Naktir vegagerðarmenn: Frábær mótmæli!

Slokkvilidsmadurinn_Ray_Herbert Vestfirskir vegagerðamenn hafa ákveðið að  mótmæla með afar athyglisverðum hætti afleitum vegsamgöngum í fjórðungnum. Þeir segja að nú sé mælirinn fullur, þeir geti ekki lengur setið aðgerðarlausir með hendur í skauti. Vegasamgöngur á Vestfjörðum séu klárt brot á mannréttindum.

Og hvað ætla mennirnir að gera? Haldið ykkur! Þeir ætla að láta mynda sig nakta á vegum úti, og fylgja þannig fordæmi kanadískra karlmanna. Þetta kemur fram á skutull.is í dag.

Með þessu vonast þeir til að vekja athygli sem flestra á að samgöngubóta sé mikil þörf, svo Vestfirðingar komist inn í 21stu öldina. Í framhaldinu ætla þeir að láta útbúa dagatal með myndunum og fer ágóðinn af dagatalinu í jarðgangasjóð sem þeir hafa stofnað. Ljósmyndarinn Spessi hefur lagt verkefninu lið og mun mynda vegagerðamennina á næstu misserum, en dagatalið sem er fyrir árið 2009 kemur út í haust.

Spessi segir þetta vera spennandi verkefni. Hann hefur tekið nokkrar prufur sem hann segir að komi vel út - sjá til dæmis þessa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð berar vegaframkvæmdir á vestfjörðum. Hér á Akureyri fara allir í sund, sjá blogg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úlalala, ég er á leiðinni vestur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Hraustir menn, vegagerðarmenn á Vestfjörðum - spurning hvort þetta er ekki hugmynd sem lifir daginn af?

Guðrún Helgadóttir, 1.4.2008 kl. 16:40

4 identicon

Eitt sinn gekk ég áleiðis til Bolungarvíkur frá Hnífsdal og á leiðinni stöðvar ung rauðhærð dama sjálfrennireið sína og býður mér far. Ég sagðist því miður ekki hafa tíma til að ferðast með henni eftir veginum, því það væri mikið fljótlegra fyrir mig að fara þessa leið í jarðgöngum og ég ætlaði því að bíða eftir þeim. Og nú eru þau loksins að koma. Þá var ég ungur og vitlaus en nú er ég bara ungur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Vonandi verður af þessu einhvern tíma í alvöru! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:35

6 identicon

Eða Bolungavíkur. Hún heitir víst eftir íbúunum eða íbúanum þar, Bolungunum eða Bolunginum, og ég man aldrei hvort þeir eru einn eða tveir.

En ég held að vestfirskar yngismeyjar myndu bara aka út af veginum í blöskrun og forundrun, ef þær sæu bera ókvænta karlmenn fyrir vestan. Þær hafa ekki séð svoleiðis svo lengi og fara annað hvort suður eða til útlanda til þess.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Ég verð fyrsta manneskjan á staðinn að skoða gripina ;)

Lilja Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver segir að þeir þurfi endilega að vera ókvæntir, Steini Briem...? Hvers eiga hinir kvæntu að gjalda? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:44

9 identicon

Lára mín Hanna. Það er nú nóg af kvæntum mönnum fyrir vestan, þannig að ég reikna fastlega með því að vestfirskar ungmeyjar hafi séð þá fáklædda. Alla vega einhverja, en það er allt búið með unga og ókvænta menn fyrir vestan, nakta eða ekki nakta. Þeir eru annað hvort farnir í verið fyrir sunnan, eða þá að spóka sig allsberir í útlöndum, því þar eru nú hlýindin og endalaus þurrkurinn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefði ég séð þetta í morgun þá væri ég komin vestur 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband