Eva Joly og vanhæfi ríkissaksóknara

thjofur Það er einhver undarlegur seinagangur í þessu máli. Vanhæfi ríkissaksóknara hefur legið fyrir lengi. Hann hefur sjálfur lýst sig vanhæfan. Gerði það fyrir mörgum mánuðum. Og hvað er þá málið?? Af hverju í ósköpunum er ekki búið að skipa nýjan mann?

Hér er um að ræða mikilvægustu efnahagsbrotarannsókn sem gerð hefur verið - ekki aðeins á Íslandi heldur trúlega í allri Evrópu. Þessi rannsókn varðar sögulegt hrun og er, eins og Eva Joly bendir réttilega á, margfalt stærri og mikilvægari en nokkuð sem hún sjálf hefur komið að til þessa. Lærdómarnir sem dregnir verða af þessari rannsókn - verði hægt að draga þá á annað borð - munu verða færðir í kennslubækur heimsins.

Það er með ólíkindum að ekki skuli hafa verið settur brýnn forgangur á að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem augljósar voru fyrir rannsókn málsins - til dæmis vanhæfi ríkissaksóknarans sem hefur lengi legið fyrir og mikið var fjallað um í október síðastliðnum þegar ég setti m.a. inn þessa bloggfærslu hér.

Hitt finnst mér umhugsunarefni - hafi ég tekið rétt eftir - að Eva Joly skuli frekar mæta í sjónvarpsviðtal til að koma athugasemdum sínum á framfæri heldur en að tala við þar til bær yfirvöld. Er hún fyrst að benda á þessa vankanta núna? Sé það tilfellið  - af hverju dró hún það svona lengi? Hvers vegna sneri hún sér ekki beint til dómsmálaráðuneytisins?


mbl.is Björn verður ríkissaksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Hlustar enginn í ríkisstjórninni nema henni sé stillt upp við vegg?  Ég held að rannsókn hafi aldrei staðið til aðeins ekki-rannsókn, þe. sýndarrannsókn!  Spillingarliðið er að verki!  Þingnefndir fá ekki upplýsingar, rannsóknarnefnd alþingis er trufluð með kjánalegu klögumáli,  Ólafur sérstakur saksóknari var skipaður til að rannsaka ekki, embættinu er haldið í fjársvelti.  Haldið er hlífiskyldi yfir innstu koppum í spillingarliðinu, sbr. skipun Baldurs Guðlaugssonar í nýtt starf, o.s.frv. o.s.frv.

Það fer að verða ljósara og ljósara að draumurinn um nýtt Ísland voru draumórar einir

Auðun Gíslason, 10.6.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæl sértu Ólína

Það er huggun í því að skynja að þú sért þeirrar skoðunar að meira, jafnvel mun meira, þurfi að leggja í rannsókn hrunsins og hugsanlegra/líklegra efnahagsbrota er því tengjast! 

Nú óska ég þess að þú beitir þér sérstaklega fyrir því að vekja augu þinna flokksfélaga fyrir alvöru málsins og hversu brýnt það er fyrir þjóðina (og ríkisstjórnina) að mikið verði lagt í að koma réttlætinu til skila.

Hvað er glæpur?  Er það glæpur að stöðva ekki skilyrðislaust við stöðvunarskyldu, af því að það er brot skv. umferðarlögum?  Eða er það glæpur að hafast slíkt við að setja aðra, tala nú ekki um heila þjóð, í verulega tilvistarkreppu, jafnvel þótt vandfundin sé heimfærslan til lagaákvæða, sem sagt, verulega ósiðlegt athæfi sem snertir margan mann á djúpan hátt?  (sbr. ef til vill landráð!).

Stjórnvöld hljóta að skynja nauðsynina á því að réttlætið nái fram að ganga!  Og það eins fljótt og skilvirkt og verða má.

Betra er að vinna hratt og af dýru afli í stuttan tíma í þessu máli en að framlengja því til lengri og jafndýrs tíma með litlum árangri.  Hér þarf djörfung og ákveðni!

Óska þér og þínum velgengni!

Eiríkur Sjóberg, 10.6.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Spjótin beinast núna að Samfylkingunni Ólína. Það er að verða altalað að SF í ríkisstjórn sé að þvælast fyrri rannsókninni. Enginn SF ráðherra tjáir sig um málið og eftir viðtalið við Evu Joly í Kastljósi stendur eftir að tvö mismunandi sjónarmið séu uppi innan ríkisstjórnarinnar varðandi skipulag og umfang rannsóknarinnar. Og nú er spurt, hefur SF einhverra hagsmuna að gæta og er þess vegna að þvælast fyrir? Ég held að það sé öllu SF fólki, hvort sem um er að ræða óbreytta félagmenn, þingmenn eða ráðherra, mikilvægt að átta sig á að þegar að þessi rannsókn og ICESAVE samningarnir eru annarsvegar þá er verið að leika sér að eldi í púðurtunnu.

Kristinn Halldór Einarsson, 10.6.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólína.

Hvað ert þú að hvá út í loftið ef þú hefur vitað um þessa meinsemd í langan tíma um afskiptaleysi stjórnarinnar við óskum EVU JOLY ?

Ertu ekki stjórnarþingmaður núna ?

Er Það sæmandi fyrir þig að vera að draga í efa heilindi EVU JOLY, ég átti nú von á öðru frá þér.

En það er bara svona að vera komin í samtryggingarhópinn.

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 10.6.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðmundur Óli - viltu gjöra svo vel og sýna kurteisi hér á þessari bloggsíðu.   Ef ég einhverntíma hætti að blogga eða ákveð að loka athugasemdakerfinu mínu þá er þeð einmitt vegna svona skætings athugasemda eins og þessarar frá þér.

Hef ég vitað um afskiptaleysi "stjórnarinnar" við óskum Evu Joly? Hvaða athugasemda ert þú að vísa til? Ég held einmitt að Eva Joly hafi ekki gert neinar athugasemdir, og því hafi menn ekki haft varann á sér. Sjálf kom ég fyrst inn á Alþingi þann 4. maí s.l.

Hér hefur engin dregið í efa heilindi Evu Joly.

Og hættu svo að uppnefna þá sem þú ert ósammála. Það ber þér ekki gott vitni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.6.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kristin Halldór - þessi samsæriskenning um að Samfylkingin standi í vegi fyrir rannsókninni er fráleit. Algjörlega fráleit.

Ef svo væri, af hverju heldur þú þá að ég sé að blogga um málið?

Kommon.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.6.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er mikil tortryggni í þjóðfélaginu og fólk sér samsæri í hverju horni.  Það er mjög mikilvægt að það verði staðið vel að þessari rannsókn og veittir verði þeir fjármunir sem til þarf.  Þó svo að enginn verði sakfelldur að lokum, þá er það nauðsynlegt til þess að skapa sátt og trúverðugleika.

Evu finnst kannski að hún sé hérna í umboði þjóðarinnar.  Þess vegna mætir hún í sjónvarpsviðtal.  En ég geri nú ráð fyrir að hún hafi komið þessum athugasemdum  á framfæri við stjórnvöld áður,  en kannski fundist hún tala fyrir daufum eyrum. 

Guðmundur Pétursson, 10.6.2009 kl. 23:07

8 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Eva var búin að lýsa því sjálf hvernig þeir aðilar sem athyglin mun væntanlega beinast mest að og sem eru líklegastir til að sæta rannsókn mundu bregðast við skipun hennar og annarra rannsakenda. Þeir munu reyna að svarta þá persónulega og gera þeim og rannsókninni lífið leitt með öllum tiltækum brögðum. T.d. munuþeir reyna að tefja rannsóknina, takmarka fjölda þeirra sem annast hanan, koma í veg fyrir fjárveitingar til hennar og eyðileggja rannsóknina að lögum ofl ofl.

Þetta mun líka eiga við um rannsóknarnefnd þingsins sem sést nú þegar af baráttunni gegn Sigríði Benedikts. Og þetta er áreiðanlega bara byrjunin á baráttu græðgisgæjanna. Þeir munu kippa í spotta og kalla inn greiða frá hægri og vinstri, en þó aðallega frá hægri held ég.

Baráttan er byrjuð. VIÐ Á MÓTI ÞEIM.

Guðl. Gauti Jónsson, 10.6.2009 kl. 23:42

9 identicon

Sæl Ólína, takk fyrir upplýsingar þínar um hversu óupplýstir þingmenn og meira að segja stjórnarþingmenn þjóðarinnar eru, um þetta umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar.

Mikilvægasta verkefni ykkar stjórnarliða nú er að afla ykkur traust hjá almenningi. Þið verðið tafarlaust að koma með afgerandi viðbrögðum í þessu mikilvæga máli. Borgarar landsins horfa uppá þingmenn og suma ráðherra "skilda útundan", fá hvorki að koma að ákvörðunum ná fá nauðsinlegar upplýsingar um mikivæg opinber mál, sbr. Björgvin flokksbróður þinn þegar hann var viðskiptaráðherra og var haldið algjörlega fyrir utan bankamálin og sbr. bloggfærslu þína "nú reynir á styrk þingsins" um upplýsingasvelti þingheims osfr.

Fólk sem allir vita að er vanhæft hefur setið í skilanefndum og bankaráðum ríkisbankanna og situr sumt enn. Nokkrir hafa hrökklast úr embættum vegna vafasamra gjörninga, allt of seint.

Ég fæ ekki annað séð en að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á hinu háa Alþingi hafi lítið með stjórn landsins að gera. Það hlýtur að vera einhver valdaklíka sem enn tekur allar mikilvægustu ákvarðanir í stjórnkerfinu án samráðs við þingheim. Hvernig er á annan hátt hægt að skýra ástandið? Td. að ekki eitt einasta mál sem borist hefur FME hefur sloppið þaðan út aftur, eða hvernig má vera að fyrst átta mánuðum eftir bankahrunið fær einhver af glæpamönnunum stöðu grunaðs manns. Ekki einn hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald þó allri þjóðinni sé löngu ljóst að margir hafa framið fjárglæpi og stórskaðað land og þjóð.

Ekkert er athugavert við það að Eva Joly upplýsi þjóðina beint um stöðu mála, hún veit sem er að enginn heilvita maður tekur mark á upplýsingum frá Íslensku stjórnkerfi.

Ríkisstjórnin er að falla á tíma að vinna sér traust, útlit er fyrir stjórnlaust upplausnarástand í haust.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:45

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæl Ólína.

Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem jafnaðarmann og trúi ekki öðru en flestir þeir sem fylgja samfylkingunni lýta á sig með svipuðum hætti.

það eru tveir hlutir á ég mjög mjög mjög erfitt að skilja.  

Afhverju hreinsið þið ekki af ykkur baugsstimpilinn fyrir fullt og allt af ykkur og hversvegna er þetta rannsóknarmál ekki í forgöngu hjá ríkisstjórninni ?

Ég vil ekki fyrir mitt litla vit trúa þvi að manneskaja eins og þú eða ingibjörg sólrún séuð sérlega styrkt af Baugi. Hugmyndaflug mitt nær ekki svo langt að þið þingfólk jafnaðarhreifingarinnar sitjið inni í reykmettum herbergjum og talið þar við Jón ásgerir eins og hann sé skrattinn sjálfur sem er búin að kaupa sálir ykkar. 

 Samt vakna óþægilegar  grunsemdir ef þið svarið ekki betur fyrir ykkur með meira afgerandi hætti.  Annað hvort eru hægri öflin séu að troða lygginni nógu upp á ykkur eins og Göbbels gerði á sínum tíma eða að hún hafi hreinlega rétt fyrir sér.

Þú hlítur að skilja það að fólk... á þessum tíma á erfitt með treysta pólitíkusum og því meira sem þessi rannsókn dregst á langin... verður RÍKISSTJÓRNIN miklu frekar lýst vanhæf en ekki þessi ágæti ríkissaksóknari.  

Brynjar Jóhannsson, 10.6.2009 kl. 23:58

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

Brynjar, þetta er alþekkt aðferð sem gengur undir heitinu "Let the bastards deny it" sem gengur út á að veiða andstæðinga sína í vörn og útskýringar á upplognum ákæruatriðum.

Hér skiptir engu hvaða upplýsingar eru settar fram, þeim er ekki trúað og þær gerðar tortryggilegar. Samfylkingin hefur aldrei verið Baugsflokkur og á ekki að þurfa að losa sig við slíkan stimpil "fyrir fullt og allt"  eins og þú orðar það - en nú náðirðu mér samt, ég eyddi tíma mínum, orku og plássi á vefsvæði Ólínu til að setja fullyrðinguna fram einu sinni enn.

Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 00:06

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður pistill Ólína. Ítrekað mikilvægi málsins og væntingar um öflugan hlut Evu Joly í rannsókninni. Þó að réttilega sé bent á að hún þurfi að hafa samband við réttbær yfirvöld ekki síður en fjölmiðla með umlvartanir sínar.

(Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort að þingmaður geti haft svona milliliðalausan möguleika á athugasemdum og umræðum, án þess að því fylgi óþarflega stór skammtur af einhverjum óskyldum leiðindum og skætingi).

              Gangi þér vel,  mbk.  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2009 kl. 00:16

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Elfur ..

Af fenginni reynslu er betra að spyrja í fáfræði sinni heldur en að lifa í sinni grunnhyggnu heimsku. Ég er stórlega efins um að þú hafir eitt orku þinni alveg til einskyns, nema að þú teljir það lítisvert að einstaklingur sem nota bene er ekki politískur andstæðingur spyrji í þeim tilgangi að vera einhvers vísari.

Takk fyrir gott svar....

Brynjar Jóhannsson, 11.6.2009 kl. 01:43

14 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Dettur þér virkilega í hug, að Joly noti fjölmiðla til að koma boðum til stjórnvalda?  Þú ert í betri aðstöðu en almenningur til að spyrja ráðherrana beint að því. Mun ég fylgjast með bloggi þínu næstu daga til að sjá hvað út úr því kemur.  

Ágúst Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 08:53

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það sem við á götunni þurfum að heyra er fyrst og fremst hvað þú ætlir að gera. Þú ert í meirihlutasamstarfi æðstu stofnunar ríkisins hvernig ætlar þú að nýta það til að koma þessum málum í réttan farveg?

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 09:35

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við megum ekki missa þessa konu og það er ferskur vindur að heyra hana tjá sig um vanhæfi, sem blasir við öllum en alltaf hefur verið hefð fyrir að þagga niður!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2009 kl. 10:25

17 Smámynd: Finnbogi R Gunnarsson

Þú skrifar: 

"Hitt finnst mér umhugsunarefni - hafi ég tekið rétt eftir - að Eva Joly skuli frekar mæta í sjónvarpsviðtal til að koma athugasemdum sínum á framfæri heldur en að tala við þar til bær yfirvöld."

Er þetta ekki augljóst hjá konunni. Hún treystir ykkur ekki og vill að þjóðin viti um gang mála. Það hefur komið í ljós undanfarna daga að það hvílir mikil leynd yfir öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, samanber ICESAVE. 

Finnbogi R Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 10:31

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

var það ekki samfylkining sem lagðist með öllu afli gegn því að sérstakur saksóknari yrði skipaður. 300 milljónir væru allt of mikið til þess að sækja menn til saka. með þessari upphæð gætu eigendur Samfylkingarinnar lent í steininum.

Fannar frá Rifi, 11.6.2009 kl. 12:07

19 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Er það ekki augljóst Ólína, að Eva Joly treystir ykkur ekk. Reyndar treysti ég ykkur ekki heldur.

Er það ekki augljóst að eina mögulega leiðin til að upplýsingar berist til allra er í gegnum fjölmiðla. Það skyldi þó ekki vera að hún sé áður búin að reyna að tala við aðra. En til hvers ætti hún annars að fara einhverja aðra leið?

Eru þetta einhverjar leyniupplýsingar sem óþægilegt er að komi fram?

Það er einmitt eitt helsta vandamál ykkar og okkar hvernig ríkisstjórninni þykir engum koma neitt við allt er leyndó því það þolir ekki að koma fram í dagsljósið. Síðasta leyndóið er ICESLAVE samkomulagið sem á að gera börnin okkar að ábyrgðarmönnum og greiðendum einkafyrirtækis sem nokkrir einstaklingar raunverulega bera ábyrgð á.

Baldvin Björgvinsson, 11.6.2009 kl. 12:36

20 Smámynd: Jakob-Páll Jóhannsson

Þú skrifar:

"Hitt finnst mér umhugsunarefni - hafi ég tekið rétt eftir - að Eva Joly skuli frekar mæta í sjónvarpsviðtal til að koma athugasemdum sínum á framfæri heldur en að tala við þar til bær yfirvöld."

Afskaplega er ég ánægður að þingmaður tjái sig opinberlega með þessum hætti í skrifum sínum. Vonandi hafa hinir er þingheim og ríkisstjórn skipa a.m.k. hugsað eins og þú tjáir þig skriflega.

Eva telur sig í umboði þjóðarinnar í þessu máli og skýrði það sérstaklega í Kastljósi í gærkvöldi (10.06.09). Hún kýs að gæta fullkomins jafnræðis við umbjóðendur sína og helst "sömu fjarlægðar" við alla ... og varla er hægt að framkvæma það með lýðræðislegri hætti en með tilkynningum í beinni útsendingu í sjónvarpi allra landsmanna?!!

Þessi aðferðafræði Evu átti örugglega einnig að vera þingheimi, ríkisstjórn og embættiskerfinu öllu "umhugsunarefni" enda meint afglöp hér alvarleg og varða "hrun þjóðar" ... bæði leikmenn og eftirlitsaðila auðvitað og þá sem ábyrgð á þeim bera.

Þingheimur allur, embættismenn svo og þjóðin sem heild ætti að fagna sérstaklega hversu hreinlega og á opnum vettvangi Eva Joly kýs að koma til okkar nauðsynlegum skilaboðum jafnt.

Eins og hún hafði þegar minnst á áður og hún nefndi í þættinum í gær, hafði hún þegar lagt línurnar um "landslagið"/umgörðina sem þyrfti að vera til staðar til þess að hún gæti unnið sína vinnu.

Vegni þér vel.

Jakob-Páll Jóhannsson, 11.6.2009 kl. 14:50

21 Smámynd: Elfur Logadóttir

Brynjar,

"Ég er stórlega efins um að þú hafir eitt orku þinni alveg til einskyns, nema að þú teljir það lítisvert að einstaklingur sem nota bene er ekki politískur andstæðingur spyrji í þeim tilgangi að vera einhvers vísari."

Lítilsvert tel ég það ekki og áttaði mig á að þú værir líklegast ekki pólitískur andstæðingur, enda svaraði ég spurningunni :)

Ég viðukenni samt frústrasjón mína á því að þurfa sífellt að svara. Þetta er klassísk gildruspurning sambærileg annarri frægri: "hvenær lamdirðu konuna þína síðast?" Þar sem þú ert álitinn ofbeldismaður hvernig sem þú svarar henni.

Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 14:53

22 Smámynd: Elfur Logadóttir

(og svo þegar ég las áfram athugasemdirnar sé ég einmitt að Fannar frá rifi leggur fram ofbeldisspurningu af því tagi sem ég minnist á í síðustu athugasemd)

Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 14:54

23 Smámynd: Haraldur Hansson

Embætti - traust - ábyrgð.

Það þurfti lagabreytingu til að skipta um stjórnendur í Seðlabankanum. Joly  gerir athugasemdir um vanhæfi saksóknara og þá taka fjölmiðlar við sér, ekki þegar hann lýsti því yfir sjálfur. Mér skilst að það sé eitthvað vesen með bæjarstjórann í Kópavogi líka. Trausti rúinn ráðuneytisstjóri kemur aftur til starfa, sem ráðuneytisstjóri.


Er þetta ekki vísbending um að breyta þurfi hugarfari, ekki síður en reglum? Þegar það eru nánast "eðlileg viðbrögð" að hika ekki við að þráast við? Þó að eðlilegt sé að tryggja embættismönnum ákveðið öryggi (ráðuneytisstjóri) er það slæmt ef þeir sem bera ábyrgð á stjórnun hafa ekki úrræði til að gera ráðstafanir sem þeir telja nauðsynlegar (seðlabanki).

Auðvitað er erfitt að finna hinn gullna meðalveg þar sem réttlætið þarf ekki að víkja, en það er þess virði að leita. Líklega kallar það á uppstokkun á einhverjum stöðum. Máttleysi fjölmiðla er svo sérstakur kafli og er líka áhyggjuefni. 

Haraldur Hansson, 11.6.2009 kl. 16:16

24 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held ég sé að fatta þig Elfur ...

Sem sagt .... þá stunda hægri menn á íslandi - það sem kallast mætti Politískur SANDKASSALEIKUR eins og aurberinn hann Fannar frá Rifi stundar stíft með sínum heimskulegu aðfinnslum sem engin fótur er fyrir-

Fráááááááábært að vita ... að það sé komið árið 2009 og politíkin snýst enn um hagsmuni en ekki árangur. ÚFFF ... mig hrillir við þeirri tilhugsun að síðasta fíflið hefur líklega ekki ennþá fæðst og verður þá politíkin eftir 20 ár á nákvæmlega sömu bjánanótunum og hún er í dag... 

Brynjar Jóhannsson, 11.6.2009 kl. 17:30

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihihi...Brynjar sbr. "síðasta fíflið hefur líklega ekki ennþá fæðst"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2009 kl. 19:25

26 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég get bara ekki að því gert að mér finnst það hálf kindarlegt að sjá þig Ólína vera að spekúlera hér eins og hver annar leikmaður af hverju þetta sé svona eða hinseigin, verandi þingmaður þess flokks sem stærstur er í þessari ríkisstjórn og væru hæg heimatökin að spyrjast fyrir um þetta sjálf.

Veistu þú annars Ólína hvar gráröndóttu sokkarnir mínir eru?

Jón Bragi Sigurðsson, 15.6.2009 kl. 21:40

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jón Bragi  - þú gengur með þá hugsunarvillu að þingmenn viti alla skapaða hluti, og ef ekki, þá eigi þeir að láta sem þeir viti allt.

Vitanlega get ég sem þingmaður sett fram fyrirspurnir um hvaðeina, ýmist formlegar eða óformlegar. En ég get líka leyft mér það að hugsa upphátt og deila hugrenningum mínum með öðrum hér á minni eigin bloggsíðu.

Þessi bloggsíða er ekki opinber þingsíða, sjáðu til, heldur minn persónulegi vettvangur til þess að eiga samskipti við fólk, og láta hugann reika.

Einstöku sinnum verður maður að fá að afklæðast "hempunni" og fá að eiga samskipti og óformlegar samræður við fólk. Það er minn tilgangur með þessari bloggsíðu, og hefur verið frá upphafi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.6.2009 kl. 00:03

28 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Mín hugsun er sú að manneskja sem situr á Alþingi Íslendinga og sem varamanneskja í framkvæmdarstjórn Samfylkingarinnar Þurfi ekki að varpa fram spurningum hér í bloggheimum til kjósenda.

Mér finnst nærtækara að hún aflaði svaranna sjálf og birti okkur þau hér. Hempa eða ekki hempa þá finnst mér þú ekki vera í aðstöðu hvorki sem þingmaður eða prívatpersóna til að spyrja eins og fávís kona og láta sem þú komir af fjöllum.

Jón Bragi Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband