Harmagrátur Vinstri-grænna
20.5.2007 | 13:24
"Minn fyrsti kostur hefði verið sá að mynduð hefði verið ríkisstjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar og ef það hefði ekki tekist, þá hefði verið farsælla fyrir þjóðina að fá sigurvegara kosninganna VG, sem jafnramt er gagnstæður póll við Sjálfstæðisflokkinn, til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki."
Einmitt það - stöldrum nú við.
Ég held mig misminni ekki að það hafi einmitt verið Ögmundur Jónasson sem í þessu útvarpsviðtali, tveim dögum eftir kosningar, bauð Framsókn upp á það að fara á hliðalínuna og verja með hlutleysi stjórn VG og Samfylkingar. Það var "fyrsti" kosturinn sem Vinstrigrænir orðuðu formlega í fjölmiðlum, og það var enginn annar en Ögmundur Jónasson sem það gerði. Þá hafði félagi hans, Steingrímur J. Sigfússon, farið fram á það við Jón Sigurðsson að hann bæði sig formlega afsökunar á kosningaauglýsingu. Um þetta bloggaði ég fljótlega eftir kosningar - og veit að ég var ekki sú eina sem undraðist málflutning forsvarsmanna VG fyrstu dagana eftir að úrslit lágu fyrir.
Vinstrigrænum verður tíðrætt um að þeir hafi "farið að leikreglum" varðandi hugsanlega stjórnarmyndun. Þó kemur fram í sömu frétt að sjálfir voru þeir í bullandi þreifingum við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk bæði fyrir og eftir kosningar. Steingrímur segist sjálfur hafa talað við Ingibjörgu Sólrúnu "hálfum mánuði fyrir kosningar" og blaðamaður kveðst hafa "mjög traustar heimildir" fyrir því að "töluverðar þreifingar hafi átt sér stað milli einstakra flokksmanna í VG og Sjálfstæðisflokki."
Já - stundum er sagt að allt sé leyfilegt í ástum og stríði. Pólitíkin er samband af því hvoru tveggja, má segja, ég tala nú ekki um þegar menn fara að mynda ríkisstjórnir.
En Ögmundur og Steingrímur: Það er leiðinlegt að sjá reynda og dugandi stjórmálamenn skæla úr sér augun og snúa staðreyndum við þótt á móti blási. Þið getið sjálfum ykkur um kennt . Hættið þessu væli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Athugasemdir
Að vera góður í kosningabaráttu og síðan að spila úr þeim spilum sem á hendina hafa komið.. er ekki ölum gefið. Ekki vil ég á þessari stundu ýfa sár VG , en þeir þurfa að skilja þankagang heildarinnar... það er nú ekki flóknara en það.
Samfylkingin hefur komið heil frá þessari kosningarbaráttu og ef fer sem horfir, uppsker hún sem sáð hefur verið.
Takk fyrir frábæra pistala þína Ólína , bæði í sorg og gleði,frá Vestfjörðum,. Þeir eru fyrir okkur hér sunnan heiða, gulls ígildi og auka skilning okkar landshluta á milli.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 17:26
Það voru allir stjórnarandstöðufl.farnir að biðla til íhaldsins,strax daginn eftir kosningar ,meðan Framsókn var enn í viðræðum við þá.Það var strax ljóst, að engin vinstri stjórn var í fæðingu,enda Framsókn þá bæði inni og utan dyra hjá íhaldinu og áttu auk þess enga samleið með VG.
´Það sem mér kom mest á óvart var kapphlaupið milli flokkanna að komast strax upp í bólið hjá íhaldinu.Flokkurinn minn, Samfylkingin hefði þrátt fyrir allt átt að skoða betur alla möguleika á að leiða vinstri stjórn ,hefði það ekki tekist var í lagi að berja upp á hjá íhaldinu.
Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 23:57
Mér finnst bara að að VG ætti að gleðjast yfir frábærum kosingasigri og vera kátir yfir því að framsókn verður ekki lengur í stjórn. Það verða hlutirnir aðeins meira til vinstri fyrir vikið en það er bara ekki alltaf hægt að hafa alla ánægða, þess vegna er líðræði, þá fær allavega meirihlutinn að ráða. Það er alveg ljóst að meirihluti landsmanna vill hafa Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingu, þessir tveir flokkar eru með mesta fylgið á landsvísu og það er mitt mat að þó að þessir flokkar séu ólíkir þá ættu þeir að geta unnið vel saman, einfaldlega út af því að það er gott fólk í báðum flokkum.
Ég man hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum seinustu kosningar, Sjálfstæðs og Framsókn aftur í samfloti um ríkisstjórn jafnvel þó svo ef mig misminnir ekki að Samfylkingin hafi unnið mikið fylgi það árið.
Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.
Agnes Drífa Pálsdóttir , 21.5.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.