Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Hvers vegna?
7.3.2007 | 17:12
Ég er af og til spurð hvers vegna ég vilji búa þarna fyrir vestan, eins og það er jafnan orðað. Spurningunni fylgir sami svipurinn og kemur á fólk þegar það talar um fjárstreymið til landsbyggðarinnar eins og nauðsynleg byggðaúrræði nefnast stundum einu nafni.
En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem dunið hafa yfir þetta landssvæði, þá er gott að búa hér. Og við sem hér viljum búa eigum ekki að þurfa að réttlæta þá ákvörðun okkar fyrir neinum. Við eigum einfaldlega að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að almennum búsetuskilyrðum. Við greiðum okkar skatta og skyldur, og landshlutinn í heild sinni er drjúg uppistaða þjóðartekna.
Það er því löngu tímabært að Vestfirðir fái að búa við samskonar samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi að hann sé samkeppnisfær. Til þess þarf ákvarðanir um framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu verkefna á vegum hins opinbera, aðgengi að fjármagni og síðast en ekki síst sanngjarnar leikreglur!
Meira um það síðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Heil og sæl, Ólína !
Sannarlega, hafa Vestfirðir lagt sinn skerf til þjóðarbúshítarinnar. Meginið af þeim Íslendingum, hverjir búa við miðbik Faxaflóans skilja þetta ekki, eða loka augunum fyrir því. Hygg, að ekki sé mikið rætt; um framlag Djúpuvíkur, ásamt Siglufirði og Raufarhöfn, með síldarútgerðinni frá þessum stöðum, á kreppuárunum milli 1930 - 1940, á kaffihúsum borgríkisins, dags daglega, enda hvergi meira fjasað yfir sjálfsagðri jarðgangagerð á Tröllaskaganum, en þar, en ekkert tekið á innbyrðis sundurlyndinu, eins og t.d. með lagningu margræddrar Sundabrautar.
Ólína ! Gættu að; það eru kratarnir, Samfylkingin, hverri þú hallast að, líklega í góðri trú, sem hvað mest hamast gegn þjóðþrifaverkum, hjá okkur úti á landi. Og annað Ólína !......... stór hluti þessa Samfylkingar rycktis er bezt geymdir niður í Brussel, ásamt slöttungi Framsóknarmanna, sérðu þau fyrir þér; Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, stórfrænku mína, sem og hinn kostulega Jón Sigurðsson, ásamt Valgerði Sverrisdóttur Afríkufara, jah... mikið helvíti væru þau nú vörpuleg, í Evrópu glanzinum, niður í Belgíu, okkur hinum að meinalausu.
Nei Ólína, löngu orðið tímabært, að við landsbyggjarar snúum bökum saman, eða hvernig lízt þér á sjálfumgleði þeirra Hafnfirðinga t.d., sem reiðubúnir eru að horfa á eftir niðurlagi stólpa bújarða, á Þjórsárbökkum, sökum væntinganna með skyndigróða álvers stækkunar; í Straumsvík, á kostnað sunnlenzkra byggða ?
Með beztu kveðjum, í Vestfirðinga fjórðung /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:16
Sammála ofanrituðum um tilfinningu hans gagnvart Samfylkingunni. Mér finnst þessi fylking vera svolítið "urban" og talar mest af mikilli tækifærismennsku um umbætur í gatnagerð, náttúruvernd og félagsmálum stór-Reykjavíkur. Áherslurnar eru líka á skringilega lítilvæg mál á köflum eins og þetta varmármál. Það var kostulegt að sjá það upphlaup og Bryndýsi blessaða kasta sér grátandi til jarðar í höklinum sínum framan við gin hinna grimmu vinnuvélar, eins og Jóhanna frá örk endurborin.
Ég heyri ekki minst á samgöngumál á vestfjörðum eða tillögur til úrræða í atvinnumálum á svæðinu. Hvernig væri til dæmis að koma á endurmenntunarkerfi þarna og námskeiðshaldi um netviðskipti t.d. eins og ég hef imprað á á mínu bloggi. Þarf landsbyggðin ekki að fara að hrista af sér kvótatraumað og snúa sér að öðru? Hvar er hin annálaða sjálfsbjargarhvöt blóðbræðra minna fyrir vestan? Hvers vegna er alltaf verið að skima eftir sökudólgum og heimta meira ríkisforræði? Ég hélt þessi fórnarlambavæðing ætti ekki upp á pallborðið hjá því ærlega og heilsteypta fólki, sem byggir þennan landshluta.
Gamall Ísfirðingur, sem hefur hugann enn á heimaslóð...
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 03:59
Styð það að gera allt sem í mannlegu valdi er til að rífa upp landsbyggðina og snúa slæmri þróun á mörgum sviðum við, mér persónulega finnst ekkert að því að byggðalög sem búa við erfiðari skilirði en önnur fá meyri aðstoð en önnur.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.