Draumaríkisstjórnin?

draumar Hugtakið "draumaríkisstjórn" fær eiginlega nýja merkingu í mínum huga ef svo fer að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynda stjórn saman að þessu sinni.

Mig dreymdi nefnilega fyrir þessu í fyrrinótt, held ég - en draumspakir lesendur mega gjarnan spreyta sig á því að ráða þennan draum. Hann var svona:

Mér fannst við Ingibjörg Sólrún vera saman á einhverju ferðalagi um Suðurland og ætluðum að koma við á Geysi. Í draumnum var Geysissvæðið orðið að einhverskonar vatnaparadís þar sem fólk gat lagst í heita potta og látið berast með heitum vatnsstraumum eftir einhverjum stokkum, eða bara legið og slakað á. Við  vorum eitthvað að búa okkur undir það að fara ofan í vatnið en mér fannst það býsna straumhart og heitt, þannig að mér leist ekki alveg á blikuna. Ingibjörg Sólrún var með tvö handklæði, meginlitur þeirra var rauður (litur Samfylkingar) en  í þeim voru líka hvítir og bláir litatónar (litir Sjálfstæðisflokks). Mitt handklæði var appelsínugult með grænum tónum (kannski til vitnis um minn hug til stjórnarmyndunar). Jæja, en Solla skellti sér út heitt vatnið og virtist kunna því ágætlega. Lengri var draumurinn ekki.

Svo sjáum við hvað setur.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Spurning hvort þetta eigi eftir að verða of heitt samband fyrir sjálfsstæðisflokkinn

Ágúst Dalkvist, 17.5.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Úff! Hvílík martröð = búið að eyðileggja Geysissvæðið! Þessi draumur á nú eiginlega skilið að fá vísu. Kemur e.t.v. seinna:

Annars gaman að sjá að íslendingar þora ennþá að gangast við berdreymi. Ísland og Ólína fá 12 stig fyrir það frá Svíum!:

Vilhelmina af Ugglas, 17.5.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyrðu Villa mín, ég skal bara redda þessu fyrir þig:

Geysissvæðið ónýtt er

 

orðið að vatna garði.

 

Samfylkingin sjálfsagt fer

 

sömu leið fyrr en varði.

 

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.5.2007 kl. 16:39

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég les út úr þessu: Ingibjörg að ferðast og leika sér með vinkonum með "bóndinn" Geir er "heima" að stjórna. En hvað veit ég?

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Athyglisverðar ráðningartilraunir, gott fólk.

Ég ræð þetta þannig að handklæðin tvö tákni hina nýju stjórnarflokka, og að Samfylkingin muni fá sitt fram í veigamiklum málum (rauði  liturinn á báðum handklæðum). Hinsvegar verður þetta stjórnarsamstarf "heitur pottur" þar sem oft mun krauma undir, er ég hrædd um. Ingibjörg Sólrún mun hinsvegar kunna því ágætlega, enda er hún áræðin að eðlisfari - og svolítið glímin

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband