Gúrkublogg um Villa

VilliÞ Ég er orðin uppgefin á þessu máli hans Villa Vill, þannig hafa þeysisprettirnir í þeirri umræðu verið að undanförnu. Á meðan lúra nokkrir meðábyrgir aðilar í þagnarskjóli, því athyglin hefur öll beinst á einn veg.

Ég horfði á Ólaf F í Kastljósi um daginn - tók eftir því að hann notaði orðið "meirihluti" í hvert sinn sem fréttamaðurinn spurði um Vilhjálm Þ. Hvort hann bæri traust til Vihjálms  - ja, hann bar fullt traust til meirihlutans. Þetta væri traustur meirihluti ....

Nýjustu fréttir eru þær að Deiglan hafi snúið baki við fyrrum leiðtoga sínum. Þá er mikið sagt.

 

Blida07 Jæja, en ég brá mér á björgunarhundaæfingu í gærkvöld. Það var fallegt veður og tunglbirta. Langt síðan maður hefur séð himininn. Við erum að undirbúa okkur fyrir landsæfingu sem haldin verður á Snæfellsjökli um næstu helgi. Svo verður viku námskeið hér fyrir vestan í mars. Alltaf nóg að gera Smile

Blíða2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er svo leið yfir þessu Villamáli og hans ótrúlegu yfirlýsingum! Það er ekki í takti við neinn veruleika?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Kári Tryggvason

Það er líka fróðlegt að sjá í 24 stundum í dag ( kannski ekki komið Vestur  ) en þar segir að Karen Kjartansdóttir blaðamaður rifji upp í Bakþönkum Fréttablaðsins orð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar  þegar öll spjót stóðu á Þórólfi Árnasyni þáverandi borgarstjóra. Vilhjálmur segir " Það er mjög alvarlegt þegar stjórnmálamenn segja ekki satt og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt það að ef ég væri staðinn að svona löguðu þá myndi ég segja af mér ". Glymur hæst í tómri tunnu !

Kári Tryggvason, 13.2.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun um helgina, veit samt að þetta er mikil vinna hjá ykkur.  Snjókveðja vestur til þín.  Snow Flake  Snow Flake Snow Flake 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Mikið er ég lukkulegur að þú skulir vera orðin þreytt á þessu máli sem að við getum ekki gert neitt í nema að nöldra um. Líka er gott að þú skulir ekki "krebera" í þessu auglýsingamáli eins og margur bloggarinn gerir. Það er alveg "hræðilegt" að hinir ómissandi ætla að fara í "bloggstræk".
Gaman að sjá þarna nýtt máltæki: Glymur hæst .............

Yngvi Högnason, 13.2.2008 kl. 16:30

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu að ég dáist að þér .....mér finnst björgunarfólkið með fallegra fólki sem byggir þetta land. Gangi bara vel á öllum æfingum hjá ykkur og vonandi þurfið þið ekki oft að nota þekkingu ykkar og þjálfun í raunveruleikanum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hverju hefur Vilhjálmur Þórmundur logið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Heimir, mér dettur fyrst í hug...að fréttafundurinn á mánudaginn ætti að byrja kl 1300

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á síðuna mína og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Tiger

Já, ég er svo mikið sammála því að maður er virkilega orðinn þurrausinn vantrúatárum yfir því að hreinlega allir virðast ætla að leyfa Vilhjálmi að "standa af sér orrahríðina" þar til gullfiskaminnið fræga, en vafasama, gleypir upp hverja ögn af þessum skítamálum núverandi meirihluta borgarinnar.

Farsælast af öllu væri auðvitað að karlinn stigi af stallinum og leyfði þar með eftirlifandi borgarfulltrúum sínum að reyna að klóra í bakkann þar til Tjarnarkvartettinn bjargar þeim og borginni - aftur.

Tiger, 14.2.2008 kl. 02:51

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta kunna þeir..að þreyta laxinn þar til hann gefst upp!!! Við erum sko laxinn. Vita alveg hverju þeir ætla að landa í þessum veiðitúr.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband