarna afsökunar á brotinu en strax eftir leikinn sakaði Guðjón Þórðarson þennan leikmann um vísvitandi árás sem er mjög alvarleg ásökun. Ekki er síður alvarlegt að hann sakar þjálfara Keflvíkinga um að hafa sent manni inn á völlinn til höfuðs Bjarna. Þetta brot var gróft en ekki verra en mörg önnur sem maður hefur séð, þ.á.m. í íslenskri knattspyrnu og af og frá að saka drenginn um að hafa viljandi ætlað að slasa Bjarna. Ef hann hefði ætlað það hefði hann væntanlega tækla fótinn sem Bjarni stóð í. Hann tæklar hins vegar fótinn sem er á lofti í boltanum, en gerir það af allt of mikilli hörku og fékk verðskuldað rautt spjald. Ásökun Guðjóns er hins vegar alveg út úr korti og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort orðatiltækið "margur heldur mig sig" eigi hér við. Ég minnist þess nefnilega að sumarið 1988 var Guðjón þjálfari KA og í síðasta leiknum (að mig minnir) á Laugardalsvellinum gegn Fram varð talsverður hasar. Í miðjum látunum skipti Guðjón sjálfum sér inn á og var rekinn út af örskömmu síðar.

Allavega. Ég held að við ættum aðeins að sjá hvað verður úr þessu máli. Ég ætla að vona að þetta verði rannsakað í kjölinn og Keflvíkingar hafa t.d. haldið því fram að lætin sem Skagamenn segja að hafi orðið inn í húsi eftir leikinn séu mjög orðum aukin. Það er líka athyglisvert að engir aðrir en þeir feðgar og Gísli formaður hafa nokkuð tjáð sig um þetta. Skyldi þó ekki vita á eitthvað? Eitt að lokum. Ef Skagamenn sjá raunverulega eftir því að hafa sigrað leikinn óheiðarlega eins og þeir gerðu, þá hljóta þeir að sýna þá yðrun með því að gefa Keflvíkingu strax eitt mark í upphafi næsta leiks þeirra. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.

 Að lokum máttu skila kveðju frá mér til hennar Sögu. Sannarlega gaman að sjá hversu vel hún er að standa sig enda ekki við öðru að búast af jafn efnilegum einstaklingi og henni. Lifðu heil.

Haraldur Dean Nelson (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband