Söngvakeppni (austur) Evrópskra sjónvarpsstöðva

EirikurHauks Þetta var með ólíkindum. Öll lélegustu lögin komust áfram. Meira að segja Tyrkland - sú rauðgljándi, iðandi hörmung. Það vantaði bara ALBANÍU til þess að kóróna ósköpin. Sick 

Og sáuð þið landafræðina í þessu? Balkan og Austur Evrópa!

Nei, þetta er ekki lengur söngvakeppni sem endurspeglar evrópska tónlistarmenningu - ekki fyrir fimm aura. Þetta er að verða hálfgert strip-show með flugeldasýningum og lafmóðu fólki sem heldur sumt ekki einusinni lagi fyrir látum. Við höfum ekkert í þetta að gera - hreint ekki neitt.

Eigum bara að hætta þessu. Devil

En Eiki var góður -  rokkaður reynslubolti, flottur á sviðinu og söng eins og hetja. Hann er eins og Burgundi-vínin, batnar með árunum.  Kissing


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýst ekki vel á það að fá dómara aftur en tel þó mikilvægt að henda núverandi kerfi og breyta þessu algjörlega. T.d. hafa keppnina í þremur þrepum: Fyrst innanlands, svo svæðiskeppni (Evrópu skipt í 3-4 hluta) og svo lokakeppni með u.þ.b. 15 lög (4-5 frá hverju svæði). Svæðiskeppnirnar yrðu þá eingöngu sýndar í þeim löndum sem eru innan þess og lokakeppnin yrði sú eina sem öll löndin fylgjast með. Breytingar eru mikilvægar á næstu árum svo að austurlandaþjóðirnar nauðgi þessu ekki ár eftir ár.

Geiri (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég var einmitt að logga á sömu nótum og Geiri hér að ofan, það þarf að skipta keppinni í þrennt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.5.2007 kl. 22:40

3 identicon

Sammála að Eiríkur var flottur og okkur til sóma, en ég vil alls ekki hætta þessu.  Stuttu pilsin og kjólarnir fóru nú ekkert í taugarnar á mér en það gera gullkeðjur og fráhnepptar skyrtur

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Svei mér þá, ég hugsaði það sama og hún Arna hér fyrir ofan, bentu í austur og bentu í vestur og bentu á þann sem að þér þykir bestur! 

Edda Agnarsdóttir, 10.5.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta er bara orðið fyndið, þessi síðasti held ég hann var eins og mini-George Michael, en Eiki þrusuflottur

Skafti Elíasson, 10.5.2007 kl. 23:37

6 identicon

Sammala, Eirikur var mjog godur - en samt komst hann ekki i fyrstu 3 saetin hja mer. En su thjod sem gaf mer gaesahud af vellist var Ungverjaland, jeduddamia hvad hun var aedislega frabaer!!  Eg a sko alveg orugglega eftir ad ga ad geislaplotum med henni!  EN - hun var su eina a urslitalistanum minum til ad komast afram - og hvad segir thad? Ein af Tiu!! Hvad med thessu agaetis seidandi sudraenu log fra Noregi og Portugal = sudur Evropa!!!  Svo audvitad okkar lag, Croatiu, Hollands, Kypurs, Danmerkur o.fl.    K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl öllsömul.

Ég tek undir það að Ungverjaland var flott - það var ekki rétt af mér að segja að "öll" lélegustu lögin hefðu komist áfram  (hefði átt að segja "flest").

Jæja, en ég held að Henry hafi rétt fyrir sér - þetta er auðvitað orðið að einhverju öðru en söngvakeppni. Tónlistin er bara umgjörð utan um hagsmunabandalög milli þjóða - austur evrópskra þjóða sem vilja sanna sig á þessum vettvangi.

Það er best að gleyma þessu bara og setja í kosningagírinn

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.5.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: halkatla

Ungverjaland var skelfilegt, þvílíkt gól og hræðileg rödd. Fáið ykkur disk með Fionu Apple ef þið voruð að fíla það. Austur Evrópa er bara annars með miklu betri tónlistarsmekk virðist vera, heldur en vestur evrópa. Ár eftir ár kvelst maður undir lögum frá norðurlöndunum, Hollandi, Belgíu, en Serbía og félagar bjarga þessari keppni fyrir horn. En kerfið er ekki sanngjarnt, það er ekkert gaman ef stór hluti Evrópu fær aldrei að vera með!

halkatla, 11.5.2007 kl. 12:06

9 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Hvaða hvaða - afdankaður poppari frá Íslandi - hvernig dettur ykkur í hug að einhver kjósi hann - úff nei. Og lagið var ömurlegt og textinn hræðilegur - hvílík skömm - eins gott að hann er fluttur til Noregs. Dísús. Setjum Eirík í formalín og geymum hann í krukku enda kominn langt fram yfir síðasta neysludag.

Þorleifur Ágústsson, 11.5.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband