Komin með skrifstofu

Fyrsti vinnudagurinn á skrifstofunni. Þessari líka fínu skrifstofu þaðan sem ég sé út á Austurstrætið, skuggamegin að vísu, en fyrir vikið laus við kæfandi sólarhita yfir sumartímann.

Ég hef verið að flokka skjöl og koma þeim í möppur; fylla út allskyns upplýsingar um sjálfa mig til birtingar á vef Alþingis - fjármál mín, ættir og fyrri störf með meiru. 

Svo hef ég haldið áfram að lesa allt námsefnið sem sett var á okkur í gær. Það er ekkert smáræði, og mun taka tímann sinn.

Við erum hér saman nokkrir nýir þingmann á 2. hæð Austurstrætis 14. Við höfum sameiginlegan ritara, hana Ólafíu sem er kölluð Ollý eins og ég. Hún hefur verið að aðstoða mig í dag við ýmislegt - að komast inn í tölvukerfið, finna eyðublöð til útfyllingar, útvega ritföng o.þ.h.

Mjamm ... þingsetningin er á morgun. Hefst í Dómkirkjunni kll 13.30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Ólína. Ég óska þér góðs gengis á Alþingi og vona að störf þín verði til okkur til góðs, bæði landi og þjóð. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Til hamingju Ólína mín,og njóttu þess að vera í borginni í smá tíma,því það er svo gott og notalegt þegar þú kemst heim á milli,vonandi gengur ykkur vel að vinna í efnahagsmálum þjóðarinnar og reisa það upp,þetta verður mjög erfiður tími,en þið standið ykkur vonandi,baráttu kveðja og til hamingju með nýju skrifstofuna. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Sævar Helgason

Árnaðaróskir til þín í upphafi þings og gang þér vel.

Gott er að hafa glugga opna út í þjóðfélagið og gardínur frádregnar.

Sævar Helgason, 14.5.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkomin á nýjan starfsvettvang Ólína. Heilhuga velfarnaðaróskir sendi ég þér og þínum á þessum tímamótum.

Þjóðin bindur sannarlega miklar vonir við þá nýju tíma sem uppi eru í Íslenskri pólitík. Áfram Ísland.

Bestu kveðjur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Nú er að standa sig í vinnunni, bestu óskir og vertu nú dugleg að leita ráða hjá okkur kjósendunum!

Guðrún Helgadóttir, 14.5.2009 kl. 17:55

6 Smámynd: Ragnheiður

mér líst vel á þig sem þingmann, hlakka til að sjá árangurinn

Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 18:28

7 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Til  hamingju með að vera komin á þing. Ég óska þér velfarnaðar og mér þykir gott að vita af þér á Alþingi.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gangi þér vel.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 16:17

9 Smámynd: Yngvi Högnason

Velkomin á nýjan vettvang. En smá nöldur,nöfnin Ólína og Ólafía eru að mínu mati fullgóð óstytt. Styttingin Ollý minnir á Laurel og Hardy þar sem annar var alltaf kallaður Ollie.

Yngvi Högnason, 15.5.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er harðánægð með nafnið mitt Yngvi - en ég hef verið kölluð Ollý frá því ég var barn og amast ekki við því þó að fólk geri það, sérstaklega ekki ef um er að ræða gamla vini og þá sem voru mér samtíða í skóla.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.5.2009 kl. 18:06

11 Smámynd: Garún

Haha ég væri til í að gera svona raunveruleikaþátt með þér sem aðal.  Fyrsti dagurinn á Alþingi og svona.  Reyndar er þetta ekki svo slæm hugmynd, þingmenn eiga erfitt uppdráttar í dag, það er eins og við séum búin að gleyma mannlega partinum.  Stressið, hugsjónirnar, vandamálin með tölvukerfið, frustrasjónir yfir öðrum þingmönnum og áhyggjurnar yfir framtíðinni.  Úff vá...kannski ætti ég að skrifa dramatíska bíómynd.  hm pæli aðeins í þessu..hef samband. 

Garún, 17.5.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband