Hvar eru nú handtökuheimildirnar?

 Hvar er nú efnahagsbrotadeild lögreglunnar? Hvar eru handtökuheimildir lögreglunnar? Það vantar ekki að hægt sé að taka krakkagrey og hneppa í varðhald fyrir það að mótmæla á almannafæri. En menn sem misnota aðstöðu sína og vitneskju - misfara með það traust sem þeim er sýnt - til þess að draga sér fé, þeir ganga lausir. Ekki nóg með það, þeir eru sérstakir ráðgjafar stjórnvalda og látnir starfa með skilanefndunum sem eiga að gera upp verkin þeirra. 

Ræningjar á rannsóknavettvangi. Angry

thjofurEigendur Landsbankans og Glitnis láta peningamarkaðssjóði bankanna kaupa í fyrirtækjum sem þeir eiga persónulega þegar þeir sjálfir eru komnir í lausafjárþröng, eins og það er orðað. Þeir nota fjármuni viðskiptavina bankans til þess að bæta sér upp persónuleg blankheit.   Fyrirgefið, en þetta er í reynd ekkert annað en innherjaþjófnaður - fjármunir færðir úr sjóðum viðskiptamanna yfir í veski stjórnenda.

Svo voga skilanefndirnar sér að hylma yfir með þessum mönnum og skjóta þeim á bak við bankaleynd. Angry 

Hvar er nú dómsmálaráðherra með allar sínar sérsveitir? Af hverju er ekki ruðst inn með dómsúrskurði og gögn gerð upptæk til að upplýsa þetta mál, eins og menn gera þegar grunur leikur á um skattsvik?

Þvílíkt og annað eins. 

Burt með þetta spillingarlið - þessa afbrotamenn!

 


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/artikkel?NoCache=1&Dato=20081126&Kategori=SKODANIR03&Lopenr=836822408&Ref=AR Hér er grein eftir Brynja Níelsson sem allir hafa gott af að lesa. Þetta er hin hliðin á peningnum og gott mótvægi við dómstól götunnar sem kominn er í ansi marga kolla núna. Þó okkur líki ekki eitthvað, þá er ekki þar með sagt að það sé ólöglegt.

Var ekki einn helsti veikleiki peningamarkaðarins að lagakerfið var svo galopið. Ef aðgerð, þó hún sé vafasöm, brýtur ekki í bága við þau lög sem giltu, þá er hún ekki ólögleg. Það segir ekkert um að hún sé ekki siðlaus og okkur finnist spillingarlykt af þessu.

Lögin um peningamarkaðinn verður að endurskoða og gera það sem fyrst, þó ekki megi rasa um ráð fram. Við búum í lýðræðisríki og verðum að haga okkur samkvæmt því

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.11.2008 kl. 17:22

2 identicon

Lýðræðisríki segirðu, Hólmfríður.  Ef þetta er lýðræði þá er ég ísbjörn!  Það kallast lögbrot ef einhver Jón Jónsson er sekur um að svíkja undan skatti og fær hann að öllu jafnan hærri dóma en argasti barnaníðingur eða þaðan af verra. (stela frá ríkinu)  Svo þegar svona fíflagangur á sér stað og maðurinn er meira en almúgamaðurinn Jón Jónsson (kannski Séra Jón Jónsson), þá er þetta allt í stakasta lagi!! 

Ef alþingi afnemur ekki bankaleyndina, þótt það sé bara tímabundið, þá hafa einhverjir fleiri eitthvað að fela.  Það virkar allavega þannig. 

 PS:  Það kemur froða með grrrr-inu mínu þessa stundina!

eikifr (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Hólmfríður.

Ég var að lesa þessa grein Brynjars Níelssonar og fæ ekki séð að það sem hann segir breyti neinu um inntak færslunnar hér fyrir ofan.

Brynjar er þarna að gagnrýna stjórnvöld fyrir neyðarlögin sem sett voru og benda á að eftir setningu þeirra sé erfiðara að beita hefðbundnum leikreglum réttarkerfisins m.a. gagnvart þeim sem sem hugsanlega hafa brotið af sér innan bankakerfisins. Hann varar við hugmyndum um sérstakan saksóknara til að rannsaka bankahrunið og bendir á að slíku embætti fylgi jafnan sú hætta að farið verði að fiska í gruggugu vatni.

 Hann er í raun að gagnrýna það að leikreglum réttarkerfisins skuli hafa verið breytt með setningu neyðarlaganna.

Ég er að mörgu leyti sammála honum.

Ég er á sama hátt sannfærð um að innherjaviðskipti bankastjórnenda sem láta peningarmarkaðssjóðina kaupa hluti í þeirra eigin fyrirtækjum er ekki aðeins siðlaust athæfi, heldur líka löglaust. Innherjaviðskipti og umboðssvik.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.11.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Sævar Helgason

Siðspillingin hófst með Gjafakvótanum. Fáum útvöldum var afhentur þjóðarauðurinn-  100 milljarðar/ári .  Og nú er hrun þjóðfélagsins að skella á- bráðum- eftir jólin.  Atvinnulífið og heimilin í landinu fara á vonarvöl- í miklum mæli. 

Maður bara spyr sig hverskonar þjóðfélag verður hér á næstu árum jafnvel áratugum.

 "Við búum í lýðræðisríki og verðum að haga okkur samkvæmt því" segir Hólmfríður

Sævar Helgason, 26.11.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Satt segir þú Sævar.

Almenningur - jafnvel stjórnmálamenn - áttuðu sig ekkert á því hvað um var að vera þegar eignatilfærslan átti sér stað með kvótakerfinu, þ.e. þegar þjóðarauðurinn var afhentur útvöldum útgerðarmönnum, eins og þú segir réttilega.

Það var sko rán aldarinnar. Og ekki hafa þeir enn hugrekki til að leiðrétta það ranglæti sjálfstæðismennirnir sem komu því á. Skyldu þeir þá hafa hugrekki til þess að taka til eftir bankahrunið, þegar allt kemur til alls? Hmmm....

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.11.2008 kl. 17:57

6 identicon

Hmmm... hváir þú í lok þinnar síðustu færslu og ekki laust að ansi margir séu farnir að hummmma með þér.

Aðgerðarleysið og sofandahátturinn er slíkur að það jaðrar ekkert við glæpsamlegt athæfi heldur er það glæpsamlegt athæfi.

Gamlir frasar um lýðræði, réttarfarsríki og annað slíkt mega sín lítils á sama tíma og við horfum uppá vissa aðila komast upp með það að brjóta landslög og misnota aðstöðu sína og hafa síðan stjórnmálamenn í vasanum þessutan.

Því miður held ég að mál séu að þróast hægt og bítandi útí það að valdbeiting verði eina leiðin til að gera þessum mönnum grein fyrir alvöru málsins. Því miður segi ég því ég er ekki hlynntur ofbeldi. En ég er heldur ekki hlynntur því að fjármálamenn, pólitíkusar og opinberir starfsmenn komist upp með landráð gegn þjóðinni.

Burt með spillingarliðið.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:18

7 identicon

Réttlættir það í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum, þ.e. að það væri ágætis byrjun hjá þingi, að leiðrétta óréttlætið sem fellst í eftirlaunalögunum með því að lagfæra það eitthvað. 

Taldir, þar með, að minna óréttlæti væri ágætis skref !

Skoðanir byggðar á pólitísku mati en ekki réttlætiskennd.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hafþór - þú hefur ekkert fyrir þér, nákvæmlega ekkert. Og ég frábið mér að þurfa að sitja uppi með svona skæting hér á þessari síðu að ég geri greinarmun á spillingu eftir því hvaðan hún kemur. Það er þvættingur.

Jósep - þú virðist ekki nógu vel að þér varðandi þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á eftirlaunum þingmanna og ráðherra. Nú er búið að afnema öll þau sérréttindi sem þingmenn og ráðherrar fengu með lögunum sem sett voru árið 2003 og meira til. Lögin sem sett voru 2003 voru mjög umdeild, en áður hafði ríkt sátt um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Þú talar eins og svo hafi aldrei verið.

Ef þú ekki getur séð neitt jákvætt við það að nú skuli þau sérréttindi sem ákveðin voru 2003 hafa verið afnumin, þá verður bara að hafa það - en ég kýs að taka eftir jákvæðum hlutum, nóg er nú samt þessa dagana.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.11.2008 kl. 22:43

9 identicon

ég spurðist fyrir um undarlega tilkynningu um breytta fjárfestingastefnun sem lífeyrissjóður Kaupþings kynnti skömmu fyrir hrunið, fékk ekki skriflegt svar sem ég átti ekki von á heldur símtal.  kannski vildu umsjónarmenn sjóðsins ekki láta það frá sér skriflega að raunveruleg eignasamsetning lífeyrisleiðarinnar sem ég hafði valið nokkum vikum áður var töluvert mikið frábrugðin því sem mér var kynnt þegar ég skipti yfir til þeirra.  Skyldi það sama eiga við um frjálsu lífeyrissjóðina og peningamarkaðssjóðina, lausafjárhækja? 

bjorn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:04

10 identicon

Sæl Ólína.

Covered crimes !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:08

11 identicon

Ólína, hvað gerir þú við "krakka grey" , sem ekki gegna. Bara spurning?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:50

12 identicon

Já lögreglan er mjög fljót að mæta á svæðið og "handtaka" börn og færa í yfirheyrslu. Hér er enginn misskilningur á ferð Guðrún Jónsdóttir - og takk fyrir að vekja máls á þessu.

Þetta gengur þannig fyrir sig:  Börn - óvitar - sem hnupla 80 króna súkkulaðistykki í matvöruverslunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, t.d. Hagkaupum,  eru umsvifalaust tekin að hans fyrirmælum. Þau eru skýr.  Barnið er fært inn í glugga- og loftlaus herbergi til viðræðna, króað af. Loks mæta 2-3 íturvaxnir lögreglumenn á svæðið.  Kæru leggja varðhundar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar síðan fram með beiðni um refsingu.  Barnið er fært út í lögreglubíl og ekið er á stöðina.  Þar hefst yfirheyrsla og umvöndun sem getur tekið á annan klukkutíma. Barnið fær áfall.

Þannig er nú gangurinn á þessu í dag Guðrún gegn BÖRNUNUM okkar. Níðingsháttur heitir þetta á mannamáli.

Þeim er ekki hlíft á þessu sviði frekar en í þeirri valdníðslu sog skeitingarleysi stjórnarherra sem gengur yfir núna - harkan er alger.  Ástandið í dag BITNAR MEST Á BÖRNUNUM OKKAR.  Það gleymist hér í bloggheimum að ræða um útreið barna okkar. Hentar það ekki ?   Kveðja Hákon Jóhannesson

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Burt með spillingarliðið, ekki orð um það meir.

Haraldur Bjarnason, 27.11.2008 kl. 10:47

14 identicon

Ja Olina tu talar oft skorinort um malin og er tad vel.

En mer finnst tu ansi oft setja adra hendina fyrir annad augad tegar kemur ad tvi ad sja raefildom og getuleysi tins eigin flokks Samfylkingarinnar, i svo morgu.

Tu segir her a einum stad i athugasemdarfaerslu tegar tu talar um gridarleg rangindi kvotakerfisins, "Tad var sko ran aldarinnar" og svo baetirdu vid. "Og ekki hafa teir enn hugrekki til ad leidretta tad ranglaeti Sjalfstaedismennirnir sem komu tvi a"

En biddu vid hverjir sitja nu i stjorn med Sjalfstaedisflokknum er tad ekki Samfylkingin, hafdi hun eitthvert hugrekki til tess ad breyta einhverju i tessu ranglata kerfi tegar ISG samdi vid Sjalfstaedisflokkinn og settist svo viljug og glod med teim i tessa Rikisstjorn !

NEI akkurat ekki, ekki ord um tad ! Enda Ingibjorg Solrun Gisladottir toluvert nokkru adur buinn ad gerbreyta annars agaetri stefnu Samfylkingarinnar i sjavarutvegs- og kvotamalum i einni af sinum endemis fraegu Borgarnesraedum.

Tarna sneri hun stefnu Samfylkingarinnar i einu vetvangi til ad gera hana geduga gagnvart LIU klikunni og ju lika til tess ad geta adlagad hana audveldlega ad stefnu Sjalfstedisflokksins og sidan farid i Rikiksstjorn med honum !

Hvar var malstadurinn og hugsjornirnar ! Selt fyrir vold ! 

ISG gerdi ekki svo litid ad raeda tetta eitthvad vid folkid i Flokknum eda vid adra i forystunni. Stefnunni var bara snarbreytt svona i einum vetvangi !

Tad voru hennar "samraedustjornmal" eins og hun marg tuggdi a i teim somu raedum tegar hun lagdi nidur andstoduna vid kvotakerfid !

Eg hafdi fra stofnun verid studningsmadur Samfylkingarinnar en sa strax tarna ad tarna for rakinn taekifaerissinni og tessari manneskju vaeri alls ekki treystandi.

Tad hefur svo tvi midur alltaf betur og betur komid i ljos ad tad mat mitt haefur allt gengid eftir og gott betur !

Sidan hefur Samfylkingin undir forystu ISG verid botnlaus tunna, sem ad glymur stundum adeins i, en botninn er brotinn og tyndur einhversstadar uppi i Borgarfirdi !

Tu gaetir kanski reynt ad finna og laga tennan botn Olina !

Tangad til er Samfylkingin mjog otruverdugt stjornmalaafl Olina !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:37

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Burt með spillingarliðið hvaða flokki sem það tilheyrir.

Rut Sumarliðadóttir, 27.11.2008 kl. 11:58

16 Smámynd: Sævar Helgason

Athugasemd #16

Mér finnst pistill nr. 16  bera með sér að það sé sólarlítið í útlöndum nú um stundir.

Sævar Helgason, 27.11.2008 kl. 12:01

17 identicon

Sæl, Ólína,

Nei, ég sé það ekki sem jákvætt.  Vandamálið er að þingmenn þurfa að líta á sig sem hluta af heild.  Með því að afnema hluta af sérréttindum, en viðhalda öðrum (m.a. hluta af þeim sem var bætt við 2003) sjá þeir ekki að sér.  Það fer mikið í pirrurnar á mér.

Hluti af því að ljúka afplánun fellst í því að glæpamaðurinn viðurkenni glæpinn, það var ekki gert.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:47

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ólína, það er bara alls ekki rétt að sérréttindi þingmanna, ráðherra, forseta og hæstaréttardómara hafi verið afnumin. þeim var breytt og það er alls ekki sama og afnám. Þetta verðurðu að kynna þér betur.

Þórbergur Torfason, 27.11.2008 kl. 13:07

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þessari umræðu allri blandast saman siðferði, lög og pólitík. Fólk er engan veginn allt með sömu skoðanir á siðferði, lögfræðinga, einnig dómara, greinir á um túlkun laga og pólitískar skoðanir eru alla vega, einnig innan flokka. Þannig á það líka að vera og lífið væri nú heldur litlaust ef allir hefðu sömu skoðun á öllum málum.

Og hér er engin skoðun rétthærri öðrum skoðunum. En ég held að við getum öll verið sammála um að við eigum að búa í réttarríki, þar sem mál eru rannsökuð til hlítar og dæmt samkvæmt þeim lögum sem í gildi eru á hverjum tíma en ekki fyrirfram af einhverjum Jóni Jónsyni úti í bæ.

Og að sjálfsögðu á ekki að samræma skoðanir í Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum um til dæmis Davíð Oddsson, sem heyrir undir eiginkonu sína og nú einnig forsætisráðherra. Og eftir næstu kosningar til Alþingis mun Seðlabankinn heyra undir Ingibjörgu Sólrúnu.

Þorsteinn Briem, 27.11.2008 kl. 14:11

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónssyni úti í bæ, átti þetta að vera. Ég vil engan veginn gera lítið úr Jónum Jónssonum úti í bæ og taka eitt s úr þeim, enda eru nú allir Jónar Jónssynir í essinu sínu.

Þorsteinn Briem, 27.11.2008 kl. 14:17

21 Smámynd: H G

Hér kemur margt fram merkilegt.

1) "Börnin okkar" eiga. t.d., rétt á að foreldrar þeirra fái ráðrúm til að sinna þeim. Svo hefur ekki verið síðastliðin ca, 25 VERÐRYGGINGAR-ÁR!!´Þakka áminninguna, Hákon!

2) Verðmætamat "elítunnar", þar með  flestra stjórnmálamanna , er FULLKOMLEGA " út úr kú" nú!. Þarf ekki að ræða nánar.

3) Samfylkingin hefur svikið málstaðinn - Ég seg ekki að Ólína, sú ágæta kona, beri ábyrgð á því. .. en:" Hefnist þeim er svíkur sína huldumey/ honum verður erfiður dauðinn" - segir í ljóðinu.

Af fleiru er að taka og athugasemdir góðar, - þarf ekki við að bæta.

H G, 27.11.2008 kl. 14:20

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarfærsla Ólína!

Til að allir séu jafnir að lögum. finnst mér algjört lágmark að innbrotsþjófar, bílaþjófar og smákrimmar dæmi í sínum málum sjálfir eftir að hafa rannsakað þau sjálfir líka..

Það myndi spara fangelsispláss...Kannski bara hægt að leggja þau niður ef á að nota þessa aðferðafræði í stærsta svikamáli í Íslandssögunni...

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 15:16

23 identicon

Já þetta er með ólíkindum... menn eru fangelsaðir og jafnvel settir í gæsluvarðhald fyrir það að stela sér mat eða hjólbörum, en karlarnir sem stela milljörðunum fá að vappa um lausir, auðvitað ætti að hneppa þá í gæsluvarðhald meðan á rannsók stendur, svo þeir geti ekki hagrætt og skemmt fyrir rannsókninni.

Steinar Immanuel Sörensson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:28

24 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka líflegar umræður hér ofar.

Sérstaklega þakka ég þeim sem hafa fyrir því að lesa þær færslur og athugasemdir sem þeir eru að svara.

Ég verð að játa að mér finnst alltaf svolítið pínlegt að sjá langar athugasemdir um meintar skoðanir síðuhöfundar eða annarra sem tjá sig hér. Menn hlaupa til og skrifa af miklum móð um eitthvað sem þeir hafa svo ekki lesið almennilega, reknir áfram af pólitík eða hagsmunagæslu. Eiginlega finnst mér að þeim væri næri að skrifa bréf til þeirra stjórnmálamanna sem þeir eiga vantalað við frekar en að þjösnast þetta á mér, blásaklausri konunni. 

En hvað um það - ég vona bara að fólki líði betur með að tjá sig. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.11.2008 kl. 17:13

25 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það eru engin ný sannindi fyrir mér hvar upphafið liggur og hef oft tjáð migum það, bæði fyrir og eftir kreppu. Hér er eins og hálfs mánaða gömul færsla http://sailor.blog.is/blog/sailor/?offset=70 og þar fer ekki á milli mála að við erum sammála Ólína.

Víðir Benediktsson, 27.11.2008 kl. 22:58

26 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var að skoða fréttina og sá að Atli Gíslason hefur strax beðist velvirðingar á ásökunum sínum á hendur Kaupþingi þar sem þær standist ekki (ef ég skil fréttina rétt). Gæti ekki alveg verið að heimildir hans um hina bankana séu ekki nægilega traustar. Mér finnst rétt að doka aðeins við og bíða með að kalla eftir handtökuheimildum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.11.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband