Stjórnmálaástandið og horfurnar við stjórnarmyndun

Stjórnmálaástandið, stjórnarmyndunarviðræðurnar og horfurnar framundan voru til umræðu á Morgunvaktinni í morgun þar sem við Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sátum á rökstólum. Þið sem áhuga hafið getið hlustað hér.

Þó svo að útlit sé fyrir að Samfylking og VG hafi nú þegar komið sér saman um myndun minnihlutastjórnar með hlutleysi Framsóknarflokks - og það séu því umtalsverðar líkur á slíkri ríkisstjórn - er margt sem mælir frekar með þjóðstjórn eða utanþingsstjórn eins og sakir standa. Það eitt að kosningar eru framundan eykur flækjustigið sem við þurfum síst á að halda. Þegar ráðherrar standa annarsvegar í kosningabaráttu, hinsvegar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, þá er hætta á að ákvarðanirnar líði fyrir annarskonar hagsmuni.

Þjóðstjórn neyðir hinsvegar alla að stjórnarborðinu og þar með til samábyrgðar á þeim ákvörðunum sem teknar verða. Það gæti verið kostur í stöðunni.

Helst er ég þó á því að  það eigi að mynda stjórn með fólki utan alþingis sem er ekki sjálft á kafi í kosningabaráttu um leið og það er að stjórna landinu.

Það er mín skoðun - við sjáum hvað setur.

En það eru komnar 6007 undirskriftir við kröfuna um nýtt lýðveldi Smile

logo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæl Ólína
Ég vil vekja thygli þína á pisti sem ég skrifa á bloggsíðuna mína og fjallar um aðgengishindranir á undirskriftarsöfnun Nýs lýðveldis. Ég sný mér beint til þíni  í þeirri von að þú beitir þér í málinu sem ein af frosvarsmönnum verkefnisins. Ég er búinn að senda sambærilegt bréf á vefstjóra vefsíðunnar.
http://kristinnhalldor.blog.is/blog/kristinnhalldor/entry/785956/

Með kveðju,

Kristinn Halldór Einarsson
formaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

Kristinn Halldór Einarsson, 27.1.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Kristinn Halldór.

 Ég þakka þér fyrir þessa ábendingu og ég mun ræða þetta við vefstjóra síðunnar. En getur þú sagt mér, kostar þetta peninga eða áhættu að búa svo um hnútana eins og þú leggur til?

Sjálf bý ég ekki yfir nægri tækniþekkingu til að meta það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Þetta á ekki að hafa áhrif á öryggi og lítil sem engin áhrif á kostnað eftir því sem mér skilst. Ég bendi þó á ráðgjöfina hjá http://sja.is/ í þessu samhengi. Best er að tala þar við Sigrúnu Þorsteinsdóttur. 

Kristinn Halldór Einarsson, 27.1.2009 kl. 11:10

4 identicon

Já Ólína þessi spillingarstjórn Samfylkingar- og Sjálfstæðisflokks var loksins hrakinn frá völdum af fólkinu í landinu.

Það var fyrst og fremst stórsigur fólksins í landinu, en alls enginn sigur fyrir forystu Samfylkingarinnar sem hafði mánuðum saman barist fram í rauðan dauðan gegn sínu eigin fólki og þjóð sinni líka fyrir áframhaldandi þrásetu og völdum ! 

Ég held ásamt mörgum öðrum að eins og málum er nú háttað og stutt í kosningar að þá væri  lang heppilegast fyrir þjóðarhagsmuni að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka og jafnvel einhverra valinkunnra manna utan úr þjóðfélaginu einnig.

En eini flokkurinn sem ekki hefur getað tekið undir þjóðstjórnarhugmyndir er einmitt Samfylkingin !

Hún ein stjórnmálaflokkana virðist alls ekki vilja þjóðstjórn og virðist því fyrst og fremst taka eigin flokkshagsmuni og flokksvöld fram yfir þjóðarhagsmuni !  

Ekki í fyrsta eða síðasta skiptið trúi ég ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:17

5 Smámynd: Kristlaug M Sigurðardóttir

Sammála þessu Ólína-nú hefði verið lag að láta þjóðarhagsmuni ráða.

Kristlaug M Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Leitt að heyra með skert aðgengi að undirskriftasöfnun Kristinn og kærar þakkir fyrir ábendinguna.

Var að hlusta á morgunvaktina og þakkir Ólína fyrir greinagott mat á ástandinu og þörfinni fyrir nýtt upphaf. Ég leyfi mér þann munað að trúa því að við séum á þeim tímamótum núna, að nýtt upphaf og nýtt lýðveldi sé í sjónmáli. Tækifærið er núna og stuðningur samfélagsins virðist mikill og breiður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 11:58

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála þér. Nú fylgjumst við vel með verkum eða ekki verkum þeirra sem taka við.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 12:15

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ólína. Þó ég sé sammála pistli þínum þá get ég vel fellt mig við þá niðurstöðu sem nú er í augsýn. Í fyrsta lagi er tryggt að kosið verður innan skamms tíma. Í öðru lagi verður hreinsað til í seðlabankanum og ekki er vanþörf á því miðað við t.d. þetta  Í þriðja lagi er nýtur Jóhanna trausts langt út fyrir raðir síns flokks og að öðrum ólöstuðum líst mér vel á hennar verkstjórn eins og ISG orðaði það. Í fjórða verður meiri trúverðugleiki yfir rannsókn þeirri sem nú fer í hönd á aðdraganda hrunsins. Og í fimmta og síðasta lagi, en þó alls ekki síst,  er ég að vona að stuðningur FF styrki þau öfl innan Samfylkingarinnar sem vilja lagfæringu á fiskveiðistjórnarkerfinu. 

Sigurður Þórðarson, 27.1.2009 kl. 17:19

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigurður - ég bind vonir við það sama og þú ef þetta verður raunin með stjórn SF og VG, þó svo ég hefði talið heppilegra að hafa annað stjórnarmynstur eins og á stendur. En það er alveg rétt hjá þér að stjórn SF og VG er líkleg til þess að losa sig við stjórn og bankastjóra Seðlabankans, setja á hátekjuskatt og hlífa viðkvæmustu velferðarstofnunum við hörðum niðurskurði. Vissulega munar um það.

Síðast en ekki síst bind ég vonir við að þeir sem standa að þessari stjórn muni greiða fyrir stofnun nýs lýðveldis með boðun stjórnlagaþings.

Sú krafa er enn jafn gild og hún var í gær, hvað sem líður stjórnarmyndun.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.1.2009 kl. 23:39

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svo vil ég geta þess vegna athugasemdar Kristins Halldórs að það er búið að gera þær lagfæringar á síðunni www.nyttlydveldi.is sem hann talar um. Nú eiga sjónskertir að hafa óhindraðan aðgang að undirskriftasöfnuninni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.1.2009 kl. 23:42

11 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er athyglivert að sjá hvernig Samfylking og Vinstri-Grænir bera sig að nú. Stjórnarmyndunarviðræður virðast vera komnar í farveg og jafnvel farið að huga að ráðherraskipan. Það er einmitt þar sem ég vil koma með mína tillögu. Hún er svo hljóðandi:

Að í framtíðinni fái alþingismenn óáreittir að vinna með löggjöfina og skipun í nefndir og ráð (þar sem það á við). Ráðherrar verði valdir með því hugarfari að hæfustu einstaklingarnir séu fengnir að stýra ráðuneytum. Þannig óbundnir af stöfum sínum sem þingmenn. Fari þó svo að þingmaður verði valinn til ráðherraembættis, þá segi hann þegar af sér þingmennsku og varamaður taki sæti hans. Með þessum orðum vil ég benda á að aðskilnaður er ekki og hefur ekki verið milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds á Íslandi. Þetta er ekki heillavænlegt. Með nýrri stjórn og svo maður tali nú ekki um nýrri stjórnarskrá getum við breytt þessu óheillamynstri. 

Aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds.

Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband