En útrásarvíkingarnir?

Af hverju ekki að bjóða útrásarbarónunum að sitja fyrir svörum á næsta borgarafundi, eins og Friðrik Þór Guðmundsson bendir réttilega á í sínu bloggi? Er ekki tími til kominn að þeir fái sín sérmerktu sæti í Háskólabíói og horfist þar í augu við almenning?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Friðrik Þór Guðmundsson heitir hann.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:44

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk Steini, búin að laga.  Vissi vel að maðurinn er Guðmundsson, það sló bara einhverju saman í hausnum á mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.11.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Sævar Helgason

Mér fannst og sennilega þorra fundarmanna þarna í Háskólabíói,illt ,að vera afneitað sem íslensku þjóðinni - af öðrum oddvita "ríkisstjórnarinnar" En svona er nú komið fyrir okkur. Og hvar eiga nú vondir að vera ?

Sævar Helgason, 25.11.2008 kl. 10:37

5 identicon

Ólína, ég hef miklar efasemdir um svona "line up" fundi. Þeir geta farið að minna á ákveðin réttarhöld í ákveðnu landi 1956. Veit að fleiri hafa sínar efasemdir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:57

6 identicon

Nákvæmlega það væri flott  að bjóða þessum útrásarvíkingum. Þá mæti ég á fund ekki spurning.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

De rien, Madame Þorvarðardóttir.

Almenningur, sem var á þessum fundi í Háskólabíói í gærkveldi, var hvorki öll þjóðin né fulltrúar hennar. Fólk talaði þar í eigin nafni en ekki annarra, hvað þá allrar þjóðarinnar.

Og ekki held ég nú að allir íslensku útrásarvíkingarnir séu endilega svo slæmir. Hvað hafa Bakkavararbræður gert af sér? Ég vann eitt sinn með öðrum þeirra og þá var hann svo fátækur að hann gekk í ósamstæðum sokkum. Og ekki nenna allir að verða ríkir á því að setja fisk í krukkur. Má enginn verða ríkur í þessu landi?!

Ég legg hins vegar til að allir sem tekið hafa myntkörfulán hér á undanförnum árum til húsnæðis- og bílakaupa verði stillt upp á einu bretti (ef nógu stórt bretti finnst) og híað verði á þá af öllum hinum. "Bankinn og bílasalinn otuðu þessu að mér! Ég ber enga ábyrgð á mínum eigin gerðum. Ef mér er boðin kaka verð ég bara að éta hana!"

Það er alltaf sama sagan með Íslendinga, það er aldrei neitt þeim sjálfum að kenna!

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég legg hins vegar til að öllum, sem tekið hafa myntkörfulán hér á undanförnum árum til húsnæðis- og bílakaupa, verði stillt upp á einu bretti (ef nógu stórt bretti finnst) og híað verði á þá af öllum hinum.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 11:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tinnsl. Það er allt í lagi mín vegna að kjósa til Alþingis í vor en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur ríkisstjórnin 40 þingmenn af 63 á bakvið sig en hún hefur nú 43. Og Samfylkingin myndi bæta við sig fimm þingmönnum, ef kosið yrði nú, samkvæmt þessari skoðanakönnun.

Breyta þarf stjórnarskránni í kringum næstu kosningar til Alþingis og þjóðin þarf þá að kjósa um aðildarsamning Íslands að Evrópusambandinu. Og Ingibjörg Sólrún myndar að öllum líkindum næstu ríkisstjórn.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 12:36

10 identicon

Steini Briem, mér finnst þessi tillaga þín; "Ég legg hins vegar til að öllum, sem tekið hafa myntkörfulán hér á undanförnum árum til húsnæðis- og bílakaupa, verði stillt upp á einu bretti (ef nógu stórt bretti finnst) og híað verði á þá af öllum hinum." afar ósmekkleg og þér ekki sæmandi á þessum síðustu og verstu tímum. 

Það er fullt af fólki og fyrirtækum sem á um sárt að binda vegna þessara myntkörfulána og er því alls ekki hlátur í huga.  

Þá má lesa það milli línanna hjá þér að þú hefur samúð með auðmönnum og vilt fría þá ábyrgð á vandræðum þjóðarinnar.

Þetta er þér ekki sæmandi og þú sem gefur í skyn í bloggum þínum að þú sért "rétthugsandi jafnaðarmaður".   Ef jafnaðarmennskan er svona, þá eru sko margir orðnir afhuga henni núna.

Draga þessa fáránlegu hugmynd þína tilbaka og biddu fólk afsökunar á ummælum þín.  Ég er viss um margir sem tekið hafa erlend lán, gætu farið að hugsa sér að leita þig uppi til að dífa þér ofan í heita tjöru og velta þér upp úr fiðri niður á Austurvelli.  Fóki er alls ekki hlátur í huga núna! 

Þessi tillaga þín er verulega ósmekkleg hjá þér, og hafi þetta átt að vera fyndið, þá er þú með brenglaðan húmor.  

Hafsteinn Fr. Sigvaldason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:47

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er fyrirtakshugmynd að fá útrásarvíkingana og Guðföður þeirra af Bessastöðum til að sitja fyrir svörum næst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.11.2008 kl. 14:08

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fólki sést stundum ekki fyrir í þeirri vitleysu sem fylgt getur reiðinni. Hvernig dettur einhverjum í hug að "útrásarvíkingarnir" mæti í "réttarhald" í Háskólabíói. Dettur einhverjum í hug að einhver þeirra muni brotna af geðshræringu, krjúpa á kné í salnum, gráta og biðjast fyrirgefningar? - Það hefur ekki verið sýnt fram á nein sérstök lögbrot þeirra ennþá, hvað sem síðar kann að koma í ljós. Enn sem komið er hefur mér ekki verið sýnt fram á nein sérstök glæpamál þótt mikið hafi verið gjammað.

Við skulum ekki gleyma því að einn þeirra hefur verið hundeltur í 6 ár af skattayfirvöldum sem hafa ekki komið upp með neitt bitastætt. Það er allavega ljóst að samfélagið hefur tapað hundruðum milljóna á þeim vitleysisgangi sem Björn Bjarnason stofnaði til að þjóna eineltistilburðum yfirformannsins í svörtuloftum.

Sem hálfgerður fátæklingur gæti ég alveg tekið þátt í að úthúða auðmönnunum fyrir eitthvað. Fyrir mér eru þeir bara sekir um græðgi svo best ég viti og lítið annað. Það er kannski siðlaust en ekki lögbrot. Við kjósum þá ekki til þess að vera auðmenn.

Við hins vegar kjósum Geir og Sollu og fleiri til að sjá um að samfélagið gangi eðlilega og þau hafa brugðist því hlutverki sínu hrapallega því það er löngu ljóst að vitneskja þeirra var meiri en svo að aðgerðarleysi þeirra væri afsakanlegt. Þess vegna á ríkisstjórnin að taka pokann sinn, hún einfaldlega brást þjóðinni.

Það er ótrúlegt að Geir skuli halda því fram að eitthvað fari í uppnám í lántökum frá IMF og "björgunaraðgerðum" þó þau fari. Þeim er ekki treyst lengur og það er nóg til af betur starfhæfu fólki í landinu. Hvernig er hægt að bjóða upp á þetta endemis bull um að þau séu ómissandi. Það eru allir kirkjugarðar fullir af fyrrverandi ómissandi fólki. 

Haukur Nikulásson, 25.11.2008 kl. 14:12

13 identicon

Í sambandi við þessa uppástungu, að merkja útrásarvíkingunum sæti í Háskólabíói, langar mig til að spyrja um það hvort að það sé alveg öruggt að þessir menn hafi gert eitthvða ólöglegt?  Voru þeir ekki bara að nýta sér aðstæður sem stjórnmálamenn sköpuðu þeim?  Það er nefnilega munur á því að gera eitthvað sem er ólöglegt og gera eitthvað sem er siðlaust.  Svo er líka til í því að þeir hafi verið svona agalega illa að sér í viðskiptum og hafi ekki vitað betur.  Það er spurning fyrir hvað þeir eiga að svara.

Haraldur Geir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafsteinn. Þeir sem tóku hér myntkörfulán gerðu það á eigin ábyrgð og eiga því sjálfir að greiða þau lán, ef þeir geta. En þeir sem verða gjaldþrota af einhverjum orsökum geta að sjálfsögðu ekki greitt þessi lán, frekar en önnur. Sá sem lánaði situr þá uppi með tapið. Bankar fá fé að láni hjá innistæðueigendum til að geta lánað öðrum og því meira sem bankarnir tapa af útlánum því hærri þurfa útlánsvextirnir að vera.

Fjöldinn allur af ungu fólki, nýkomið með bílpróf, hefur tekið myntkörfulán, jafnvel til sjö ára, til að kaupa bíl, í staðinn fyrir að leggja fyrir og kaupa bílinn þegar það á fyrir honum. Þannig greiðir fólk jafnvel andvirði tveggja bíla í stað eins þegar upp er staðið. Og ekki hefur nú verið gáfulegra að kaupa íbúð á myntkörfulánum fyrir mun hærri upphæð.

Allir vissu, eða máttu vita, að krónan var alltof hátt skráð og hún myndi fyrr eða síðar falla, og það fyrr en síðar, enda þótt enginn byggist við að hún beinlínis hryndi nú í haust.

Þúsundir manna, bæði hérlendis og erlendis, hafa unnið fyrir íslenska auðmenn og greitt skatta til íslenska ríkisins fyrir þau störf. Það er akkúrat ekkert að því að vera heiðarlegur auðmaður og setja fisk í dollu. Það er hins vegar eitthvað að því að nenna ekki að vinna í fiski hérlendis.

Á Vestfjörðum hafa um 500 útlendingar unnið í fiski undanfarin ár og þar hefur því ekki vantað störf fyrir íslenskt verkafólk. Og sama vers með Húsavík. Þar hefur fjöldinn allur af útlendingum unnið verkamannastörf á undanförnum árum og geti útlendingar unnið hér í fiski geta Íslendingar það einnig. Það vantar því ekki álver á Húsavík.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 14:40

15 identicon

Mér finnst merkilegt að sá ráðherra sem mest talar á móti íslensku krónunni, Björgvin G., skuli hafa tekið myntkörfulán.  Gengur sú hugmyndafræði ekki út á að treysta því að íslenska krónan sé sterk til að afborgunin verði sem þolanlegust?? 

Harldur Geir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:46

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og þúsundir Íslendinga, sem starfað hafa fyrir íslenska auðmenn hérlendis, hafa greitt skatta til íslenska ríkisins fyrir þau störf, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 14:49

17 Smámynd: Sævar Helgason

"Í sambandi við þessa uppástungu, að merkja útrásarvíkingunum sæti í Háskólabíói, langar mig til að spyrja um það hvort að það sé alveg öruggt að þessir menn hafi gert eitthvða ólöglegt?"

Það hefur enginn rannsókn farið fram á þeirra málum.  En öllum má ljóst vera að bankahrunið er þeim ekki með öllu óviðkomandi- sumir þeirra "áttu bankana"

Þeir voru gerendur í málinu.  Það er því mjög eðlilegt að þeir fái tækifæri til að svara spurningum og eiga viðræður við fólkið sem á að borga skuldir sem þeir stofnuðu til- aftur til lánadrottna.  

Á næsta stórfundi er því eðlilegt að ca 30 stólar verði merktir þessu fólki. 

Sævar Helgason, 25.11.2008 kl. 15:05

18 identicon

Steini Briem, mér finnst þetta samt sem áður vera hrokafull afstaða hjá þér og þér ekki til vegsauka.  Ég er viss um að margir sem eru með þessi lán, bæði fyrirtæki og einstaklingar eru æfir út í þig út af þessari fáránlegu og ósmekklegu hugmynd þinni og eru örugglega farnir að leita að þér með logandi ljósi.

Allir vissu jú að krónan myndi sveiflast, en að hún myndi hríðfalla m.a. vegna þess að margir Samfylkingarráðherrar hafa verið duglegir að tala hana niður sem ónýta.  Svona gáleysislegar yfirlýsingar ráðamanna spyrjast út í heim og því taka gjaldeyrismiðlarar marg á því þegar ráðamenn þjóðarinnar tala svona, og forðast því krónuna sem heitan eldinn.

Það getur vel verið að það vanti ekki álver á Húsavík, en það vantar alla vegana fisk þar og fleiri störf.  Húsvíkingar hafa því neyðst til að flytja út atvinnuleysi þaðan suður á mölina.

Hættu svo að mæra þessi auðmenn.  Þessir tilteknu auðmenn sem þú nefnir hafa ekki skapa mörg störf hér á landi, heldur hafa þeir verið duglegir að skapa störf erlendis, en ættu heldur að skapa þau hér á landi.  Þeir hinir sömu auðmenn keyptu Símann á sínum tíma og hafa síðan verið mjög duglegir við að loka starfstöðvum hans úti á landi.

Hafsteinn Fr. Sigvaldason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:12

19 identicon

Orð í tíma töluð. Öll okkar orka hefur beinst að stjórnmálamönnum meðan glæpamennirnir hafa notið friðhelgi. Það mætt t.d. lesa upp nöfn þeirra ( um það bil 30 manns) á næsta útifundi á laugardag bara til að minna okkur á hverjir það voru sem settu þjóðina á vonarvöl., sjálfa gerendurna í þessum hryllilega veruleika.

Finnur (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:27

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafsteinn. Ég mæri heiðarlega menn, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. Það er hins vegar hrokafull afstaða hjá mörgum Íslendingum að finnast það ekki nógu fínt að vinna í íslenskum fiski. Vilja frekar vinna í útlendu álveri. Bakkavararbræður settu fisk í dollur, urðu ríkir af því og nú setja þúsundir manna fisk í dollur fyrir þessa mætu menn.

Flest fyrirtæki þurfa á lánum að halda til sinnar starfsemi og það er ekkert að því að taka heiðarlegt lán til heiðarlegrar starfsemi og greiða það, ef hægt er. En þú heldur því fram að ég verði drepinn út á það.

Bankar eiga hins vegar að vera í dreifðri eignaraðild og það á að sjálfsögðu ekki að gefa þá fólki úti í bæ, eða láta einhverja Framsóknarmenn stjórna hér ríkisbönkum mann fram af manni og það jafnvel fram af manni.

Hjá íslensku bönkunum hafa þúsundir Íslendinga starfað og greitt skatta til íslenska ríkisins, Bakkavararmenn hafa flutt út íslenskar sjávarafurðir, Actavis flytur út lyf, Marel, DNG á Akureyri og Hampiðjan sjávarútvegsvörur og CCP á Grandagarði selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um hálfan milljarð króna á mánuði.

Hjá þessum fyrirtækjum starfa þúsundir manna, bæði hérlendis og erlendis, og samtals velta þau hundruðum milljarða króna á ári. En þú heldur að þetta sé allt glæpastarfsemi á vegum Rússa.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 17:29

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Hjartanlega sammála þér Ólína, og hafa Sigurð Einars tilvonandi - og fyrrverandi Kaupþingseiganda í sérstöku hásæti þá er auðveldara að henda í hann.

Hörður B Hjartarson, 25.11.2008 kl. 17:31

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það getur samt verið gaman að segja smá ósatt stundum en bara smá, Tinnsl.

En maður má nú ekki græða mikinn pening á því. Það er ekki fallegt.

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 21:31

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðin er vitlaus í skuldir, Tinnsl. Vísa, Júró, bílaskuldir, húsaskuldir, yfirdrátt, spilaskuldir, meðlagsskuldir ...

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 21:48

24 identicon

Að gera hlutina frjálsa þýðir að losa okkur undan ríkisstjórnun á öllum sviðum

Við höfum alltaf verið ósátt við ríkisrekstur og ríkisákvarðanir

Sjálfsstæðisflokkurinn ákvað að gefa bankana frjálsa,suma fengu flokksbræður og suma fengu framsóknarvinir

Það gleymdist alveg að setja reglur í kringum batteríið

Allir fóru á frjálsfræðisfyllerý,sumir meira en aðrir

Alþingismenn gleymdu ség í gleðinni og þjóðin keypti og keypti

Bankastjórar töluðu krónuna niður til að græða á henni,bankastjórar borguðu sér ofurlaun,bankamenn keytptu  ség snekkjur,bankamenn keyptu sér flugvélar,bankamenn byggðu sér sumarbústaði,bankamenn fluttu inn fræga söngvara til að skemmta sér og sínum,bankamenn keyptu hlutabréf í bankanum sínum fyrir lán sem síðan voru afskrifuð,bankamenn óku um á flottum bílum og keyptu sér flott hús og íbúðir í útlöndum,bankamenn fluttu peninga til fríríkis eyja til að fela peningana sem þeir voru að stela,bankamenn stofnuðu hlutafélög til að kaupa í hlutafélögum sem voru að fara á hausinn,til að gera þau verðmætari,bankamenn voru með siðblind partý út um allan heim og létu fljúga vinum sínum frá íslandi á ballið.Svona má endalaust upp telja

Er allt Davíð  Oddsyni að kenna?????

Svo kom kreppa í bandaríkjunum sem er búin að hafa áhrif á allan heiminn og íslenska spilaborgin hrundi

SVO Á ÍSLENSKA ÞJÓÐIN AÐ BORGA FYLLERÝIÐ SEM BANKAMENN FÓRU Á

Sendum þessa menn úr landi og látum þá vinna fyrir skuldunun við höfum ekkert með svona græðgisfíkla að gera

MARGUR VERÐUR AF AURUM API,þessi málsháttur er búinn að sanna sig í gegnum áratugina

Adda (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:23

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nja, Tinnsl, eigum við ekki frekar að kíkja á eina Bruce Willis-mynd með Bíbí?

Hann getur setið á milli okkar og verið siðgæðisvörður:

http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/724959/

Þorsteinn Briem, 25.11.2008 kl. 22:37

26 identicon

Já, mikið er það gott að búið er að taka saman alla útrásarvíkingana. Það verður fróðlegt að vita hverjir þeir eru nákvæmlega og hve marga stóla á að taka frá fyrir þá. Vinna ríkisstjórnarinnar hlýtur þá að vera að skila árangri og böndum komið yfir þá sem sem belgdu bankakerfið út þannig að það sprakk. Hefur þú, Ólína, einhverjar hugmyndir um hve margir þeir eru, eiga þeir það sammerkt að hafa komið landinu á hausinn? Eða eru þetta einhverjir sérstakir útrásarvíkingar sem eiga yfir höfði sér ákærur vegna misferlis? Og verður forsetinn með stól þarna líka, hann sem hefur mært útrásina í gríð og erg? Fróðlegt að vita. Mjög spennt að sjá merkingu stólanna ef af verður.

Nína S (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband