Vestfirðir lifi
8.3.2007 | 13:48
Jæja, nú er allt að gerast. Til er orðinn þverpólitískur hópur almennra borgara á Ísafirði sem kalla sig lifi Vestfirðir. Við höfum unnið hörðum höndum undanfarna daga að undirbúningi opins baráttu- og hvatningarfundar sem verður haldinn í Hömrum á Ísafirði nú á sunnudag (11. mars) kl. 14:00. Nú er hugur í mönnum og auðfundið að allir sem leitað er til vilja leggja þessu framtaki lið. Mugison ætlar að koma og spila, kvennakórinn Valkyrjurnar ætla að syngja, og fjöldi manns mun taka til máls. Það er einhver afar sérstök stemning í loftinu.
Tilefni fundarins eru þær blikur sem nú eru á lofti í atvinnumálum Vestfjarða í kjölfar gjaldþrots byggingafyrirtækisins Ágústs og Flosa, lokunar Marels á Ísafirði, uppsagna hjá Símanum og rannsóknaþjónustu Agars auk fregna af samdrætti og uppsögnum víðar að úr fjórðungnum á undanförnum mánuðum.
Nú er bara nóg komið það verður eitthvað að gera til að snúa þróuninni við. Þó ekki væri annað en að vekja ráðamenn til umhugsunar og íbúa svæðisins til sjálfsbjargar.
Sveitastjórnar- og þingmenn Vestfjarða eru sérstaklega hvattir til þess að mæta til fundarins og hlusta á raddir íbúanna og áhyggjur. Fundurinn er ákall til stjórnvalda og kjörinna fulltrúa Vestfjarða, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum.
Það er löngu tímabært að Vestfirðir fái að sitja við sama borð og aðrir landshlutar varðandi almenn skilyrði í atvinnulífi, samgöngur (þ.m.t. flutningskostnað), fjarskipti, menntunarkosti, þekkingar- og þróunarmöguleika og fleira. Þetta landssvæði hefur lagt ríkulegan skerf til þjóðarbúsins og ætti að sjálfsögðu að standa jafnfætis öðrum landshlutum varðandi almenn búsetuskilyrði. Því fer þó fjarri og nú erum við að súpa seyðið af óhagstæðum samkeppnisskilyrðum.
Við erum ekki að kalla eftir ríkisforsjá eða einhverskonar ölmusu. Þvert á móti erum við einfaldlega að kalla eftir sanngjörnum leikreglum hugarfarsbreytingu jafnræði!
Jöfnuður felst ekki endilega í því að allir fái það sama, heldur að hver fái það sem honum ber og hann þarfnast! Því finnst mér vel koma til greina að veita nú Vestfjörðum tímabundinn forgang við ákvarðanatöku um framkvæmdir og fjárstreymi, þar til þessi landshluti stendur jafnfætis öðrum.
Að lokum þetta:
Tilefni fundarins eru þær blikur sem nú eru á lofti í atvinnumálum Vestfjarða í kjölfar gjaldþrots byggingafyrirtækisins Ágústs og Flosa, lokunar Marels á Ísafirði, uppsagna hjá Símanum og rannsóknaþjónustu Agars auk fregna af samdrætti og uppsögnum víðar að úr fjórðungnum á undanförnum mánuðum.
Nú er bara nóg komið það verður eitthvað að gera til að snúa þróuninni við. Þó ekki væri annað en að vekja ráðamenn til umhugsunar og íbúa svæðisins til sjálfsbjargar.
Sveitastjórnar- og þingmenn Vestfjarða eru sérstaklega hvattir til þess að mæta til fundarins og hlusta á raddir íbúanna og áhyggjur. Fundurinn er ákall til stjórnvalda og kjörinna fulltrúa Vestfjarða, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum.
Það er löngu tímabært að Vestfirðir fái að sitja við sama borð og aðrir landshlutar varðandi almenn skilyrði í atvinnulífi, samgöngur (þ.m.t. flutningskostnað), fjarskipti, menntunarkosti, þekkingar- og þróunarmöguleika og fleira. Þetta landssvæði hefur lagt ríkulegan skerf til þjóðarbúsins og ætti að sjálfsögðu að standa jafnfætis öðrum landshlutum varðandi almenn búsetuskilyrði. Því fer þó fjarri og nú erum við að súpa seyðið af óhagstæðum samkeppnisskilyrðum.
Við erum ekki að kalla eftir ríkisforsjá eða einhverskonar ölmusu. Þvert á móti erum við einfaldlega að kalla eftir sanngjörnum leikreglum hugarfarsbreytingu jafnræði!
Jöfnuður felst ekki endilega í því að allir fái það sama, heldur að hver fái það sem honum ber og hann þarfnast! Því finnst mér vel koma til greina að veita nú Vestfjörðum tímabundinn forgang við ákvarðanatöku um framkvæmdir og fjárstreymi, þar til þessi landshluti stendur jafnfætis öðrum.
Að lokum þetta:
Um samgöngumálin er spjallað og spurt
sú speki nær fáa að laða,
greiðustu leiðirnar liggja í burt
og lakfært er milli staða.
Því er orðin þörf á dyggð
gegn þessu sem nefnt er að framan,
og víst er það að vestfirsk byggð
verður að standa saman!
Athugasemdir
Gott og þarft framtak hjá ykkur Ólína, og ég ætla að mæta svo fremi sem ég verð í bænum þ.e. Ísafirði. Og til lukku með dóttur þína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 20:24
Ég verð með ykkur í anda í þessari baráttu. Nú er kominn tími til að líta af gaupnum sér og skoða tækifærin. Byggja upp sjálfbæra iðn, sem ekki er háð duttlungum arðsemissjónarmiða. Samgöngumál og fjarskipti eru lykilatriði. Mér dettur í hug að smíða mætti hugtak, sem réttlætt gæti það að hið opinbera yrði krafist ábyrgðar á atgerfisflóttanum og klúðri því í lagasetningum, sem ullu því að lífsbjörgin var seld í burtu. T.d. gæti ríkið greitt gjald fyrir íbúarýrnun. Þ.e. Höfuðgjald fyrir hvern einstakling, sem flust hefur burt vegna rýrnandi lífskjara. (ég held að það sé hægt að finna því rök í stjórnarskrá t.d.) Miða bæri við þann tíma, þegar ólögin um flutning aflaheimilda var sett. Atgerfisbætur gætum við kallað það, þar sem sýnt er fram á misskiptingu og lífskjararýrnun af völdum lagasetninga. Svipað og lagasetningar gegn þjóðverjabörnunum í noregi eða bætur til landeiganda vegna virkjana og vegaframkvæmda, sem rýrt eða eyðilagt hafa afkomumöguleika þeirra. Það er kominn tími til að samfélagið taki ábyrgð á mistökum stjórnvalda og bæti fyrir þau.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2007 kl. 06:41
Góð.
Sigfús Sigurþórsson., 9.3.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.