Persónuleg meinbćgni viđ stjórnarmyndun?
16.5.2007 | 00:53
Ég heyrđi Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafrćđing, segja í útvarpinu í kvöld ađ stjórn međ Sjálfstćđisflokki og Samfylkingu myndi líkast til stranda á tregđu tiltekinna ţungavigtarmanna í Sjálfstćđisflokknum til ađ veita Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur framgang í stjórnmálum. Svo var vísađ til ţess ađ "ákveđnir" Sjálfstćđismenn teldu sig ekki geta "treyst" forystumönnum Samfylkingarinnar. Engin rök eđa dćmi voru tilfćrđ međ ţessum vangaveltum - heldur fengu dylgjurnar bara ađ vaka á öldum ljósvakans, án ţess ađ spyrillinn gerđi svo mikiđ sem tilraun til ţess ađ knýja á um frekari rökstuđning eđa dćmi.
Ég er aldeilis gáttuđ á ţví ađ annađ eins skuli boriđ á borđ í opinberum fjölmiđli af frćđimanni. Jafnvel ţó einhver hafi gerst svo ósmekklegur ađ halda einhverju ţvílíku fram viđ manneskjuna - svona eins og menn gera stundum sín á milli, án ábyrgđar yfir kaffibolla eđa ölkrús - ađ bera ţetta á borđ sem gild rök í sambandi viđ myndun ríkisstjórnar og tjá sig um ţađ sem frćđimađur í fjölmiđli, ţađ er ekki alveg í lagi.
Ţegar ríkisstjórn er mynduđ hljóta málefnin ađ vera ţađ sem máli skiptir. Mađur ćtlast til ţess af ţeim sem starfa í stjórnmálum ađ ţeir skynji ábyrgđ sína gagnvart landi og ţjóđ - ég tala nú ekki um ţegar kemur ađ ţví ađ mynda ríkisstjórn - ađ ţeir leggi persónulegt argaţras til hliđar og láti hagsmuna ţjóđarinnar ráđa gjörđum sínum en ekki misgöfugar hvatir.
Ekki svo ađ skilja ađ Samfylking/Sjálfstćđisflokkur séu óskaríkisstjórnin mín. Hreint ekki. En ađ meinbćgni tiltekinna Sjálfstćđismanna og eineltistilburđir í garđ formanns Samfylkingarinnar skuli vera tilfćrđ sem gild ástćđa og málsrök gegn slíkri stjórnarmyndun er ekki bođlegt.
Ég segi eins og Nóbelsskáldiđ forđum: Getum viđ ekki lyft ţessari umrćđu upp á ađeins hćrra plan?
Athugasemdir
Ţetta er hreint mat á trausti til manna, ekkert annađ.
Mjög margir einfaldlega treysta Ingibjörgu öngvan veginn fyrir samstarfi viđ minn ástsćla Flokk.
Tel sjálfur, ađ Steingrímur sé miklu frekar trausts verđur. Ţar fer mađur orđa sinna.
Miđbćjaríhaldiđ
Bjarni Kjartansson, 16.5.2007 kl. 12:05
Mér barst athugasemd frá Stefaníu Óskarsdóttur sem hafnađi inn á röngum umrćđuţrćđi hér á síđunni. Ég kann ekki ađ flytja svona athugasemdir á milli, ţannig ađ ég afritađi hana og set hana hér međ inn:
Sćl Ólína,
Vegna athugasemda ţinna um meint ummćli mín um Ingibjörgu Sólrúnu bendi ég ţér á ađ hlusta á viđtaliđ viđ mig í Speglinum í gćr. Ţar kom alls ekki fram neitt um skođanir forystumanna Sjálfstćđisflokkins á Ingibjörgu Sólrúnu. Ţar segi ég hins vegar, ţegar ég er spurđ um ţađ sem er almćlt manna á milli, ađ auđvitađ hafi ég heyrt ađ skođanir fólks innan Sjálfstćđisflokksins séu skiptar um trúverđugleika forystumanna Samfylkingarinnar. Ég dreg síđan ţá ályktun í viđtalinu, líkt og ţú gerir einnig, ađ auđvitađ hljóti málefnin ađ ráđa. Höfundur fréttarinnar sem lesin var í útvarpsfréttum kaus hins vegar ađ fćra orđ mín ađeins í stílinn og vísađi svo í viđtaliđ sem var spilađ eftir fréttatímann.
Bestu kveđjur, Stefanía Óskardóttir
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 16.5.2007 kl. 13:25
Ţú áttar ţig á ţví Ólína, ađ međ ţví ađ halda IBS utan ríkisstjórnar verđur stjórnmálaferill hennar hálf endaslepptur í ljósi atburđarásar síđustu ára. Sumum ţykir óţarft ađ gefa henni nýtt pólitískt líf.
Gústaf Níelsson, 16.5.2007 kl. 21:23
Sćll Gústaf.
Ég held (sem betur fer) ađ Sjálfstćđisflokkurinn sé ekki fćr um ađ "gefa líf" í pólitíkinni. Ingibjörg Sólrún sćkir umbođ sitt til kjósenda Samfylkingarinnar, ekki til Sjálfstćđismanna - jafnvel ţó hún gangi međ ţeim í ríkisstjórn. Ţađ er jú ljóst ađ ekki geta ţeir stjórnađ einir - ţađ ţarf einhver ađ blása lífi í ţeirra eigin lífslíkur viđ (ríkis)stjórnvölinn, ekki satt?
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 20.5.2007 kl. 15:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.