Frábært!

Þetta er hreint út sagt frábært - þessi fréttakona ætti að fá alþjóðleg blaðamannaverðlaun. Það var tími til kominn að einhver fréttamaður með sjálfsvirðingu segði eða gerði eitthvað gagnvart þessari alheimsmúgsefjun um persónu Parisar Hilton. 

Ég tek ofan fyrir þessari fréttakonu - vil fá hana sem fyrirlesarar á málþing um blaðamennsku og fréttasiðferði sem er löngu tímabært að halda. Væri verðugt verkefni fyrir blaðamannafélag Íslands.


mbl.is Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sá þetta YouTube í gær þar sem fréttakonan átti í rökræðum við tvo (sýndist mér) fréttakarla sem stóðu engan vegin með henni og drógu frekar en hitt. Það var í rauninni ótrúlegt að sjá hana standa upp og setja fréttina í tætarann.

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hefur eitthvað þessu líkt gerst á Íslandi?  Ég segi nú ekki að Parísar-fréttir séu fyrsta frétt hér á Íslandi, en þær hafa verið nokkuð fyrirferðamiklar á fréttastofunum, óþarflega fyrirferðamiklar að mínu mati. En líklega eru þær gott uppfyllingarefni, því þarf lítið sem ekkert að vinna þær og engin heimildaöflun fer fram og engan þarf að senda út til þess að afla fréttarinnar.

Guðmundur Örn Jónsson, 1.7.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, kominn tími til. Þessi telputuðra er búin að vera fjölmiðlaplága, heimilisplága og þjóðarplága óþarflega lengi. En auðvitað ekki við hana að sakast því ekki hefur hún stýrt þessari plágu nema með tilveru sinni og uppátækjum sem vonandi fá að verða hennar einkamál svona úr þessu. 

Árni Gunnarsson, 1.7.2007 kl. 13:02

4 identicon

Eigum við að ritskoða fréttirnar?

Emanon (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 14:46

5 identicon

Aðdáunarverð framtakssemi að hundsa þessa ekki frétt.

Mér hefur allavegana verið gróflega misboðið að undanförnu þegar ég hef hlustað á Bylgjuna og heyrt fréttaflutning af Paris Hilton.

Hef hugsað með sjálfum mér. Hvað kemur varðar mig og aðra íslendinga um Paris Hilton. Hvað er þessi frétt að gera inni á íslenskum fréttamiðlum. Tímabært að íslenskir þáttastjórnendur fari að sýna framá að þeir séu hugsandi og loki á svona endemis fréttaflutning. 

Eggert (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 15:32

6 Smámynd: Heidi Strand

Það er slæmt ef fréttastofa sem vill taka sjálfa sig alvarlega getur ekki gert greinarmun á frétt og slúðri.

Heidi Strand, 1.7.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband