Heba er týnd!

Heba Eftir mikla og góða æfingu með björgunarhundasveitinni í hryssingsveðri i gær, fékk ég hundaútkall. Já, alvöru "hundaútkall". Örvæntingarfullur hundeigandi leitaði til björgunarhundasveitarinnar á Ísafirði um aðstoð við að finna tíkina sína, hana Hebu. Hún hvarf að heiman, frá Fremri-Breiðadal í Önundarfirði, á laugardagsmorgun.

Heba hefur því verið týnd í tvo sólarhringa.

Þar sem ég man eftir eiganda hennar, Björk Ingadóttur, frá því hún var lítil, ljóshærð telpa að snuddast í hesthúsinu með honum pabba mínum heitnum, og vék þar góðu að hrossunum okkar, get ég ekki annað en veitt henni lið, nú þegar hún hefur týnt fallega hundinum sínum.  Ég lýsi þess vegna eftir Hebu hér á bloggsíðunni minni.

Heba er falleg ársgömul tík af íslensku fjárhundakyni, þrílit. Heba sækir mikið í það að elta hrafn og mink og gæti því hafa farið upp á fjöll eða niður í fjöru. Henni var hleypt út ásamt hinum heimilishundinum í Fremri Breiðadal á laugardagsmorgun. Hundarnir voru dágóða stund fjarri en svo kom aðeins annar þeirra til baka um fimmleytið. Veður varð slæmt í gær, og er ekki óhugsandi að tíkin hafi hrakist upp á fjöll, jafnvel yfir í aðra firði.

Þeir sem hugsanlega geta gefið upplýsingar um Hebu eru beðnir að láta vita í síma: 456-4559 eða 863-4559. Hennar er sárt saknað.

Og nú er ég komin í hundabjörgunarsveit - vona bara að þessi eftirgrennslan beri árangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heba er komin aftur heim  Hún er heil á húfi en var köld og svöng eins og við er að búast eftir tveggja sólarhringa lífsbaráttu við veturkonung.

Annska (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Frábært :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.2.2008 kl. 11:57

3 identicon

Mikill dýravinur ert þú  

Kristín Helga (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband