Kvöldkyrrð

hesteyri  Kvöldkyrrðin er ótrúleg - gulli sleginn hafflöturinn úti fyrir eyrinni þar sem sól er að setjast ofan í Djúpið. Inni á pollinum dúra værðarlegir fuglar á skyggðum sjónum. Ekki bærist hár á höfði.

Þrátt fyrir lognið kemur mér til hugar vísan fallega eftir Trausta Á. Reykdal:

  • Þýtur í stráum þeyrinn hljótt
  • þagnar kliður dagsins.
  • Guð er að bjóða góða nótt
  • í geislum sólarlagsins.

Ég fann þessa fallegu mynd á netinu - hún er tekin á Hesteyri í þann mund sem sólin tyllir sér á hafflötinn rétt áður en hún rís á ný. Leyfi ykkur að njóta hennar með mér - Ísafjarðardjúpið skartar einmitt þessum litum núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mynd er hrikalega falleg. 

Það er eitthvað skrítið með þetta veður.  Maður kann bara ekki að haga sér þegar verður hefur verið gott svona lengi í einu á Íslandi.  Ekkert að tuða yfir.  Það er nú fokið í flest skjól fyrir Íslendingi þegar hann getur ekki þusað yfir veðrinu.  En ég ætla að vona að það haldist sem lengst.

HT (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir myndina hef reyndar oft séð fallegar myndir úr náttúrunni enda búsettur í eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 30.6.2007 kl. 15:13

3 identicon

Ég er á því að myndin sé tekin í Grunnavík.  Fjallið t.v myndi þá vera Geirsfjall og ljósmyndari snýr baki í Maríuhornið.  Síðan myndi fjallið t.h vera Teista og Grænahlíð.

Lágskýjabakki er síðan yfir hluta hafsins að Grænuhlíð .

En myndi er flott. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

hmm....... ekki get ég kveðið upp úr um þetta - en nafnið á myndinni var "Hesteyri". Veit ekki meir. Hinsvegar stefni ég á að ganga frá Hesteyri í Hornstrandaferð minni síðar í júlí (þeirri fjórðu frá því ég flutti vestur - alltaf farin ný leið á hverju ári)  Og þá mun ég væntanlega geta sannreynt framkomnar kenningar um það hvað sést og hvað ekki frá sjálfri Hesteyrinni um sólarlagsbil.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.7.2007 kl. 01:46

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Við nánari athugun þá er málið enn einfaldara: Þetta er sennilega ekki Hesteyri (þó myndin heiti það á netinu), heldur Eyrarfjallið yfir Hnífsdal vinstramegin, Grænahlíð hægra megin. þessi mynd er m.ö.o. tekin úr Arnardal (hvað sem öllum nafngiftum á netinu líður). Dæmigerð sólarlagsmynd Ísifirðinga um miðsumar.

Af hverju  myndin heitir "Hesteyri" veit ég ekki - það skiptir engu heldur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.7.2007 kl. 02:01

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ekkert er betra en íslensk sumarnótt

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.7.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband