Rysjótt tíð en líf í tuskum á Snæfellsjökli

fyristdagurÞað hefur verið vindasamt hér á Snæfellsjöklinum það sem af er vikunni. Í dag var hvassviðri með slydduéljum. Hundarnir létu það ekkert á sig fá - mannfólkið ekki heldur. Hér koma nokkrar myndir sem ég náði rétt áður en hleðslubatteríið dó á myndavélinni minni (að sjálfsögðu gleymdi ég hleðslutækinu heima, þannig að það verða ekki fleiri myndir birtar í bili).      

Skutull minn stendur sig vel það sem af er. Hann sýnir bæði áhuga og sjálfstæði og þykir almennt efnilegur. Vonandi tekur hann gott C-próf á föstudaginn.

 

Það er ekki slegið slöku við hér á þessu vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar:  AframDrengir (Medium)Klukkan níu á morgnana er haldið upp á jökul þar sem æfingar standa fram eftir degi. Við erum venjulega komin niður aftur milli kl. fimm og sex, síðdegis. Þá eru flokksfundir. Síðan kvöldmatur kl. sjö og að honum loknum taka við fyrirlestrar til kl. 10. Þá eru hundarnir viðraðir - síðan spjallað svolítið fyrir svefninn.

 

Annars er netsambandið afar lélegt hérna. Ég er með svona NOVA-internet tengil sem byggir á GSM sambandi og það er ekki upp á marga fiska. Þessi bloggfærsla er því ekki hrist fram úr erminni skal ég segja ykkur. Whistling

BumbuBanar (Medium)

 

 

 

 En þrátt fyrir rysjótt veðurfar er létt yfir mannskapnum eins og venjulega þegar við komum saman Björgunarhundasveitin. Hér sjáið þið tvo félaga vora taka léttan bumbubana. Annað þeirra hefur það sér til málsbóta að bera barn undir belti, en hitt ... hmmm  Wink 

 

Nú það er nóg að gera við að grafa snjóholur fyrir hundana aKrissiMatarHolu (Medium)ð leita - þær þarf svo að máta - og eins og sjá mér er æði misjafnt hversu rúmt er um menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég er viss um að þú kemur fílefld til baka í baráttuna! Nú fyrst fer baráttan að byrja.

Þórður Már Jónsson, 4.4.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ólína, var að hlusta á orð þín í þætti Sigurjóns á Sprengisandi þar sem þú tjáðir þig um skuldir heimila og fyrirtækja.  Orð þín þar voru ekki samboðin frambjóðanda.  Þú fjölgaðir örugglega ekki atkvæðum Samfylkingar 

Kannski var bara betra fyrir þig að vera ekki í góðu sambandi 

Páll A. Þorgeirsson, 5.4.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband