Þá er komið að því - ég tek slaginn

bardastrond Jæja, þá er komið að því ... og enginn veit sína ævina ... og allt það. Ég er á leið í prófkjör fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi og stefni á annað efstu sætanna á framboðslistanum fyrir næstu Alþingiskosningar.

Eins og blogglesendur mínir vita hef ég ítrekað verið spurð að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Ég hef svarað af varúð en ekki hugsað mikið um þetta fyrr en núna um helgina. Þá fóru hlutirnir að gerast.

Og eftir allmörg samtöl og tölvupósta er niðurstaðan sú að ég ætla fram. Cool

Í almennum orðum get ég sagt það um sjálfa mig að ég er sjálfstæð og framsækin kona með ríka réttlætiskennd. Ég hef látið málefni landsbyggðarinnar til mín taka í ræðu og riti undanfarin ár enda er ég búsett á Ísafirði og þekki mætavel hvar eldarnir brenna heitast í dreifðum byggðum landsins.

Um þessar mundir berst ég fyrir lýðræðisumbótum á Íslandi. Ég er í góðum hópi Íslendinga sem efnt hafa til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is  fyrir því að boðað verði til stjórnlagaþings og þjóðinni gefinn kostur á að velja verðuga fulltrúa til þess að setja nýja stjórnarskrá.

Í kjölfar þess efnahags- og siðferðishruns sem dunið hefur yfir tel ég brýnt að Alþingi Íslendinga endurvinni traust meðal þjóðarinnar og rísi undir hlutverki sínu sem leiðandi löggafarsamkoma í lýðfrjálsu landi.

Brýnast um þessar mundir er þó að verja lífskjör almennings í landinu við þau erfiðu efnahagsskilyrði sem hér ríkja. Stjórnvöld verða að hafa forgangsröðunina í anda mannúðar og jafnaðarstefnu þegar kemur að niðurskurði og aðhaldsaðgerðum hjá hinu opinbera. Að byrðunum verði jafnað réttlátlega á bökin. Að þess verði gætt að erfiðar aðgerðir komi síst niður á þeim sem standa höllum fæti fyrir, t.d. sjúklingum, öryrkjum, efnalitlum heimilum eða barnafjölskyldum.

Ég vil standa vörð um mannréttindi og lýðræði, jöfnuð og sanngjarnar leikreglur. Mín skoðun er að stjórnmálamenn og stjórnsýslan öll eigi að bera ábyrgð og standa vörð um hlutverk stofnana þannig að þær fái að sinna lögbundnu hlutverki sínu án inngripa eða óeðlilegra afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaafla.

Þeir sem vilja kynna sér bakgrunn minn geta séð hann hér. Þeir sem vilja vita um áherslur mínar og hugðarefni geta til dæmis kynnt sér bloggfærslur mínar hér á þessari síðu.

 Í stuttu máli sagt:

Ég er kona á besta aldri - nægilega lífsreynd til þess að þora að standa í báða fætur. Svolítið sorfin af sjávargangi lífsins en bjartsýn og drífandi. Verði mér treyst til þess að taka sæti á löggjafasamkundunni mun ég leggja mig alla fram í þágu þeirra mála sem ég tel horfa til framfara.

Mér er tamt að nota brjóstvitið ekki síður en hugvitið og hlýða eigin samvisku. Ég hyggst halda því áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég óska þér góðs gengis og fagna hverju framboði sem beinist að vernd íslenskrar náttúru!

Árni Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Færð góðar óskir frá mér líka, en frekar hefði ég nú viljað sjá þig í framboði fyrir eitthvað annað en Samfylkínguna, enda tel ég hana gengna sér til húðar.

Steingrímur Helgason, 18.2.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þá er komið að því og ákvörðun liggur fyrir. Óska þér til hamingju með að hafa stigið þetta skref og vona að vel gangi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Sú er nú heldur betur með kjarkinn og líka dálítið

Farnist þér vel og gleymdu ekki "fólkinu" ef svo færi að þú...........

Páll A. Þorgeirsson, 18.2.2009 kl. 01:35

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gangi þér allt í haginn, Ólína. Verður Skutull varamaður þinn? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Sævar Helgason

Ég mæli með þér í forystusætið hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi. Hvorki meira né minna.  Þörf þjóðarinnar fyrir endurnýjun þingmanna og kvenna á alþingi - er brýn.  Við sem lögðum búsáhaldabyltingunni lið við setningu alþingis ,að loknu jólalaleyfi þingliðs sem staði hafði í fjórar vikur,- gleymum seint þeirri upplifun . Þingheimur reyndist ekki í neinum tengslum við þjóðina og líf hennar.  Þegar atvinnuleysi var orðið um 15 þúsund manns- heimili að verða gjaldþrota og atvinnulífið að leggjast í rúst- þá var aðalmál þingsins á sinni fyrsu dagskrá að loknu lengsta jólalaleyfi norðana Alpafjalla-" Umræður um sölu brennivíns í stórmörkuðum".  Búsáhaldabyltingin hófst.  Við þurfum öðruvísi fólk inná alþingi- alþingi fólksins í landinu.

Sævar Helgason, 18.2.2009 kl. 07:44

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með ákvörðun þína.

Tek undir með Árna Gunnars, ekki veitir af fólki hlynntu náttuvernd á vestfjörðum.

Marta B Helgadóttir, 18.2.2009 kl. 07:54

8 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með ákvörðunina - gangi þér vel

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 08:06

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun Ólína og ég óska þér góðs gengis

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 08:44

10 identicon

Til hamingju með ákvörðunina - góðar óskir að norðan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:53

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega til hamingju Ólína, það verður ánægjulegt að sjá sómakonur á þingi.
Kveðjur vestur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Nú líst mér á þig! Til hamingju með þetta og gangi þér vel,

Baráttukveðjur úr Hafnarfirðinum

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 18.2.2009 kl. 09:25

13 Smámynd: Offari

Ég tel þetta vera rétta ákvörðun hjá þér. Byltingin þarf einmitt að ná til flokkana og ég treysti þér til að beita kröftum þínum í að bæta lýðræðið.

Offari, 18.2.2009 kl. 09:26

14 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég vil þakka þér kærlega fyrir þessa stuðningsyfirlýsingu við flokkakerfið í landinu.

 Þetta er kærkominn stuðningur !   hehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 11:22

15 Smámynd: Þórður Runólfsson

Loksins ástæða til að kjósa Samfó í NV-kjördæmi.

Gangi þér vel.

Þórður Runólfsson, 18.2.2009 kl. 11:27

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hlýjar kveðjur og hamingjuóskir. Þær gleðja mig sannarlega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.2.2009 kl. 11:35

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"....sjálfstæð og framsækin kona með ríka réttlætiskennd"

Kona að mínu skapi.

Gangi þér allt í haginn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2009 kl. 11:45

18 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hárrétt ákvörðun,til hamingju og gangi þér vel.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.2.2009 kl. 11:48

19 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta líkar mér. Bara passa að verða ekki slegin pólitískri bullísku.

Sigurður Ingi Jónsson, 18.2.2009 kl. 11:51

20 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þetta líkar mér.

Ég hvet þig til þess að sækjast beint eftir fyrsta sætinu.

Elfur Logadóttir, 18.2.2009 kl. 11:51

21 identicon

Sem íbúi í NV kjördæmi  er ég mjög ánægð með það að sjá sterka og flotta konu á svæðinu bjóða fram krafta sína. Gangi þér sem allra best...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:55

22 Smámynd: Benedikt Kaster Sigurðsson

Þú hættir sem skólameistari.  Sóttist þú eftir biðlaunum eða einhverju slíku?  Langar að vita.

Kveðja Benni

Benedikt Kaster Sigurðsson, 18.2.2009 kl. 11:57

23 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Líst vel á þetta, vonast til að sjá "Lýðveldi.is" í hnotskurn í störfum þínum. Reyndar efast ekki um það  

Hlakka til að heyra þitt kjarnyrta fallega málfar á þingi.   

Gangi þér vel, tu tu

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 12:23

24 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Benedikt - þú spyrð um starfslok mín frá því fyrir þremur árum.

Þegar ég hætti sem skólameistari gekk formaður skólameistarafélagsins ásamt lögfræðingi í að semja við menntamálaráðuneytið um starfslok mín fyrir mína hönd. Út úr því kom starfslokasamningur sem fól í sér fimm mánaða launað leyfi auk uppsagnarfrests. Ég féllst svo á að taka að mér tveggja ára verkefni við Háskóla Íslands fyrir milligöngu ráðuneytisins og hélt skólameistaralaunum á meðan ég innti það af hendi. Því verkefni lauk um síðustu áramót.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.2.2009 kl. 13:42

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með það...

En því miður styður þessi ákvörðun þín enn betur við þá tilfinningu mína að afskipti þín af "Nýtt lýðveldi" hafi verið stökkpallur í þetta framboð.

Það er alveg á tandurhreinu að "gamlir" pólitíkusar" eiga ekkert erindi inn í nýjar hreyfingar og kröfur sem þjóðin hefur verið að gera kröfur um

Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 13:50

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þar kom að því heldur betur, þetta heitir víst að taka fólk á orðinu!

Og ekki er nú laust við að ég finni til örlítillar ábyrgðar, hafði hér uppi "Vísnavaðal" til eggjunnar og hvatningar til dáða, sem kannski hefur vegið sitt á vogarskál ákvörðunnar!?

En gerum samt ei of mikið úr því.

En mín kæra Ólína, þú ert já með báðar fætur á jörðinni og í því fellst m.a. sá skilningur í ljósi reynslunnar, að ekkert er öruggt í hendi og eitt er að fara í prófkjör og ná þar árangri, annað svo að fara alla leið og öðlast sæti á alþingi. Það veist þú já auðvitað, en ætlar að sjálfsögðu sem í senn hjartahlý en líka hörð og hvöss þegar á þarf að halda, að gera þitt besta og ná settu takmarki með bjartsýnina að vopni!(sumir reyndar komnir með þig hálfu eða heilu leiðina inn á þing í sínum árnaðaróskum, en það er greinilega að góðum hug)

Mínar bestu baráttukveðjur!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 13:58

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Magnús - margt smátt gerir eitt stórt, og þú átt vissulega þinn þátt í þessari ákvörðun minni.

Heiða mín - þú ræður hvort þú trúir mér. En prófkjör hafði ekki hvarflað að mér þegar ég hófst handa fyrir kröfunni um Nýtt lýðveldi.

En þetta verður spennandi og ég hlakka til að spreyta mig í prófkjöri fyrir alþingiskosningar að þessu sinni. Svo verður bara að koma í ljós hvað út úr þessu kemur. Ég mun taka niðurstöðunni, hver svo sem hún verður. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.2.2009 kl. 14:09

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óó, rétt í þann mund sem ég ætla að hverfa hljóðlega út um gættina, ryðst fram úr mér rosaleg skessa á hvínandi siglingu út og ansi þung á svip!

og orðin sem hún skildi eftir eru dálítið dapurleg, einhver í þágu þrákeikni eða neikvæðni, jafnvel nöldurhyggju, að ætla naúnga náunga sínum vondan hug af enn verri meiði!

Annars væri gaman að fá frekari rökstuðning, ekki bara dylgjur og ásakanir, í til dæmis "Gamli pólitíkusinn" Ólína er fólgin? Minnihlutaseta í borgarstjórn reykjavíkur um hríð fyrir Nýjan vettvang fyrir löngu jú er kunn staðreynd, "mikil syndagjörð" það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 14:15

29 Smámynd: Heiða B. Heiðars

"Fyrir löngu" er líka pólitík. Og það er ekki beint hægt að segja að það hafi ekki gustað um Ólínu síðan.

En bloggfærslur Ólínu hafa lyktað af framboðsdraumum undanfarnar vikur og það hvort það var meðvitað eða ekki er eitthvað sem maður dæmir bara eftir tilfinningunni. Og mín tilfinning fékk staðfestingu hérna með þessari tilkynningu

Engar dylgjur eða ásakanir...bara staðreyndir frá mér séð

Heiða B. Heiðars, 18.2.2009 kl. 14:25

30 identicon

Kæra Ólína. Óska þér til hamingju með ákvörðunina. Kom mér ekki á óvart. Ég skil samt ekki hvers vegna þú ákveður að bjóða þig fram fyrir Samfylkinguna, eða annarra núverandi flokka, sem bar ákveðna ábyrgð á þeim hörmungum sem dynja yfir okkur? Ég skili þig þannig m.a. með starfinu fyrir Nýtt Lýðveldi að þú værir að hvetja til umbyltingar á núverandi flokksræði og í staðinn betra lýðræði. Af hverju bauðstu þig ekki fram í formi hreyfingarinnar? Ég efast ekkert um þinn góða vilja og þína getur til að láta gott af þér leiða. En ég efast stórlega um að þú komir þeim í framkvæmd í gegnumsýrðum stórnmálaflokkum landsins sem stjórnast af völdum og flokksræði. Ekki lýðræði. Það er bara þannig. En óska þér að sjálfsögðu góðs gengis í baráttunni. Bestu kveðjur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:36

31 identicon

Ég styð þig heilshugar flotta kona - hef fulla trú á þér í stjórnmálunum.
Langar að setja inn smá lista af mínum hugðarefnum í þeirri von að allavega eitthvað af þeim yrði að þínum hugðarefnum.
Ég er mikil hugsjónakona, hentar samt betur að vinna sem stuðningur en í framlínu og er því ekki á leið í framboð, ég er aftur á móti virk í Lýðveldisbyltingarstarfinu!!!

 .......Þetta er aðeins brot af þeim breytingum sem ég persónulega, myndi vilja sjá framkvæmdar sem allra fyrst fyrir þjóðina mína, ...er eftir einhverju að bíða...???  

   

  1. Breytum endurhæfingarörorku – í dag færðu örorkumat til 6 mánaða að meðaltali – því miður fara fíklar alltof oft í meðferð með það fyrir augum að þrauka þar til endurhæfingarörorkumat er komið í gegn og eru þá komnir með fastan framfærslueyri mánaðarlega í x-langan tíma. Þannig eru þeir ekki heilshugar í meðferðinni og því meðferðin ekki að skila þeim árangri sem hún gæti gert og ekki sá útlagði kostnaður sem meðferðin er fyrir einstaklinga. Með því að gera setja í lög að endurhæfingarörorkumat sé fyrir þá sem eru að vinna í sínum málum og að þeir verði að halda sér edrú til að fá hana greidda. verður hún um leið hvetjandi fyrir fíkla til að vinna heilshugar í meðferðinni og að halda sér edrú. Þannig verður hugarfarið í meðferðarvinnunni markvissara að betri tímum.
  2. Sköpum tímaramma um rannsóknarverkefni og leggjum af tímalaus nefndarstörf – þannig að ekki sé hægt að hanga í einhverjum nefndarstörfum ár eftir ár http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item184491/  án þess að skila árangri og halda samt launum, ef nefndin er ekki að skila árangri innan x-langs tíma með viðfangsefni er hún ekki hæf og nýir aðilar fengnir í starfið og hinir fá ekki aftur nefndarstarf.
  3. Vil afnema að ríkisstarfsmenn geti verið á tvöföldum launum en alltof algengt er að fólk sé í kennsluverkefnum útí Háskóla, eða í nefndarstörfum útí bæ innan hefðbundins 8-16 vinnutíma hjá viðkomandi ríkisstofnun og fái að halda þannig tvöföldum launum þó viðkomandi sé í raun aðeins að skila af sér vinnuframlagi á öðrum staðnum og gefur að skilja að þetta eru bitlingafjárútlát fyrir ríkið.
  4. Taka út dagpeninga á ferðalögum vegna þingmanna, ráðherra og annarra ríkisstarfsmanna, eingöngu verði greiddir samþykktir reikningar fyrir útlögðum kostnaði er snerta beint vinnu starfsmanns á vegum ríkis fyrir gistingu og slíku.
  5. Leggja algjörlega af dagpeninga og aðrar greiðslur fyrir maka á ferðalögum, nema fyrir forseta Lýðveldisins.
  6. Taka út bílafríðindi fyrir ríkisstarfsmenn, engir persónulegir bílar verði skaffaðir fyrir forstjóra eða aðra starfsmenn ríkisins – eingöngu verði fyrirtækjabílar sem skuli nota og starfsmenn hafi aðgang að innan vinnutíma. Einnig er hægt að leggja fram bensínnótu ef þarf að nota eigin bíl í verkefni en skal þá nákvæmlega skráður kílómetrafjöldi milli staða.
  7. Skammtaðar verði ráðstefnuferðir og fjöldi starfsmanna sem fer saman á vegum ríkisfyrirtækja erlendis, hámark tvær ferðir á ári því tölvuheimurinn gerir upplýsingaflæði svo greiðfært í dag að óþarfi er að fljúga á allar ráðstefnur með tilheyrandi kostnaði og eðlilegt að sá sem fer á ráðstefnuna geti miðlað af því sem fram fór til annarra starfsmanna þegar heim kemur.
  8. Fækka þingmönnum!!! Og engir aðstoðarmenn – einungis fengin fagaðstoð við mjög erfið málefni.
  9. Hafa grunn kristinfræðikennsluí skólum þar sem börnin hafa upplifað mikla siðblindu í þjóðfélaginu undanfarið og fá einnig mikið af siðblindandi efni gegnum tölvur og sjónvörp – foreldrar mikið uppteknir og hafa oft ekki tíma til að kenna börnum sínum góð samskipti – en í biblíunni er lagt á það áherslu að maður eigi að vera heiðarlegur, ekki stela, ekki ljúga ofl. eins og boðorðin segja til um og eru þetta góðar grunnsamskiptareglur í öllum kringumstæðum enda Ísland land sem er byggt á kristnum gildum. Einnig er skelfilegt ef börn/unglingar eigi ekkert athvarf í trú þegar erfiðleikar steðja að og sjái enga leið að standa áfram og taka því eigið líf!!! (Svo þið sem eruð á móti trú, hugsið þetta samt til enda, börn/unglingar verða að eiga athvarf fyrir sálartetrið í vanlíðan, svo þau leiti ekki í sjálfsvíg sem lausn.)
  10. Taka út fríðindi eins og kostur er með aukatölvur og auka síma sem ríkisstarfsfólk hefur heim með sér, þegar laun eru há, á fólk að geta skaffað svona sjálft sér til hagræðis til að vinna heima enda tölvur skaffaðar á vinnustað.
  11. Kvótann aftur til ríkisins – ekki er hægt að leyfa fólki að eiga fiska og slíkt í sjónum nema það sem það ræktar innan fiskeldiskvíar. Ekki getur bóndi slegið eign sinni á kind nágrannans sem hleypur inná hans tún, svo þetta er alls ekki ásættanleg staða fyrir þjóðina að svona sé eign örfárra og mikilvægt fyrir landsbyggðina og alla uppbyggingu þar að kvótinn verði aftur þjóðareign.
    Viðbótarkvóti verður leigður út af ríkinu, ekki skaffaður til einstaklinga!!!
  12. Leyfa hvalveiðar að fullu lágmark næstu 3 árin, því staða okkar er þannig að við verðum að leggja fólk og börn og okkar framtíð framar hvölum í sjó, Guð gaf okkur dýr jarðarinnar til að ríkja yfir þeim. Hvalurinn étur mikinn fisk frá okkur og einnig er hann dýrmæt markaðsafurð, til að koma aftur á jafnvægi í þjóðarhag okkar Íslendinga og ekki hægt að láta Grænfriðunga sem eru reknir á betluðum peningum stjórna því að við séum föst í öldudal kreppu.
  13. Auglýsa Ísland sem heilsusamlegt ómengað landmeð lambakjöt, vatn, grænmeti og ávexti til útflutnings, mikil heilsuvakning er núna um heim allan og mengun fer vaxandi svo nú er okkar tími að komast í arðbæran útflutning á ómenguðu heilsufæði í kjöti, vatni og grænmeti – Latibær er búinn að ryðja heilsufarsveginn...hehe...!!!
  14. Að fólk þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum í störfum sínum og segja af sér og vera án biðlauna/starfslokasamnings ef það verður uppvíst að óheiðarleika eða blekkingum sem koma niður á þjóðinni/almenningi.
  15. Að þeir sem áttu þátt í hruni fjárhags Íslands verði sóttir til saka og dæmdir og látnir borga til baka þann skaða sem þeir ullu. Á þetta við um jafnt Seðlabankastarfsmenn, starfsmenn Fjármálaeftirlits, ráðherra, bankastarfsmenn og aðra sem að málinu koma. Hinn almenni borgari þarf að svara til saka ef hann brýtur af sér gagnvart náunga sínum og skal jafnt yfir alla ganga. Ef við gerum þetta ekki gefum við þann boðskap til unga fólksins að við samþykkjum siðleysi, ábyrgðarleysi og óheiðarleika, og slíkt má ekki gerast!!!
  16. Að fólk í ábyrgðarstöðum á vegum ríkisins skrifi uppá við ráðningu að það missi biðlaun og starfslokasamninga ef það verður uppvíst að yfirhylmingum og óheiðarleika í ábyrgðarmiklum stöðum ella sitji það í fangelsi – einnig að því sé gert að endurgreiða með eignum sínum skaðann sem það ber ábyrgð á eða átti persónulega þátt í.
  17. Tveir hundar verði í hverri lögreglustöð á landinu til að leita að fíkniefnum fyrir lögreglu sem tollverði viðkomandi staðar.
  18. Að Ísland verði fyrst og fremst kristið land en án allra öfga.
  19. Unnið verði í að ná aftur þeim fjármunum sem hafa verið fluttir úr landi og eignir eða bankareikningar þeirra þeirra auðmanna sem ljóst er að komu að málum frystar á meðan. Undarlegt í rauninni að afbrotamenn á Íslandi þurfa að sitja í gæsluvarðhaldi og jafnvel einangrun meðan mál eru rannsökuð svo þeir skaði ekki rannsóknina eða geti komið upplýsingum til samsekra sem ekki hafa enn fundist! Megum ekki mismuna fólki, harka á að gilda um alla eða engan.
  20. Breyta skjaldarmerkinu – taka út þennan ljóta dreka og setja í staðinn eldfjall.
  21. Banna að hlutafélög eignist önnur hlutafélög nema það verði samruni undir eina kennitölu – svo ekki sé hægt að byggja aftur fallvaltar spilaborgir.
  22. Sumarfrí, jólafrí þingmanna, í gamla daga þurfti þess til að fara að sjá um skepnur, heyja og slíkt. En núna eru þingmál afgreidd á færibandi því allir eru að flýta sér í frí og restin bíður óafgreidd jafnvel allt sumarfríið!!! Taka af svona frí nema eðlileg jólafrí nema að frí verður milli jóla og nýjárs og svo verða sumarfrí eins og er almennt gerist í stofnunum.
  23. Að eingöngu verði kosið um einstaklinga– ekki flokka. Þannig nær þjóðin að sniðganga í kosningum þá sem ekki eru að standa sig, en getur endurkosið þá sem gerðu góða hluti. Þannig eru þingmenn meðvitaðir um að verða að standa sig, enginn flokkur sem heldur þeim inni, fólkið í landinu metur þingmanninn verðugan eða ekki út frá sínum hagsmunum.
  24. Að fólk bjóði sig fram til mismunandi atriða – ákveðinn hópur bjóði sig fram í heilbrigðismálin – ákveðinn hópur bjóði sig fram til löggjafarvaldsins – ákveðinn hópur bjóði sig fram til félagsmála – ákveðinn hópur til landbúnaðarmála – ákveðinn hópur til utanríkismála – ákveðinn hópur til sjávarútvegs– ákveðinn hópur til viðskiptamála o.sv.frv. – þannig getur fólkið í landinu valið þá einstaklinga sem það treystir best í viðkomandi verkefni – og þannig veljast hugsjónamanneskjur í viðkomandi þingsetu – fólk með hjarta fyrir að viðkomandi málefni sé í góðum farvegi, þekkir mjög líklega vel til málefnisins og mun leggja allt sem það getur af mörkum til að öllu sé komið í betra horf.
  25. Þannig er búið að loka fyrir að heill flokkur verði kosinn sem úthluti svo þingsætum eða sé með stöðuveitingar eftir vinatengslum/spillingu innan síns flokks.
  26. Að eftirlaun starfsmanna ríkisins fari aldrei yfir 800.000- sama hvaða starfi þú gengdir enda eðlilegt að fólk á háum launum geti lagt fyrir meðan það er í starfi. Þannig minnkar sú áhætta að fólk sé eingöngu í ríkisstjórn af peningahugsjón og sinni þá frekar starfinu af heilindum.
  27. Að laun ráðherra og annarra æðstu embættismanna s.s. vegna seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlits fari ekki yfir 1.200.000-, nema fyrir forseta sem fái 1.700.000-,  nú þarf að draga saman og spara til að koma öllu í gott horf í þjóðfélaginu og þá er mikilvægt að laun ríkisstjórnar séu innan skynsamlegra marka.
  28. Komið verði á hátekjuskatti - tekur gildi við 350.000- markið!!!
  29. Persónuafsláttur verður hækkaður í 140.000-!!!
  30. Að fengnir verði erlendir hagfræðingar og viðskiptafræðingar til að fara gegnum fjárhag Íslands - þeir eiga engra persónulegra hagsmuna að gæta gagnvart vinum eða skyldmennum, fara skal í gegnum bankahrunið og  hvernig ríkisstjórnin hefur ráðstafað þeim peningum sem hún hefur haft til ráðstöfunar.
  31. Biðlaun verði að hámarki 6 mánuðir vegna starfsniðurlagningar og starfslokasamninga.
  32. Vil að við göngum í myntbandalag við Noreg eða USA  http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/03/a_ad_hjalpa_islandi/   á þess að framselja eða afsala einhverju frá okku.  Evrópa er mjög völt fjárhagslega til framtíðar litið, það hljóta allir að sjá miðað við hvernig atvinnuleysi eykst þar, veðurbreytingar sem hafa orðið og margt fleira. Svo mjög áhættusamt er að fara í myntbandalag við ESB og mæli ég eindregið gegn slíku, veljum þá sem munu standa á “fótunum” eftir 20 ár, því eftir um það bil 5 ár verður hörmungarástand í Evrópu og slíkt eigum við sem pínulítil þjóð enga möguleika á að standa undir. Sýnum visku og horfum hvert stefnir til framtíðar litið með fjárhag viðkomandi lands.

Gangi þér allt í haginn Ólína!!!

 

Ása (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:49

32 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gangi þér allt í haginn Ólína mín.

Kveðjur héðan úr sveitinni

Ía Jóhannsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:10

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gott mál og gangi þér vel!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:39

34 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Heillaóskir í tilefni framboðsákvörðunar þinnar Ólína.  Vonandi gengur þér betur en þeir sem setið hafa að völdum hingað til að skapa skaplegt og kærleiksfullt samfélag.   Bestu kveðjur. 

Baldur Gautur Baldursson, 18.2.2009 kl. 17:38

35 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gangi þér vel Ólína mín.  Ég vona að þú getir staðið af þér storm ráðamanna sem hingað til hafa náð að stjórna á bak við tjöldin öllum þeim sem á þing hafa farið hingað til. . þarna hafa lifað ótrúleg öfl eigingirninnar undan farin ár..  Þessi stofnun virðist  hafa þann eiginleika að kenna fólki að segja ekki satt.

Varaðu þig.

Þú ert sterk ef þér tekst að breyta ranglæti í réttlæti. Sem sagt byggja lýðræði upp á nýtt svo við getum verið áfram sem sjálfstæð þjóð..

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.2.2009 kl. 17:46

36 identicon

Mikið vona ég að þú verðir ekki einn þeirra stjórnmálamanna sem hætta að blogga reglulega eða loka fyrir ummæli sín á blogginu sínu.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:48

37 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég óska þér góðs gengis en vona að þú látir af þessari prófkjöskynjahlutfallsást þinni.

Óðinn Þórisson, 18.2.2009 kl. 18:50

38 Smámynd: Yngvi Högnason

Ertu viss um að þetta sé réttur flokkur Ólína? Nei,bara grín, farnist þér vel í komandi baráttu og víst áttu eftir að standa þig vel,skelegg konan.

Yngvi Högnason, 18.2.2009 kl. 20:02

39 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gangi þér vel.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.2.2009 kl. 20:43

40 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gangi þér vel. Vonandi aðlagastu ekki of mikið hinu gamla lýðveldi sem við erum að reyna að losna við.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.2.2009 kl. 21:06

41 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Til hamingju, það verður flokkur sterkari fyrir vikið.  Þú ert mjög frambærileg og flokkurinn sterkari með þér.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 18.2.2009 kl. 21:46

42 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

jæja þá ....."sjálfstæð og framsækin kona með ríka réttlætiskennd"

Gangi þér allt í haginn

Jón Snæbjörnsson, 18.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband