Blíðan á Austurvelli - þingsetningin - morgundagurinn

Austurvöllur Í svona veðri er ekki annað hægt en að lita björtum augum á lífið og tilveruna. Stemningin í miðbænum hefur verið frábær í allan dag. Prúðbúnir Norðmenn spígspora um í þjóðbúningum sínum með fána í hönd. Hjá þeim sameinast nú þjóðhátíðardagur Norðmanna og sigurvíman yfir sigri gærkvöldsins í söngvakeppninni.

Og ekki er minna þjóðarstoltið í fasi Íslendinganna í dag. Á Austurvelli flatmagar fólk í sólinni og bíður þess að bjóða Jóhönnu Guðrúnu velkomna með silfrið úr Júróvisjón seinna í dag. Allir skælbrosandi.

Já þetta er nú meiri rjómablíðan sem hefur gælt við okkur þessa helgi. Og ekki spillti veðrið við þingsetninguna á föstudag. 

Ég skal að vísu viðurkenna að mér varð um og ó þegar við gengum út úr þinghúsinu framhjá hópi af hrópandi fólki sem hafði raðað sér meðfram heiðursverðinum til þess að kalla að okkur ókvæðisorðum, skipa okkur til andsk.... og ota að okkur löngutönginni. En það þýðir ekkert að armæðast yfir því - svona er bara mórallinn í samfélaginu um þessar mundir og þá verður bara að hafa það.

En semsagt - á dögum eins og þessum er gaman að vera til. 

Á morgun hefst svo sjálf alvaran með nefndafundum fyrir hádegi og eldhúsdagsumræðum annað kvöld. Eftir það taka sjálf þingstörfin við.

Ætli hveitibrauðsdagarnir í pólitíkinni séu ekki þar með taldir. Trúað gæti ég því. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já Ólína mín,rétt er það þegar veðrið er svona fallegt,hreint út sagt stórkostlegt,það er ekki hægt að hugsa sér betri helgi,stórkostlegur árangur hjá Jóhönnu G,að ná silfrið,mjög gott kvöld og að grilla og hvað ég var stoltur að vera íslendingur þegar þessi gullfallega stúlka söng fyrir heiminn með þessari líka mjúku og fallegu rödd,við eigum svo fallegt kvenfólk,(eins og Jóhönnu og ekki er Ólína síðri,smá útitúr.)Ég ætla að mæta á Austurvöll og fagna stjörnunum okkar og lagahöfundi,njóta þess að gleyma kreppunni og pólitíkin allavega fram á mánudag,Íslendingar mætum öll,skemmtum okkur saman,elskum öll í blíðu og stríðu,gleðjum í hamingju hvar sem við stöndum í pólitík,eins og Ólína mín sagði á dögum eins og þessum er gaman að vera til. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er miður að mótmælendur skuli beita slíku ofstæki í garð þingmanna og fordæmi ég það. Dagurinn í dag var sannarlega fallegur. Vona ég að þingsetningardagurinn verði það einnig.

Ég tek hjartanlega undir orð Jóhannesar um hina stórkostlegu söngkonu Jóhönnu Guðrúnu.

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 00:47

3 identicon

Gott að þú haldir tengslum við grasrótina, Ólína. Ef mér skjöplast ekki þá ertu líklegast með aðstöðu þar sem karl faðir minn var með lögfræðistofu. Búandinn á efstu hæð var Jóhannes Kjarval. (1960)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband