Nú reynir á styrk þingsins

thingsalur-eyjan Sú fáránlega staða kom upp á fundum efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar í morgun að fulltrúar fjármálaeftirlitsins þóttust ekki geta veitt nefndunum umbeðnar upplýsingar um verðmat á eignum við uppgjör gömlu og nýju bankanna. Og til að réttlæta þögnina var vísað í 5. gr. upplýsingalaga en það er einmitt sú grein sem kveður á um rétt almennings til þess að fá upplýsingar.

Það er aumt ef Alþingi Íslendinga - sjálfur löggjafinn - getur ekki fengið upplýsingar út úr stjórnkerfinu til þess að grundvalla löggjafastörf sín á.

Alþingi Íslendingar þarf að sjálfsögðu að taka sínar ákvarðanir á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga hverju sinni. Það gefur auga leið.

Nú reynir á stöðu löggjafans gagnvart framkvæmdavaldinu sem mörgum finnst að séu að vaxa löggjafarvaldinu yfir höfuð. 

Hér er tekist á um grundvallaratriði og hér má þingið ekki fara halloka.

Nú reynir á styrk Alþingis.

  


mbl.is Tveimur þingnefndum meinað um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er í sjálfu sér fáránleg staða að VG þurfi að tengjast þessu ICESAVEmáli á nokkurn hátt. SF var jú í stjórn með xd, illu heilli!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:08

2 identicon

Ólína vissir þú ekki að í áraraðir hefur verið unnið markvisst að því að beyta lögum og reglum þessa lands á þann veg að þær þjóni sérhagsmuna og forréttindahópum, á kostnað almannahagsmuna?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú reynir líka á siðferðisstyrk og sannfæringu þína, sem þú ferð eftir þegar staðfesting Icesave samningsins verður borin undir atkvæði. Þú hlýtur þá að vera sannfærð um það að mörghundruð milljarða króna skuld einkabankans sé réttilega okkar og að sá „samningur“ sé sá besti sem hægt er að ná. Síðan sofnar þú sæl, sátt við gjörð þína.

Þegar þú lítur síðan til baka eftir nokkur ár, þá hugsarðu: „þessu áorkaði ég, þessum samningi, Íslandi til heilla“.

Ívar Pálsson, 9.6.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég spái því að styrkur þingsins í þessu máli verði í takt við styrk þingsins gagnvart Icesave.  Reykás mun hafa sigur.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína hér er ein spurning, ertu þá þingi til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar eða hagsmuni þína, fjölskildu og vina?

Einar Þór Strand, 9.6.2009 kl. 23:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er embættismannakerfi landsins orðið svo gegnsýrt af langri veru Íhaldsins og Framsóknar við stjórnartaumana að það vinni gegn þinginu og stjórninni bæði ómeðvitað og meðvitað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2009 kl. 00:06

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, Ívar, nú reynir á siðferðisstyrk minn og sannfæringu mína - sem og allra annarra sem koma að Ice-save málinu.

Í því máli reynir á styrk þjóðarinnar og samstöðumátt.

Ég mun aðs jálfsögðu horfa til þjóðarhags, til þess er ég kosin. Það eru afdrif þjóðarinnar sem hér eru í húfi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.6.2009 kl. 09:41

8 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Slæ Ólína

Það er álíka aumt þegar upplýsingar eru faldar fyrir alþingi og almenningi, um hvers vegna þið teljið það nauðsynlegt að lúffa fyrir hótunum AGS og ESB.

Ég veit að þið í samfylkingunni eruð til í að gera hvað sem er til að komast inn í ESB en bjóst samt aldrei við að þið mundu svíkja Ísland vegna þess.

Annars bíð ég enn eftir svari frá síðustu bloggfærslu þinni.

Kveðja

Þórður G. Sigfriðsson

Tóti Sigfriðs, 10.6.2009 kl. 09:51

9 Smámynd: Garún

Já og nú reynir á að horfast í augu við það að það verður að breyta gömlum lögum og gömlum gildum.  Það eru nýir tímar og þeir eru ekki alveg í lagi.  Allt uppá borðið takk. 

Garún, 10.6.2009 kl. 11:07

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæl Ólína.

Það er ekki létt verk að vera þingmaður nú um þessar mundir. 

Það getur vel verið að í þessari ömurlegu stöðu sem búið er að koma þjóðarbúinu okkar í að þá sé það illskásti kosturinn að ganga að þessum hörmulega ICESAVE samningi.

En því verður aldrei gleymt að ESB og Bretar þvinguðu okkur og beittu aflsmunum til þess að neyða þetta óréttlæti uppá okkur.

Einnig það að vegna alls þess sem á undan er gengið og hvernig þjónkunn ykkar í Samfylkingunni gagnvart ESB VALDINU hefur verið takmarkalaus þá mun Íslenska þjóðin aldrei treysta ykkur til þess gæta almennilega hagsmuna þjóðarinnar í þessum málum.

Með því að hafa unnið ykkiur það til óhelgis að hafa sundrað þjóðinni með þessari ESB þráhyggju ykkar, þá getið þið aldrei vænst trausts eða að þið getið sameinað þjóðina um eitt eða neitt. Tortryggnin gagnvart ykkur verður alltaf til staðar. 

Þið vitið þá hvað til ykkar ófriðar tilheyrir.

Það er ein mesta ógæfa þjóðarinnar að Samfylkingin með ESB þráhyggju sína skuli hafa komist til valda á þessum erfiðu tímum í sögu þjóðarinnar.

Þið svifuð að feigðarósi steinsofandi í meðvirkni ykkar og aðgerðarleysi í síðustu ríkisstjórn með Sjálfstæðisfokknum, nú haldið þið enn völdunum en hafið nú komið ESB vitleysunni að og gert VG að meðvirkum viðhlæjendum ykkar.

Gunnlaugur I., 10.6.2009 kl. 13:17

11 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Eitt stórmál sem er partur af þessu dæmi er skuldahali útgerðarinnar.

Ef LÍÚ tekst að læða honum inn í nýju bankana á háu gengi getur reynst útilokað að fyrna kvótana án þess að stórskaða nýju bankana.

Þess vegna er stórmál að öll þessi mál séu uppi á borðinu til að þingmenn geti tekið skynsamlega afstöðu.

Það má ekki gerast að málum verði hagað þannig að allur arður af sjávarútvegi næstu 10 árin fari í að borga þennan skuldahala. Þessar skuldir eiga að verða eftir í gömlu bönkunum.

Fyrningin, helst hraðari en áætlað var, er bráðnauðsynleg til að sjávarútvegar dafni og geti farið að skila þjóðinni arði upp á miljarðatugi árlega.

Sjá góða grein Björns Þorra Viktorssonar um þetta mál í Morgunblaðinu á laugardaginn síðasta.

Finnur Hrafn Jónsson, 10.6.2009 kl. 13:34

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þið verðið að standa á að fá þessar upplýsingar. Það eruð þið sem farið með fjárveitingarvaldið og framkvæmdarvaldið verður að læra að án ykkar aðstoðar fá þau ekki einu sinni borgað hvað þá annað.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 15:04

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Líklega mun fara sem venjulega, þingið lætur í minni pokann. Það er alltaf þannig þegar lýðræðið á í hlut á Íslandi. Upplýsingar til Alþingis eru eina leiðin til að geta séð á þessu máli nokkurn enda. Ég er leiður og hryggur að vita til þess að lögin sem þingið setur sér, verður fótakefli þess sjálfs! 

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Baldur Gautur Baldursson, 10.6.2009 kl. 15:37

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kostir/Ókostir við Icesave lánið!

Einar Björn Bjarnason Eins og allir vita, þá eru miklar deilur uppi, um nýgert samkomulag um Icesave, sem ríkisstjórnin, hefur gert við hollensku og bresku ríkisstjórnirnar. Mikill hiti er hlaupinn í þessa deilu, og brigsl um svik við þjóðina, hafa hlaupið af vörum og lyklaborðum talsmanna landsmanna.

Samkvæmt samkomulaginu, er lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í pundum, tekið til 7 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir lánstímabilið, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart pundinu. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.

Kostir við þessa afgreiðslu

Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.

Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan væri óleyst, væri einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýndist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki.

 

Ókostir við þessa afgreiðslu

Stærsta spurningin, er sennilega hvort það stenst, að Tryggingasjóður innistæðueigenda, eigi fyrsta rétt að affrystum eignum, landsbanka Íslands sáluga í Bretlandi. Með öðrum orðum, hvort að neyðarlögin, koma til að standast. Þetta er mjög mikilvæg spurning, þ.s. ef neyðarlögin standast ekki, með öðrum orðum, ef Tryggingasjóður innistæðueigenda, missir þann fyrsta veðrétt sem honum var tryggt með neyðarlögunum, þá mun hann þurfa að keppa við aðra kröfuhafa um bitann.

Enn þann dag í dag, hefur ekki reynt á neyðarlögin fyrir dómi, svo þ.e. einfaldlega ekki vitað, hvort þau munu standast, þegar til kemur. Vegna þess, að aðrir kröfuhafar, hafa sannarlega áhuga á þessum bita, þá getur vart talist nokkur vafi á, að einhver stór aðili mun fara í mál, og krefjast réttar síns, fyrir íslenskum dómstólum.

Ekki værum við í betri málum, ef mál myndu dragast á langinn og dómur ekki falla fyrr en eftir að lánið hefur verið greitt upp eins og hægt er, með eignunum. Í því tilviki, ef dómur félli stjórnvöldum í óhag, væri algerlega augljós hætta á að skaðabóta krafa myndi vera gerð á hendur ríkinu. Í því tilviki, sem dómur hefði fallið þeim aðila í hag, væri einnig allar líkur á að þeim aðila myndu einnig vera dæmdar feikn háar skaðabætur.

Vart þarf að taka fram, að um leið og það kæmi til, að dómsúrskurður félli, um að neyðarlögin stæðust ekki, myndi ekki bara einn stór aðili hugsa sér til hreyfings. Þeir myndu sennilega allir, fara í mál við ríkið um skaðabætur. Ég er hér að tala um, útkomu þ.s. megnið af skuldinni lendi á ríkinu, þ.e. þjóðinni; þannig að það fáist einungis 10 - 20% upp-í. En það er útkoman, ef Neyðarlögin standast ekki. .

Eftir þessa útskýringu, ætti öllum að vera ljóst, hve áhættusamt, það er að samþykkja að taka á sig þessar skuldbindingar, meðan enn hefur ekki reynt á Neyðarlögin fyrir dómi. Í ljósi þessa, er það ljóst; AÐ HREINASTA GLAPRÆÐI VÆRI FYRIR ALÞINGI AÐ SAMÞYKKJA ÞESSA ICESAVE SAMINGA.

Að mínum dómi, eru aðrir gallar þó slæmir, ekki eins háskalegir. Ef neyðarlögin standast, er það fyrst og fremst spurningin, hvað fæst í raun og veru upp-í. Það er einfaldlega ekki vitað, með neinni vissu. Það eru líkur á niðurstöðu, allt frá því að allt lánið greiðist upp með eignum, yfir í að jafnvel minna en helmingur geri það. Um þetta er umtalsverð óvissa, og er engin leið á þessum tímapunkti, að legga líkur við hvort er líklegra. Þetta fer af stærstum hluta, eftir framgangi heimskreppunnar, og hve snemmma og einnig, með hve öflugum hætti, Bretland og önnur Evrópuríki, koma til með að rétta úr kútnum.

Eins og sést af þessari mynd, er kreppan í Evrópu, töluvert verri, heldur en kreppan í Bandaríkjunum, meðaltal ESB er 4,4% - Bretland stendur sig betur en meðal ESB landið. Innan Evrópu er mikill munur milli landa, eins og sést, að þýska kreppan er umtalsvert dýpri en meðaltalið. Síðan koma lönd, sem standa enn verr en það, t.d. Úngverjaland, Eystrasalt-löndin, Búlgaría og Grikkland. 

Hið augljósa sem sést af þessu, er að það mun taka Evrópu lengri tíma en Bandaríkin að rísa upp á ný. Þetta er mikilvægt atriði að hafa í huga, þegar við vegum og metum líkurnar á, að hve miklu leiti eignir Landsbankans sáluga, munu duga fyrir Icesave. Það er vitað, að há spárnar reikna allar með, að eftir 7 ár, hafi hagkerfi Evrópu náð að rétta vel úr kútnum og hagvöxtur sé orðinn góður og jafn, á ný.

Málið er, að það getur fullt eins gerst, að efnahags-bati verði hægur og hann dragist á langinn. Með öðrum orðum, að við kreppunni taki stöðnun eða mjög hægur hagvöxtur um einhverra ára skeið. Ef hlutir fara á þann veg, getur alveg verið, að 7 ár dugi einfaldlega ekki, til að hagkerfi Evrópu hafi unnist tími til að rétta fyllilega við sér.

Hérna, verða menn að vega og meta,,,hversu djúp menn trúa að kreppan muni verða og hve langvarandi. Eitt er, að stórir þekktir spkænskir bankar, reykna með að það taki Spán 5 ár að rétta úr kútnum. Það getur þannig, gefið smá 'hint' hvað stofnanir sem eru óháðar stjórnvöldum telja.

Síðan er það spurningin, hvaða áhrif lánið hefur á lánshæfismat Íslands. Það er á engan veg, augljóst að þetta lán, muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Eftir allt saman, er þetta bísna hátt hlutfall af okkar landsframleiðslu,,,sem er um 1500 milljarðar. Einnig eru skuldir okkar, þegar orðnar allnokkrar. Að auki, er halli á ríkissjóði sífellt að bæta við. Til viðbótar, má bæta að starfandi Seðlabanka-stjóri, hefur lýst yfir að hann telji kostnað við endurreisn bankanna, verða um 85% af þjóðarframleiðslu. Hafa ber í huga, að lánshæfismatið hefur þegar verið lækkað úr A klassa niður í B klassa. D klassi er svokallað rusl, þ.e. skuldbindingar sem eru taldar nánast einskis virði. Ef við, lendum í C, erum við þá komin niður í lánshæfismat þeirra ríkja, sem versta standa í heiminum. Sem dæmi, kvá Lettland vera komið í C.

Þetta er ekkert smá mál, því þá versna öll lánskjör og vextir af skuldum hækka,,,og enn erfiðara verður að standa undir þeim.

Það er mikið alvöru mál, hvað við skuldum mikið og hve mikið er vitað að mun bætast þar við. Ef til vill, er Icesave, þúfan - eða nánar tekið hlassið - sem veltir öllu um koll.

Nðurstaða:

Það er ljóst, að áhættan af því að taka þetta Icesave lán, skv. samkomulagi ríkisins við Breta og Hollendinga, er gríðarlega áhættusamt athæfi.

Ég verð að meta það svo, að áhættan sé umtalvert meiri, heldur en kostirnir.

Við verðum að vona, að Alþingis-menn, hafi kjark til að fella þetta mál - - eða til vara, að forseti Íslands, hafi kjark til að vísa þessu til þjóðarinnar.

Kveðja. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:38

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þessa greinargóðu færslu Einar Björn - hún er umhugsunarefni.

Það er mikilvægt í þessu sem öðru að mikil og góð greiningarvinna liggi að baki þeim upplýsingum sem stjórnvöld byggja ákvarðanir sínar á. Þessi færsla þín er gott innlegg í það, hún vekur ýmsar spurningar sem sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja eftir. Það mun ég líka gera.

En mig langar að spyrja þig að einu í hreinni einlægni: Sérð þú aðra leið í stöðunni? Telur þú að það sé valkostur að gera ekki neitt? Og hvað mun það kosta?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.6.2009 kl. 21:58

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þórður - það er komið svar tíl þín.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.6.2009 kl. 22:49

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, Ólína - eins og þú sérð, er ég ósammála vinum mínum, í Framsóknarlfokknum, alla vegna sumum hverjum - sem hafa látið reyðina koma helst til um of fram í tali og skrifum. Að mínu mati, hefur slíkt þær einu afleiðingar, að hinn aðilinn lokar alveg eyrum.

Við erum í hættulegri stöðu.

Hvað lánshæfismat varðar, höfum við alls ekki efni á, að falla aftur niður um flokk. Þá hækkar allur lántökukostnaður, og aðilar verða einnig tregari til. Þetta er mikilvægt, vegna þess hve skuldirnar okkar, eru þegar orðnar háar, og einnig vegna þess að enn er að bætast við þær skuldir frá öðrum áttum. Einn hlunkur í viðbót af skuldum, raunverulega getur verið hlassið - sem leggur allt á hliðina; vegna þess, að þá fari í gang óviðráðanlegur vítahringur, hækkandi lántökukostnaðar og hækkandi skulda, sem endi í greyðsluþroti. En - við verðum að hafa í huga, að það er hættan sem vofir yfir okkur, ef við missum atburðarásina frá okkur í annað sinn.

Eins og ég sé hlutina, erum við mjög nærri annarri bjargbrún. Lítil sveifla getur togað okkur yfir.

Það skrítna, við stöðuna, er að frystingin, sem Bretar hafa viðhaldið, hefur í vissum skilningi bjargað okkur frá einni tegund að vá; þ.e. málsóknum hinna aðilanna, sem eins og við, viljum nálgast þessar eignir.

Ég reikna með, að þeir hafi komist, að sömu niðurstöðu og íslensk stjórnvöld, nefnilega að valdheimildir breskra stjórnvalda væru svo rúmar í gegnum hryðjuverkalögin frægu, að ekkert þíddi að reyna að fara í mál á eigin forsendum, til að nálgast þær eignir, sem ég efast ekki eina sekúndu um, að þeir telja sig eiga a.m.k. sama rétt og við, á.

Svo, íronían í þessu, er að um leið og við göngum formlega frá samkomulagi, sem losar um þessa stíflu; þá er ég alveg sannfærður um, að þeir fara einnig af stað, og holskefla af málum muni dynja á okkur.

Ég tel, þetta svo mikla hættu, og er svo fullur efa að Neyðarlögin standi; að ég raunveruleg tel, minna hættulegt fyrir okkur, að geima málið um sinn.

Sko, ég skal ekkert bera neina bætifláka fyrir að, sú staða hefur einnig mjög marga galla, og suma alvarlega. Hérna, erum við að bera saman, mjög slæma stöðu og enn verri. Ég tel mig vita, og hafa rök fyrir, hvor staða en hvor.

Ástandið er þá þannig, ef málið er sett á ís, að deilan við Breta og Hollendinga, verður óleyst; enn um einhverja hríð. 

Ég er ekki að segja, að við eigum algerlega að hætta viðræðum, við Breta og Hollendinga. Það má sannarlega, athuga hvort stjórnvöld þeirra, geti með einhverjum hætti komið með lausn, á þeim vanda sem ég er að tala um.

Ein, getur verið - eins og sumir í stjórnarandstöðunni hafa stungið upp á - að semja um Breta um að taka yfir þessar skuldbindingar, með því að þeir einnig taki yfir þessar eignir.

Það er alveg rétt, þó - að það má vera að þeir verði ekki ginnkeyptir fyrir þessu, einmitt af þeirri ástæðu; að þá fengu þeir þann kaleik, að semja við þá aðila, sem annars myndu hefja atlögu að okkur. 

Svo, að raunverulega má vera, niðurstaðan verði, að deilan muni halda áfram, þannig að reyna fari á, hvað er á bakvið hótanir þeirra.

Hið minnsta, að tilgangslaust verði, að senda umsókn til ESB.

Ég vil þó benda á eina hugsanlega leið B; þ.e. að tala við Bandaríkjamenn. Í dag eru Demókratar við völd, og mikið skárri forseti. Við höfum enn varnarsamninginn. Ég man ekki betur, en að Össur hafi hitt hann - óplanlagt á Nató fundi, þ.s. hann óskaði eftir að koma í heimsókn.

Það má vera, að þér finnist þetta vera leit eftir stráum, en mér finnst þetta ekkert það galið, að það sé ekki reynandi. Við erum, desperat - raunverulega.

Það sem mér dettur í hug, að byðja hann um - er Dollarinn. Einnig, um að Bandaríkin hlutist til um, að ekki sé alveg gengið á milli bols og höfuðs á okkur, efnahagslega.

Það má vera, að þú hafir ekki heyrt um það, en El-Salvador, er eina ríkið í heiminum, sem hefur framkvæmt Dollaravæðingu, sem var ekki einhliða, heldur gerð með samningi við Seðlabanka Bandaríkjanna. Seðlabanki Bandaríkjanna, veitti ráðgjöf um Dollaravæðinguna, samningur var gerður - El Salvadorar fengu Dollara, og staðið var við samninginn. Um var að ræða, sambærilega hluti að mörgu leiti og Íslendingar, þurfa að uppfylla á endanum, þegar eftir langa mæðu, innan ERM II þ.e. svoköllu 'Convergence critieria'. Munurinn, var þó sá, að þeir fengu Dollara fljótlega í ferlinu, skilyrðin voru að mestu um viðmið um efnahagsstöðugleika, þegar Dollarinn væri kominn. Enda, eftir allt saman, er það ekki bara dásemdin ein að hafa ekki eigin mynnt. Það veldur einnig vandkvæðum í hagstjórn,,,en ráðgjöf Seðlabanka Bandaríkjanna, var einmitt um það, hvernig ætti að haga hagstjórn svo að Dollaravæðingin leiddi ekki til ófarnaðar.

Draumurinn, er sá, að fá svipaða þjónustu frá Seðlabanka Bandaríkjanna. Það mætti því, hugsa sér, að við gerðum e..h svipað, tækjum upp Dollar, en krónan héldi áfam og væri jafngild. Seðlabanki Íslands, gæti ennþá, prentað krónur. Gengi mynntanna, þarf þó að vera læst. Þetta, hefur þó einn kost, að auðveldara, er að stjórna peningamagni í umferð.

http://en.wikipedia.org/wiki/El_Salvador

http://www.businessweek.com/magazine/content/05_42/b3955158.htm

Það sem er óvenjulegt við Dollaravæðingu El-Salvador, er einnig að gamli gjaldmiðill þeirra, fékk einnig að halda gyldi sínu samhliða. Þannig gekk þetta, um yfir áratug.

Í dag, hefur Dollarinn að mestu tekið við. Tja, hagkerfi El-Salvador, hefur sosum ekki vaxið með neinum leifturhraða;;;og ef þú leitar, finnur þú einnig greinar, sem gagnrýna þessa Dollaravæðingu, sumar harðlega. En, á móti, hefur stöðugleiki ríkt, allavegna fram að byrjun kreppunnar.

Ég er ekki að varpa þessu fram í hálfkæringi. Heldur vegna þess, að vegna þess, að ef deilan við Breta og Hollendinga, heldur áfram, getum við lent í umtalsverðum erfiðleikum við ESB. Ég á þá við, að við séum þá nauðbeygð, til að leita annað. Sámur frændi, hefur hið minnsta, aldrei verið vondur við okkur. Hann var okkur, t.d. mjög gagnlegur í gegnum deilur okkar við Breta á árum áður.

Ég veit, að þægilegra væri, að ímsum ástæðum að hafa Evruna. En, hún er í raun og veru ekki í boði. Legðu þetta saman; viðurkenndar skuldir okkar erum u.þ.b. 1 landsframleiðsla þegar. Bættu svo við, endurreisn bankakerfisins og gerum ráð fyrir að Seðlabankastjóri hafi rétt fyrir sér að kosti 0,85 þjóðarframleiðslur. Síðan, Icesave, ef við klárum þann saming, sem getur bætt við okkur skuldum all hressilega eða ekki. Síðan, hallanum á ríkissjóði. - - - Þannig, að við erum bísna fjarri 60% markinu - - -

Ég veit, að ríki hafa stundum fengið séns, frá 60% markinu, sbr. frasann að gefa megi eftir ef skuldir fari hratt lækkandi, og að séu að nálgast 60% markið með ásættanlegum hætti. En, það eru einnig takmörk, hve teyjanlegt þetta er, síðan skiptir samningsaðstaða einnig máli; og ofan á það, skipta ytri aðstæður máli. Mig grunar, að í kjölfar atburðarásinnar, sem hratt af stað kreppunni, verði í gangi hreyfing innan ESB, um að þrengja þessi skilyrði frekar en hitt.

Punkturinn, er sem sagt, að þó þægilegra væri að vera með Evruna, er hún ekki í boði innan hæfilegs tímaramma. Ég á við, ég reikna með ekki skemmri tíma, en 10 -15 árum, og þá reikna ég með, að markmið reynist teyjanleg. 15 - 20 ár ef ESB, heldur sig fast við þau.

Með Dollarinn, værum við með hærri viðskiptakostnað, en ef við værum með Evruna, en á hinn bóginn væri sá kostnaður þó mikil lækkun samanborið við að reyna reka krónuna áfram eina sér.

Einnig, er ég alveg viss um að Bandaríkin fara á undan Evrópu inn í hagvöxt. Afleiðingin, gæti orðið að mikið af okkar viðskiptum myndu færast þangað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband