Skellurnar með gullið -- og Ísafjörður með Öldungamótið!

 skellurnar07  Skellurnar (blakliðið mitt ) komu heim af Öldungamótinu sem haldið var í Garðabæ um helgina með GULL og FARANDBIKAR. Þær gerðu sér lítið fyrir og UNNU (sína deild) Smile Engar smá (S)kellur!

Ekki nóg með þetta - fyrir mótið sóttum við um að fá að halda Öldunginn hér vestur á Ísafirði á næsta ári - og það var samþykkt! Þetta eru góðar fréttir fyrir Ísafjörð.

 Nú naga ég mig í bæði handabök fyrir að hafa ekki skellt mér með þeim: En ég hugga mig við að ég fékk þó að vera með í þvi að semja þakkarræðuna fyrir það traust sem okkur er sýnt með því að úthluta okkur Öldungamótinu á næsta ári. Þær sömdu efnispunktana ég fékk að koma þeim í  bundið mál, og lagði þar með mitt af mörkum - eða þannig Wink.

Öldungamótið er ekkert smáverkefni. Þarna koma saman um 100 keppnislið karla og kvenna af öllu landinu - svo auðvitað erum við hrærðar og þakklátar (og strax farnar að stressa okkur auðvitað), eins og vera ber:   

  •  Heiður stór og æra er
  • Öldungsmót að halda 
  • því hátíðlega heitum vér
  • höfðinglega að valda.

 

  • Fjörður ísa fagur blár 
  • fagnandi nú bíður
  • til leiksins mætir eftir ár 
  • Öldungshópur fríður!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta allt saman.  Við í Rimum Dalvík erum strax farin að hlakka til næsta árs.

Haukur Snorrason (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband