Krafan um nýtt lýðveldi er ennþá brýn!

logo Ég verð þess vör, nú þegar stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar, að það er eins og spennufall hafi orðið meðal almennings. Samfélagið heldur niðri í sér andanum og bíður þess sem verða vill. Ég sé þetta m.a. á því að nú hefur hægt á hraða undirskriftanna á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is

Ekki veit ég hvort fólk heldur að krafan um boðun stjórnlagaþings og nýja stjórnarskrá standi og falli með nýrri ríkisstjórn. Sannleikurinn er sá að svo er ekki. Áskorun okkar á alþingi og forseta að boða til stjórnlagaþings er jafn brýn eftir sem áður - án tillits til þess hvaða stjórnarmynstur verður ofan á. Hinsvegar virðist sem óskin um utanþingsstjórn sé ósk gærdagsins, ef svo fer sem horfir að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag. Gott og vel, þá leggjum við þann lið áskorunarinnar til hliðar verði það niðurstaðan.

En krafan um Nýtt lýðveldi er enn brýnni en nokkru sinni - og betur má ef duga skal við að koma þeirri kröfu almennilega til skila.  Hér er vefsíðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú þarf að herða róður og send út áminningar og hnippa í alla þá sem verða á vegi okkar. Krafan um nýja stjórnarskrá er markmið til að skapa framtíðina. Þó takist að mynda aðra ríkistjórn, eru eftir sem áður til staðar, þeir ágallar á stjórnskipan okkar sem hefur leitt okkur á þann stað sem við stöndum nú. Flokksræðið hefur ekki breyst, Alþingi er sama afgreiðslustofnunin og áður og svona mætti lengi telja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að þetta þurfi meiri kynningu Ólína....er ekki möguleiki að þú getir náð þér í viðtal við Gísla á RÚV?

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Auðvitað hefði átt að setja á þjóðstjórn því þessir flokkar eru í kosningabaráttu.

Guðrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:31

4 identicon

Þingflokkarnir eru aftur byrjaðir að svæfa þjóðina.  Nú er rifist um hver á að fá að stýra skútunni, skútan er sokkin og flokkarnir eru boðnir og búnir til að sigla henni í bólakaf með manni og mús.  Ótrúlegt ástand, en við getum engum öðrum um kennt en okkur sjálfum, þrælslundin er greinilega okkur í blóð borin.

 Við erum bara of fá sem viðurkennum að skútunni verður ekki siglt á lygnan sjó fyrr en búið er að ausa úr henni allan gamla skítinn sem kom henni undir yfirborðið.

Það er ekki nóg að skipstjórinn sé vakandi, hann þarf að vekja áhöfnina til þess að hægt sé að snúa skútunni við.

Með öðrum orðum: Við berum öll ábyrgð á þessu ástandi.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:21

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólína.

Ég er sammála þér með spennufallið.

En við eigum að nýta okkur þetta ástand til að koma sjónarmiðum fólksins Nýtt Lýðveldi með allar þessar undirskriftir og  tillögur okkar að breytingum til væntalegs Forsætisráðherra.

Svo rödd okkar verði jafnvel með í tillögugerð.

Áður en framboð verður tillkynnt af hálfu Nýs Lýðveldis.

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 28.1.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ólína, mín upplifun er sú að spennufallið sem þú lýsir sé bið eftir niðurstöðu. Ef niðurstaðan verður ekki þjóðinni að skapi mun hún urra og gelta. Við erum nefnilega orðin eins og óuppalinn rakki. Við höfum komist að því að okkur verður töluvert ágengt með gelti og óhlýðni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.1.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

hverju á að breyta með nýju lýðveldi?

á að afnema hið þingbundna lýðveldi? á að breyta lýðveldinu með kerfið í USA sem fyrirmynd? 

Það auðvelt að koma fram með einhverjar popúlista hugmyndir, en erfiðara að koma með eitthvað efnislegt. 

hverju vilja menn breyta? 

ef það er þrískiptingin, þá er það einfalt með lagasettningu. dómarar eru ekki skipaðir af þingmönnum eða ráðherrum og þingmenn eru jafnframt ekki ráðherrar. mjög einfalt. það er nú þegar gert ráð fyrir að ráðherrar séu ekki endilega þingmenn. 

Tek undir með Kristni hér að ofan. 

Við getum allt eins tekið upp mannréttindarkaflann úr stjórnarskrá Sovétríkjanna sálugu. þar skrifuðu menn almennilega texta. en fóru þeir eftir þeim? 

tökum dæmi hérna heima. neyðarlöginn um bankana stangast á við stjórnarskránna. það vantar í raun að hæstiréttur hérna dæmi úr um hvort lög standist stjórnarskrá. eða sér dómstig sem dæmir bara um lög og reglur hvað varðar stjórnarskránna. 

annað dæmi er að það var brot á stjórnarskrá að banna hvalveiðar á sínum tíma. það er bannað að banna atvinnugrein. 

Þannig að, áður en menn rjúka í breytingar, er þá ekki betra að skoða hverju á að breyta? þú rýkur ekki út og endirbyggir húsið þitt þegar það þarf bara aðeins að mála í kringum gluggana. 

Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Fannar frá Rifi.

Þú er sérlega jákvæður einstaklingur og villt ganga í málið strax. Þó það virðist einfalt að redda málunum með lagasetningu, þá er jafn einfalt að breyta til baka.

Ég skora á þig að skoða síðuna www.nyttlydveldi.is afar vel og ganga svo í það með okkur hinum sem erum fylgjandi málinu, að kynna þessa undirskriftasöfnum. Það eru heilmiklar upplýsingar á síðunni sem svar spurningum þínum og margra annarra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 01:43

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Ólína verð nú að játa að ég er að kvitta hér í fyrsta sinn, en oftar lesið.
Tek undir með vinkonu minni henni Sigrúnu hér að ofan með viðtal við Gísla.
Dampurinn má ekki detta niður, við verðum að vera á verðinum, mér er ekki að hugnast það sem er að gerast.
Takk fyrir mig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 09:00

10 identicon

Og Framsóknarflokkurinn hlustar.  Leggja til frumvarp um stjórnlagaþing og setja sem skilyrði fyrir að vera ábyrgðarmaður væntanlegrar ríkisstjórnar. Framsókn að gera sig gildandi?  Þau virðast vera að hlusta á raddir almennings. Svo er spurningin hvort vinstri flokkarnir geti unað þessu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband