Hörður á að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar

HörðurTorfa Ég held að Hörður Torfason hljóti að vera orðinn eitthvað þreyttur. Hann hefur staðið sig mjög vel fram að þessu - en nú varð honum á í messunni. Þeir sem ganga hart fram í gagnrýni á aðra verða að geta horfst í augu við eigin mistök. Hörður á að biðjast afsökunar á ummælum sínum um veikindi Geirs H. Haarde.

Raunar finnst mér að það mætti að ósekju fara að sýna fleiri andlit og tala við fleiri málsvara þessara mótmæla heldur en Hörð Torfason. Með fullri virðingu fyrir honum. Mótmælin hafa verið persónugerð full mikið í honum einum, þó hann eigi að sjálfsögðu að njóta þess hróss sem hann á skilið. En hann er ekki undanþegin gagnrýni heldur.

Ég vona að fólk haldi áfram að mæta á Austurvöll og berja búsáhöld. Hugmyndin með appelsínugulu borðana finnst mér góð, þ.e. að auðkenna þannig þá sem fara með friði.

Það kæmi mér ekki á óvart þó að hvítir borðar sæjust líka á stöku stað í borginni á morgun. Wink Hvítt er litur friðarins.

 

2.319 undirskriftir komnar við áskorunina um stjórnlagaþing og utanþingsstjórn á www.nyttlydveldi.is


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júbb - mikið af hvítum borðum komið á ljósastaura, skilti ofl. á fjölförnustu götunum - og fréttamenn víst farnir að spyrja um hvað sé eiginlega um að vera! ;)

Ása (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Hörður ætti að sýna sóma sinn í því að biðjast afsökunar.... er hann ekki að fara fram á að menn axli ábyrgð og segi af sér? Nú er komið að honum að sýna gott fordæmi og fara frá í þessu hlutverki?

Páll Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 23:54

3 identicon

Hörður Torfa, gerði langt uppá bak með þessum orðum sínum og er ekki lengur minn málsvari. Menn kunna sig en því miður er maður ársins orðinn af fífli dagsins og óvin gærdagsins.  Hættu Hörður og sýndu manndóm í að biðjast fyrirgefningar.  Þú ættir að vita það manna best (allra íslendinga) hvernig er að koma upp að vegg.

Svei þér Hörður, þú ert ekki lengur minn málssvari

Kjartan H (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hörður fór yfir strik í dag sem gæti reynst honum erfitt ef hann drífur sig ekki  snarlega til baka.

Frábært hvað gengur vel að skrifa undir á www.nyttlydveldi.is 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var að blogga um þetta núna rétt áðan og segi eins og þú honum varð á í messunni og ætti að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar.  Þekki Hörð frá fyrri tíð og ekkert nema af góðu.

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:01

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvaða hvítu borða eruð þið að tala um?

Er einhver önnur hugmynd á bak við þá en hina appelsínugulu?

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Hippastelpa

Hörður má mín vegna segja og gera það sem hann vill. Hann hefur aldrei talað fyrir mig, það getur enginn nema ég. Búsáhaldabyltingin er farin af stað og það verður ekki stöðvað, við höldum áfram ótrauð og berjum á okkar potta og pönnur þangað til hlustað verður á okkur.

Hippastelpa, 24.1.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Miðað við langtíma lygavaðal þeirra sem verið er að mótmæla þá er yfirsjón Harðar harla lítil í samanburði. Hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu og helst að íhaldsliðið grípi þetta á lofti sem eitthvert svakalegt tabú. Stormur í vatnsglasi.

Ónærgætið? Já. Gert upp á bak? Nei.

Haukur Nikulásson, 24.1.2009 kl. 00:04

9 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér Ólína, orðaval Harðar var óheppilegt í meira lagi. Reyndar skil ég ekki hvernig menn sjá pólitík í hverju einasta sem menn gera. Auðvitað má segja að Geir hafi ekki valið besta tímann fyrir Samfylkinguna þegar hann tilkynnti um veikindi sín. En hann er veikur og tilkynnti það í dag, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.

Þegar menn fá tíðindi eins og Geir fékk á þriðjudag þá er eðlilegt að menn taki sér tíma til að melta þau tíðindi aðeins, ræða þau við fjölskylduna. Það hefði verið heldur skrítið ef hann hefði tilkynnt þetta á miðvikudag, daginn eftir ein öflugustu mótmæli sem sést hafa á Íslandi um áratuga skeið. Ætli það hefði ekki orðið einhverjum að vopni?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.1.2009 kl. 00:12

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sé ekki að Hörður þurfi að byðjast afsökunar á því að hafa kallað loforð um kosningar reykbombu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:12

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er verið að rífa upp húmor fyrir 'Hvítliðum' hérna ?

Hörður er líklega ekkert fullkomnari en ég eða þú, en þeir sem að hann að þínu mati ætti að biðja afzökunnar, ættu nú frekar að standa keikir fyrr & biðja okkur hin afzökunnar.

Menn mega mismálgazt, minn grunur er að slíkt hafi nú gerst.

Hvernig væri nú að þeir sem að á er deilt njóti sömu velvildar þinnar & gangi fram fyrr ?

Steingrímur Helgason, 24.1.2009 kl. 00:16

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur ég tek hjartanlega undir þetta.

Er fólk virkilega svo dómgreindarsnautt að það sjái ekki við þessu.

Geir Haarde er búin að kalla örbyrgð yfir þjóðina um komandi áratugi og svo er stungið upp á því að Hörður byðji hann afsökunar........er fólk ekki með öllum mjalla?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:29

13 identicon

Sæl Ólína,

Ég er dálítið mikið að spá í það hvort allir þeir sem gagnrýna Hörð, hafi bara lesið textann á mbl.is, en ekki hlustað á viðtalið við hann sem er örlítið neðar. ;-)

Mér finnst viðtalið ekki standast "allt skítkastið" sem blessaður kallinn fær yfir sig á netinu.

Ég vona að sem flestir hlusti á viðtalið og geti þá leiðrétt mín "gömlu eyru" sem gætu auðvitað hafa misskilið eitthvað í hans orðum. ;-)

Ég er á sama máli og þú í mörgu sem þú segir í þínum texta og þú mátt nú líka eiga það að þú sleppir "stóru orðunum" sem kæmi mér ekki á óvart að ýmsir þyrftu kannski að kyngja aftur. ;-)

Upp með "Nýttlýðræði" (reyndar er það nú vonandi að verða að við fáum loksins að búa í "lýðræðisríki" og þá hugsa ég nú dálítið marga áratugi aftur), þar er ég á lista og byggi loks upp "stórar vonir" um gott framtíðarland fyrir "alla íbúa". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:34

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hjartanlega sammála honum Zteingrími ztórvini mínum.

Það eru miklar kröfur gerðar til Harðar fyrir þessi ummæli.

Þau eru þó hjóm eitt í samanburði og svo er verið að krefjast þess að hann segi af sér.

Segja hverju af sér?

Er hann í vinnu við að mótmæla?

Algjör stormur í vatnsglasi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 00:44

15 identicon

Ég hélt nú að þú værir betur gefin en þetta. 

Hörður Torfason er ekki kjörinn fulltrúi neins, og skuldar ekki neinum afsakanir, né útskýringar á sínum skoðunum.

Þar að auki hefur Hörður Torfason ekki kostað mig eina einustu krónu, sem er meira en hægt er að segja um sjálfgræðgis og samspillingarhyskið sem þú styður og ert hluti af.  

Hörður Torfason hefur barist fyrir mannréttindum homma og lesbía í mörg ár, með litlum undritektum frá smáborgurum eins og þér.

Að mínu mati, hafirðu áhuga á því (sem þú hefur sjálfsagt ekki, þar sem fólk eins og þú hefur yfirleitt ekki áhuga á skoðunum sem ekki samrýmast ekki þeirra eigin) skuldar þú Herði Torfasyni afsökunarbeiðni.

Kær kveðja, Hörður Tómassson

Hörður Tómasson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:53

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Jahá, ég fór að ráðum Páls A. og hlustaði á viðtalið. Sem ég hafið ekki gert áður - heldur kokgleypt fréttina á mbl.is eins og vanvitinn sem ég er. Auðvitað er þetta allt sama slitið úr samhengi og það kemur augljóslega fram að pólitíska reykbomban er þessi "ákvörðun" um kosningar 9. desember án allra samþykkta annarra - bara út í loftið.

Svo þegar hann tjáir sig um veikindin segir kasta Hörður fram spurningunni um hvar eigi að draga mörkin á pólitísku lífi og einkalífi.

Það er best að fara varlega í sleggjudómum áður en maður kynnir sér hlutina betur. Mæli með að fólk hlusti á viðtalið áður en það dregur ályktanir því annars gæti krafa þeirra sem heimta afsökunarbeiðni og kalla Hörð öllum illum nöfnum snúist í höndum þeirra.

Verst er að mbl.is tókst að fylgja þessar pólitísku reykbombu eftir með því að búa til aðra slíka á þennan ósvífna hátt. Finnst að mbl.is ætti að biðja Hörð Torfason afsökunar á að afbaka svona orð hans.

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 00:53

17 identicon

Ef mig minnir rétt, lagðist Morgunblaðið í svívirðilegan hatursáróður í heilan vetur og ýmis andstyggilegheit gagnvart Ólínu Þorvarðardóttir, er hún starfaði sem borgarfulltrúi. Þetta er gömul taktík íhaldsins og virkar oftast. Nú er komið að Herði, sem má engar aumur sjá á neinum manni.

Aumingja Árni Matt ritstjóri mbl.is, að þurfa vakta bloggið á mbl.is fyrir íhaldið. Bara til að halda jobbinu?

"En fylgi ég þér eitt hænufet, þá fæ ég ekki lengur að mylja grjót." (Jóhannes úr Kötlum.)

Línur eru að skerpast. 

Ólisig (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:29

18 identicon

Ólína. Ég held að þú eigir sjálf að biðja Hörð Torfason afsökunar. Þú hefur greinilega ekki hlustað á viðtalið nógu vel eða bara látið þér mogglygina í blaðamanninum sem skrifaði hana segja þér hvað var í viðtalinu.

Svo segirðu: „Mótmælin hafa verið persónugerð full mikið í honum einum...“

Skammastu þín bara sjálf fyrir að troða þér fram, „gömlum pólitískum garmi“ undir yfirskyni Nýs lýðveldis. Við erum nógu mörg sem þekkjum þitt framlag til íslenskara pólitíkur í gegnum tíðina til að nenna ekki að skrifa undir þetta plagg Nýs Lýðveldis...þetar er nefninlega ekkert annað er „Nýr vetlingur“ hjá þér eina ferðina enn. Reyndu nú að skilja að við viljum ekki hafa atvinnustjórnmálamenn með í grasrótinni, þó ykkur langi rosalega mikið til þess.

Guggan (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:51

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Guggan - talaðu nú fyrir sjálfa þig ekki alla grasrótina. Ég tel mig nú aldeilis tilheyra henni og ég skrifa ekki alveg undir þetta hjá þér. Mér finnst þessi vinna og hugmyndir Nýs Lýðveldis einstaklega áhugaverðar og fagna því að fólk sem hefur pólitíska reynslu skuli vinna að svona góðum málum utan flokka sinna. Það er mun mikilvægara en þú e.t.v. gerir þér grein fyrir.

Hitt með að Ólína hafi fallið í moggalygin (eins og ég gerði) held ég að sé rétt hjá þér.

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 02:02

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hlustið á viðtalið við Hörð. Dæmið svo.  Ekkert í viðtalinu gefur tilefni til upphrópana en það var birt skrumskælt á Mbl.is

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 03:07

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður: Já, komdu sæl.

Blaðamaður: Það kom alltaf talhólfið þitt, þarna þegar ég hringdi áðan.

Hörður: Já, það stoppa ekki símarnir, það er alveg, það er mikið að gerast núna.

Blaðamaður: Það sem mig langaði að spyrja er hvort þetta breytir einhverju fyrir Raddir fólksins þessar nýjustu fréttir?

Hörður: Ef nokkuð, þá er það bara að við eflumst í baráttunni. Það...

Blaðamaður: Þið teljið ekki að þið séuð búin að ná fram ykkar kröfum um kosningar og þess háttar.

Hörður: Nei, elskan, nei, nei nei, nei, þetta eru pólitískar reykbombur.

Blaðamaður: Já, þú telur það?

Hörður: Já, já já já, þetta er hænuskref í áttina. en það er... nei, nei, nei, nei, maður sér í gegnum svona leiki. Við trúum þessu ekkert. Annars ætlum við að senda frá okkur tilkynningu í dag, seinna í dag, en það er meira í húfi heldur en svona, að við tökum mark á svona hlutum.

Blaðamaður: Hvað með veikindin?

Hörður: Hann sagði ekki af sér... Það er alltaf... ég meina af hverju er maðurinn að draga þetta allt í einu, veikindi sín. 

Blaðamaður: Hann var ekki búinn að fá að vita þetta.

Hörður: Já, já, en það er líka... ákveðið... það er dálítið til sem heitir einkalíf og svo stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt. En við skoðum þetta bara mál og hérna við ætlum að senda frá okkur fréttatilkynningu í dag. En þetta dregur ekkert úr mótmælunum. Það er engin ástæða... ef nokkuð er, þá er það bara til að berja fastar í vegginn.

Blaðamaður: Krafa ykkar er að ríkisstjórnin fari frá nú þegar?

Hörður: Já, já, og kosningar. Það er ekki búið að gefa afdráttarlaust svar um kosningar. Geir er ekkert að segja af sér.

Blaðamaður: Nei?

Hörður: Nei, stjórnin ætlar að halda áfram. Og þetta er einhver óljós tillaga um kosningar.

Blaðamaður: Hvað er þá framundan hjá ykkur á morgun og laugardag.

Hörður: Það eru bara áframhaldandi mótmæli, það er ekkert.... það er bara að sjá í gegnum þetta reykkóf sem stjórnmálamenn eru að blása upp. Það er ekkert... Við viljum breytt kerfi, við viljum breytingar á þessu þjófélagi, þetta er úr sér gengið kerfi, valdaklíkur og spilling, og við erum ekkert að gefa eftir af okkar kröfum. Það er bara... þá værum við lítils virði.

Blaðamaður: Já, heyrðu ég skrifa smáfrétt upp úr þessu samtali okkar inn á mbl.is, og hérna þakka þér bara fyrir spjallið og vona að þetta gangi upp hjá okkur öllum saman.

Hörður: Jább.

Blaðamaður: þakka þér kærlega.

Hörður: Jú, þakka þér. Bless.

Þorsteinn Briem, 24.1.2009 kl. 05:54

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi hver fyrir sig. Það er málfrelsi í landinu.

Þorsteinn Briem, 24.1.2009 kl. 06:00

24 identicon

Hörður Torfa sagði það sem segja þurfti. Um samúð hans til Geirs í veikindum hans er ómerkilegt að efast, en það er ekki samúðin sem er inntak þessa viðtals. Hörður Torfa hefur lyft Grettistaki við að byggja upp friðsamleg mótmæli.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 07:27

25 Smámynd: Einar Indriðason

Áhugavert..... Einu sinni mátti sko ekki persónugera vandann.... (október, nóvember, desember) ... það þurfti að hafa frið til að leysa málin...

Núna má segja að borðinu hafi verið snúið við... og þá allt í einu er verið að persónugera vandann á fullu?  Ehum!

Ehum segi ég nú bara!

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 08:52

26 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hörður á að láta sig hverfa. Hann hefur greinilega mikla athyglisþörf sem hann hefur fenguð útrás fyrir í þessum mótmælum. Það er ljóst að það verða kosningar. Nú ættu þeir sem vilja breytingar að fara að huga að því hvernig þær nást í gegn með kosningum.......að kjósa VG er og verður ALDREI svarið.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2009 kl. 09:12

27 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi mótmæli sem staðið hafa linnulaust frá því haust , fyrst á laugardögum og síðan eftir  þingsetningu, daglega- hafa skilað hörðum boðskap til stjórnvalda.

Andstaða stjórnvalda við þjóðina - sem á stólana þeirra, er að molna niður.

Búið er að ákveða kosninga í vor- þá nákvæm dagsetning sér ennþá óviss. Þetta er sigur- Ríkisstjórnin segir afsér og kosið verður að nýju. 

En stærstu hitamálin eru ennþá óleyst- stjórnir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sitja sem fastast ennþá - undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins. Það er eftir að leysa þau mál. 

Þess vegna halda mótmælin áfram og væntanlega með auknum þunga.  Hörður Torfason hefur staðið sig mjög vel við allt utan um hald laugardagsmótmælanna og fengið góða málsflytjendur og oft afburða góða .  Eftir að hafa lesið viðtalið  sem fréttamaður hafði við Hörð , sem fréttin á Mbl. er saman soðin úr þá er málið úr sögunni hvað mig varðar. 

Ljóst er að samúð þjóðarinnar er hjá Geir H.Haarde forsætisráðherra og fjölskyldu hans- við erum öll sem eitt  því.  Og væntum þess að hann nái fullri heilsu hið fyrsta- en á því eru taldar ágætar líkur. 

En stjórnmálin á Íslandi eru líka viðfangsefni okkar allra og hrun efnahags og þjóðlíf er hrollköld staðreynd. Við viljum að þeir sem ábyrgð bera - axli hana. Um það snúast mótmælin- það er ennþá verk að vinna

Mætum á Austurvöll í dag kl. 15 og krefjumst þess að stjórn Seðlabana víki og stjórn Fjármálaeftirlits víki - nú þegar.    Sían hefst endurreisn Íslands...

Sævar Helgason, 24.1.2009 kl. 10:03

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jæja gott fólk.

Það hryggir mig alltaf þegar ég fæ yfir mig persónulegar svívirðingar fyrir það að segja álit mitt hér. Í þessu tilviki fyrir að anda á foringjann. Þetta er farið að minna á gamla Alþýðuflokkinn, sem ég kynntist full vel hér um árið.

En hvað um það. Ég hlustaði á viðtalið við Hörð, það var flutt í Kastljósinu í gær. Ég hef ekki tekið stærra upp í mig varðandi það en að segja að hann  eigi að biðjast afsökunar á því hvernig hann svaraði þegar hann var spurður um þessi tíðindi. Og hver voru "tíðindin"? Jú, veikindi Geirs og yfirlýsing hans um kosningar. Þannig skildi ég það - og viðbrögð Harðar komu illa við mig.

Í öllum bænum ekki líkja gagnrýni minni við starfsaðferðir skrímsladeildarinnar og moggans í den. Þeim hef ég líka kynnst (m.a. hér  á blogginu) og ég þvertek fyrir að ganga þeirra erinda.

Svar Harðar var PR-klúður. Hörður er góður maður og alls góðs maklegur. Þess vegna geri ég þá kröfu til hans að hann taki ábyrgð orða sinna og afstöðu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.1.2009 kl. 10:14

29 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það kæmi mér ekki á óvart þó að athugasemd Guggunnar væri einmitt ættuð úr skrímsladeildinni - orðnotkunin bendir ótvírætt til þess.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.1.2009 kl. 10:23

30 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:12

31 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég er ekki alltaf sammála Ólínu en nú er ég það.Hörður vill að fólk haldi einkalífi sér og blandi ekki við hið opinbera líf.Finnst mér það í lagi.En mig minnir að Hörður hafi orðið frægur fyrir að opinbera einkalíf sitt fyrir tæplega fjörutíu árum.Það er kannski ekki sama hver á í hlut þegar opinberað er.Reyndar hef ég ekki skilið þessa upphefð Harðar sem er bara frægur fyrir tvennt:Að vera fyrstur og Guðjón baktjaldamakkara.Er hann frægur fyrir eitthvað annað?

Yngvi Högnason, 24.1.2009 kl. 13:48

32 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég hef hlustað á viðtalið við Hörð oftar en einu sinni og mér finnst það ósmekklegt. Auðvitað á Hörður að biðjast afsökunar og helst víkja sem forsvarsmaður mótmælanna. Ekki myndi ég vilja mótmæla undir hans merkjum.

Svala Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 15:14

33 Smámynd: Þór Jóhannesson

þrátt fyrir allar útrölurnar og persónuárásirnar á Hörð mætti Þjóðin í stærri mæli en nokkru sinni fyrr.

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 18:02

34 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jebb - og það var gott að fólkið skyldi fjölmenna á Austurvöll.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:27

35 Smámynd: Hlédís

Eru áróðursmenn enn að gera sér mat úr útúrsnúngi á orðum Harðar Torfasonar? Hallærislegt! Stjórnin er fallin, ekki síst fyrir framtak Harðar!

Svar: NEI!    raunar er það bara MOGGA-BLOGGIÐ sem lætur sem hér séu enn "heitar umræður" á ferðinni!

Gangi okkur öllum vel, Ólína!

Hlédís, 26.1.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband