Eftirmáli við orðarimmu á Sprengisandi:

Úff! Ég lenti í svakalegri rimmu við Tryggva Þór Herbertsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson á  í Sprengisandinum á Bylgjunni í morgun. Ég er enn að jafna mig.

Þarlét ég falla orð um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirtækið Kögun - sem ég þarf að útskýra betur. Í atgangi umræðunnar tókst mér ekki að gera það sem skyldi, og ég vil síður láta orð mín standa óútskýrð þannig að þau hljómi sem dylgjur.

Það sem ég átti við með tengslum Sigmundar Davíðs er eftirfarandi:

Fyrirtækið Kögun var á sínum tíma í eigu fjölskyldu Sigmundar Davíðs. Faðir hans Gunnlaugur Sigmundsson var framkvæmdastjóri og stór eigandi þess. Þetta fyrirtæki hefur nú verið selt úr eigu fjölskyldunnar og ég skal ekkert um það segja hvernig þeim auðæfum hefur verið varið. Hins vegar var Kögun dæmi um fyrirtæki sem naut góðs af ríkulegum stjórnmálatengslum í formannstíð Steingríms Hermannssonar og síðar Halldórs Ásgrímssonar. Fyrirtækið sat einsamalt að þjónustu við ratsjárstöðvar NATÓ í kringum landið.

Það eru hagsmunatengsl af þessu tagi sem eru undirrót þeirrar tortryggni og úlfúðar sem ríkt hefur í samfélagi okkar í kjölfar fjármálahrunsins. Tengsl af þessu tagi eru undirrót þess einokunar og fákeppniumhverfis sem hefur komið okkur hvað mest í koll.

Af orðum mínum hefði e.t.v. mátt ráða að Sigmundur Davíð ætti hagsmuna að gæta varðandi Kögun í dag. Hann þvertekur fyrir það - ég trúi honum og mér þykir leitt ef ég hef varpað rýrð á hann persónulega. Ég bið hann einfaldlega velvirðingar á því, hafi svo verið.

Annars var atgangurinn í þættinum þvílíkur, að ég hef aldrei lent í öðru eins. Dónaskapur og yfirlæti þeirra félaga hleypti í mig illu blóði strax í upphafi. Þeir efuðust um að ég hefði kynnt mér það mál sem til umræðu var, drógu vitsmuni mína og annarra í efa, þ.á.m. þeirra sem unnu skýrslu fyrir Seðlabankann um kostnað af 20% niðurfærsluleiðinni.  Þær niðurstöður voru að þeirra mati öldungis ómarktækar enda unnar af "dularfullum" starfshópi sem  vissi ekki hvað hann var að gera. Shocking Svona var málflutningurinn.  

Af þessu lærði ég heilmikið og mun gæta mín á því að láta ekki svona hrokagikki kippa mér upp úr farinu framvegis.

Eftir situr sú staðreynd að 20% niðurfærsluleiðin fær ekki staðist sem raunveruleg lausn fyrir þá sem verst standa. Hún mun hinsvegar gagnast vel efnuðum stórskuldugum fyrirtækjum eins og skýrsla Seðlabankans sýnir.

 -------------

PS: Rétt í þessu fékk ég símtal frá Gunnlaugi Sigmundssyni, föður Sigmundar þar sem hann útskýrir eignarhald sitt í Kögun. Mér er ljúft og skylt að koma hans útskýringu á framfæri:

Fyrirtækið Kögun var stofnað árið 1988 en fór ekki af stað að marki fyrr en rúmu ári síðar. Gunnlaugur var framkvæmdastjóri þess í fyrstu og eignaðist síðar um 20%. Síðar fór eignarhlutdeild hans minnkandi og þegar fyrirtækið var selt í mars 2006 átti hann og fjölskylda hans um 2% í því. Hann segir að Halldór Ásgrímsson hafi aldrei komið nálægt samningum fyrirtækisins vegna þjónustu við ratsjárstöðvarnar.

Því skal haldið til haga að sá samningur var gerður í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannssonar, þegar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra.

Við þetta er því að bæta að á heimasíðu tímaritsins Heimur.is kemur fram að upphaflega átti ríkið 2/3 hluta fyrirtækisins (Þróunarfélag Íslands) en 1/3 áttu íslensk hugbúnaðarfyrirtæki.  Árið 1993 seldi Þróunarfélag Íslands 20% í félaginu  - þá var Gunnlaugur  Sigmundsson framkvæmdastjóri beggja félaganna, sem vakti gagnrýni og umræður á sínum tíma (sjá Morgunblaðið 15. maí 1998).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég held að eina ástæðan fyrir því að þú skrifar þennan pistil er að þú veist að orð þín í þættinum voru fyrir neðan allar hellur. 

 

Þar mokaðir út úr þér þvílíkum dylgjum og órökstuddum aðdróttunum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst frá manneskju sem vill kalla sig stjórnmálamann.  

 

Ef það eina sem þú getur fundið að tillögum og málflutningi Sigmundar Davíðs er að faðir hans hafi einhvern tímann staðið í viðskiptum þá er málstaður þinn og Samfylkingarinnar aumari en ég hélt. 

 

Eygló Harðardóttir

Eygló Þóra Harðardóttir, 5.4.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Eygló - þau ummæli sem þú segir að ég hafi "mokað út úr mér" sem "órökstuddum aðdróttunum" voru þessi:

... af því við vorum að tala um þessa eignatilfærslu frá almenningi til stórskuldara og til fyrirtækjanna - þá finnst mér óviðeigandi að stjórnmálamenn sem tengjast slíkum fyrirtækjum sterkum böndum skuli vera aðalforsvarsmenn þessarar hugmyndar ....

Eftir að hafa verið þýfguð um hvaða stjórnmálamenn ég væri að tala um - hálpartin neydd til þess - nefndi ég tengsl Sigmundar Davíðs við Kögun.

Þessi ummæli hef ég nú útskýrt betur í færslunni hér fyrir ofan og beðið Sigmund velvirðingar á því að hafa kastað rýrð á hann persónulega. Betur get ég ekki gert.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæl Ólína,

Samfylkingin segir sig jafnaðarmannaflokk Íslands, vinna fyrir alþýðinu o.s.frv. Hvernig má það þá vera að þið eruð eingöngu með bráðabrigðalausnir fyrir heimilin í landinu? Vissir þú að s.k. greiðsluaðlögun mun ekki hjálpa þúsundum manna sem hafa undanfarin ár verið sjálfstæðir atvinnurekendur eða verktakar (t.d. fólk sem hefur orðið gjaldþrota). Greiðsluaðlögun er því ekki úrræði fyrir þá sem mest þurfa á því að halda. Hvaða úrræði er til fyrir það fólk? Ekki tala um Ráðgjafastofu heimilanna. Hún greinir vanda fyrir fólk en er ekki að semja við lánadrottna þótt Ráðgjafastofan sé afar góð stofnun.. Af hverju viljið þið ekki breyta gjaldþrotalögunum þannig að að fólk sé ekki í skuldafangelsi áratugum saman með endurnýjun krafna hjá innheimtufyrirtækjunum. Hvar er jafnaðarmannahugsunin þar? Fólk sem verður fyrir þeirri ógæfu að taka annarra fær oft 16 ára fangelsisdóm og situr e.t.v. í um 10 ár. Fólk sem verður gjaldþrota getur setið í skuldafangelsi í tugi ára. Þetta fólk er verktakar í dag og fær ekki hjálp hjá þessu flotta úrræði ykkar: Greiðsluaðlögun.

Mér finnst afar ódýr og léleg pólitík að reyna að gera Sigmund tortryggilegan vegna meintra synda föður hans og Halldórs Ásgrímssonar. Þar var víða pottur brotinn í fyrirgreiðslupólitík fyrri ára, þ.m.t. hjá Framsókn. Það hefur samt ekkert með einstaklinginn Sigmund Gunnlaugsson að gera.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæl Ólína.

Í þættinum áðan dylgjaðir þú, eins og þú réttilega segir hér að ofan, um ónafngreinda "stjórnmálamenn sem tengjast slíkum fyrirtækjum sterkum böndum". Þegar þú varst beðin um að skýra þessi ummæli þín nánar og tilgreina hvaða menn þú ættir við nefndir þú Sigmund Davíð og tengsl hans við Kögun.

Þegar Sigmundur benti þér kurteislega á að tengsl hans við Kögun væru engin, hélst þú áfram að dylgja um "einhverja menn" með "tengsl við fyrirtæki" sem væru að reyna að fá felldar niður skuldir sínar.

Þetta eru ekkert annað en rakalausar dylgjur. Aumt yfirklór þitt hér að ofan bætir þar ekki úr.

Eygló Þóra Harðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég stend með þér alla leið og það er frábært hjá þér að útskýra við hvað þú áttir.

Flott Ólína.

Það er ekki öfundsvert að þurfa að spila með strákunum stundum.

Sko hrokagikkjunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hlustaði á allan þáttinn og ég á ekki orð.  Þessir tveir eru svo hrokafullir, svo útblásnir af eigin visku að mér verður óglatt.

Svo ég segi það nú bara eins og það er.

Svo er annað:

Tryggvi og Sigmundur Davíð eru eins og fóstbræður, það kemst ekki hnífurinn á milli þeirra.

Á maður að taka þá alvarlega?

En samt sem áður þá vona ég að þeir verði ákaflega hamingjusamir saman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 13:38

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðmundur: Á meðan ég trúi því að 20% flöt niðurfærsla allra skulda feli í sé ójöfnuð en ekki jöfnuð - þá er ég á móti leiðinni. Ef hún væri að gagnast verst settu skuldurunum myndi ég að sjálfsögðu styðja hana.

Ég hef engan áhuga á að sverta Sigmund Davíð persónulega - eins og ég tek skýrt fram í færslunni hér fyrir ofan.

En ég játa að mér finnst óþægilegt að ræða mál af þessu tagi við mann - ákafan stuðningsmann leiðar sem felur í sér mikla eignatilfærslu frá almenningi til stórskuldugra fyrirtækja - sem hefur átt bein fjölskyldutengsl við fyrirtæki sem er skólabókardæmi um pólitíska fyrirgreiðslu af því tagi sem við viljum ekki hafa.

Þetta eru engar dylgjur, það er bara staðreynd.  

Svo væri fróðlegt að vita hvað þér sjálfum finnst um dylgjur Sigmundar í garð þeirra sem unnið hafa skýrslur og úttektir um málið. Eða hvað á hann við þegar hann talar um "dularfullan" starfshóp Seðlabankans? Er hann að væna þá menn um að falsa staðreyndir, eða halla réttu máli? Er það málefnalegt innlegg í þessa umræðu?

Jenný Anna: Takk fyrir stuðninginn :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:40

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og Stefán - takk fyrir þínar viðbótarupplýsingar og linkinn. Ég hvet fólk til að fara inn á hann og lesa það sem þar kemur fram.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:42

9 Smámynd: Jóhannes Jónsson

Ég mæli með því að þú hlustir á þennan þátt aftur Ólína. Ég tel alveg ljóst að þú HLUSTAÐIR ekki.

Þú sakar formann Framsóknarflokksins án þess að hafa neitt til þíns máls !!! Er dálítið eins og að hér hafi verið

Umræður Tryggva og Sigmundar voru fínar. Þeir gerðu ítrekaðar tilraunir til að útskýra tillögurnar. Þetta með Seðlabankann... Seðlabankinn var að reikna allt aðra hluti út heldur en tillögur um 20% niðurfellingu gengur út á. Ef þú heldur/trúir að 20% niðurfelling gangi út á þetta sem Seðlabankinn var að gera, þá er það alveg rétt hjá þeim félögum, þú veist ekki um hvað þú ert að ræða.

Tökum einfalt dæmi.

Segjum að Seðlabankinn myndi reikna út hverjar skatttekjur væru af 1.000 kr ef skattprósentan væri 100%. Þeir myndu segja 1.000 kr. Útreikningur Seðlabankans væri "réttur" sem slíkur en samt kolvitlaus. Hið rétta er kr. 0- (því það vinnur enginn ef skattprósentan er 100%).

Og enn og aftur, það fellur EKKERT á ríkið - þú áttar þig ekki á út á hvað þetta gengur (endilega hlustaðu - og lestu nú skýrslu Tryggva Þórs, ekki bara segja að þú hafir gert það).

Jóhannes Jónsson, 5.4.2009 kl. 13:49

10 Smámynd: Jóhannes Jónsson

Það datt út smá setning hér að ofan varðandi formann Framsóknarflokksins. Er dálítið eins og að hér hafi verið reynt að sverta nafn manns vegna þess hver faðir hans er og hvað hann hefur hugsalega gert. Hvað hefur faðir þinn gert af sér Ólína? Þú hlýtur að vera verri manneskja fyrir það, er það ekki?

Jóhannes Jónsson, 5.4.2009 kl. 13:54

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir þetta Ólína og ég vel að ræða ekki frekar um Sigmund. Mér finnst þú hafa beðið afsökunar varðandi það mál. Ég er ennþá samt mjög forvitinn að þú svarir mér efnislega um greiðsluaðlögun og hvað þér finnst um það úrræði. Getið þið ekki komið með úrræði sem hjálpar þá fjölmörgum Íslendingum sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að hafa orðið gjaldþrota (þeir skipta þúsundum) og gefa jafnvel ekki starfað sem launþegar og eru verktakar. Greiðsluaðlögun getur ekki hjálpað þessu fólki. Hvað viljið þið gera varðandi þennan hóp fólks?

Kveðja,

Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2009 kl. 13:59

12 Smámynd: Stefán Gunnar

Sæl,

Missti af þættinum í dag. Það er eitt sem ég skil ekki.  Leið Samfylkingar virðist byggja á því að hjálpa þeim sem verst hafa það um jafnvel 30-50%. Eins og ég skil dæmið finnst mér það afar mikill ójafnaður. Er þá ekki bara verið að hjálpa fólki sem hefur alltaf verið í vanskilum og er kannski voða lítið að skapa fyrir samfélagið?

'Eg hef aldrei farið fram úr mér fjárhagslega en á stóra fjölskyldu og tók erlent lán, ég vinn myrkranna á milli til að halda öllu í skilum, sé ekki fjölskyldu mína en er þó í skilum. 

Hvað á að gera fyrir þennan hóp? Sem eg held að sé ansi stór.

Er hreinlega verið að hvetja mig til að fara með allt í vanskil annars verður mér ekki hjálpað. Er eini sjénsinn fyrir mig til að hitta fjölskyldu mína að hætta að rembast við að hafa allt í skilum fara aftur í 100% vinnu í stað 150% og bíða eftir að allt er komið í rugl. Þá komið þið og hjálpið mér.

Spurningin er því:

a) Er þá betra að vera með allt niður um sig til að fá hjálpina skv. ykkar tillögum?

b) Ef ekki hvað gerir Samfylkingin fyrir þennan hóp ?

bk/ Stebbi þreyttur á stressinu um hver mánaðarmót.

Stefán Gunnar, 5.4.2009 kl. 14:00

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jóhannes - ég hef ekki lesið skýrslu Tryggva Þórs, og  hef heldur ekki sagt að ég hafi gert það. Þá skýrslu mun ég að sjálfsögðu kynna mér, nú þegar athygli mín hefur verið vakin á henni.

Ég hef hinsvegar skoðað framsetningu Sigmundar á þessari leið, þar sem sett eru upp einfölduð dæmi með tilbúnum útreikningi. Ég tel óþarfa að vinna með slík upphugsuð dæmi þegar fyrir liggja raunverulegar upplýsingar um skuldastöðu heimilanna - þá er ég að vísa til gagnagrunns Seðlabankans sem hans skýrsla byggir á. Sú skýrsla (sem Sigmundur vísar með fyrirlitningu út af borðinu) sýnir að allur kostnaður af 20% niðurfærslunni, þ.e. 900 milljarðar, muni falla á ríkið og erlenda kröfuhafa að fengnu samþykki þeirra (því það er ólöglegt að færa einhliða niður skuldir fyrir erlendum kröfuhöfum).

Þetta er opinber skýrsla - ég er ekki þess umkomin að dæma hana út af borðinu sem fásinnu, líkt og þeir Sigmundur og Tryggvi Þór gera. En ég mun að sjálfsögðu kynna  mér vel öll raunveruleg rök  í málinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 14:01

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðmundur. Skuldajöfnun verðtryggðra lána mun leiða til allt að 20% lægri greiðslubyrði en ella. Það munar um það.

Frysting og skuldajöfnun gengisbundinna lána mun leiða til 40-50% lægri greiðslubyrði.

25% hækkun vaxtabóta þýðir að bætur hjóna með 3-8 mkr. árstekjur hækka um rúm 170 þús (úr 314 þús í 487 þús).

Þá ætti að muna nokkuð um útgreiðslu séreignasparnaðar (1 mkr. á mann)

Fyrir utan þetta eru greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs sem fela í sér skuldbreytingu og lánalengingu, frystingu höfuðstóls og afborgana í allt að 3 ár og mildari innheimtuaðgerðir. Þetta leysir ekki vandann, en léttir vel undir með þeim sem höllum fæti standa.

Þá munar líka um greiðsluaðlögun samningskrafna, lækkun dráttarvaxta, og það að nú er bannað að skuldfæra inneignir hjá ríkinu upp í afborganir Íbúðalánasjóðs. Sömuleiðis eru barnabætur ekki lengur teknar upp í skattaskuldir. Þá hefur nauðungaruppboðum verið frestað fram í ágúst og aðfararfrestur lengdur úr 15 dögum í 40 daga, auk þess sem Íbúðalánasjóður má leigja eigendum húsnæðis ef sjóðurinn eignast það á uppboðum.

Allt skiptir þetta máli, því margt smátt gerir eitt stórt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 14:11

15 Smámynd: Jóhannes Jónsson

Sæl Ólína

Þetta er ekki rétt hjá þér. Þú játar því í þættinum að þú hafir lesið tillögur Tryggva (opnaðu nú þáttinn hér: http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=43911 og farðu á mínútu 8:54 og hlustaðu í svona 10 sek.) Þú sagðir í þættinum "Já, já" þegar Tryggvi spyr þig.

Hins vegar flott að þú ætlir að lesa þetta, enda líklega betra að hafa kynnt sér það sem þú ert á móti.

Greinargerð Tryggva má finna hér: http://www.tryggvithor.is/leidrettingin.pdf

Jóhannes Jónsson, 5.4.2009 kl. 14:19

16 identicon

Sæl Ólína, takk fyrir komment á minni færslu. Það er afskaplega leiðinlegt að fólk lendi í persónulegum skylmingum í stað þess að horfa á aðalatriði málsins og vandanum sem blasir við þjóðinni. Annars erum við komin í keppni á milli fólks sem engin vinnur en almenningur tapar. Núverandi ríkisstjórn, sem væntanlega heldur áfram störfum eftir kosningar, verður að læra að hlusta betur á fólkið í landinu. Greiðsluaðlögunarleiðin er plástur á sár þeirra sem þegar eru ekki lengur borgunarhæfir. Það er gott að þeim sé hjálpað en fjöldi þeirra er miklu hærri en frumvarpið segir. Sem kannski skýrist af því að fleiri vilji hreinlega komast í þann hóp. Eftir standa tugþúsundir sem rétt geta bjargað sér fyrir horn um hver mánaðarmót, en eru kannski að lifa á yfirdrætti í staðinn. Það má skilja stjórnmálaumræðuna eins og núverandi stjórn vilji ekki ræða aðrar lausnir en greiðsluaðlögun af ótta við að einhverjfir sem síst skyldu, geti grætt. Þetta er fáranlegt Ólína. Haraldur Líndal Haraldsson benti pent á að það væru sterk rök að færa vísitöluna aftur í tímann og endurreikna lán. Má það ekki af ótta við að einhverjir græði? Fyrir venjulegan mann eins og mig myndi þetta létta lífið mjög mikið. Á einu ári hækka skuldir um 20% vegna verðbólgu og eignir rýrna um 30% vegna efnahagsástandsins. Í lagi með eignarýrnunina sem þróast í takt við markaðslegar væntingar. En ósanngjörn hækkun skulda er það sem er fúlast. Það breytir engu hverjum er um að kenna. Þetta þarf að leysa og það verður að horfa heildrænt á stöðuna svo efnahagslíf þjóðarinnar fái innspýtingu. Kreppa leysist ekki nema með aukinni neyslu. Með óbreyttu mun hún minnka. Þess vegnar þarft þú að vera tilbúinn að horfa jákvætt á hugmyndir frá öðrum flokkum burtséð frá hvort Tryggvi eða Sigmundur séu besservisserar eða hrokagikkir. Kemur málinu ekki við. Þá verum við enn og aftur komin í persónulegan debat sem ég alla vega nenni ekki að hlusta á. Þá gleymast málefnin algjörlega.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:22

17 Smámynd: Stefán Gunnar

Sæl Ólína,

Sé að þú ert að svara ýmsum færslum en mín virðist ekki ennþá hafa fengið svar. Gætir þú kíkt á það hér að ofan svo hún gleymist ekki þegar þú svarar.

Það vantar mynd á færsluna hjá mér er ennþá að læra á þetta og finna út hvar ég set hana inn en ætti að vera auðvelt að finna færsluna því ég held hún sé eina ekki með mynd.

Takk og bk

Stebbi

Stefán Gunnar, 5.4.2009 kl. 14:28

18 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Þessi síðasti póstur Ólínu sínir svo ekki sé um villst að Samfylkingin hefur ekki minnstu hugmynd um hver vandinn er í raun og veru.

1. 25% hækkun vaxtabóta sem jú eru um 170 þúsund á ÁRSBASIS fyrir þá sem eiga rétt á henni eru auðvitað hlægileg upphæð til að bjarga heimilinum, hún er ekki einu sinni dropi í hafið.  Þetta eru semsagt 7þúsund krónur á kjaft (þ.e. fyrir þá sem eiga rétt á þessu)

2. Útgreiðsla séreignalífeyrissparnaðarins er ekkert annað en það að við erum að skerða lífeyrinn okkar þegar til lengri tíma er litið. Þar að auki fara um 370.000 krónur af milljóninni beint í ríkissjóð þannig að þá eru ríkið búið að fá aftur samtals 740.000 krónur í vasann (hjá hjónum) eftir að það hækkaði vaxtabæturnar um 170.000 krónur. Já það er nú aldeilis örlætið hjá ríkinu, það kemur þarna út í plús upp á 570.000 krónur pr. fjölskyldu.

Það sem eftir stendur er það að þessi auma afsökun fyrir ríkisstjórn er EKKERT að gera til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Það eina sem hún er að gera er að reyna að hjálpa þeim sem eru fallnir nú þegar og sá hópur stækkar með hverjum deginum á meðan Tjaldborgar ríkisstjórnin hnussar yfir góðum hugmyndum.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera þegar bankarnir munu eiga 15-50% allra íbúða í landinu? Hvert ætli íbúðarverðið muni þróast þá? Hversu hratt mun fjölskyldum með neikvæða eiginfárstöðu fjölga?

Hvernig stendur á því að nú þegar verið er ljúka samningum um að nýju bankarnir fái um 50% afslátt af íbúðarlánunum frá gömlu bönkunum þá megi ekki skipta hluta af þeim afslætti á lántakana? Það hlýtur og ég grátbið þig og aðra Samfylkingarsinna að útskýra fyrir mér hvers vegna þið teljið að sú aðgerð myndi ekki auka greiðsluskil og þar með almenna velmegun í landinu.

Að lokum verð ég að koma inn á að dylgjur þínar um að það sé ekki hægt að fara þessa leið því að hún komi frá aðilum með tengsl í fyrirtæki sem muni græða svo mikið á henni eru allt í senn óforskammaðar, heimskulegar, dónalegar, ekki fólki bjóðandi og síðast en ekki síst til þess ætlaðar að blása góða hugmynd, sem hjálpa mun tugþúsundum heimila, út af borðinu á kostnað þess að einhver fyrirtæki muni græða svo á henni.

Skammastu þín, já og þið Samfylkingarfólk með tölu.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 5.4.2009 kl. 14:30

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er oft aðferð þeirra sem hafa vondan málstað að verja að gera lítið úr vitsmunum þess sem er á öndverðum meiði. Framkoma sem þekkist í samskiptum barna og ungmenna en stjórnmálamenn sem ætlast til að þeir séu teknir alvarlega ættu að vera vaxnir upp úr svo barnalegum og lítilmannlegum aðferðum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 14:34

20 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jóhannes. Ólína er að tala um í skýrslu Seðlabankans í þessari umræðu og að hún hafið lesið hana, það kom svo fram í þættinum. Hún svaraði ekki spurningunni um að hafa lesið ritgerð Tryggva um málið - eins og fram kom seinna.

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.4.2009 kl. 14:45

21 Smámynd: Billi bilaði

Það er mjög margt sem ég ætla ekki að segja, en eitthvað vil ég þó segja.

Þú mættir, Ólína, svara Stefáni Gunnari, í athugasemd 14. Hann virðist vera með þær spurningar sem skipta máli fyrir það fólk sem ég sé ekki að ríkisstjórnin leggi mikið á sig til að hjálpa.

En þú svarar Guðmundi ítarlega. Í fyrstu 2 liðunum talar þú um lækkun á greiðslubyrði. Jú, það er gott að lækka hana - en tilfinningin að vera þræll fjármagnseigenda, undir stjórn fjórflokksins sem ætlar sér að halda völdum með samvinnu við fjármagnseigendur, er ekki góð. Það er frábært að fá að lengja skuldirnar æfina út! Það hvarflar að mér, eins og Stefáni, hvort ekki sé betra að ganga burt frá öllu saman.

OK, þú nefnir hækkun vaxtabóta fyrir þá sem hafa 3-8 milljónir í tekjur. Hvað með þá sem fara aðeins yfir það? Þarf ég að fara annað til að lesa mér til um það?

Það munar jú um útgreiðslu séreignarsparnaðar. Sérstaklega fyrir stjórnvöld, sem fengu þarna ódýra fljót-innheimtu skatttekna sem annars hefðu farið að mjatla inn eftir mörg ár. Fyrir okkur almenning þá lengir þetta í hengingarólinni - en það er allt í lagi fyrst að fjórflokkurinn heldur völdum. Stjórnvöld þykjast vera svo ósköp góð að segja að ekki megi neyða fólk til að taka þetta út. Á sem sagt að segja við bankann: „Nei, ég ætla sko ekkert að taka þetta út“, þó svo maður sé að reyna af fremsta megni að standa í skilum. Er þá betra að gera sig að óreiðumanni?

Ekki er ég í „leigu“ hjá íbúðarlánasjóði, heldur hjá einum ríkisbankanna. Mega þeir líka leigja mér eins og íbúðalánasjóður, ef þeir eignast húsnæði mitt á uppboði?

Allar þessar aðgerðir skipta rétt svo nægu máli til að halda okkur „góðum“ þar til völd hafa verið tryggð aftur, og Hrunadansinn hefst að nýju.

Við það óreiðufólk sem þykist hafa verið að stjórna landinu undanfarin ár og áratugi, vil ég síðan segja: „Svei ykkur, mína virðingu fáið þið aldrey aftur“.

Með veikri von um það að þú, ásamt öðru nýju fólki, hafir raunverulegann vilja til að breyta einhverju í þessu ónýta flokkakerfi okkar,

Kristján Gaukur Kristjánsson

Billi bilaði, 5.4.2009 kl. 14:52

22 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Það var sorglegast við þessa umræðu á Sprengisandi var að það mistókst algerlega að ræða inntak hugmyndarinnar um 20% niðurfærslu, hvort sem um er að ræða höfuðstóls niðurfærslu eða færa vísitöluna aftur.
Eitt er að taka á greiðsluvandanum, það er mjög mikilvægt en eru fyrst og fremst skammtímaaðgerðir. Það verður einnig að horfa til þeirrar eignarupptölu sem er að eiga sér stað hjá íslenskum heimilum og á rætur sínar að rekja til aðgerða fjármálastofnanna á markaði. Þar verður að horfa til vísitölutengina eða höfuðstólsins, gildir einu. Afskriftir sem lánadrottnar eru nú þegar búnir að færa inn í sínar bækur er ekki kostnaður ríkisins, nema ríkið hafia veroið stærsti lánveitandi á fjármármálamarkaði. Ég er jafnaðarmaður en ég sakna þess hvað SF er á miklum flótta í umræðunni um þá eignaupptöku sem heimilin standa frammi fyrir og að eina lausnin sem á að bjóða séu skammtímaaðgerðir og skattkerfis og bótalausnir sem mun síðan verða kipppt úr sambandi á næstu 3 -5 árum. Þeir einu sem þá munu tapa eru heimilin en fjármagsneigendurnir fá allt sitt. Þetta er ekki jafnaðarmennska í mínum huga. 

Kristinn Halldór Einarsson, 5.4.2009 kl. 14:52

23 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég hvet þá sem ætla að hlusta á þetta aftur frá 5:40, þar fær orðið hroki nýja merkingu, þar sagði Tryggvi við Ólínu:

"þetta er allt rangt. þetta er allt vitlast sem þú ert að segja, þú veist bara ekki um hvað þú ert að tala."

Svo tala þau um skuldir heimilana sem Seðlabankinn er búinn að reikna út (sjá: http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=2088 ). Þar segir Tryggvi að Seðlabankinn sé ekki búinn að reikna út skuldir fyrirtækja, en það var rétt hjá Ólinu að þær tölur komu fram í þessari skýrslu. Tryggvi fór þarna með ósannindi.

Einnig tala þeir félagar um að hér sé um "einu lausnina" að ræða. Góðir hagfræðingar geta fært ansi sterk rök fyrir nánast hverju sem er. Því velti ég fyrir mér af hverju eru ekki hagfræðingar sem ekki eru að leita að vinnu á Alþingi búnir að taka undir þessar tillögur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.4.2009 kl. 15:01

24 Smámynd: halkatla

þessar hugmyndir (sem eru ábyggilega allar kolómögulegar hvort eð er) komast aldrei í framkvæmd vegna þess að íslendingar kunna nánast bara að blaðra. Úff hvað þjóðin er í vondum málum með flesta sína embættismenn og pólitíkusa eru þeir í keppni sem heitir spilltur spilltari spilltastur? eða bara heimskur, heimskari, heimskastur? Þarf ég að fara í framboð til að koma smá viti í þetta? () Ég óttast það því forgangsröðunin hjá flestum sem eru í pólitík er svo skökk að það hálfa væri nóg. Eygló ætti að slaka á á þessum Drottinsdegi og hætta að taka eitthvað útvarpsþvaður svona nærri sér... ég held líka að Ólína sé frekar fínn kostur svona miðað við það sem hefur verið í boði í gegnum áratugina og ég næ því ekki hvað margt fólk getur verið uppstökkt útaf smámunum, það er ekki einsog hún hafi sagt eitthvað rangt!!! geymið pirringinn fyrir einhvern sem er að reyna að gera illt, ekki þá sem misstíga sig smávegis í umræðum sem þau skilja ekki einu sinni (enginn skilur vitleysuna sem vellur uppúr svokölluðum "sérfræðingum" það ætti að setja einhverskonar hömlur á málfrelsi þeirra, hehe, smá grín, en samt!)

halkatla, 5.4.2009 kl. 15:22

25 Smámynd: Billi bilaði

Nú er ég að hlusta á þáttinn.

Ólína, þú kemur hræðilega út úr þessum þætti. Aldrey hef ég, og aldrey mun ég, kjósa sjálfstæðis- eða framsóknarflokkinn, Sigmund Davíð, eða Tryggva Þór. En í þessum málflutningi er ég algerlega á þeirra bandi. Þú viðurkennir hér að ofan að hafa ekki lesið skýrslu Tryggva, en þykist samt geta valtað yfir hann með kanínur úr höttum og fleira. Það er rétt að þeir eru pínulítið „brútal“ þegar þeir segja að þú vitir ekki um hvað þú sért að tala - en því miður bendir allt til þess að það sé rétt hjá þeim.

Þetta er það grátlega. Þú ert fengin í þátt til að ræða um málefni sem þú hefur ekki kynnt þér að fullu til að vera umræðuhæf við aðila sem vinna við að reikna þessa hluti út.

Hvað segir þú um grein bandaríska ráðgjafans í Fréttablaðinu í gær að íslendingar eigi ekki að borga kúgunaraðilum eins og USA og GB? Getur þú svarað því, eða þarf sérfræðinga til að svara svona?

Billi bilaði, 5.4.2009 kl. 15:33

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólína ég hlustaði á þessar umræður og ég segi sama og sumir hér, ég stend með þér í þessu.  Þessi hroki og yfirgangur hjá þessum tveimur er algjörlega ólíðandi.  Og það var að mínu mati algjörlega allt í lagi hjá þér að nefna tengslin við Kögun.  Því það er mál sem er rætt í þjóðfélgainu.  Og æsingur frammara yfir þessu segir manni að þarna hafir þú hitt á veikan punkt.  Af hverju má ekki segja hlutina eins og þeir eru?  Af hverju má ekki spyrja um það sem skiptir máli? Það er þessi endalausa þöggun sem er algjörlega ÓLÍÐANDI og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2009 kl. 15:45

27 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir Eggerts hér í athugasemd nr. 28.

Bendi líka á það að Tryggvin talaði um að yfir 1000 manns væru búin að sækja um greiðsluaðlögun hjá Íbúðarlánasjóði. En þangað sækir fólk ekki um GREIÐSLUAÐLÖGUN. Það er sótt um greiðsluaðlögun hjá dómstólum. Íbúðarlánasjóður eins og nú frá síðustu viku allar fjármálastofnanir bjóða upp á frystingu lána í allt að 3 ár, lengingu lána og fleiri möguleika. Þetta hefur verið í gangi í mörg á í Íbúðarlánasjóði. En þetta er bara allt annað en Greiðsluaðlögun og þetta hefur fólk notfært sér um áraraðir stundum allt að 4 til 500 manns. En ég ítreka að greiðsluaðlögun er eitthvað sem kemur þegar þetta dugar ekki til. Hefði nú haldið að frysting lána í 3 ár yrði til þess að fólk þyrfti ekki á greiðsluaðlögun að halda fyrr en eftir 3 ár í fyrsta lagi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 15:46

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Rétt í þessu fékk ég símtal frá Gunnlaugi Sigmundssyni, föður Sigmundar þar sem hann útskýrir eignarhald sitt í Kögun. Mér er ljúft og skylt að koma hans útskýringu á framfæri:

Fyrirtækið Kögun var stofnað árið 1988 en fór ekki af stað að marki fyrr en rúmu ári síðar. Gunnlaugur var framkvæmdastjóri þess í fyrstu og eignaðist síðar um 20%. Síðar fór eignarhlutdeild hans minnkandi og þegar fyrirtækið var selt í mars 2006 átti hann og fjölskylda hans um 2% í því. Hann segir að Halldór Ásgrímsson hafi aldrei komið nálægt samningum fyrirtækisins vegna þjónustu við ratsjárstöðvarnar.

Því skal haldið til haga að sá samningur var gerður í forsætisráðherratíð Steingríms Hermannssonar, þegar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra.

Við þetta er því að bæta að á heimasíðu tímaritsins Heimur.is kemur fram að upphaflega átti ríkið 2/3 hluta fyrirtækisins (Þróunarfélag Íslands) en 1/3 áttu íslensk hugbúnaðarfyrirtæki.  Árið 1993 seldi ríkið þ.e. Þróunarfélag Íslands 20% í félaginu  - þá var Gunnlaugur  Sigmundsson framkvæmdastjóri beggja félaganna, sem vakti gagnrýni og umræður á sínum tíma (sjá Morgunblaðið 15. maí 1998).

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 16:12

29 Smámynd: Katrín

Sæl Ólína mín, hlustaði á þáttinn og segi ekki meir.  Þú veist það allra best sjálf hvað fór þar úrskeiðis hjá þér og þú lagar það snarlega.  Afsökunarbeiðni er komin frá þér og mennvirða hana.

En ég bíð eins og aðrir eftir svörum við spurningum Stefáns Gunnarssonar. 

Við teljum þúsundir sem eru í hans sporum og spyrjum okkur hvenær ætla menn á stjórnarheimilinu að koma okkur til aðstoðar?  Er virkilega eina ráðið að koma sér í vanskil?  Það vil ég forðast eins og heitan eldinn, vinn eins og skepna til að ná endum saman en jafnvel það er ekki nóg.  Tillaga Sigmudar og Tryggva hugnast mér og þó að einhverjir ,,græði" á því er mér nok sama.  Málið snýst um líf eða dauða þúsunda venjulegra Íslendinga, heimili þeirra og fyrirtæki.  Leið þeirra félaga er sú eina raunhæfa sem komið hefur fram til forvarna, þ.e. koma í veg fyrir hrun ÁÐUR en af því verður.  Mér leiðist hvernig ríkistjórnarflokkarnir leyfa sér að hunsa þessa tillögur og sýna okkur þessum venjulegu Íslendingum fuck merki með því að afvegaleiða umræðuna og segja að hún sé ekki fær því þá gæti Nonni ríki fengið ívilnun sem hann á ekki skilið.  Jafnaðarmennskan virðist ekki ná lengra en að ef einhverjir fáir hugsanlega fái skuldaniðurfellingu sem þeir eiga ekki skilið þá skuli meirihlutinn líða fyrir það og á endanum missa aleiguna.

Svör við spurningum Stefáns sem fyrst! 

Katrín, 5.4.2009 kl. 16:28

30 identicon

Ég er hræddur um að ég hafi enga þolinmæði í það að fólk skuli mæta illa undirbúið til leiks eins og málum er háttað Ólína. Þetta eru bara leikreglur sem þú verður að gangast undir eins og aðrir.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:31

31 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mér fannst þú fjári góð Ólína en jafn augljóst var að þeir félagar vissu ekki sitt rjúkani ráð þegar þú varst með þessar tölur og skýrsluna fyrir framan þig og Tryggvi byrjaði þar með á að sannast fara með rangt mál.

Þá er undarlegt hvernig Sigmundur  í stað þess að svara og upplýsa um tengls sín við auðvaldið í landinu snéri bara útúr.

Loks þá er það svo að ef við notum hundruð eða þúsundir milljarða sem við segju útlendingunum sem eiga þá peninga að ekki sé hægt að borga þeim, til að gefa jafnt þeim sem geta borgað og þeim sem ekki geta borgað, þá erum við að leggja þeim til sannanir um að við séum að ræna þá, og ríkið þ.e. við yrðum snarlega dæmd til að bæta útlendingunum það. 

- Það væri ekki nema lánadrottnar bankanna myndu sjálfir fallast á rök þeirra félaga að þetta væri hægt. Lánadrottnar gömlu bankanna eiga auk þess mesti í húfi og ef þetta er svona augljóslega til þess fallið að meira skili sér en ella ætti að vera létt verk að sannfæra þá sem eiga skuldirnar þ.e. lánadrottnana sjálfa, en hvorugur Sigmundur eða Tryggvi hefur enn viðrað það að það taki því að bera þetta undir lánadrottnana, enda afar ósennilegt að nokkur sem þyrfti að bera kostnaðinn af þessu keypti rök þeirra félaga að þetta skili meiru.  

Helgi Jóhann Hauksson, 5.4.2009 kl. 16:32

32 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott fólk - hér eru nokkrir sem vilja ítarleg svör við því hvað hægt sé að gera fyrir fólkið í landinu. Ég vil vísa á svar´mitt í athugasemd nr. 18 - þar kemur fram hvað verið er að gera.

Mér er auðvitað ljóst að við vanda heimilanna er engin töfralausn til. Ég hef a.m.k. ekki komið auga á hana.

Ég vísa því á bug að ég hafi komið illa undirbúin til þáttarins í morgun. Ég kom vel undirbúin og taldi mig vera að fara inn í rökræður en ekki hanaslag. Rökræðurnar voru eyðilagðar þegar Tryggvi Þór reyndi að slá mig út af laginu með yfirlýsingum um að ég vissi ekkert um hvað ég væri að tala af því ég hefði ekki lesið skýrslu Seðlabankans (sem ég var með í hendinni). Svo kom auðvitað í ljós að það var hann sem ekki fór með rétt mál, hvort sem það var nú viljandi eða óviljandi.

En eins og ég sagði fyrr í dag - af þessu lærir maður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.4.2009 kl. 16:44

33 identicon

Þessar rangfærslur hjá þér Helgi koma mér ekki lengur á óvart.

Hvorki þú né Ólína skiljið niðurfærsluna á höfuðstól sem fjallað er um og þrátt fyrir viðleitni ykkar til þess að láta í annað skína þá er röksemdafærslan hjá ykkur lítið annað en gaspur.

Þá eru meint "hagsmunatengsl" uppspuni.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:44

34 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Málið er Ólína að skuldaniðurfærsluleið að einhverju leiti er eina færa leiðin til að komast út úr þessari kreppu á skömmum tíma. Þeir sem ekki jánka því skilja ekki að mínum dómi af hverju nú er kreppa. það sem þú ert að bera á borð, að  hjálpa þeim sem ekki nenna að vinna eða eiga bágt af öðrum ástæðum er vissulega göfugmagnlegt, en það eru bara ekki þeir einstaklingar sem keyra áfram hagkerfið. Til að útskýra þetta, Þá má segja að þeir sem keyra áfram hagkerfið séu þeir sem nenna að vinna en geta bara ekki fjárfest núna vegna þess að þeir skulda meira en þeir telja ásættanlegt. Ef þú ætlar ekkert að gera fyrir þá þá verður bara áfram kreppa.

Lausnin ?

Guðmundur Jónsson, 5.4.2009 kl. 16:58

35 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Tryggvi var maðurinn sem ruddist fram á sjónarsviðið í Kastljósi með þá kenningu að tjónið af hruninu væri aðeins óverulegt og miklu minna en sagt hefði verið eða aðeins rúmir 300 milljarðar ef ég man rétt. Nú segir hann hinsvegar í þessum þætti að 25% fækkun gjaldþrota bæti upp 900 milljarða kostnað af 20% niðurfærslu skulda. Það merkir að eitt og sér þau gjaldþrot sem yrðu eftir sem áður þ.e. 75% þeirra muni kosta 3x900 milljarða. - Hvernig passar það inní þá mynd sem hann dróg upp í Kastljósi að heildar tjón okkar yrði hverfandi og miklu minna en sagt væri? - Hvað er að marka Tryggva Þór Herbertsson?

Helgi Jóhann Hauksson, 5.4.2009 kl. 17:17

36 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ólína sagði í þessum umræðum í morgun að það mætti á engan hátt bæta mér upp þá hækkun lána sem ég hef orðið fyrir þar sem ég get ennþá staðið í skilum. Hins vegar sagði hún að þeir sem geta ekki greitt af sínum skuldbindingum ættu að fá einhverja fyrirgreiðslu. Þetta á við um Jón Ásgeir, en það er nokkuð víst að eftir að félög hans hafa verið gerð gjaldþrota þá verða tekjur hans of litlar til að hann geti staðið við skuldbindingar hans. Í framhaldi af því ætlar Ólína að fella niður skuldir hans á minn kostnað. Ef ég hefði vitað þetta fyrr þá hefði ég keypt mér fjögurra milljóna króna bíl í stað 600 þús. Ólína hefði fellt niður mismuninn.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 5.4.2009 kl. 17:28

37 identicon

Tryggvi var að tala um stöðuna á skuldum ríkissjóðs eins og hún kom fyrir þá. Hann sagði einnig í sama þætti að hann gerði ekki ráð fyrir meiriháttar viðbót á skuldum ríkisins. Mér þótti það fremur djarft en viðfangsefni hans með þessum útreikningum var að skýra frá skuldastöðu ríkissjóðs.

En ef að ríkið heldur áfram að taka yfir skuldug fyrirtæki þá er ekki við góðu að búast.

Hér er fjallað um allt annað mál. Það er verið að reyna að finna leið til þess að færri gjaldþrot verði og því náist frekar upp í kröfur. Upphæðirnar sem um ræðir eru ómarktækar með öllu þar sem að þær munu ekki nást inn.

Ég sé enga ástæðu til þess að persónumerkja þetta Helgi. Fólk almennt getur bara vegið málið og metið. Íslenska þjóðin er ekki neinir bjánar og núverandi ríkisstjórn (líklegast næsta líka) ætlar að drekkja þjóðinni í skuldum sem ekki er hægt að greiða.

Nú er ekki tími tedrekkandi intelektualista heldur tími kominn á "frjóa" hugsun. Eins og staðan er í dag þá þíðir "frjó hugsun" í beinni þýðingu "uppgjöf". Að gefast upp fyrir stöðunni, reikningsdæmi bankanna og ríkisstjórnarinnar gengur ekki upp, það er ekki hægt að greiða þessar skuldir.

Þeir flokkar sem leggja áherslu á raunhæfar lausnir hvað þetta varðar eru Framsókn og Borgarahreyfingin og horfi ég til þessara flokka.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:38

38 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Makalaust helvíti hvað Jafnaðarmenn eru viljugir að misskilja það sem þeir ekki vilja skilja.

Jöfnuður Jafnaðarmanna felst í því að allir hafi það svipað slæmt, þeir sem eru komnir svo gott sem á hausinn er hjálpað til að skrimta, hinir sem skrimta hjálparlaust geta étið það sem úti frýs.  Þeir sem gera meira en að skrimta eru skattlagðir aukanlega.

20% niðurfelling skulda samsvarar því að aftengja lánskjaravísitöluna síðast liðið ár.  Leiðin snýst hvorki um að hygla þeim best stæðu eða þeim verst stæða, heldur um það að lámarka tjónið af kreppunni.  Koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot, koma höfuðstóli lána niður fyrir verðmæti fasteigna og losa þannig um fasteignamarkaðinn.

Og á meðan að Jafnaðarmenn virðast ætla að festa Ísland í kreppunni næstu ár og áratugi eru aðrar þjóðir að hugsa um niðurfellingu skulda með svipuðu sniði og einmitt Framsóknarflokkurinn, Tryggvi Þór og fleiri hafa lagt til.

Sigurður Jón Hreinsson, 5.4.2009 kl. 17:46

39 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ein athugasemd:  Þegar Þróunarfélagið seldi sinn hlut, þá var gengi á almennum markaði eitthvað um 2,4 kr. á hlut.  Gunnlaugur bauð 4 kr. á hlut, þ.e. talsvert hærra en almennt verð á markaði.  Hluturinn hafði verið til sölu í talsverðan tíma áður en það náðist að selja hann, en enginn vildi hann.  Þetta er gömul mýta að Gunnlaugur hafi fengið fyrirtækið gefins eða notið einhverra sérkjara.  Hver sem vill getur flett öllum þessum upplýsingum upp í gömlum viðskiptablöðum Morgunblaðsins.  Það er lítill vandi að taka rúmlega 15 ára gamla sögu og setja hana í búning svindls og einkavinavæðingar í þeirri von að enginn þekki forsöguna.

Það er ljóst að andstæðingar Framsóknarflokksins eru dauðhræddir við flokkinn.  Allt er gert til að finna höggstað á Sigmundi.  Fyrst var reynt að tortryggja að þau hjónin hefðu haft fjármagnstekjur og ættu mikinn pening.  Því var ekki hætt fyrr en fólki var bent á að eiginkona Sigmundar hefði fengið þetta við söluna á Toyota-umboðinu.  Nú er reynt að koma höggi á hann í gegnum föður hans.  Mér finnst þessi taktík vera lítilla sæva, lítilla sanda.  Ef Samfylking hefur ekki nægilega góðan málsstað að verja eða er ekki með nógu sterk kosningamál, þá er mun nær að mæta málefnaskrána, en að níða skóinn af ósanngirni af andstæðingum sínum.

Svo vil ég minna Samfylkingarfólk á, að núverandi ríkisstjórn lofaði að slá skjaldborg um heimilin í landinu.  Hvar er sú skjaldborg?  Um þessar mundir eru 13 mánuðir síðan krónan fór í frjálst fall.  Á þessum tíma hefur gengisvísitalan farið úr 128 í 208 og verðbólgan mælist yfir 17%.  Hvað hefur Samfylkingin gert til að leiðrétta þetta óréttlæti?  Svarið er EKKERT.  25% hækkun vaxtabóta er hlægilegt.  Nær hefði verið að fjórfalda vaxtabæturnar.  Það hefði kostað 16 milljarða sem er 8% af því sem dælt var í peningasjóði og innan við 3% sem fór í að bjarga innistæðum.  Það er um 5% af því sem fór í að bjarga Seðlabankanum.  Nei, Samfylkingin er búin að ákveða að endurreisa eigi svikamyllubankana með heimilum landsmanna.  Mér finnst Samfylkingin ekki hafa efni á að gagnrýna eina einustu hugmynd um endurreisn heimilanna meðan þaðan kemur EKKERT markvisst um það hvað flokkurinn hefur fram að færa.  Það er ekki lausn að lengja í lánum.

Ég var líklega sá fyrsti sem kom fram með þá hugmynd að færa niður höfuðstól lána í bloggfærslu 28. september 2008.  Ég hvatti líka til þess 27. ágúst 2008 að bankarnir byðu upp á frystingu lána eins og Íbúðalánasjóður gerði á sama tíma.  Ráð er ekki nema í tíma sé tekið.  Hálfkák og ákvörðunarfælni hefur því miður einkennt síðustu tvær ríkisstjórnir og það hefur kostað heimilin og fyrirtækin háar upphæðir.  (Ég viðurkenni þó að velferðarvaktin vann var festu og með hraða.)  Ef ekki verður gripið fljótlega inn í, þá verður ekkert eftir til að reisa við.

Marinó G. Njálsson, 5.4.2009 kl. 17:52

40 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Marinó, gagnrýni Ólínu var ekki síst á það að einstaklingar og heimilin fengju inna við 1/3 af því sem lagt væri til með þessari hugmynd. - Þetta væri því ekki sett fram eða hugsað sérstakelga til að hjálpa heimilunum heldur allt eins að rukka þau seinna um kostanðinn.

Samkvæmt Seðlabankanum væri hlutur heimilanna og einstaklinganna 280 milljarða af 900 milljörðum sem þetta kostaði nettó. Þetta væri þvi fyrst og fremst framlag til fyrirtækjanna og stórskuldara, og líkast til að hluta eða fulla á kostnað skattgreiðenda framtíðarinnar þ.e. heimilanna.

Tillaga þeirra félaga er ekki sú að nota svigrúmið fé útlendinga eð aokkar, sérstaklega fyrir heimilin heldur að mestum hluta sérstaklega fyrir stórskuldarana og fyrirtækin. - Það er allt önnur tillaga að leggja heimlunum til það sem unnt er. - Og Sigmundur hefur ekki borið fram slíka tillögu.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.4.2009 kl. 18:23

41 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lygar, dylgjur og vanþekking er það sem Samfylkingin stendur fyrir.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 18:27

42 Smámynd: ThoR-E

Spilling er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa staðið fyrir.

Þvílíkur dónaskapur var í þessum mönnum í þættinum. Átti bara ekki orð.

ThoR-E, 5.4.2009 kl. 18:48

43 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi Jóhann, það er tvennt við þetta sem þú segir og er misskilningur:

1.  Framsókn segir að hugsanlega sé þak á upphæðir

2.  Tryggvi hefur almennt verið að tala um húsnæðislán heimilanna.

Ein hverra hluta vegna, þá líta menn framhjá þessu í umræðunni.

Annars hafa Hagsmunasamtök heimilanna lagt fram tillögur sem gera ráð fyrir að gengistryggð lánum verði breytt í verðtryggð frá útgáfudegi.  Síðan verði sett 4% þak á verðtryggingu frá og með 1. janúar 2008.  Þessi aðgerð kostar um 208 milljarða (mínir útreikningar) og þær væri alfarið hægt að kosta með annars vegar þeim afskriftum sem erlendir kröfuhafar eru leggja svikamyllubönkunum til og með samningum við erlenda innistæðu- og jöklabréfaeigendur.

Marinó G. Njálsson, 5.4.2009 kl. 19:37

44 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæl Ólína,

þú stóðst þig frábærlega í dag!

Vinstristjórn og Samfylkingin munu koma okkur upp úr þessari kreppu.

Forðast þarf að nota fjármagn til að auka tekjur tekjuhærri hópa þar sem minna af því fer í neyslu og atvinnuupbyggingu.

20% flöt niðufelling skulda þýðir að mest fer til tekjuhærri hópa.

Best og heppilegast er að hjálpa þeim sem þurfa hjálp.

Lúðvík Júlíusson, 5.4.2009 kl. 20:09

45 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ótrúlegt hvað hægt er að karpa um það hvað hver sagði í þessum útvarpsþætti, í stað þess að flokkarnir fari að gera eitthvað að viti. Hvernig heldur fólk að allt verði hér á landinu eftir kosningar ?  Það er allt að sökkva hér, heimilin, barnafjölskyldur, eldri borgarar og öryrkjar,´atvinnuleysi, fyrirtækin ...  og,og,og s.frv.  Ætla stjórnmálamenn ekki að fara láta hendur standa fram úr ermum?  Og varðandi útvarpsþáttinn þá hef ég ekkert um hann að segja nema það að Sigmundur Davíð þurfti ekki að verða svona reiður þó svo að Ólína nefndi tengsl, Kögun o.s.frv.   Það er því miður fullt af fólki í landinu sem er mjög efins um þessa formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og eignarhöld.  Þeir þurfa SKO EKKI að vera hissa á því.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 20:10

46 Smámynd: Stefán Gunnar

Sæl Ólína,

Var að skoða færslu 18 þar sem þú talar um svar, getur þú útskýrt fyrir mér hvað þýðir "skuldajöfnun gengisbundinna lána" ertu að meina að skuldajafna því á móti eignir sem maður hugsanlega (ólíklega) á???

Skil með frystingu lána, er komin með það en það er bara í 6 mánuði og hvað svo???

Er semsé svarið það að ég er í betri málum með því að setja allt í vanskil, þá viljið þið hjálpa mér og öðrum í minni aðstöðu?

 bk/Stefán G.

Stefán Gunnar, 5.4.2009 kl. 20:10

47 Smámynd: ThoR-E

Virkilega athyglisvert hvað Sigmundur varð reiður.

Hefur augljóslega hitt á viðkvæmt mál þarna.

ThoR-E, 5.4.2009 kl. 20:16

48 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Spillingar og klíkuliðið  úr gamla Alþýðiflokknum er raknað úr rotinu.Þess tími er kominn.Og rógslið þessara ríkisþurfalinga er líka komið í gang.Þú átt að vara þig á þeim Ólína og Jóhanna líka.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 20:49

49 Smámynd: Helga

Merkilegt hvað þið einhvernvegin hafið engar lausnir heimilum til handa......   Finnst þér sanngjarnt að fólk sem flutti með fjölskylduna í bæinn,  keypti húsnæði með 40 millj. kr  láni FULLKOMLEGA GREIÐSLUHÆFT  að mati allra lánastofnana  .... Breytti svo í erlent að ráðum lánastofnana í einni bankaferðinni þar sem verið var að kvarta yfir því að lánin væru alltaf að hækka svo mikið.....   Hafi engin úrræði önnur í dag en að fara á hausinn til að geta komið betlandi og skríðandi til ykkar "úrræðnafólks".....  og eigi einungis þannig von um  "miskunn" ?  En þar sem við höldum vinnu, þrátt fyrir að hafa misst alla yfirvinnu og misst "lífvænlegheit" okkar... skiptir örugglega ekki máli  hjá ykkur að við getum enganvegin borgað lengur.....!!!! 

Ég vil benda þér og fleirum Ólína á það að fólk sem situr í því í dag að skulda 30 - 50 milljónir í húsnæðislán eða húsnæðistengd lán (geta líka verið tímabundin lán þar inn á milli sem brúa áttu byggingarstig húsa þar til annað húsnæði seldist)  En þetta fólk er EKKI fólk sem þarf ekki hjálp þetta fólk er fólk sem bíður eftir lausn  skuldaLEIÐRÉTTINGU  annars hættir það að borga, býr í húsinu sínu þar til því verður hent út úr því, fer svo annaðhvort á leigumarkaðinn eða til útlanda á meðan það bíður af sér gjaldþrot.  Þannig að það verður miklu dýrara fyrir ykkur að gera ekkert fyrir okkur......  OG ÞIÐ ERUÐ EKKI AÐ GERA NEITT FYRIR NEINN HELDUR AÐ leiðrétta.

Í þessum pakka eru mest BARNAFJÖLSKYLDUR sem voru undanfarin ár að berjast við að koma stærra húsnæði yfir höfuð sín.... en þau kostuðu bara miklu meira en fólkið í dag stendur undir.

Hvar er ábyrgð þeirra sem lánuðu????

Helga , 5.4.2009 kl. 21:01

50 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mistök að þú Olína teljir þig leggja málin upp í nafni Samfylkingarinnar  - með þessum hætti.  Þetta er ekki boðleg pólitík og getur ekki sótt sér neinn stuðning í landsfundarsamþykktir Samfylkingarinnar . . . . skora á þig að draga í land og fara yfir málin að nýju - með einhverjum sem hefur rýnt í málið . . .

Þegar menn gera mistök þá verða menn að hafa kjark til að stíga til baka . . . .

´Sjónarmið jafnaðarmanna krefjast þess . . . .

Kveðja

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 5.4.2009 kl. 21:40

51 Smámynd: LM

Marinó :  Hún er vel þekkt sagan um það hvernig Gunnlaugur sölsaði undir sig hlut Þróunarfélagsins.  Gunnlaugur var í framhaldinu rekinn frá Þróunarfélaginu (eða leyft að segja upp ..).  Í dag myndi þetta flokkast sem lögbrot og trúlega líka árið 1994.Agnes Bragadóttir skrifaði um þetta greinar á sínum tíma, hluti af því er hér :

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=89604&pid=922167&mode=threaded&start=#entry922167

LM, 5.4.2009 kl. 21:50

52 identicon

Sé að Stefán fær engin svör enn, en það eru einmitt mikilvægustu svörin sem  þurfa að koma í þessu máli er lýtur að stuðningi við heimilin í landinu.

(IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:21

53 identicon

Á Íslandi er ekki til réttlæti. Hér skal almenningur borga fyrir stórkostleg glæpaverk nokkurra einstaklinga sem gerði landið gjaldþrota - með stuðningi fyrri stjórnvalda.

Til að fullkomna verknaðinn ætlar Samfylkingin ekkert að gera fyrir fólk sem varð fyrir því óláni að eiga skuldsett húsnæði - þ.e. að hafa álpast til þess að kaupa sér húsnæði í þessu volaða þjóðfélagi. Þessu fólki skal fórnað sem byssufóðri fyrir auðrónana og glæpahundana sem settu landið á hausinn.

Úr því að fólk getur ekki vopnast af sjálfsdáðum þá er bara að einhenda sér í að hvetja almenning og börn okkar til að flytja héðan og hefja nýtt líf í landi sem sem gerir ekki út á þrældóm þegna sinna. 

Babbitt (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:12

54 Smámynd: Þór Jóhannesson

Talsmenn auðvalds- og spillingarflokkanna Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð vita allt, kunna allt og skilja allt. Í þeirra huga eru allir sem mótmæli illa gefnir, skilja ekki og vita ekkert hvað þeir eru að tala um.

Gleymum ekki hvaða flokkar bera alla ábyrgð á því hvernig komið er fyrir Íslandi með því að sigla því út úr norrænu velferðarsamfélagi í amerískan stóriðjustórskuldara sl. 18 ár -  og nú á ekkert eftir nema lýsa sig gjaldþrota - til að losna undan því að stórfyrirtækin taki auðlindir þjóðarinnar upp í tilbúnar skuldir frjálshyggjukapítalismans.

Tryggvi er hrokafyllsti maður Íslands í dag enda víst alinn upp af Davíðs-armi auðvaldsflokksins.

Þór Jóhannesson, 5.4.2009 kl. 23:12

55 Smámynd: Magnús Stefánsson

 Snæþór Sigurbjörn Halldórsson:

1. 25% hækkun vaxtabóta sem jú eru um 170 þúsund á ÁRSBASIS fyrir þá sem eiga rétt á henni eru auðvitað hlægileg upphæð til að bjarga heimilinum, hún er ekki einu sinni dropi í hafið.  Þetta eru semsagt 7þúsund krónur á kjaft (þ.e. fyrir þá sem eiga rétt á þessu)

Vísitalan hækkaði um tæpa 20% 2008. 7 þúsund er því um helmingur af hækkun greiðslubyrðis af fyrstu 70 þúsund greiðslubyrðis. Fyrir þann hóp sem fór varlega, og eru á mörkunum getur alveg munað um þetta.

Ef þetta væri eina aðgerðin, gæti ég samþykkt að þetta væri lítið, en þetta er bara ein af mörgum.

2. Útgreiðsla séreignalífeyrissparnaðarins er ekkert annað en það að við erum að skerða lífeyrinn okkar þegar til lengri tíma er litið.

Verum sjálfum okkur samkvæm í þessu.  Í 20% hugmyndinni er líka verið að tala um að færa niður lífeyrissjóðs lán. Þá er einnig verið að skerða lífeyri. Það er hins vegar hrein eigna tilfærsla frá þeim sem hafa greitt lengi í lífeyrissjóð en skulda lítið til þeirra sem hafa greitt lítið inn í sjóðinn og skulda mikið. Þannig að það er verið að skerða lífeyrinn hans Jóns til að borga íbúðina hans Peturs.  Ennig, veltu aðeins fyrir þér hverjir eru í hópnum sem tapar mest (vísbending: sami hópur sá sparnað sinn þurkaðann út í óðaverðbólgu fyrir nokkrum áratugum)

Magnús Stefánsson, 5.4.2009 kl. 23:13

56 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ég tek undir orð Benedikts Sigurðssonar enda það besta fyrir þig.

Margt af því sem þú sagðir í Sprengisandi er ekki samboðið greindri konu eins og þér og framhaldið hér á síðunni er nú ekki til að bæta "tjónið".  Það vantar eitthvað á tilfinningagreindina, sem er nú sennilega besta greindin. 

"Skítkast" einstakra manna hér í garð Tryggva Þórs og Sigmundar Davíðs segir ekkert um góðar tillögur þeirra varðandi heimili og fyrirtæki.  Það væri sennilega ekki svo galið að fólk kynnti sér í alvöru þessar tillögur, án þess að tengja þær við "flokka" eða "persónur".

Það virðist ekki vera sama hvaðan gott kemur, en tillögur þeirra eru í raun þær einu sem gagnast þjóðfélaginu svo vit sé í til framtíðar. 

Útúrsnúningar og rangfærslur hjá fólki varðandi tillögurnar gera þær ekkert verri það segir bara meira um fólkið sem það gerir. 

Páll A. Þorgeirsson, 5.4.2009 kl. 23:15

57 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ólína. Ég var einn af þeim sem hlustaði á þennan þátt. Mér var brugðið. Umræðuefnið var þessi 20% niðurfærsla. Það er algjörlega ljóst að bæði Tryggvi og Sigmundur eru á heimavelli þegar þeir ræða þessa leið. Það ert þú ekki, og það kom fram í fyrstu setningunum hjá þér. Það réttlætir ekki hranaleg viðbrögð Tryggva í þinn garð. Auðvitað hefði verið betra að fá einhvern úr Samfylkingunni sem er vel að sér í efnahagsmálum og hefur kynnt sér þetta mál vel, til þess að fjalla um það við þá félaga. Viðbrögð þín voru ómálefnaleg, og algjörlega út í hött. Þú biðst afsökunar og það er vel.

Þegar einhver gerir alvarleg mistök og samreiðarmennirnir segja bara að þetta hafi verið flott, er full ástæða til þess að taka ekki mikið mark á slíkri gagnrýni. Vildir þú að þínir kennarar kæmu fram við nemendur.

20% leiðin er ekki aðeins tillaga hér innanlands, heldur hefur verið fjallað um slíka leið í Bandaríkjunum. Svona mál þarf að skoða mjög vel áður en þau eru afskrifuð. Það skiptir engu máli hvort það hafi komið fyrst frá Framsóknarmönnum eða einhverjum öðrum. Mörg lítil miðlungsstór fyrirtæki eiga nú í miklum erfiðleikum, bæði vegna bankahrunsins og einnig vegna 22% raunstýrivaxta sem nú eru að sliga mörg þeirra. Ef þau fara öll á hausinn verður hér 20-30% atvinnuleysi. Þá mætum við niður á Austurvöll Ólína, með skiltin okkar Vanhæf ríkisstjórn.

Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 23:16

58 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Talandi um hroka. 

Það kemur fram í viðtalinu að Tryggvi Þór skrifaði 27 síðna skýrslu til að útskýra þessa 20% leið og þú varst ekki búin að kynna þér hana.

Samt getur þú komið með allskonar fullyrðingar um hvernig þessi leið er.  Án þess að kynna þér hana!

Jón Á Grétarsson, 5.4.2009 kl. 23:29

59 Smámynd: Marinó G. Njálsson

LM, það er kostulegt að þú skulir skrifa blogg undir yfirskriftinni "Sannleikurinn er þarna úti" og koma svo með dylgjur.  Það vill svo til að ég skrifaði um málefni upplýsingatæknigeirans fyrir Viðskiptablað Morgunblaðsins á þessum tíma.  Ég kynnti mér því þessi mál ágætlega.  Staðreyndin málsins er að Þróunarfélagið setti nokkur félög á sölu á þessum tíma.  Þá var innra verðmæti Kögunar um 2,4 á hlut.  Stjórn Þróunarfélagsins vildi fá 3,8 - 4,0 á hlut.  Gunnlaugur, sem þá var framkvæmdarstjóri beggja félaga, eða aðilar honum tengdum og hópur starfsmanna buðu 4,0 á hlut, þ.e. hæsta uppsetta verð.  Hver er glæpurinn?  Á sama tíma hafði ENGINN áhuga á að kaupa Marel!  það er nú ekki eins og hér á landi hafi verið öflugur hlutabréfamarkaður á þessum tíma, hvað þá nægt fjármagn.

En Ólína var að gagnrýna söluna, ekki kaupin.  Þar fer hún með því líkt bull að hálfa væri hellingur.  Skoðum hvað gerðist:

Ástæðan fyrir því að Gunnlaugur Sigmundsson, Vilhjálmur Þorsteinsson (já, Samfylkingarmaðurinn Vilhjálmur Þorsteinsson hagnaðist verulega á sölu Kögunar og er það bara hið besta mál) og fleiri seldu Kögun til Dagsbrúnar (síðar Vodafone) á sínum tíma, var að Síminn sem átti 40% hlut í fyrirtækinu vildi ná völdum í því þrátt fyrir að eiga minnihluta. Þá buðu aðrir hluthafar Símanum að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu, en það vildi Síminn ekki. Hann gat fengið meirihluta stjórnarmanna með 40% atkvæðisstyrk vegna ákvæða um margfeldiskosningu. Þetta vildu þáverandi meirihlutastjórnarmenn Kögunar, þ.e. Gunnlaugur, Vilhjálmur og Örn Karlsson, ekki sætta sig við og buðu Vodafone hlut sinn. Dagsbrún gekk að boðinu og Síminn seldi líka. Kögun væri líklegast ennþá sjálfstætt fyrirtæki undir öruggri stjórn Gunnlaugs, ef Síminn hefði ekki ætlað að sölsa undir sig fyrirtækið og svipta um leið eigendur meirihluta hlutabréfa öllu valdi. Mér er alveg sama hvað hver segir, en Kögun var eitt best rekna fyrirtæki landsins. Það átti mikið eigið fé í peningalegum eignum (ekki viðskiptavild) og voru menn búnir að vera að verja það lengi fyrir yfirtöku. Ég þekki þessa sögu, sem fyrrverandi starfsmaður VKS, en Kögun átti VKS og voru fyrirtækin bæði til húsa að Lynghálsi 9. Og svona til að hafa það á hreinu, þá voru gegnum bláir Sjálfstæðismenn líka meðal æðstu stjórnenda og eigenda fyrirtækisins.

Hvenær varð það aftur að glæp að gera mikið úr litlu?  Þetta fyrirtæki var rekið með hagnaði allt fram til 2005 eða 2006.  Þá kom tap vegna þess að það keypti tvö fyrirtæki LandsteinaStreng og HugurAx sem stóðu bæði mjög höllum fæti.

Marinó G. Njálsson, 5.4.2009 kl. 23:35

60 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er ekki bara hægt að leiða saman hagfræðinga sem vita um hvað málið snýst og hafa varað við þessari 20% Barbabrellu þeirra auðvalds- og spillingarsinna?

Hvernig væri t.d. að setja saman þau Jón Steinsson - Lilju Mósesdóttur gegn þeim Sigmundi Davíð og Tryggva Þór? Það væri mjög áhugavert að heyra Hr. Hroka fullyrða að Jón og Lilja "vissu ekki hvað þau væru að tala um og að þetta væri allt saman tómt bull í þeim og þau skildu ekki neitt í neinu".

Hver hefur ítök hjá RÚV?

Þór Jóhannesson, 5.4.2009 kl. 23:54

61 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gagnvart niðurfærslu lána, þá finnst mér fólk horfa kolvitlaust á þetta.  Þar sem að ég setti nú þessa hugmynd fyrst fram 28. sept. 2008 á blogginu mínu, þá veit ég nokk út á hvað þetta gegnur.  Þetta er mjög einfalt.  Stór hluti útlána er í reynd tapaður.  Kröfuhafar geta farið tvær leiðir:

A.  Gert lántakandann gjaldþrota, keypt eigina á uppboð og selt hana aftur á niðursettu verði.  Kröfuhafinn mun líklegast tapa 30 - 50% af höfuðstól lánsins vegna hins mikla kostnaðar sem bætist við, en getur elt lántakandann um aldur ævi án þess að fá neitt meira upp í skuldina.  Skuldarinn getur ekkert eignast og leggur því takmarkað til veltu í þjóðfélaginu, verður jafnvel bótaþegi eða flýr land.   Veltan í samfélaginu dregst saman og fleiri missa vinnuna.  Skatttekjur ríkisins minnka og skera verður niður í velferðarkerfinu.

B.  Ákveðið að færa lánið niður þannig að greiðslubyrði lánanna verði þolanleg fyrir lántakandann.  Bankinn takmarkar tjón sitt hugsanlega við 20-30%, heldur góðu viðskiptasambandi við lántakandann, sem stendur í skilum, tekur fullan þátt í veltunni í samfélaginu og verður áfram góður og gildur skattþegi.  Atvinna er varðveitt, velferðarkerfið er varðveitt.

Í mínum huga þá fer ekkert á milli mála að allir græða á niðurfærsluleiðinni, þ.e. lántakendur, lánveitendur og loks lánadrottnar lánveitenda.

Ég setti þessa hugmynd fram áður en Glitnir var þjóðnýttur, þannig að það sem á eftir fór var ekki inni í myndinni.  Hugmyndin er því óháð falli bankanna.  Það sem gerðist við fall bankanna, var að lánasöfn bankanna er færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti.  Þannig stefnir í að lánasöfn svikamyllubankanna verði færð yfir til nýju bankanna með 3.000 milljarða afslætti.  Nú er SPRON farið og Sparisjóðabankinn og því bætast einhverjir tugir milljaðar í púkkið.  Það er bæði eðlilegt og sanngjarnt að skuldunautar nýju bankanna njóti afsláttarins frá þrotabúum svikamyllubankanna.  Það var jú svikamylla gömlu bankanna sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í.  Svo einfalt er það.  Mér finnst út í hött að ég beri tjón mitt óbætt, þegar ég er ekki valdur af því.  Svikamyllubankarnir eyðilögðu fjármálakerfi landsins og stuðluðu að falli krónunnar með dyggri aðstoð frá peningastefnu Seðlabankans.  Ríkið ætlar að leggja meira en 500 milljarða inn í endurreisn óráðsíumanna, þ.e. endurbættar útgáfur svikamyllubankanna og Seðlabankann, sem beitti ekki síðri svikamyllu við að blekkja smærri fjármálafyrirtæki til að taka lán upp á 345 milljarða til að freista þess að bjarga svikamyllubönkunum frá falli.  Það er besta mál að bjarga Seðlabankanum sem kunni ekki grundvallaratriði í áhættustjórnun, en það má ekki bjarga undirstöðustofnun samfélagsins, sem heimilið.

Ef heimilunum verður ekki bjargað, þá verður ekkert þjóðskipulag.  Fólk er að missa þolinmæðina.  Núna eru tæpir 13 mánuðir síðan að krónan féll með skell.  Vissulega byrjaði að halla undan fæti í júlí 2007, en það var hægfara aðlögun.  Hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki gerðu nokkuð til að spyrna við fæti.  Það var talað og hlustað, en ákvörðunarfælnin var æpandi, ömurleg.  Síðan koma Leppir, Skreppir og Leiðindaskjóður þessa lands og berja sér á brjósti fyrir að hafa varað við eða það hafi ekki verið þeim að kenna.  Mér er alveg sama hver varaði við eða hverjum það var að kenna.  Komið ykkur að verki og stöðvið brunann.

Marinó G. Njálsson, 6.4.2009 kl. 01:05

62 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Marinó, ég undrast þessa staðhæfingu þína:

„2. Tryggvi hefur almennt verið að tala um húsnæðislán heimilanna.“

Reyndar nefnir Tryggvi heimilin oft í greingerð sinni en ekkert sem hann leggur til á sérstaklega að vera fyrir þau og ekkert er um íbúðlaán sérstaklega, þar sem hann fókusar þvert á móti á allar skuldir við nýju bankana og því fyrirtækjaskuldir sérstaklega því fyrirtæki eru lang stærsti skuldunautur nýju bankanna.

Ég fór yfir skrif Tryggva um málið vegna þessara orða þinna því ég kannaðst ekki við neitt í þá veru að hann undanskyldi fyrirtæki og skuldir þeirra. - Og þess finnst hvergi stað að TÞH sé sérstaklega að huga að skuldum heimilanna umfram aðra skuldara heldur þvert á móti. Tryggvi víkur ekkert að því hvernig á að leysa skuldamál utan nýju bankanna eða hver á borga þeirra kostnað.

Tryggvi fókusar algerlega á skuldir við nýju bankana og að tilfærslan milli þeirra eldri og nýrri á að gefa þetta svigrúm ( á kostnað kröfuhafanna - væri að mínu viti aðeins hægt með samþykki þeirra ). Tryggvi tekur ekkert á skuldum við Íbúðalánsjóð né skuldir við lífeyrissjóðina og hefur enga lausn á hver á að bera þeirra tjón ef þeir færu sömu leið, en jafnan eru stærstu skuldir heimilanna vegna húsnæðiskaupa og oftast hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.4.2009 kl. 01:08

63 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi Jóhann, ég var á fyrirlestri hjá Tryggva um daginn þar sem hann fór yfir tillögur sínar.  Hans fókus þar var á heimilin.

Ef þú vilt fá útfærslu á þessu, þá setti ég hana fram í bloggi um miðja febrúar (áður en Tryggvi setti sína tillögu fram).  Ég gæti líklegast kært Tryggva fyrir ritstuld, svo keimlík eru hans skrif.  Varðandi Íbúðalánasjóð, þá vill svo til að svikamyllubankarnir eiga Íbúðabréf upp á 135 milljarða sem Íbúðalánasjóður þarf að greiða til baka.  Með því að afskrifa þessi bréf, þá er vandi ÍLS leystur.  Nú varðandi lífeyrissjóðina, þá voru sjóðfélagalán 165 milljarðar um síðustu áramót.  Það gerir um 10% af heildareignasafni sjóðanna.  20% niðurfærsla nemur því 2% af heildareignum.  Sjóðirnir þurfa ekki einu sinni aðstoð við að afskrifa þetta.  Það sér ekki högg á vatni.  Þess fyrir utan, þá hefur komið upp sú hugmynd að lífeyrissjóðirnir skipti á erlendum eignum og jöklabréfum og öðrum innistæðum erlendra aðila hér á landi.  Ef farið væri eftir einhverju miðgengi (þ.e. milli gengis hér á landi og í Evrópu), þá myndast verulegur hagnaður hjá lífeyrissjóðunum.  Sá hagnaður myndi ekki bara duga til að dekka þessi 2%, heldur hluta af öðru tapi sjóðanna.

En Helgi, þú gleymdir að nefna aðrar lánastofnanir.   Þar er lausnin að svikamyllubankarnir greiði upp skuldabréfin sem þeir gáfu út eða afskrifi skuldir smærri fjármálafyrirtækja hjá sér.

Mér finnst alveg með ólíkindum hvað fólk forðast að hugsa í lausnum.  Það er öllu stillt upp sem vandamáli og helst óleysanlegu.  Vinsamlegast farið að hugsa í lausnum, þá breytist vandamálið í viðfangsefni og það einföld lausn finnst á áður óleysanlegum hlut.

Marinó G. Njálsson, 6.4.2009 kl. 01:27

64 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég var að hlusta á þáttinn og verð að segja að það kom mér á óvart hvað þú varst illa undirbúin undir þetta. Vissir þú ekki hvað átti að ræða?

Þú hafðir EKKI skoðað tillögur þeirra að neinu marki og ef þú hefur gert það komst það enganveginn til skila. Málflutningurinn einkenndist að frösum sem virkuðu frekar innihaldslausir og flesta höfum við heyrt af munni annarra. Mér fannst augljóst á tóninum hjá þér að þú varst ekki kominn í þennann þátt til að ræða þetta mál efnislega heldur til þess að slá um þig.

Ég sem kjósandi í norðvestur (og skáður félagi í Samfykingunni) verð að segja að mér fannst þetta fyrir neðan allar hellur. Það gengur ekki að dylgja bara í hálfkveðnum vísum án þess að hafa staðreyndir með í för og fara svo að tala um andrúmsloft tortryggni í samfélaginu. þetta er alveg útúr kortinu. Við eigum betra skilið en þetta Ólína og ég ætla ekki að kjósa Samfylkingunna til að koma þér á þing eftir þessa frammistöðu.

Sævar Finnbogason, 6.4.2009 kl. 02:03

65 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú hafa komið svo margar athugasemdir  að ég á erfitt með að henda reiður á þeim öllum, enda hafa ýmsir tekið af mér ómakið og svarað mörgu sem hér hefur verið sett fram.

Sævar skammar mig í síðustu athugasemd (aths 73) fyrir frammistöðuna í þættinum. Hann má gera það - ég er ekki stolt af þeirri brýnu sem þarna varð og tek á mig fulla ábyrgð af því sem ég sagði, þ.e. að mér fyndist óviðeigandi að stjórnmálamenn sem tengjast skuldugum fyrirtækjum sterkum böndum skuli vera aðalforsvarsmenn þessarar hugmyndar um 20% niðurfærsluna.

Eftir að hafa verið þýfguð um hvaða stjórnmálamenn ég væri að tala um - hálpartinn neydd til þess - nefndi ég tengsl Sigmundar Davíðs við Kögun.

Þessi ummæli hef ég nú útskýrt betur í færslunni hér ffyrir ofan og beðið Sigmund velvirðingar á því að hafa kastað rýrð á hann persónulega. Ég hef líka tekið tillit til útskýringa Gunnlaugs föður Sigmundar á eignarhaldi hans í Kögun, og birt með bloggfærlsunni. Betur get ég ekki gert.

Sigurðursegir í aths 66 að ég hafi mætt óundirbúin til leiks. Það er fjarri sanni. Ég var að vísu örþreytt eftir vikudvöl á Snæfellsjökli, en eyddi engu að síður kvöldinu og  hluta næturinnar í að kynna mér vel það sem fram hefði komið um þessa leið. Ég hafði þó ekki lesið skýrslu Tryggva, enda bjóst ég við að hann myndi sjálfur halda fram sínum rökum í þættinum. Það fórst honum þó ekki vel úr hendi, enda varð hann ber að því að hafa ekki sjálfur lesið nægilega vel skýrslu Seðlabankans um þetta mál. Það kom mér reyndar á óvart.

Ég set líka spurningamerki við þá tilhögun þáttarstjórnandans að tefla saman annarsvegar tveimur pólitíkusum sem eru sammála um eitt mál andspænis fjarstöddum frambjóðanda sem er á öðru máli. Þarna hefði mátt hafa einn hlutlausan aðila og láta nægja annan hvorn þeirra Tryggva eða Sigmundar. En látum það vera.

Marinósegir í aths 68 að ég sé að gagnrýna kaupin á Kögun. Það er ekki rétt heldur rangtúlkun á athugasemd Gunnlaugs Sigmundssonar, föður Sigmundar. Hann hringdi í mig og útskýrði eignarhald sitt og fjölskyldunnar á Kögun, og ég birti þær upplýsingar sem hann gaf mér. Punktur.

Helgi Jóhanntekur af mér ómakið í aths 71 - ég tek undir það sem fram kemur hjá honum. Tryggvi hefur aldrei einskorðað útfærslu sína við heimilin eingöngu. Það gerði hann heldur ekki í þættinum.

Að lokum varðandi það að verið sé að framkvæmda þessa leið í Bandaríkjunum. Það er ekki allskostar rétt, því þar er verið að færa niður höfuðstól ákveðinna skuldara sem fyrirsjáanlega geta ekki staðið í skilum, eftir því sem ég kemst næst. Ég vísa í því sambandi á ágæta grein Magnúsar Þórs Torfasonar doktorsnema við Columbia Business School sem þið getið kynnt ykkur hér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.4.2009 kl. 08:34

66 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vil að lokum svara Stefáni (aths 14 og 22) - það fórst af einhverjum ástæðum fyrir - ég biðst velvirðingar á því.  Raunar svara ég honum líka við næstu bloggfærslu, þar sem hann ítrekar fyrirspurn sína, en læta sama svar koma fram hér:

Þegar neyðarástand skapast, líkt því sem hefur verið viðvarandi í íslensku efnahgaslífi frá bankahruni, þá er nauðsynlegt að forgangsraða. Þeir sem komnir eru í vanskil nú þegar þurfa aðstoð, og þeir fá forgang fram yfir hina sem standa í skilum.

Mér er ljóst að það er erfitt að vera í þeirri stöðu sem þú lýsir - ég þekki þitt hlutskipti af eigin raun.

Fyrir fólk í okkar stöðu - og það eru þúsundir manna - er mesta hjálpin fólgin í almennum aðgerðum til að koma  á stöðugleika í efnahagslífinu. Þær aðgerðir gætu m.a. falist í því að ganga í ESB og stefna að upptöku evrunnar.

Innganga í ESB og upptaka evru er engin töfralausn, enda tímafrekt ferli. En í því felst þó að Ísland yrði að ná markmiðum myntbandalagsins þ.e. að halda verðbólgu í skefjum, lækka vexti, halda genginu stöðugu og komast hjá halla á ríkissjóði. Kosturinn við þetta er sá að það yrði að hefjast handa strax og af mikilli festu við að styrkja efnahagslífið. Í því væri fólgin mikil kjarabót fyrir heimilin í landinu.

Með inngöngu í ESB yrði hægara um vik að gera framtíðaráætlanir í rekstri, og umhverfi atvinnulífs og viðskipta yrði að líkindum mun heilbrigðara. Matvælaverð myndi lækka um 18-20%.

Fróðir menn hafa reiknað það út að kostnaður meðal Íslendingas af því að vera utan ESB, vegna matarverðs og skulda, séu 800 þús kr á ári. Það þýðir að venjulegur meðallaunamaður  vinnur í 3 mánuði af hverjum 12 fyrir krónuna áður en hann aflar fyrir nauðþurftum. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.4.2009 kl. 08:42

67 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Alþingi hefur  samþykkt lög um greiðsluaðlögun, þetta er tillaga núverandi ríkisstjórnar til að bjarga heimilunum í landinu, undan klóm kreppu og verðbólgurisans. Já þetta kemur til að með að koma 120 heimilum til hjálpar. Vá það er bara 1/3 af heimilum hérna í Bolungarvík. Já það er bara heilmikið.  Ég hugsa að það svona nokkurn vegin svo stór hluti heimila í Bolungarvík sem þurfi hjálp... gott hjá þeim. EN þá eru öll hin heimilin í landinu eftir sem marra enn í hálfu kafi en fá ekki náð fyrir augum yfirlýstar félagshyggjustjórnar.GetLost

Þetta er bara grín, ef þú átt í greiðsluerfileikum þá leitar þú til ráðgjafastöðvar heimilanna, (fyrsta báknið) ef það fær einhverja náð þar er það sent til héraðsdómara,, já já allir vita hvað það tekur langan tíma, einhverja mánuði. Þaðan fer það aftur til ráðgjafa og fylgir því ákveðin vitnisburður svo aftur til Héraðsdóms. Líklega verður þetta heimili orðið hálf bogið af hungri og eymd eftir alla þessa bið. þetta er í besta lagi grín í versta falli svívirðing.

Þetta er jafnaðarflokkur landsins sem hér gengur fyrir. Ólína þessi ummæli þín  í útvarpinu var fyrir neðan þína virðingu, og fara í sandkassaleik og saka þá svo í endann að þeir hefðu neitt þig til að ljúga upp á Sigmund. Jú faðir hans hafði tengsl við Kögun það er rétt, en....

en gott hjá þér af biðjast afsökunar á þessu hér á blogginu.

En það er ekki nóg fyrir landann sem bíður eftir úrlausn sinna mála. þú hefur dvalið á fjöllum að læra að bjarga og finna fólk í fönn. Það er alveg augljóst að þér hefur ekki tekist að finna leiðir til að bjarga heimilum landsins úr þeirri neyð sem ríkir, enda ekki þér einni ætlað. En ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið þegar þú reyndir að útskýra jöfnuðinn  sem stefnu x-S í hesthúsunum, þú setur jafnt í allar jötur þá fitna sumir og aðrir svelta. náði þessu ekki alveg, og gaman væri að fá útskýringu á því. En hvað ef þú gefur 50% á sumar jötur 20% á aðrar og ekkert á rest. Það hefur minnkað stabbinn í hlöðunni sem samsvarar heilli gjöf en eldið verður nú eitthvað skrýtið.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 6.4.2009 kl. 08:45

68 Smámynd: Magnús Stefánsson

Helgi Jóhann (athugasemd 74)

Hvort TÞH er einnig að tala um lífeyrissjóðalán og íbúðalánasjóðslán er á reiki.  Það voru gerðar tilraunir á bloggi hans til að spyrja hann út um það, en svörin voru frekar loðin.  Það væri gott ef hann fengist til að segja eitt sinn beint út hvort svo sé eða ekki.

Magnús Stefánsson, 6.4.2009 kl. 10:55

69 Smámynd: Billi bilaði

Ólína: „Ég vísa því á bug að ég hafi komið illa undirbúin til þáttarins í morgun. Ég kom vel undirbúin og taldi mig vera að fara inn í rökræður en ekki hanaslag. Rökræðurnar voru eyðilagðar þegar Tryggvi Þór reyndi að slá mig út af laginu með yfirlýsingum um að ég vissi ekkert um hvað ég væri að tala af því ég hefði ekki lesið skýrslu Seðlabankans (sem ég var með í hendinni).“

Tryggvi var að tala um sína skýrslu, þú um Seðlabankaskýrsluna. Ertu svo reið við Tryggva að þú neitar að hlusta á þáttinn aftur og greina hann hlutlaust? Þú varst illa undirbúin - það er augljóst þeim sem hlustar af hlutleysi. Varnir vina þinna hér eru svo til allar „ad hominem“. Vonandi ferð þú ekki á þing með svona sandkassaleik.

Billi bilaði, 6.4.2009 kl. 14:17

70 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Billi - svo ég vísi í fleyg orð sem féllu í gær þá "ætla ég ekki að taka þetta lengra".

Það er ekki frjó umræða að pexa með þessum hætti. Ég læt staðar numið hér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.4.2009 kl. 14:54

71 Smámynd: Bara Steini

Eina sem ég segi.......

VIÐ VILJUM NÝTT BLÓÐ..

Bara Steini, 6.4.2009 kl. 18:44

72 identicon

Guðmundur St. Ragnarsson skrifaði:

"Þar var víða pottur brotinn í fyrirgreiðslupólitík fyrri ára, þ.m.t. hjá Framsókn. Það hefur samt ekkert með einstaklinginn Sigmund Gunnlaugsson að gera."

Ég vil taka undir þetta. Það að drengurinn er milljarðamæringur er náttúrulega bara vegna þess hvað hann er dæmalaust snjall á fjármálamarkaðnum.

Þeir sem vilja tengja það að einhverju leyti við það að pabbi hans var í "S-hópnum" eru náttúrulega bara öfundsjúkir.

Áfram Sigmundur!

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 03:53

73 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sæl Ólína 

Mér finnst frábært að þú skulir vera að rökræða þessi mál hér á síðunni. Einungis þannig getum við komist nær sannleikanum. Þú segir meðal annars í athugasemd nr. 9:

"Á meðan ég trúi því að 20% flöt niðurfærsla allra skulda feli í sé ójöfnuð en ekki jöfnuð - þá er ég á móti leiðinni. Ef hún væri að gagnast verst settu skuldurunum myndi ég að sjálfsögðu styðja hana."

Nú skulum við gefa okkur að við getum skipt heimilunum í 30% sem þurfa aðstoð og 70% sem þurfa ekki aðstoð. Við veitum þessum 30% aðstoð (miðað við einhverja reglu, t.d. 20%, eða bara að þeir sem þurfa mest fá mest), en hinir fá ekki neitt. Það er bara sama og að segja að þessi 70% sem ekki þurfa aðstoð eigi að borga eignaskatt sem aðstoðinni nemur. Og þá þannig að þeir sem skulda mest borga mestan eignaskattinn (allt að 20%) og þeir sem skulda minnst (eiga mest?) borga minnsta skattinn. Er ekki réttlátara að dreifa aðstoðinni jafnt yfir alla skuldara og nota skattkerfið til að ná í fjármögnun fyrir ríkissjóð (til þess m.a. að endurfjármagna bankana)? Er þetta jafnaðarstefna Samfylkingarinnar?

Málið er að 20% aðferðin er einföldust og jöfnust í framkvæmd. Hún kemur einnig verst settu skuldurunum til góða. Jafnt og hinum.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.4.2009 kl. 17:20

74 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þorsteinn Helgi - Hverjir eiga að bera kostnaðinn af afskriftunum?

Það sem ég á við er það að það eru alltaf einhverjir sem borga.

Og segjum nú að þetta verði flöt 20%  niðurfærsla á alla skuldara, þá er hugsanlega verið að afskrifa milljarða af stórum fyrirtækjum á sama tíma og einstaklingar eru kannski að fá afskriftir sem nema 2-3 milljónum.

En milljarðarnir sem afskrifaðir verða hljóta að koma einhversstaðar niður - líklegast er að þeir komi niður á almennum skattgreiðendum, sem enn einu sinni fá þar með að borga brúsann.

Það er þetta sem ég vil forðast.

Spurningin er hvort hægt sé að setja eitthvert skuldahámark sem viðmið. Það er athugandi. Eða hvort hægt er að tekjutengja afborganir með einhverjum hætti.

Það þarf að skoða allar færar leiðir í þessu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.4.2009 kl. 17:31

75 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég er hér fyrst og fremst að hugsa um heimilin. Ég held að varðandi fyrirtæki þurfi að hafa það í huga að gjaldþrot þeirra er ekki það sama og gjaldþrot heimila. Ef eitt fyrirtæki fer í þrot þá tekur annað yfir þeirra markaðshlutdeild. Heimilin eru líka þannig að yfirleitt er mikil meirihluti eigna þeirra bundin í fasteigninni þar sem hún býr. Það skiptir máli að mínu mati að halda sem flestum í eigin eign. Það stuðlar að stöðugleika í þjóðfélaginu og er betra en að allir séu leiguliðar.

Það er eðlilegt að reyna að hámarka innheimtur af lánum til fyrirtækja líka, en þar er e.t.v. eðlilegra að hver lánastofnun fyrir sig sjái um það með sínum viðskiptavinum. Það er heldur ekki holt að viðhalda rekstri fyrirtækja sem eru og skuldug. Gjaldþrot er aðferð þjóðfélagsins til að endurskipulegja eignarhald og rekstur fyrirtækja.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.4.2009 kl. 17:57

76 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Við erum að nálgast hvort annað í þessu 

Það er alltaf gagn að rökræðunni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.4.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband