Hvers vegna?

ÍsafjörðurÉg er af og til spurð hvers vegna ég vilji búa “þarna fyrir vestan”, eins og það er jafnan orðað. Spurningunni fylgir sami svipurinn og kemur á fólk þegar það talar um “fjárstreymið til  landsbyggðarinnar” eins og nauðsynleg byggðaúrræði nefnast stundum einu  nafni.

En sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem dunið hafa yfir þetta landssvæði, þá er gott að búa hér. Og við sem hér viljum búa eigum ekki að þurfa að réttlæta þá ákvörðun okkar fyrir neinum. Við eigum einfaldlega að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að almennum búsetuskilyrðum. Við greiðum okkar skatta og skyldur, og landshlutinn í heild sinni er drjúg uppistaða þjóðartekna.

Það er því löngu tímabært að Vestfirðir fái að búa við samskonar samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi – að hann sé samkeppnisfær. Til þess þarf ákvarðanir um framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu verkefna á vegum hins opinbera, aðgengi að fjármagni og síðast en ekki síst sanngjarnar leikreglur!

Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Ólína !

Sannarlega, hafa Vestfirðir lagt sinn skerf til þjóðarbúshítarinnar. Meginið af þeim Íslendingum, hverjir búa við miðbik Faxaflóans skilja þetta ekki, eða loka augunum fyrir því. Hygg, að ekki sé mikið rætt; um framlag Djúpuvíkur, ásamt Siglufirði og Raufarhöfn, með síldarútgerðinni frá þessum stöðum, á kreppuárunum milli 1930 - 1940, á kaffihúsum borgríkisins, dags daglega, enda hvergi meira fjasað yfir sjálfsagðri jarðgangagerð á Tröllaskaganum, en þar, en ekkert tekið á innbyrðis sundurlyndinu, eins og t.d. með lagningu margræddrar Sundabrautar.

Ólína ! Gættu að; það eru kratarnir, Samfylkingin, hverri þú hallast að, líklega í góðri trú, sem hvað mest hamast gegn þjóðþrifaverkum, hjá okkur úti á landi. Og annað Ólína !......... stór hluti þessa Samfylkingar rycktis er bezt geymdir niður í Brussel, ásamt slöttungi Framsóknarmanna, sérðu þau fyrir þér; Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, stórfrænku mína, sem og hinn kostulega Jón Sigurðsson, ásamt Valgerði Sverrisdóttur Afríkufara, jah... mikið helvíti væru þau nú vörpuleg, í Evrópu glanzinum, niður í Belgíu, okkur hinum að meinalausu.

Nei Ólína, löngu orðið tímabært, að við landsbyggjarar snúum bökum saman, eða hvernig lízt þér á sjálfumgleði þeirra Hafnfirðinga t.d., sem reiðubúnir eru að horfa á eftir niðurlagi stólpa bújarða, á Þjórsárbökkum, sökum væntinganna með skyndigróða álvers stækkunar; í Straumsvík, á kostnað sunnlenzkra byggða ?

Með beztu kveðjum, í Vestfirðinga fjórðung /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála ofanrituðum um tilfinningu hans gagnvart Samfylkingunni. Mér finnst þessi fylking vera svolítið "urban" og talar mest af mikilli tækifærismennsku um umbætur í gatnagerð, náttúruvernd og félagsmálum stór-Reykjavíkur.  Áherslurnar eru líka á skringilega lítilvæg mál á köflum eins og þetta varmármál.  Það var kostulegt að sjá það upphlaup og Bryndýsi blessaða kasta sér grátandi til jarðar í höklinum sínum framan við gin hinna grimmu vinnuvélar, eins og Jóhanna frá örk endurborin.

Ég heyri ekki minst á samgöngumál á vestfjörðum eða tillögur til úrræða í atvinnumálum á svæðinu.  Hvernig væri til dæmis að koma á endurmenntunarkerfi þarna og námskeiðshaldi um netviðskipti t.d. eins og ég hef imprað á á mínu bloggi. Þarf landsbyggðin ekki að fara að hrista af sér kvótatraumað og snúa sér að öðru? Hvar er hin annálaða sjálfsbjargarhvöt blóðbræðra  minna fyrir vestan?  Hvers vegna er alltaf verið að skima eftir sökudólgum og heimta meira ríkisforræði?  Ég hélt þessi fórnarlambavæðing ætti ekki upp á pallborðið hjá því ærlega og heilsteypta fólki, sem byggir þennan landshluta.

Gamall Ísfirðingur, sem hefur hugann enn á heimaslóð... 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 03:59

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Styð það að gera allt sem í mannlegu valdi er til að rífa upp landsbyggðina og snúa slæmri þróun á mörgum sviðum við, mér persónulega finnst ekkert að því að byggðalög sem búa við erfiðari skilirði en önnur fá meyri aðstoð en önnur.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband