Siðlaust samfélag

hringar Það er siðlaust samfélag sem býr þannig um hnúta að veikt, gamalt fólk þurfi að grípa til þess óyndisúrræðis að fara fram á lögskilnað til þess að bæta stöðu sína gagnvart velferðarkerfinu. Að fólk skuli standa frammi fyrir því að rjúfa löggjörning á áratuga hjónabandi  - ganga þar með á svig við sitt helgasta heiti sem það hefur unnið frammi fyrir altarinu (þeir sem eru í vígðu hjónabandi) -- það er óhæfa. Hnignandi siðmenning.

Það, hvernig samfélög búa að veikum þegnum, styðja við fjölskyldur og hlú að sameiginlegum gildum, hefur löngum verið talið til vitnis um menningarstig þeirra. Við fregnir af þessu tagi spyr maður eðlilega hvernig komið sé fyrir samfélagsgildum okkar - virðingu fyrir manneskjum, heitum þeirra og lífsstarfi? Mér finnst þessi frétt segja okkur jafn mikið um það, eins og hitt, að hjónabandið sem stofnun á augljóslega undir högg að sækja. Þessi hornsteinn samfélags okkar og fjölskyldugerðar sem tekinn er að molna og veikjast.

Þetta er umhugsunarefni. 


mbl.is Hagkvæmnisskilnaður á áttræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt ,Ólína og það er engu við þetta að bæta. Takk fyrir þetta.

Við skulum vona að þegar hún Jóhanna verður orðin velferðarmálaráðherra nú um áramótin næstu ,þegar lífeyris og tryggingamál aldraða eru komin undir hennar umsýslusvið..., að ýmislegt fari að  færast til meiri siðmenningar í málefnum aldraða, almennt. Kominn tími til.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Ólína og nú hafið þið valdið til að breyta þessu. Ég vænti þess líka að Jóhanna geri nauðsynlegar breytingar

Jón Magnússon, 17.7.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki veit ég hvort enn gilda þær reglur um skilnað hjóna sem voru þegar ég kynntist þeim. Þá þurfti fyrst að fá skilnað að borði og sæng í ákveðinn tíma, gott ef það var ekki eitt ár, áður en til lögskilnaðar gæti komið. Þó var hægt að fá lögskilnað fyrr ef annað hjónanna játaði á sig framhjáhald. Í báðum tilvikum þurfti að fá prest til að tala á milli hjónanna og gefa síðan út vottorð þess efnis að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur. Skyldi gamla fólkið þurfa að ganga í gegnum svona lagað? Játa á sig framhjáhald eftir fimmtíu ára farsæla sambúð svo að lögskilnaðurinn hafist nú fyrir andlátið ...

Hlynur Þór Magnússon, 17.7.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta er átakanlegt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.7.2007 kl. 15:03

5 identicon

Þetta er allt út af því hversu margir hafa kosið Biðlistann, X-B.

Sótsvartur almúginn (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:29

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sat í Edinborgarhúsinu í gærkvöldi og las þessa frétt í blaði þar og fannst þetta bara vera eins og grín - en það var það ekki! Annars takk fyrir síðast ég er á leiðinni upp á Bolafjall.

Edda Agnarsdóttir, 18.7.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: Katrín

Merkilegt að samfélag sem hefur lagt svo mikla áherslu á hjónabandið skuli ekki búa betur að hjónum. 

En klukk klukk mín kæra. Átta sannleikskorn um þig sjálfa og klukka svo áfrfam 8 einstaklinga. 

Katrín, 18.7.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband