Kvalafullt hláturskast í beinni

Fyrst ég er farin að skemmta mér yfir sjónvarpsuppákomum þá get ég ekki stillt mig um að slaka þessari inn á síðuna. Þetta er sko martröð sjónvarpsmannsins. Hann hefur örugglega misst vinnuna fyrir frammistöðu sína þessi.

Þetta rifjaði upp fyrir mér ýmsar uppákomur sem stundum urðu í beinni á sjónvarpsárunum mínum í den - ekkert þó í líkingu við þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=fl6jfOEPJGk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég var búin að sjá þetta en horfði aftur núna og hló ekkert minna  - Líklega hefur hann misst djobbið en miðað við svörin hjá viðmælandanum er kannski ekkert skrýtið þó hann hafi misst það gjörsamlega

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:56

2 identicon

misst sig

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, ég veit þetta er gamalt efni - en samt ...... þetta er bara óborganlegt .

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.7.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta er alveg ótrúlega fyndið.  Var búinn að sjá þetta ótextað.  Enn fyndnara svona.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.7.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var nærri búin að pissa á mig úr hlátri, hvorki meira né minna. Guð á himnum hvað ég hef mikla samkennd með spyrlinum og ég hefði smollið í gólf af hlátri hefði ég verið þarna.  Annars var hver einasti kj... í áhorfendahóp grafalvarlegur og það gerði þetta bara fyndnara.  Jesús minn farin að sofa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 02:18

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég fékk á tilfinninguna að þetta væri leikið. En hló samt.

Marta B Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 11:15

7 identicon

Þetta er leikið sjónvarpsefni frá Hollandi, týpískur hollenskur húmor.

snorri (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 12:01

8 identicon

...já, eitthvað funky við að maðurinn segi „ímyndaðu þér líf hunds ef hann gæti ekki sleikt á sér punginn“ og „sem eiginkona hans get ég ekki lengur handleikið eistun“ Ef þetta er rétt textað þá er það olía á eldinn mundi ég halda þegar maðurinn er að springa úr hlátri. Kaupi það alveg að þetta sé grín. ...allavega textinn! En samt sem áður algjör snilld og bráðfyndið.

Sigrún (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 14:16

9 Smámynd: B Ewing

Hef heyrt í seinni tíð að þessi þáttur hafi verið leikinn frá upphafi til enda.  Fyndinn brandari, engu að síður .

Rétt að minna á einn álíka fyndinn brandara frá Noregi. http://www.youtube.com/watch?v=4pyjRj3UMRM

B Ewing, 2.7.2007 kl. 17:44

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir þetta!  Hló mig máttlausa!  Leikið eða ekki leikið, brilliant húmor!

Sigríður Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 17:58

11 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ég lenti nú í ekki ósvipaðri aðstöðu sjálfur nema hvað það var ekki í beinni útsendingu.

Í vetrarkosningunum 1979 þegar ég var 14 ára vann ég fyrir AlþýðubandalagIð sáluga við það sem þá tíðkaðist að flokkarnir fylgdust grant með í kjördeildum hverjir væru búnir að kjósa.

Nema hvað að í kjördeild í þá daga ríkti og gerir enn hátíðleg stemmning, ekki mikið verið að grínast þar, fólk tekur starf sitt alvarlega, jafnvel búið að vera þarna áratugum saman og allt svona frekar stíft semsagt eins og þið þekkið.

Og þar sem ég sit þarna myglaður unglingurinn kemur maður inn sem gekk ekki alveg heill til skógar í orðins fyllstu. Hann var semsagt spastískur held ég að það heiti sem er nákvæmlega ekkert fyndið þannig séð. en einhvernvegin tókst mér þarna í pínu þvinguðu andrúmslofti kjördeildarinnar að sjá eitthvað spaugilegt við mjög svo óheftar og umsvifamiklar hreifingar mannsins og kannski helst vandræðalegar tilraunir móður hans að hemja þær, auk þess sem þessu fylgdu allnokkur óhljóð.

Ég semsagt skelli uppúr og þegar maður reynir að hemja hláturinn við þessar aðstæður verður það enn erfiðara og getur bara á einn veg þe. maður velltist um af hlátri.

Maður getur og má náttúrlega ekki hlæja við þessar aðstæður þannig ég endaði nánast á fjórum fótum og reyndi að fela mig bak við ræfilslegt skólaborðið sem ég sat við.

Ég hefði viljað hverfa niður úr gólfinu, það var ekki fallegur svipurinn á Sjallanum við hliðina á mér eða svarthvítu lakkrísbinda hornspangar þrenningunni á móti.

Ég hélt nú djobbinu minnir mig og ég man að við "kommaræflarnir" fengum smurt að heiman,heilhveitbrauðs samlokur með baunasalati. Held að það hafi ekki verið budget fyrir hangikjötsflís. En stuttbuxnagengið fékk að sjálfsögðu Brauðbæjarsamlokur eins og þau gátu í sig látið, franskbrauðs að sjálfsögðu :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 3.7.2007 kl. 16:08

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur Bjarni Bragi.

Ég hef sjálf lent í því einu sinni að missa mig svona í hláturskast í beinni útsendingu. Það var sem betur fer í lok fréttatíma - í þá gömlu góðu daga þegar tveir sátu saman og lásu fréttirnar.

Eins og stundum áður var Ómar við hlið mér, og hann hafði nú oft hláturhvetjandi áhrif. Nema hvað, síðasta innslag fréttatímans var eitt af þessum myndböndum sem sýnir röð óhappa í íþróttum. Ekki man ég hvaða atriði myndbandsins hleypti hláturrokunni af stað, en hún skall yfir okkur bæði. Fyrr en varði var myndbandið búið, en við lágum fram á borðið, mállaus af hlátri góða stund. Ég held að mér hafi tekist að stynja því upp að nú væri komið að veðri.

Þetta var hroðalegt - og ég hef oft hugsað til þess að hvað hefði getað gerst ef maður hefði misst sig svona við aðrar aðstæður og á öðrum tímapunkti í útsendingu. Úff!

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.7.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband