Fátækt fólk og velferðarkerfið

glaucoma_surgery_photo Á krepputímum er fátt dýrmætara en traust velferðarkerfi sem vegið getur upp á móti afleiðingum atvinnumissis og tekjutaps.

Það er því þyngra en tárum taki að fólk sem þarf læknisþjónustu skuli ekki geta veitt sér hana. Þá er ég  til dæmis að hugsa um gamalt fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda og hefur jafnvel beðið mánuðum saman. Svo þegar röðin kemur að því er komin kreppa og viðkomandi telur sig ekki hafa efni á því að ganga í gegnum aðgerðina og það sem henni fylgir. Sama er sjálfsagt að segja um ýmiskonar lýtaaðgerðir, kjálka- og tannréttingar og fleira.

Miðaldra kona ákveður að bíða með hjartaþræðinguna - hún hefur hvort eð er fundið fyrir hjartsláttartruflunum svo lengi. Karl á svipuðum aldri telur sér trú um að hann geti beðið til betri tíma með að láta fjarlægja fjólubláan, óreglulegan blett á bakinu. Gamall maður ákveður að ganga bara áfram með ónýtu mjöðmina - harka af sér og nota stafinn.

Fréttir um að fólk veigri sér við að nota heilbrigðisþjónustuna segja þó ekki aðeins til um kreppuna í landinu. Þær sýna okkur svart á hvítu hvernig heilbrigðiskerfi okkar er orðið - "þökk" sé Sjálfstæðisflokknum og þeirri frjálshyggju- einkavæðingarstefnu sem hann hefur staðið fyrir áratugum saman með gjaldtöku og verðlagningu velferðarþjónustunnar. Angry

Sorglegt - í einu orði sagt. Sorglegt.

 


mbl.is Afpanta rannsóknir og aðgerðir lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen!

Harpa J (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki gleyma þætti Framsóknarflokksins. Þeir stýrðu jú heilbrigðisráðuneytinu um árabil, ef ég man rétt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ó, já. Rétt er það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.2.2009 kl. 23:33

4 identicon

Mér þykir afskaplega leitt að þurfa að skrifa undir hvert orð hjá þér Ólína. Ég veit að þetta eru staðreyndir eins dapulegt og það lítur út. Ég hef alltaf hallast aðeins meira til hægri en vinstri í gegnum tíðina. Nú þýðir enga afneitun og berja hausum í úldinn stein. Aðferðafræði s.l. ára var innistæðulaus. Því miður. Nú er eina leiðin að sameinast um uppbyggingu íslensks velferðarkerfis. Fyrir alla Íslendinga.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband