Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Ólík viðbrögð við slysamarki
5.7.2007 | 16:31
Það er fróðlegt að bera viðbrögð Keflvíkinga við marki Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA, saman við framkomu leikmanna í hollenska boltanum þegar einn þeirra skoraði sambærilegt slysamark, eins og við sjáum í þessu myndbroti hér
Af þessu má margt læra um drengilega framgöngu á íþróttvelli.
Bjarni Guðjónsson hefur útskýrt að þetta var óviljaverk - hann þurfti því ekki að biðjast afsökunar á því sem þarna gerðist. Hann gerði það hinsvegar - og af því mættu Keflvíkingar líka læra.
Nú verður að fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Keflvíkinga.
Bjarni þurfti lögreglufylgd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Verst að Skagamenn skyldu ekki sjá þennan möguleika í stöðunni, þ.e. að leyfa Keflvíkingum að skora á móti.
En Bjarni er meiri maður fyrir að hafa beðist afsökunar.
Skagamaður (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 17:08
Ég tek undir það. Best væri að báðir málsaðilar lærðu af þessu sem þarna gerðist - og fyrst Bjarni gat beiðst afsökunar ættu Keflvíkingar að gera það líka.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.7.2007 kl. 17:10
Já þarna munar ansi miklu á viðbrögðunum.
Ragnheiður , 5.7.2007 kl. 17:41
En Bjarni viðraði þennan möguleika við þjálfarann sinn og hann sagði nei og in the end er það hann sem ræður. Bjarni er fórnarlamb frá a-ö.
Gisli (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 17:56
Það eru aðeins tveir sem vita hvort þetta var viljandi hjá honum eða ekki.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.7.2007 kl. 18:09
Það er ekki hægt að bera saman viðbrögð leikmanna keflavíkur við viðbrögðum þeim leikmanna í leik þar sem Ajax skoraði svipa "slysa" mark. Viðbrögð Keflvíkinga við þessu "slysa" marki Bjarna voru ekkert verri en sjást í hverri umferð í boltanum þegar vafadómar koma upp eða ljótar tæklingar. Leikmenn Keflavíkur veittust að Bjarna án þess að til einhverra handalögmála hafi komið. Þegar Ajax skorar "slysa" markið sem margir hafa vitnað til þá komust þeir í 3-0 á móti liði sem var hvorki að berjast á toppi né botni sinnar deildar og þar af leiðandi voru viðbrögð þeirra ekki æsileg. En Keflavík eru að berjast á toppi deildarinnar og staðan var 1-0 þegar Bjarni skorar þetta mark undir lok leiksins, sem með stöðunni 2-0 gerði svo gott sem út um leikinn. Það vita það allir að viðbrögð manna fara oft á tíðum mikið eftir því hvar er undir og því er ekki verið að bera saman epli og epli með þessum 2 dæmum.
Það hvort að Bjarni gerði þetta viljandi eða ekki er að mínu mati aukaatriði í dag. Menn hafa misjafnar skoðanir á því og ómögulegt er að segja hvor þeirra er rétt.
Það sem liggur ljóst fyrir hins vegar er að Bjarni spurði Guðjón hvort þeir ættu ekki að kvitta fyrir, þ.e að leyfa Keflavík að skora eða skora sjálfsmark. En Guðjón Þórðarson hinn heiðarlegi stuðningsmaður Fair Play sagði NEI!! Bjarni Guðjónsson hafði ekki kjark til að taka til síns ráðs og skora sjálfsmark eftir þessi skilaboð Guðjóns og ég lái honum það ekki.
Guðjón Þórðarson er sá sem á að biðja Keflvíkinga, Skagamenn og aðra unnendur íslenskrar knattspyrnu afsökunar. Hann hefur með þessu sett svartan blett á annars glæsta sögu Knattspyrnufélagsins ÍA sem seint verður afnumin ef þá einhvern tíman.
Þorgeir Jón (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 18:15
Það er alveg einstakur grís að boltinn skyldi lenda í markinu hjá Keflvíkingum. Ef Bjarni hefði ætlað sér að skora, þá hefði það örugglega ekki tekist! Ég vorkenni honum sannarlega - það er ein afar veigamikil ástæða fyrir því að strákgreyið hefur ekki treyst sér til að skora sjálfsmark til að jafna út þetta óhapp ...
Hlynur Þór Magnússon, 5.7.2007 kl. 18:30
Synir mínir eru meir inni í þessu en ég og hefur annar þeirra bloggað um þetta og annar sonur minn svarað honum. Ég varð þess áskynja í gærkvöldi og nótt að margir urðu ansi heiftúðugir í sínum skrifum og sérstaklega einn, gekk fram úr öllu hófi. Þar tilkynnti ég um óviðeigandi tengingu við frétt sem var bloggað út frá.
Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 18:44
Ef menn eru að bera þetta saman við Ajax atriðið að þá í fyrsta lagi gengu andstæðingarnir ekki undireins í skrokk á leikmanninum sem skoraði óvart. Guðjón lýsti því yfir í Kastljósti áðan að hefðu Keflvíkingar hagað sér eins og menn hefði málið litið öðruvísi út.
Ingvar Þór Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 20:04
Ef að eitthvað er út úr korti í sambandi við þetta atvik þá er það lýsing Guðjóns þjálfara á því:
Bjarni var undir árás frá Baldri og út frá því þá hreint kiksar hann þannig að úr varð það sem skeði. Ég held að ef Guðjón hefði sína eigin lýsingu á blaði fyrir framan sig og horfði á myndbandið samtímis þá myndi hann sjálfsagt hugsa 'HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM VAR ÉG AÐ SEGJA'. Bjarni hefur svoleiðis allan þann tíma sem hann vill til að gera það sem að HANN ÆTLAÐI SÉR ALLTAF. Það er nú ekki miklum erfiðleikum bundið að framkvæma svona og svo þykjast alls ekki hafa ætlað sér það, ekki gat hann hlauðið um og fagnað eins og vitlaus væri. Ég hef reynt að snúa þessu atviki í huga mér og gæti vel hugsað mér að viðbrögð Skagamanna hefðu ekki verið neitt mikið öðruvísi en Keflvíkinga. Er aldeilis ekki að afsaka framkomu Keflvíkinga hér, þeir hefðu átt að vita betur en hvað sér maður þetta ekki oft í boltanum í dag.
Þegar allt er á botnin lagt þá held ég að það sé engin tilviljun að 'ÞETTA VORU SKAGAMENN OG AÐ GUÐJÓN ÞJÁLFARINN'.
Lið verða bara í framtíðinni að vera á varðbergi gangvart Skagamönnum þegar að svona atvík koma upp í leikjum. Láta dómarann um að meta aðstæður og stöðva leikinn.
kv,
Magnús Magnússon, 5.7.2007 kl. 21:35
Halda menn virkilega að þetta sé bara tilviljun?
Fyrst hjá KR og síðan hjá Skaganum og Gauji þjálfari hjá báðum liðum. Svo lýsir Gummi Steinars því yfir í Kastljósinu að Gauji hafi einmitt lagt upp með svipaða taktík þegar hann þjálfaði Keflavík í stuttan tíma. Nei, það er bara þannig að Gauji er mesti vindbelgur sem hefur komið nálægt íslenskum fótbolta og óskiljanlegt hvað hann er eftirsóttur þótt menn viti hvað mann hann hefur að geyma.
Ég er nokkuð viss um að Stjáni þjálfari Keflavíkur getur flett ofan af ýmsu misjöfnu um Gauja síðan þeir störfuðu saman hérna um árið. Vonandi lætur hann eitthvað vaða á kallinn í þættinum 14-2 í kvöld
Hjörtur Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:36
Sæl Ólína. Ég tek undir með þér um að mismunandi viðbrögð við "slysamarkinu" eru athyglisverð en ég sé þetta aðeins öðrum augum en þú. Vil þó fyrst nefna að ég er sammála því að báðir aðilar ættu að biðja hinn afsökunar, þ.e. við vitum hvað Bjarni gerði en ef einhverjir Keflvíkingar hafa látið eins og óhemjur þá ber þeim að biðjast afsökunar líka. Get samt vel skilið gremju þeirra. En fyrst þú ert að bera viðbrögð leikmanna í hollenska boltanum saman við viðbrögð Keflvíkinga ætturðu þá ekki frekar að bera þau saman við viðbrögð Akurnesinga. Hollendingarnir véku nefnilega til hliðar strax eftir markið og leyfðu hinu liðinu að skora. Af hverju nefnirðu það ekki Ólína?
Áhorfandi (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:51
Ég bið menn að halda skoðunum sínum á persónu Guðjóns Þórarsonar utan við þessa umræðu. Ummæli hans hafa auðvitað ekki hjálpað til við lausn málsins. En liðin sjálf verða hvort um sig að líta í eigin barm - skoða sína eigin framkomu. Og nú er komið að Keflvíkingum að gera það - hinir hafa þegar beðist afsökunar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.7.2007 kl. 23:51
Ef upphafið er skoðað á heimasíðu RÚV, þá virtist einn Keflvíkingur vera nokkuð nálægt honum, að vísu gerði hann ekki mikið til að ná boltanum. Hann bjóst sennilega við að Bjarni myndi afhenda þeim boltann. Þetta gerist á hættusvæði við mark Skagamanna og ekkert óeðlilegt þó Bjarni reyni að koma boltanum sem lengst í burtu.
Hann hefði átt að reyna að spyrna meira í átt að hliðarlínunni, það hefði verið minni ógnun af því. Þetta er eitthvað sem Guðjón leggur upp með, að koma knettinum í átt að marki andstæðingsins og það er umdeilanlegt.
Viðbrögð Keflvíkinga eru hinsvegar algerlega út úr kú og lýsa miklu andlegu ójafnvægi þeirra.
Frekar fundust mér skýringar Guðmundar Steinssonar og þjálfarans ótrúverðugar. Guðmundur fullyrti að það hefði ekki verið ætlunin að veitast að Bjarna í lok leiksins.
Þetta er hlægileg fullyrðing. Fjórir fílhraustir menn hlaupa á eftir honum, ekki í sunnudagsskapinu, hver þeirra fær um að drepa mann með einu höggi, eins og Scott Ramsey gerði á dansleik á sínum tíma. Að sjálfsögðu er mikil ógnun falin í slíku.
Það mætti alveg rannsaka þetta atvik ofan í kjölinn. Það er spurning hvort þetta mál sé merki um að íþróttaandinn hefur látið undan síga í knattspyrnunni og hún snúist nær eingöngu um peninga og aftur peninga.
Theódór Norðkvist, 6.7.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.