Undirskriftarsöfnun um nýtt lýðveldi byrjar vel. Verra með heilsufar forystumanna.

skjaldamerki Vefsíðan www.nyttlydveldi.is fer vel af stað - og þó með brösum. Umferðin á síðunni var svo mikil í gær að hún lagðist hvað eftir annað á hliðina, og aftur fram eftir degi í dag. En nú er búið að koma þessu í lag, vonandi. Og rétt áðan voru komnar ríflega 1800 undirskriftir frá því kl. 15:00 í gær. 

Það er afar leitt að heyra um heilsubrest Geirs H. Haarde. Ég vona innilega að hann nái sér af þessum veikindum og óska honum langra lífdaga.

Sjálf er ég þeirrar skoðunar að andlegt álag og mikil, langvarandi neikvæðni í umhverfinu, skili sér á endanum inn í líkama okkar með tilheyrandi heilsukvillum. Ég er því ekki beint hissa á þessum fréttum. Satt að segja hefði ég eiginlega orðið meira hissa ef ekkert hefði látið undan.

Nú er svo komið að báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar glíma við alvarlegan heilsubrest. Það segir sitt um það hversu mikil áraunin hefur verið. Hún hefur verið ómennskt á köflum. Og varla er það tilviljun að tveir fyrrverandi forystumenn í íslenskum stjórnmálum, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafa einnig mátt kljást við illkynja mein. Ekki eru mörg ár síðan Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra hneig niður í beinni útsendingu þegar allt ætlaði um koll að keyra í samfélaginu vegna ákvarðana í heilbrigðismálum, ef ég man rétt.

Það er augljóslega ekki tekið út með sældinni að komast til áhrifa í íslenskum stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Ólína. Gott að heyra að undirskriftasöfnunin gengur vel. Já ég tók eftir því að síðan var orðin ansi stirð og lengi að svara. Ég var að kíkja inn annað slagið til að skoða fjölda undirskrifta.

Sorglegar fréttir af Geir og ég óska honum alls hins besta. Það er greinilega heilsuspillandi að vera í þessu argaþrasi árum saman. Góða helgi. Hólmfríður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þetta ekki bara tilviljun að stjórnmálamenn fái krabbamein? Krabbamein í þessum aldursflokki sem þeir eru flestir á eru mjög algeng. Er nokkuð sem styður í raun og veru þá trú að álag geti valdið krabbamein?

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 19:39

3 identicon

Ætli sé nú ekki öllum ljóst að álag veldur ekki krabbameini en álag dregur úr mótstöðuafli gagnvart öllu áreiti.

ella (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú stígur maður létt til jarðar,býður dús og óskar kraftmiklu fólki ánægjulegrar helgar.

Yngvi Högnason, 23.1.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

2.152! Ég er ánægður að sjá hve margir hafa skrifað undir. Gleymum því ekki að raddir fólksins eru farnar að heyrast og meira að segja farið að fara eftir þeim.

Jón Ragnar Björnsson, 23.1.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Þetta er hið besta mál...vantar samt aðeins meiri neista finnst mér.

Hélt að væru komnir fleiri... þeir koma kanski......

Guðmundur Óli Scheving, 23.1.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já Takk ég er ein af þeim sem skrifari undir  það

við verum að fá nýja stjórn sem fyrst

það var fundur á KEA Jón Baldvin fundurinn var góður

Takk Ólína að vera bloggvinur   Baráttur kveðja Gulli Dóri er á Akureyri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband